Vísir - 02.07.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 02.07.1965, Blaðsíða 8
8 VI SI R . Föstudagur 2. júli 1965. VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schrarn Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstraeti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði 1 lausasölu 7 kr. eint. — Simi 11660 (5 linur) Prentsmiðja Visis — Edda h.f Vandinn leystur j>að er hlutverk ríkisstjórnar landsins að leysa þau vandamál sem að steðja í þjóðfélaginu á hverjum tíma á þann hátt sem hverju sinni verður bezt á kosið. Það hlutverk hefur núverandi ríkisstjórn vel af hendi leyst. í mikinn vanda var stefnt er síldveiði skipstjórar tilkynntu þá skyndiákvörðun sína fyrir tæpri viku að hætta veiðum og halda heim af mið- unum í mótmælaskyni við yfirnefndarákvörðunina um síldarverðið. Höfuðatvinnuvegur þjóðarinnar yfir sumarmánuðina var í voða. Þessi vandi hefur nú verið farsællega leystur, á grundvelli þeirra ákvarð- ana, sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra skýrði frá á blaðamannafundi í gærkvöldi. Megintilgangur bráðabirgðalaganna var að hvetja til aukinnar síldar- söltunar með verðjöfnun frá bræðslusíldarverðinu, þar sem talið var með réttu að ella væru saltsíldar- markaðirnir í hættu. Síðan gerðist það í fyrradag að Verðlagsráð ákvarðaði einróma verulega hækkun á saltsíldarverðinu eða 37 kr. á hverja tunnu. Á grundvelli þess hefur ríkisstjórnin nú lýst því yfir að heimildir bráðabirgðalaganna muni hún ekkf jpota. Verður nú upp tekið sams konar flutningafyrirkomu- lag á síldinni og á fyrra ári og renna 3 krónur af síldarverðinu í flutningasjóðinn. Vegna þessara breyttu viðhorfa hafa síldveiðisjómenn þegar aftur lagt úr höfn og skipin streymdu í nótt til miðanna við Austurlandið. Öll þjóðin fagnar í dag þeirri lausn deilunnar, sem fram hefur náðst. Alvarlegur hags- munaárekstur hefur leystst svo sem bezt verður á kosið, þrátt fyrir allar tilraunir stjórnarandstöðunnar til þess að notfæra sér síldveiðideiluna til að skapa glundroða í þjóðfélaginu. Togaratækni Breta \ mjög athyglisverðri frásögn hér í Vísi fyrir nokkr- um dögum gerði Már Elísson, skrifstofustjóri Fiski- félagsins ítarlega grein fyrir þeim tækninýjungum í gerð togara, sem nú eru reyndar í brezkri togaraút- gerð. Rossamsteypan hefur látið byggja tvo 400 tonna togara, þar sem áhöfnin er aðeins fimm menn, skip- stjóri og fjórir á dekki, en enginn vélgæzlumaður. Stjórn skipsins og vélar er að miklu gerð sjálfvirk og vinnubrögð við aflann mjög auðvelduð og fara fram í skjóli. Með þessari by.'tingu í gerð togara ætla Bretar sér að slá tvær flugur í einu höggi: fækka mönnum um borð verulega og stórbæta hlut skips og skipverja. Undirtektir sjómanna og yfirmanna hafa verið yfirleitt góðar og sjá þeir fram á verulega bætt kjör er tímar líða með hjálp þessara tækninýjunga. íslenzk togaraútgerð stendur á alvarlegum tímamót- um. Um það er spurt, hvort hún leggist ekki alveg niður hér á landi í núverandi mynd. Er ekki ráðið að hyggja ítarlega að fordæmi Breta og láta byggja einn slíkan togara til reynslu, til lausnar þeirra vanda- mála, sem við stöndum í dag ráðþrota frammi fyrir? UM „BETURViTENDUR // T gegn um aldix hafa verið til með öllum þjóðum einstak- lingar sem hafa fundið hjá sér köllun til þess að vera hrópend ur 1 eyðimörkinni, lausnarar hins heimska lýðs, beturvitend- ur og lýðsfrelsarar. Okkar hrakta eyþjóð minnist margra slikra frá fyrri tíð, sem hafa sungið landsmenningunni á hverjum tíma feigðarljóð. 