Vísir - 02.07.1965, Side 15
VÍSIR . Föstudagur 2. júlí 1965.
15
RACHEL LINDSAY:
ÁSTIR Á
RIYERIUNM
Hann horfði á hana lengi. Svo
leit hann undan. Hún hafði á réttu
að standa. Hann var erkibjálfi,
blindaður af sjálfselsku. Og nú
hugsaði hann sem svo: Hvernig gat
ég fallið fyrir stúlku eins og Enid
— þar sem hann var búinn að sjá
Rose, tala við hana, — jú, hann
hafði svo sem veitt athygli blóma-
sölustúlkunni Rose Tiverton, áður
en hann fór að draga sig eftir En-
id og trúlofast Enid, — og blind-
aður af fegurð hennar og glæsileik
hafði tekið hana fram yfir Rose.
Hvers vegna hafði hann leitað til
nennar, ef hann þurfti einhverja
hjálp, — var það ekki
vegna þess, að hann fann, vissi,
að hann gat treyst henni — hafði
hann ekki í rauninni elskað hana
frá byrjun.
— Hvar getur hún verið, and-
varpaði hann. Síminn £ bókasafns
herberginu hringdi, en Alan varð
fyrri til og svaraði. Þegar hann kom
aftur sagði hann:
— Það var leigubílastöðin. Þeir
hafa haft símasamband við bíl-
stjórann. Hann ók henni á flug-
stöðina. Hún flaug til Ziirich.
Lance og Alan horfðu hvor á
annan.
— Er ekki prófessor þar, sagði
hann, sem hún minntist á ...?
— Jú, Rose minntist á hann, sér-
fræðingur í hryggskekkju — og
mænusjúkdómum.
— Guð minn góður, hún gæti
.. Ég verð að komast til hennar,
stöðva hana.
Hann rauk inn £ bókasafnsher-
bergið og hringdi á langlínustöð-
ina og bað um samband við pró-
fessor Salberg í Ziirich — lækna-
stofu hans.
Tuttugu mínútum síðar kom liann
aftur inn til þeirra — áhyggju-
fullur, æstur á taugum. Hendur
hans titruðu. Það var engin Rose
Hammond þar. Prófessorinn mundi
ekki koma aftur og hjúkrunarkon-
an, sem svaraði í símann, sagðist
hafa fyrirmæli um að láta ekki í
té heimanúmer hans — það væri
leyninúmer, en ef það væru ein-
hver skilaboð.
— Ég verð að fá að tala við
hann, hafði Lance sagt.
— Mér þykir það leitt, svaraði
hún, en hann verður ekki við fyrr
en á morgun.
— En — ef eitthvað ... fer illa
.. ég er að hringja vegna kon-
unnar minnar, ef hún skyldi vera
f hans umsjá, hlýtur hann að fylgj-
ast með ...
— Nafn konunnar yðar er ekki
á skrá hér, en vitanlega fær pró-
fessorinn að vita, þótt hann sé
fjarverandi, ef einhver sjúklinga
hans þarf á honum að halda ..
Lance krossbölvaði, þegar hann
lagði tólið á. Alan og Susan horfðu
hvort á annað.
— Ég verð að fara til Ziirich
þegar í stað, sagði Lance... ég
veit, að hún ’er þar. Hvar annars
| staðar gæti hún verið.
Susan flýtti sér að segja:
— Viltu, að ég komi með þér?
Hann svaraði engu. Hann var
kominn upp i miðjan stiga og
heyrði ekki til hennar.
— Þú hefðir ekki átt að spyrja
— þegar allt kemur til alls, er
það þér að kenna hvernig kom-
ið er.
Susan varð eldrauð í framan.
— Áttu við það, að hún hafi far-
ið, af því að hún sá mig kyssa
Lance?
— Auðvitað. Þú veizt vel, að
hún elskar hann. Ef þið Lance haf-
ið komizt að þeirri niðurstöðu, að
þið eigið saman, hefðuð þið getað
farið öðru vísi að, heiðarlega, ekki
verið að pukra að baki hennar,
j heldur sagt henni þetta ( fullri
hreinskilni.
— En — við — renndum ekki
grun í, að hún mundi taka þessu
svona, sagði Susan og horfði dap-
urlega á Alan. Lance sagði, að
Rose elskaði hann ekki.
— Og þú trúðir honum? Hefirðu
ekki auga í. lýjfði/m?, Veitirðu „því
ekki athygli ef einhver er ást-
fanginn?
