Vísir - 26.07.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 26.07.1965, Blaðsíða 3
VÍSIR . Mánudagur 26. júlí 1965. 3 Merkilegasta nýjungin og helztu framfarirnar í útvegsmálunum í ár eru að líkindum síldardæl- urnar sem nú er verið að taka í notkun og opna nýjar leiðir með umskip un og flutninga á síld í tankskipum. Það eru að vísu nærri 20 ár síðan farið var að nota dælur þessar í sjávarútveg á Vestur- strönd Bandaríkjanna, og þá að allega við veiðar á makríl. Síld in er stærri fiskur og ýmis ný vandamál sem koma upp i sam bandi við hana, en þó má nú Síldarflutningaskipið Laura Terkol við bryggju á Akranesi. : :•••• I ■ telja víst, að þau vandamál verði leyst. Forgöngu í að reyna þessar dælur og hinar nýju að- ferðir hefur haft Einar Guðfinns • son útgerðarmaður í Bolungar- ... vík og upprennandi synir hans. Það var með tilraunum hans á Þyrli í fyrra sem brautin var rudd. Er skylt að meta það starf mikils. Þeir sem þar voru að verki vissu nákvæmlega hvað þeir vildu og gengu í það af áhuga og dugnaði að glíma við þá byrjunarörðugleika sem allt- af fylgja nýjungunum. Nutu þeir við það sérfræðilegrar þekk ingar Haralds Ásgeirssonar. Dælubarkinn liggur niður um eitt opið á tankinum. Það er áhættu- samt að ekki skuli vera stærri Iúga á tankinum svo að notast mætti við krabba ef dæluútbúnaðurinn bilaði. Cu dælutegund, sem bezt hef- ur reynzt og nú er víðast verið að taka í notkun er af teg undinni Harco Vacu Lift. Hún er smíðuð af fyrirtækinu Har- bour Boatbuilding Company á Terminal Island í San Pedro i Los Angeles. Er umboðsmaður þeirra hér Geir Stefánsson hei-ld sali og hefur hann lika söluum- boð fyrir Evrópulönd. Slíkum dælum hefur nú t. d. verið komið fyrir við uppskip- unarbryggjur í Krossanesi og Seyðisf. og þær eru um borð í flutningaskipinu Polana og Hér sést dæluútbúnaðurinn eins og honum hefur verið komið fyrir á þilfari skipsins. Á þilfarinu standa i samræðum um vandamálin þeir Geir Stefánsson umboðsmaður, bandaríski sérfræðingurinn Donald Walcott sem er tæknilegur ráðunautur frá framleiðendum og Björn Jónsson verkstjóri i síldarbræðslunni á Akranesi. Síldardælan vann sitt verk, hún dældi síidinní upp í kassa á þilfari. Heppilegast hefði nú verið ef aðstæður í höfninni hefðu verið þannig að færa hefði mátt síldina áfram annað hvort með færi- bandi eða annarri dælu. En íslenzkar hafnir eru ófullkomnar, á bryggjunni tók við hafnarkrani og vörubíll. NÝ TÆKNIVIÐ FLUTNING OG LÖNDUN Á SÍLD

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.