Vísir - 10.07.1965, Blaðsíða 2
2
V í S I R . Laugardagur lOi júlí 1BIÍ5.
KRAFTUR SIM K
HJÁ KEFLA VlKURUB
Vann FRAM 5:0 og færði sig upp
úr næst neðsfusæti í 3. sæti
KEFLAVÍK, íslandsmeistararnir 1964, sem
mæta ungversku meisturunum, Ferencvaros í Ung-
verjalandi og hér á íslandi í haust, mættu sannar-
Iega í góðu keppnisskapi og miklum vígamóð gegn
botnliðinu í 1. deild, Fram.
Það urðu hvorki meira né minna en 5 mörk,
sem Keflvíkingar skoruðu gegn þeim og mörkin
hefðu raunar getað orðið miklu fleiri, en fimm
fóru sem sagt í netið.
Það er ekki ósennilegt að keppinautunum í
deildinni þyki þetta uggvænlegt, eftir að Kefla-
vík hefur aðeins safnað sér 4 stigum í fyrri um-
ferðinni. Því hvað getur ekki gerzt? Það er vitað,
að íslandsmót getur unnizt á 14 stigum og það
GETA Keflvíkingar, en þá verður talsverð heppni
að vera með í spilinu.
VÍKINGUR VANN
F.H. MEÐ 4:1
Fyrsti sigurinn í sumar
Víkingur vann í fyrrakvöld
sinn fyrsta leik í 2. deild.
Sigurinn var heldur en
ekki stórkostlegur, loks-
ins þegar hann fékkst, 4:1
yfir FH, sem í upphafi
keppninnar var talið lík-
legt til sigurs í b-riðlinum.
Þær vonir eru fyrir nokkru
hrundar.
Víkingar skoruðu öll sín mörk í
fyrri hálfleik og áttu oft skínandi
góða samleikskafla og árangurs-
rika svo sem sjá má.
Gunnar Gunnarsson skoraði
fyrsta markið, en Jón Ólafsson
bætti öðru við. Enn skoraði Gunn
ar og loks Jóhannes Tryggvason
með bráðfallegu skoti efst upp í
markhornið.
í seinni hálfleik gerðist leikur
inn jafnari og þófkenndari, en eina
rnarkið skoraði FH, Geir Hallsteins
son hnoðaði boltanum heldur ó-
hönduglega í markið, 4:1.
Víkingar eru eftir sem áður
neðstir í b-riðlinum með 3 stig.
Efst eru Vestmannaeyjar og Jsa-
fjörður með 8 stig. — jbp.
Keflvíkingar voru mun betri að
ilinn allan leikinn f fyrrad. á Njarð
víkurvelli, ef undan eru skildar 15
fyrstu mínútur seinni hálfleiks,
sem voru nokkuð jafnar. Hins veg-
ar tókst Frömurum ekki að koma
sér í almennileg marktækifæri og
leikurinn var ákaflega auðveldur
fyrir vörn Keflavfkur og markvörð.
Bakverðirnir voru jafnvel farnir að
skjóta á Fram-markið.
MÖRKIN:
23. mín.: Fyrsta markið upp úr
innkasti Jóns Jóh. til Karls Her-
mannssonar, sem gaf fyrir til Rún
ars Júlíussonar, sem skorar með
föstu og góðu skoti viðstöðulaust,-
og engin tök fyrir markvörð að
verja.
30. mín.: Aukaspyrna Sigurðar A1
bertssonar og Karl Hermannsson
skorar en Sigurður Einarsson var
nærri búinn að bjarga, hinsvegar
töldu dómari og línuverðir að bolt
inn hefði verið inni.
32. mín.: Og þriðja markið kem
ur eftir að Jón ÓÍ. einleikur yfir
völlinn frá hægri kanti yfir á
vinstri en sneiðir boltann til Grét
ars sem er í góðu færi og rennir
í netið.
