Vísir - 10.07.1965, Blaðsíða 7
VlSIR . Laugardagur 10. júlí 1965.
n j * -*ií*t.Mi'iaifinrrjaTiria
Framtíðarstöður
Loftleiðir h.f. hafa í hyggju að ráða í sína
þjónustu í eftirtalin störf fyrir hótel Loft-
leiða.
HÓTELST J ÓR A
AÐSTOÐARHÓTELSTJÓRA
MÓTTÖKUSTJÓRA
YFIRÞERNU
YFIRMATSVEIN
YFIRÞJÓN
Væntanlegir umsækjendur sendi umsóknir
sínar ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf í pósthólf 288 merkt „H<5telstörf“
fyrir 25. þ. m.
innflutningsfyrirtæki
Lítið innflutningsfyrirtæki er til sölu nú
þegar. Góð og arðbær umboð (fatnaður o.
fl.), vörulager mjög lítill.
Tilboð sendist auglýsingadeild Vísis fyr-
ir hádegi á morgun merkt „Heildsala — 65“
TIL SÖLU
vegnsa brottflutnings
* Rafmagnsgítar Höffnar með magnara og há-
talara. Verð samtals kr. 5500,00 Uppl. Lindar-
götu 44A eða í síma 30583 eftir kl. 19.
4 herbergja íbúð
Höfum verið beðnir að útvega 4 herbergja
íbúð á 1. hæð, 110—130 fermetrar að stærð.
Útborgun: 750.000 krónur.
FASTEIGNASKRIFSTOFAN
Austurstræti 17. 4. hæð. (Hús Silla & Valda).
Sími: 17466. Kvöldsimi: 17733.
Tnkið eftir
Aðeins nokkra daga
í Reykjavík.
Sími 21874.
Biblíufélagið 150 ára —
Frh. af bls. 9:
með þeim höfðingsbrag sem ein-
kenndi bækur Einars Þórðarsonar.
Næstu útgáfu bæði Nýja testa-
mentisins og Biblíunnar allrar, fól
félagið Brezka og erlenda Biblíu-
félaginu ag láta prenta á Englandi,
Nýja testamentið 1863 en bæði
Biblíuna og Nýja testamentið
1866. Þá var mannfjöldi þjóðar-
innar rösk 68 þúsund, en innan
við 48 þúsund þegar Biblíufélagið
var stofnað. Og örbirgðin var
mikil. Eigi að síður voru þó þeir
menn, er þann þjóðmetnað höfðu
að telja ráðstöfun félagsins of
þurfalingslega og átöldu hana.
Ekki stóð á svörum hjá Pétri
biskupi, og að hans vömum athug-
uðum sakfelldum við hann 6-
gjama. Biblfuna seldi Brezka og
erlenda Bibífufélagið hér á 4 kr.
bundna í hið vandaðasta skinn-
band. Slíkt var i rauninni engin
sala. Þegar nýja þýðingin kom
(1912) var hún seld á 6 kr. og
það verð mun hafa haldizt óbreytt
framundir 1930.
Ekki verður þvi neitað að þær út-
gáfur Biblíunnar, sem Brezka og
erlenda Biblíufélagið hefir lagt
okkur til, hafa allar haft einn skað
legan annmarka: Þær sleppa apó-
krýfu ritunum. En sum þeirra em
mjög merk og vom sérlega vinsæl
hér á landi. Er þess að vænta að
íslenzka Biblíufélagið haldi við
foman sið og taki apókrýfu ritin
upp í væntanlegar útgáfur sínar.
Það er líka eina ráðið til þess að
koma þessum ritum í hendur al-
mennings. Því veldur ill nauðsyn
Fyrir
LANDSMÓTIÐ
Boltar, té
hanskar, skór
o.m.fl.
P. Eyfeld
i 2.
Síldarpils
og jakkar
Fiskisvuntur — ermar —
Sjóstakkar — Veiðikápur —
og margt fleira, mjög ódýrt.
VOPNI
Aðalstræti 16
(við hliðina á Bílasölunni).
að Brezka og erlenda Biblíufélagið
verðnr að sleppa þeim í sínum út-
gáfum, en til einskis er að rekja
þau rök hér.
Við tilkomu Dr. Ásmundar Guð-
mundssonar á biskupsstól (1954)
færðist nýtt líf í stjómhætti og
athafnir Biblíufélagsins. Hófst
hann þegar handa um samninga
við Brezka og erlenda Biblíufélag-
ið, að prentun íslenzku Biblíunnar
fliyttist á ný inn f landið. Var
máli hans, eins og vænta mátti,
tekið með skilningi og vinsemd.