Hann beit á vör sér. Hann vissi,
að hann var ósanngjarn. Og að
Susan gerði sér enga grein fyrir
tilfinningum hans í garð hennar.
— Afsakaðu, sagði hann svo,
ég hef engan rétt til þess að á-
víta þig — og ekki Lance heldur.
Susan tókst vel að leyna tilfinning
um sínum.
— Það gagnar okkur lítið að
hugsa um það nú, sagði Susan
þunglega ... ég var ekkert hrifin
af hugmyndinni til að byrja með,
en Lance..
Hún þagnaði. En Alan hafði víst
verið annars hugar og ekki veitt
orðum hennar neina athygli.
— Ef eitthvað kemur fyrir Rose,
sagði hann hægt, fyrirgef ég ykk-
ur aldrei.
Það fór titringur um Susan. Hún
hafði aldrei heyrt Alan tala þannig.
Skyldi Rose vera konan, sem hann
elskaði? Hún vissi, að hann hafði
talað við Lance um að hætta að
starfa hjá honum. Var það vegna
þess, að hann elskaði Rose?
Hún gafst upp, henni fannst allt
vonlaust, huldi andlitið I höndum
sér og fór að gráta.
- í guðanna bænum, sagði Al-
an, gráttu ekki svona, ég þoli ekki
að hprfa á þig gráta svona.
- Láttu mig vera, hrópaði Sus-
an, heldurðu að ág sé úr steini.
Alan horfði raunamæddur á
hana, þar sem hún hnipraði sig
saman I sófanum.
— Fyrirgefðu mér, Susan, sagði
hann Iágt. Ég hafði engan rétt til
þess að tala eins og ég gerði. Það
er bara ...
— Vertu ekki að afsaka þig,
sagði Susan. Hefirðu sagt Rose, að
þú elskir hana?
Alan horfði á hana sem steini
lostinn.
— Að ég elski Rose? Hvað ertu
j að tala um. Ég hef aldrei verið ást-
j fanginn í henni.
I Susan var hætt að snökta. Hún
| sagði ekkert. Hún þurfti tíma til
j þess að átta sig á þessari játningu
j Alans, að hann elskaði ekki Rose.
i — Afsakaðu, sagði hún loks og
j snýtti sér, en eftir framkomu þinni
jað dæma, hélt ég, að Rose væri
j konan, sem þú hafðir vikið að
j óljóst og látið mig skilja, að þú
í elskaðir . ..
i — Ég vissi ekki, að þú hefðir
j neinn áhuga á ástalífi mínu, Susan,
i sagði hann, á lífi mínu yfirleitt.
Hann gekk nær henni og beygði
! sig yfir hana.
j — Hvers vegna?
j Susan sneri sér frá honum, Hún
ífyrirvarð sig nú fyrir, að hafa lát-
j ið hann sjá sig gráta. Hún var ekki
jeins slyng að leyna tilfinningum
j s(num pg Rose.
j — Susan, hvers vegna hefur þú
j áhuga á að vita, hverja ég elska?
Susan dró andann þungt. Nú
varð hún að láta kylfu ráða kasti.
— Vegna þess, að ég elska þig,
sagði hún blátt áfram.
Alan horfði á hana bjálfalegur á
svip:
j — Hvað segirðu?
j — Ég sagði, að ég elskaði þig, i
! bjálfinn þinn ,og ég get bætt því j
við, að ég hef verið vitlaus í þér, !
síðan ég hætti í skóla. j
— Þú ert brjáluð, sagði Alan,
j kolbrjáluð. Hvað gæti ég boðið !
! þér?
! - Sjálfan þig.
Hann hló beisklega.
— Einkaritari Lance Hammond
- hæfur eiginmaður fyrir Susan
Rogers ... hvað þú getur látið þér |
detta í hug.
— Hvers vegna ekki? Ef þú j
elskaðir mig, þá .
- Ef ég elskaði þig, greip hann j
fram I fyrir henni f hugaræsingu, j
ef ég elskaði þig. Við hvað áttu,
þegar þú segir þetta? Ég sem aldrei
hef litið neina stúlku hýru auga,
síðan ég sá þig fyrst.
Fleiri orð þurfti ekki. Hún hljóp
upp um hálsinn á honum og á milli
kossanna skiptust þau á ástarorð-
um sögðu hvort öðru allt, sem þau
höfðu orðið að byrgja inm.
— Ef við hefðum vitað þetta
værum við búin að eiga margar
glaðar, áhyggjulausar stundir sam-
an.
— Og þá hefði Rose aldrei farið,
sagði Alan og kyssti nefbrodd
hennar.