60. min.: 1 seinni hálfleik kom
4:0 en í fyrri hálfleik var eitt
mark dæmt af Keflavík, fallegt
skot Rúnars af löngu fáeri, en Jón
Jóh. dæmdur rangstæður án þess
þó að hafa áhrif. Markið á 60.
mín kom eftir þrumuskot Sigur-
vins, bakvarðar, sem markvörður
hálfvarði en Rúnar sótti að hon
um og kom boitanum á sinn stað.
f netið.
72. mín.: Jón Jóh. skaut á mark
ið og Hallkell hálfvarði en Grétar
skoraði.
BEZTU MENN.
Keflavíkurliðið var gott I þess-
um leik og verður án efa erfitt
ef það leikur þannig það sem eftir
er af umferðinni. Beztu menn voru j
þeir Karl Hermannsson, Grétar
Magnússon og Sigurður Alberts
son.
Af Frömurunum, sem voru ákaf
lega daufir var Hreinn Elliðason
líflegastur og markvörðurinn Hall
kell sömuleiðis ágætur, og gat
ekki að mörkunum gert. Hinsvegar
bjargaði hann liðinu frá stærra
tapi.
Dómarinn, Magnús Pétursson,
var mjög mistækur. — a-
Staðan r 1 1 • deild í
Valur 5 3 1 i 12:8 7 i
K. R. 5 2 2 i 10:8 6é
Keflavik 6 2 2 2 9:6 6S
Akranes 5 2 1 2 11:11 5>
Akureyri 5 2 1 2 8:10 5 <
Fram 6 1 1 4 7:14 3 S
Staðan í 2 . deiid |
a-riðill: Þróttur 5 4 i 0 9 22:8 c
Siglufj. 3 1 i 1 3 8:7 S
Haukar 4 1 i 2 3 7:9 (
Reynir 4 0 i 3 1 2:15 >
b-riðill: Vestm. 6 4 0 2 8 18:11«!
ísafj. 6 4 0 2 8 19:13 5
Breiðab. 5 3 0 2 6 10:18 c
FH 7 2 1 4 5 17:15 S
Víkingur 6 1 1 4 3 9:16 >
GÓÐIR KNATT-
SPYRNUGESTIR
Irland, Ferencavaros, Rosen-
borg, Stanley Matthews
Margt góðra gesta er vænt-
anlegt hingaö til Reykjavíkur í
knattspyrnuheimsóknir síðar f
sumar.
0 írar keppa hér 9. ágúst
landsleik við islendinga á
Laugardalsvellinum.
0 Ungversku meistarnir FER
ENCVAROS koma hingað
f haust og leika við Keflvíkinga
í Evrópubikarnum, en fyrst
munu Keflvíkingar fara utan
og leika.
0 RÓSENBORG, bikarmeistar
amir norsku koma og leika
hér við K. R., en fyrri leikurinn
er hér heima og er liður f bikar
keppni bikarmeistara.
0 SIR STANLEY MATT-
HEWS er svo væntanlegur
22. júlí. í bréfi til fþróttafrétta
manna segir hann svo:......af-
sakið dráttinn, sem orðið hefur
á því að svara ykkur. Ég var
að koma heim frá Kanada. Mér
mundi þykja mikill heiður að
því að þiggja boð ykkar. Yðar
einlægur, Sir Stanley Matt-
hews.“ Er það mikil og góð
frétt að við skulum nú fá að
sjá Matthews, sem án efa er
frægasti knattspymumaður,
sem uppi hefur verið.
FARA í
FJÖLLIN"
Þessi hópur var að leggja af
stað i kerlingarfjöll á miðvikud.
þegar blaðamaður Vísis fór
fram hjá Menntaskóianum í
Reykjavik. Ferðir þangað inn-
eftir em orðnar mjög tíðar og
útlendingar sækja þangað i æ
ríkara mæli.
Valdimar Örnólfsson, farar-
stjóri og „hótelstjóri“ f fjöllun
um stendur lengst til vinstri á
myndinni (ljósm. jbp.).