Vísir - 26.07.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 26.07.1965, Blaðsíða 6
V1SIR . Laugardaginn 24. júlí 1965. Afall — Framh. af bls. 1: sinn' þátt skráðan í sögu Húnaþings, jafn gamla ktisni- boð Þorvalds víðförla. Engan hefði siegið, ef hér hefði verið um að kenna duttl- ungum náttúrunnar. Því var þó ekki til að dreifa. Umskiptin voru af mannavöldum. Vísir leitaði nánari upplýs- inga hjá Pál'i S. Pálssyni, hæsta réttaríögmanni, sem er einn leigutaka árinnar. „Þettá er mikið áfall“, sagði Páll, „það er ekki aðeins að lax- veiðin hafi brugðizt þennan tíma, heldur er einnig hætta á að laxa- seiðin drepist, en við höfum mikið látið af seiðum í ána“. „Hvernig stendur á þessu fyrir- bæri?“ „Þannig er, að Neðri-Laxá renn- ur úr Laxárvatni vestanverðu að mestu í gengum tréstokka í stíflu rafstöðvarinnar, sem þarna var byggð 1932. Stíflan er því orðin gömul og þarfnast endurnýjunar, sem ekki er að undra og engin ný uppgötvun. Það gerðist svo um mánaðamótin síðustu, að rafstöð- in var stöðvuð og endurbætur hafn ar á stíflunni, en um leið var vatnsrennslið í ána minnkað að mun og mátti þó naumast minna vera, eins og það var fyrir. Þannig stóð dæmið 1 þrjár vikur, áin að heita mátti vatnslaus, á meðan endumýjun stíflunnar fór fram. Við álítum að þetta verk hefði auðveldlega mátt vinna á öðrum árstíma". „Þið ætlið þá ekki að sætta ykk ur umyrðaiaust Við þessa með- ferð?“ „Nei, við höfum reyndar þegar komið kvörtunum okkar á fram- færi við leigusala laxveiðinnar, sem er Fiskiræktar- og veiðifélag Laxár í Ásum. Félagið hefur í framhaldi af því ritað Rafmagns- veitum ríkisins og m.a. farið fram á bætur. En til er gamall samn- ingur við fyrri eigendur rafstöðv- arinnar um að þess yrði gætt að hafa jafnan nægt vatn í ánni. Að sjálfsögðu hefur þó veðurfar allt- af áhrif á vatnsmagnið, sem ekki er gott að ráða við, en það væri næstum óhugsandi í líkingu við þess ósköp“. „Er ekki von á laxinum nú eftir að vatnsmagnið hefur verið aukið aftur?“ „Jú, vissulega vonum við það bezta en aðeins tæp vika er síðan hleypt var á aftur“. „Þið hafið náð miklum árangri við aukningu laxstofnsins í Neðri- Laxá" „Víð höfum m.a. sett töluvert af seiðum í ána árlega og efri hluta árinnar höfum við friðað alveg eftir 20. ágúst. Það er okkar skoðun að þessar aðgerðir hafi einkum stuðlað að aukinni laxagengd í ána, sem var áður 300 laxa á en sl. 3 sumur hafa veiðzt þar 12—1300 laxar hvert sumar á tvær stengur". „Ekki næst sá fjöldi úr ánni það sem eftir er 1 sumar“. „Nei, þetta er mikið áfall, eins og ég sagði áðan, og ekki séð fyrir endann á því, hVerjar afleið- ingamar verða“. Surtsey — Framhala .t ni. i. að vera hægt að komast undir þá til að skrúfa þá ástöplana. Sumir sem í leiðangrinum voru töldu nú og að óvarlegt gæti verið að reisa rannsóknarhúsið á þessum stað sökum hættu á grjótflugi frá Syrtlingi. Ef hann færi að æsa sig og austanátt væri, teldist ekki útilokað að grjót gæti flogið í húsið og skemmt það. Annars er það sér fræðinganna að segja til um það. Leiðangursmenn urðu því að hverfa frá að þessu sinni. Sjö teknir Framh. af bls. 16 svo heppílega til að lögregian kom að piltunum á Austurvelli áður en þeim hafi tekizt að slita mikið magn upp. Vísir átti í morgun stutt sam- tal við Ragnar Theódórsson verk- stjóra hjá Reykjavíkurborg og spurðist fyrir um hvort m'ikið væri um það að skrautblóm væru slit- in upp í görðum borgarinnar. „Já, því miður ber allmik’ið á þessari skemmdarverkastarfsemi f görðum