— Það var víst vegna þess hve
miklar áhyggjur ég hafði af Rose,
að ég gætti mín ekki og ...
— Hvað áttu við með því, sagði
Susan og var grunsamlegur spurn-
artónn í rödd hennar.
— Horfðu ekki svona á mig,
sagði Alan í bænarrómi. Ég er ekki
að gera tilraun til að draga neitt
úr því, er ég sagðist elska þig.
Það er alveg þveröfugt, ég ann
þér of mikið, en ég get bara ekki
gengig að eiga þig.
— Hvers vegna?
— Ég get ekki boðið þér þau
lífskjör, sem þú hefur vanizt, sagði
hann alvarlega. Ég er ekki þeirrar
manngerðar, að ég vilji lifa á fé
konu minnar. Það veiztu. Hvað
mundi fólk segja ...
— Við getum látið sem vind um
eyrun þjóta það sem fólk segir.
Hún lagði hendurnar um hálsinn
á honum.
— Ef ég hefði vitað, að það gerði
þig skelkaðan, að ég er loðin um
lófana,- hefði ég beðið þín fyrir
löngu.
— Hvað þú getur látið koma yf-
ir varir þínar.
Hann reyndi að losa sig.
— Ég, sem aldrei hef séð sól-
ina fyrir þér. Slepptu mér, Susan.
— Nei, kemur ekki til mála,
ekki fyrr en þú ert búinn að spyrja
mig hvort ég vilji verða konan
þín. Og ef þú neitar lögsæki ég
þig fyrir að hafa rofið hjúskapar-
heit..
— Ég get það ekki, Susan, sagði
hann og reyndi að losa sig úr
faðmlögum hennar. Það kemur
ekki til mála.
— Þú getur haldið áfram að
starfa fyrir Lance, þú getur gert
hvað sem þú vilt, bara ef þú geng-
ur að eiga mig.
Hún vafði handleggjunum fastar
um háls honum og lét kossana
rigna yfir enni hans, augu, kinn-
ar, og hann reyndi enn, en hún
þrýsti höfði hans niður þar til var
ir þeirra mættust.
— Þú, þú — hýena, stundi hann
upp. Þú ...
En svo gafst hann upp.
— Sjáum til, heyrðu þau allt í
einu að sagt var. Lance hafði stað-
ið og horft á þau með hendur í
vösum og brosti gleitt. Fátt er svo
með öllu illt, að ekki boði nokkuð
gott.
Alan reis á fætur klaufalega og
strauk hrokkið hár sitt og Susan
gat ekki varizt hlátri yfir fáti hans.
— Vi — viltu ekki, að ég komi
með þér? spurði Alan og leit á
ferðatösku, sem Lance hafði lagt
frá sér, er hann kom niður.
— Ekki eins og þú lítur út núna,
sagði hann. í hreinskilni sagt, þá
held ég ekki. Vertu hérna, ef Des-
mond skyldi hringja.
Hann leit á klukkuna.
— Fari það 1 heitasta, heil
kJjAjcjtusfgnd, þar tj| flugvélin fer.
Ég vijdi ég hefði vængi og gæti
fipgið þangað sjálfur.
VfSIR
Iflytur dagíega m. a.:
nýjustu fréttir í máli og
myndum
sérstak, efni fyrir unga
fólkió
íþróttafréttir
myndsjá
rabb urn mannlífið, séð
í spegilbroti
bréf fr» lesendum
stjömuspá
myndasögur
framhaldssögu
þjóðmálafréttir
og greinar
dagbók
VfSIR
ler ódýrasta dagblaðið
•til fastra kaupenda.
— áskriftarsími í
Reykjavík er:
116 6 1
AKRANES
lAfgreiðsiu VISIS á Akranesi
jannast Ingvar Gunnarsson,
(simi 1753.
- Afgreiðslan skráir nýja
kaupendur og þangað
ber að snúa sér, ef um)
kvartanir er að ræða.
AKUREYRI
Afgreiðsiu VISIS á Akureyri1
annast Jóhann Egilsson,
sími 11840.
- Afgreiðslan skráir nýja
kaupendur, og þangað
ber at snúa sér, ef um i
kvartnir er að ræða. j
síðustu orðum mínum, farið til hliðar eða menn mínir drepa ykkur. Allt í einu úr skugga frumskógarins.
VÍSIR
ASKRIFEND AÞJONUST A
Áskriftar- . . „
simmn er
Kvartana-
11661
virka daga kl. 9 — 20, nema
taugaidaga K». á - 13.