1 raun og veru má segja, að allir hafi þessir menn verið spámenn, því hver sú menning, sem þeir töldu á glötunarvegi er horfin í dag. En upp hefur risið ný menning, umdeild að vísu, en ný og óum- flýjanleg eins og dagur á eftir nóttu, svo lengi sem mannkind viðhelzt. Margt I siðum for- feðranna er talið þjóðlegt og þá um leið höfuðsynd að breyta þar um í nokkru. Gallinn er bara sá, að menn greinir á um hvað sé þjóðlegra en hitt. Mað ur getur til daemis ímyndað sér ,að unglingarnir, og reyndar fleiri góðir íslendingar, telji það greinilega hvað þjóðlegast að duga ekki lakar við ölið og til- heyrandi hausahnoð, en Egill gamli frændi. Sömuleiðis getur manni virzt af tali annarra að útlend afsiðun sé búin að ryðja baðstofumenningunni út fyrir gafl og þar af leiðandi sé nú allt á hraðferð til helvítis. Bítla söngur og berrassatónlist bylji á hinni þjóðlegu menningu svo hún riði til falls. Varla heyrist raulaður Passíusálmur, nema í útvarpinu, en hvað stoðar það, allir glápi i glapaglerið, sem þeyti sínu Je Je yfir landnám Ingólfs og nágranna. Það er ekki furða þótt upp rísi íslands Hrafnistumenn, allt uppí 60 tals ins. 1 den tíð var uppi í Sviss karl að nafni Kalvfn. Honum þótti það klár dýrkun á djöflin- um að stíga dans eða leggja kabal. Leyfar anda hans má enn finna í Sviss. En hvað kemur Kalvín gamli þessu máli við? Jú, hann var einn af þeim, sem ég vil nefna“, beturvitendum" síns tíma. Ef við Kalvín gamli hefðum til dæmis farið saman á Bítla- hljómleika, þá hefðum við ef til vill getað orðið sammála um viss atriði mannlegrar náttúru eða ónáttúru. En mér er hins vegar til efs, að við hefðum verið á einu máli, um svör við því sem fram færi. Því „betur- vitandi* veit betur en hinn al- menni einstaklingur hvað hin- um síðarnefnda er fyrir beztu. X>ví neytir hann gjaman aðstöðu sinnar til þess breyta hegðun einstaklingsins. — Dæmi uppá þetta, er ráðherra, sem er sann færður bindindismaður og neyt ir aðstöðu sinnar til þess að halda fyrir almenningi þeirri vöru, sem honum ber skv. lands lögum að geta fengið keypta í ákveðnum verzlunum á al- mennum verzlunartíma. Hér er almenningur meðhöndlaður sem sauðahjörð, og ekki þykir til- tökumál þótt hjarðmaður spyrji ekki sauðina ráða. Sömuleiðis vita allskyns stjórnskipuð ráð, svo sem útvarpsráð, betur en hinn heimski neytandi, hvað honum sé fyrir beztu að sjá og heyra. Hans er bara að borga og vera fljótur að þvf, annars koma mennirnir með húfurnar og innsigla eigurnar. Þvi miður gleyma margir embættismenn þvf einatt, að ríkið er til fyrir þegnana en ekki öfugt, eins og til dæmis Kalvín gamla myndi hætta til. En gamli Kalvín var eins og aðrir bam síns tíma. Við lifum árið 1965. í okkar hástemmdu stjórn- málaályktunum er lögð áherzla á það, að einstaklingurinn sé undirstaða þjóðfélagsins. Hvort sem þetta nú gleymist strax eft- ir kosningar eða ei, þá virðist fara lítið fyrir þjónustuhug- myndum ýmissa opinberra stofn ana. Dæmi hér um eru rukkun- arkerfi útvarps og síma. Hugsið ykkur góðir hálsar hvað þið yrðuð hissa, ef f stað hótana um útvarps eða símalok un, ef ekki sé hlýtt erkibiskups stefnu og mætt með budduna í keisarans höll, kæmi til ykkar í pósti reikningur ásamt frí- merktu svarumslagi. Aðeins að stinga tékk í umslagið og láta í næsta 'póstkassa. Hversu glaðir þið mynduð greiða þann litla aukakostnað, sem af þessu leiddi fyrir viðkomandi stofnun. Ég tala nú ekki um ef fylgdi spurningaseðill viðkomandi stofnunar, sem hefði það mark mið að leita eftir áliti almúg- ans á stofnuninni. En slfkt er víst óðs manns hjal. Við erum víst til fyrir systemið og stjóm endur þess en ekki öfugt. En menningin skal blíva og henni stjóma beturvitendur vorir og þeirra er rikið og mátturinn. 