Samdist svo um, að íslenzka
Biblfufélagið fengi leturmót þau,
er prentað var af. Ennfremur tók
Ásmundur biskup reyndan og vel
metinn forleggjara inn í félags-
stjómina, sem var mjög hyggilegt.
Það er svo langt frá þvf, að guð-
fræðingar hljóti endilega að vera
vel að sér í bókagerð, eða yfir
höfuð þeim málum, er að útgáfu
bóka lúta. Þeir eru það, þvert á
móti, mjög sjaldan. Var nú Biblían
á ný prentuð hér heima 1957, og
má ætla að svo verði framvegis.
Til útgáfunnar var nú vandað
stórum meir en áður, brotið lag-
fært og bókinni þar með gefinn
fegurri svipur, valinn hinn bezti
papprír er fengizt gat, og sömuleið
is bundið f fegurra og traustara
efni en áður hafði verið gert. Er
nú bókin hin fegursta útlits, nema
hvað letrið er nokkuð slitið. Verð-
ur efalaust sett á ný áður en næst
verður prentað.
Að endingu skal nú aftur vikið
að höfundi Biblíufélags okkar. Dr.
Henderson lifði söguríka ævi og
vann mikið að útbreiðslu Biblíunn-
ar víðsvegar um lönd. Hann and-
aðist á Englandi 16. maí 1858.
Rúmu ári síðar kom út alllítarleg
ævisaga hans, eftir dóttur hans.
Því miður er sú bók nú að vonum
torfengin. Til æviloka hafði hann
ofurást á íslandi. Frá burtför sinni
af landinu segir hann þannig í
Ferðabók sinni.
„Þegar við sigldum út frá Reykja
vík og landið báðum megin Faxa-
flóa tók að fjarlægjast, horfði ég á
það með djúpri saknaðartilfinningu,
sem jafnvel eftirvænting sú, er
hlaut að vakna við það, að eiga
nú aftur að koma til meginlands
Evrópu, gat ekki að fullu kafið.
Ég var að kveðja það land sem
um fyrirbæri náttúrunnar er frá-
brugðið hverjum öðrum stað á
hnettinum, og þar höfðu mér gef-
izt tækifæri til þess að skoða og
undrast nokkur hin stórfurðuleg-
ustu merki vizku og máttar guðs í
starfsemdum náttúrunnar. En það
sem um fram allt batt mig íslandi
voru þau merki manngildis og
greinilegir yfirburðir í gáfnafari, er
svo oft höfðu vakið athygli mína
meðan ég umgekkst íbúa landsins.
Hugur minn hvarflaði líka til þess
árangurs, er líklegt var að verða
mundi af komu minni þangð. Bað
ég þess af alhug íslendingum til
handa, að þeim mætti veitast sú
náð af hæðum er gæfi þeim mátt
til þess að neyta þeirrar ómetan-
legu blessunar er þeim hafði fallið
í skaut“.
Það er vel að við minnumst
þess f dag og að við minnumst
þess lengur en í dag að mikil er sú
þakkarskuld sem íslenzka þjóðin
stendur í við minningu þessa á-
gætis manns og við Brezka og
erlenda Biblíufélagið.
Sn. J.
SOLUMAÐUR
Er að fara út á land. Get bætt við mig sýnis-
horniim. Uppl. í síma 31077.
LOKAÐ
Skrifstofan verður lokuð mánudaginn 12.
þ.m. vegna skemmtiferðar starfsfólks.
Tollstjórinn í Reykjavík.
Nýjar íbúðir
Höfum til sölu 2ja og 3ja herb. fbúðir í enda sam-
býlishúss við Hraunbæ (nýbyggingarsvæðið við Sel-
ás). Ennfremur 4ra herb. íbúðir í sama húsi, svalir 1
austur- og suðurátt. íbúðirnar seljast tilbúnar undir
tréverk, en sameign full frágengin.
Höfum ennfremur til sölu úrval af 2ja—7 herb. íbúð-
um, tvíbýlis- og einbýlis og raðhús víðs vegar í borg-
inní, Kópavogi og nágrenni, í smíðum, ný og eldri.
Leitið upplýsinga og sjáið teikningar á skrifstofunni.
Fasteignasalan HÚS & EIGNIR, Bankastr. 6
Símar 16637 og 18828. Heimasímar 22790 og 40863.
Áskriftarsími Vísis er 11661