17 f maður reynir að skilja orð- ið menning bókstaflega, þá virðist það tákna samskipti og hegðun manna á hverjum tíma. Menning virðist þróast þegar einstaklingunum verður Ijóst, að til þess að ná verulegum ár- angri, verða þeir að vinna sam an og þalda ein lög. En fyrir vissum hópi manna verður þetta orð einskonar heilög kýr. Þeir taka að þróa orðið, upp koma orð eins og menningararfleifð menningargrundvöllur (um til- teknar forsendur í sögunni) ó- menning o. s. frv. Menningar- grundvöllurinn (þ. e. almenn- ingur) hefur síðan gefið þessum hópi réttilega nafnið menningar vitar: Nú nýverið hafa ekki færri en 60 ágætir menn, skreyttir titlum til áherzlu þess að þeir tali virkilega með um- boði, barið bumbur f tilefni þess að menningin virðist í hættu. Sú er orsök þess, að vínlenzkir í Keflavík drífa sjón varpsstöð, með þeim vinsæld um, að um 30 þúsund íslenzkir séu forheimskunni ofurseldir. Þetta sjá þeir f hendi, að ekki má svo til ganga. Því verður að hafa snarlega 60 manna vit fyrir þessum 30 þúsund bjálf- um, annars er hætta á að menn ingin geti óhreinkazt. Þið teljum okkur búa í frjálsu þjóðfélagi. Okkur á að vera heimilt að lesa það sem við viljum. enginn hörgull er á inn flutningi prentaðs máls, hvaðan úr sveit sem það nú kemur. Okkur er ekki fyrirskipað, enn- þá að minnsta kosti, hvað við lesum né hverju við trúum, kjarni málsins er, að við eigum að vera frjálsir einstaklingar. Það mun jafnvel talinn vottur um víðsýni að lesa annað líka, en svonefnt þjóðlegt efni. Þessi hömlulausi innflutn- ingur erlends lesefnis, jarðýtna, dráttarvéla, veiðiskipa og fram- leiðslutækja virðist naumast hafa skaðað þjóðina mikið. Við tölum betra málentíðkaðisthér fyrr á tfð og við erum að mestu hættir að skammast okkar fyrir það að vera íslendingar. Þvert á móti leggjum við rækt við tunguna. Jafnvel síðhærðustu Bítlaunglingar hlæja að þeim sem segir „mér langar“. Uppi í geimnum, svo hátt að 12 mil- urnar okkar ná hvergi nærri upp, sveimar nú allskyns fjar- skiptadrasl, sem gerir jafnvel sjónvarp á milli heimsálfanna mögulegt. Enn sem komið er eru mjaltavélar fyrir þessa hnetti dýrar og okkur ofviða. Menningunni er ekki hætt á meðan. En tækninni fleygir fram, ef heimssagan fær að halda áfram, og innan tíðar get um við sjálfsagt horft á Lyndon, Maó og hvern annan framá- mann útskýra kenningar sinar um heimsfrið, aðeins með því að snúa takka. Ef þjóðinni er tortíming búin, fái hún að glápa á Keflavíkursjónvarpið, sem mér finnst vera furðanlega hlut laust, hvemig fær hún þá stað- izt í framtíðinni? Tjað er sagt að það kosti 30 milljónir að setja upp sjón varp sem nær til 60% þjóðar- innar. Það er líka sagt að það kosti 200 milljónir, að ná til hinna 40%. Það hefði verið hægt að koma upp sjónvarps- kerfi fyrir ekki neitt, gegn klukkutíma auglýsingaþætti á dag. Það hefði líka verið hægt að fá afnot af Keflavlkurstöð- inni fyrir ekki neitt. En úr því að allt flýtur 1 peningum til þess að byggja upp sjónvarp, þó svo Háskólinn sé aðþrengd ur vegna bóka- og húsnæðis- leysis, þá þýðir ekki að hafa á móti því. Aðeins verður fróðlegt að sjá hvers konar dagskrá bet- urvitendurnir telja okkur vera fyrir beztu, en sjónvarpið mun eiga að verðaeinskonarhjáleiga við útvarpið. En hvers vegna þarf endilega að skrúfa fyrir dátasjónvarpið um leið og ís- lenzka. menningarsjónvarpið byrjar, fæ ég ekki skilið. Verð- ur sjónvarp sjónvarpskunnáttu manna okkar ekki svo langtum skemmtilegra en sjónvarp ungl- inganna í Keflavík, að ekki detti nokkrum lifandi manni í hug að hvika með augunum frá menn- ingarglerinu til glapaglersins Eða þarf hér enn að hafa vit fyrir sauðunum? Halldór Jónsson, verkfræðingur Nómskeið fyrir framhaldsskóla- kennara Námskeið fyrir framhalds- skólakennara f ensku og sögu verður haldið í Mora lýðháskól anum f Svfþjóð 1.-10. ágúst á vegum Fræðslumálastjómar Svíþjóðar, Upplýsingaþjónustu Bandarfkjanna og Fulbright- stofnunarinnar. Fulbrightstofnunin á íslandi mun veita tvo ferðastyrki á þetta námske'ið en búizt er við að um 40 kennarar frá Svíþjóð. Danmörku, Firnlandi, Islandi og Noregi verð! þátttakendur Dvalarkostnaður verður greidd ur af hlutaðeigandi yfirvöldum í Svíþjóð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.