borgarinnar, en einkum er það Austurvöllur sem verður fyrir barð'inu á þessum speilvirkjum", sagði Ragnar. Ragnar gat þess einnig að undan farið hefði nokkuð borið á þvl að skemmdir hefðu verð unnar á garð bekkjum, en þó e'inkum á biðstöð um strætisvagna. Til Rússlands — ‘-alf at bls ». til Sovétríkjanna 434 milljónum og voru þau þá þriðja stærsta vörúkaupaviðskiptaland okkar. Innflutningur nam 475 milljón- um og voru Sovétríkin þá í fimmta sæti. Það sem af er núverandi þriggja ára samningstímabili, það er á 2V2 ári höfum við fengið í gjaldeyri út á við- skiptasamninginn 1152 milljónir króna en greitt út vegna inn- flutnings og annars kostnaðar 1131 millj. kr. Þetta er vöru- skiptasamningur, svokallaður j af nkeypissamningur. Aðaluppistaðan í honum er, að íslendingar selja fryst fisk- flök, saltsíld og freðsíld, ullar- vörur og niðursuðuvörur. Má gera ráð fyrir að þessar sömu vörur verði uppistaðan í nýjum samningi. Það sem við kaupum aðallega af Rússum eru olíu- vörur, timbur, steypujárn og stál, bílar, rúgmjöl o.m.fl. Þótt samið sé til þriggja ára er árlega gerður sölusamningur innan ramma viðskiptasamn- ingsins. Á þessu ári má reikna með eitthvað minni útflutningi til Sovétríkjanna, þar sem ekki er búið að semja um útflutning á saltsíld fyrir árið, þótt staðið VERZLUN til sölu Höfum til sölu kjötbúð ásamt vinnsluplássi og tilheyrandi tækjum til kjötvinnsiu og kæli- klefa, innréttingum og búðaráhöldum. Verzl- unin er í búðasamstæðu á góðum verzlunar- stað. Góðir greiðsluskilmálar. Uppl. á skrif- stofunni, ekki í síma. MÁLFLUTNINGS & FASTEIGNASTOFA Agnar Gústafsson hrl Bjöm Pétursson fasteignaviðskipti Austurstræti 14 3 hæð. hafi í samningum frá því snemma í vetur. Menn vona að samningar takist, en ástæðan til að þeir hafa dregizt á lang- inn er að verðhækkun hefur orðið á saltsfldinni og Rússar tregir að borga þetta hærra verð. Einnig hafa Rússar keypt minna af flökum, og freðsíld en undanfarin ár, enn sem kom- ið er. Blómadrottning — Framhald af bls. 16. aðstoðuðu við skreytingar. — Þama mætti á 5. hundrað manns og fór samkoman vel fram í alla staði, og er haft eftir lögreglumanni, að blóma- hátfðin hafi borið af sumardans leikjum fram að þessu. Fólkið var vel klætt og einhuga um að láta allt fara vel fram. Sjö keppendur voru valdir úr hópi þeirra stúlkna, sem sóttu dansleikinn. Þær gengu fram á sviðið um miðnættið hver með sitt númer. Úrslitin urðu kunn litlu síðar. Var hin uý- kjöma blómadrottning ákaft hylt. Hún hlaut 75 atkvæði, önnur varð Jóhanna Ólafsdóttir úr Hveragerði með 72 atkv. dóttir Unnar Þórðardóttur og Ólafs Steinssonar). Hátlðinni lauk kl. 2. Hljóm- sveitin Tónabræður úr Reykja- vík léku fyrir dansi. Ragnar Michelsen, sonur Paul Michelsen í Hveragerði, krýndi nú Ásrúnu Auðbergs- dóttur, með blómsveig úr nell- ikkum og gladíólum sem hann hafði sjálfur gert. Ennfremur færði hann henni blómvönd. Ásrún brosti til áhorfenda. „Ég var fefmin“, sagði blómadrottningin. Blaðamaður Vfsis náði tali af blómadrottningunni eftir krýn- inguna. „Hvemig fannst þér að sýna Þig?“ „Ég veit ekki, hvað ég á að segja um það“. sagði hún. „Langaði þig til að keppa?“ „Nei“. „Hvers vegna kepptirðu?" „Þær fengu mig til þess“. „Gerðirðu þetta þá nauð- beygð?" „Þær komu til mfn tvisvar og báðu mig um að fara upp“. „Hvemig leið þér á svið- inu?" „Ég var feimin — ég hef aldrei gert þetta fyrr“. „Ætlarðu að taka oftar þátt í fegurðarsýningum?" „Ekki býst ég við því“. „Af hverju ætlarðu að verða hjúkrunarkona — hvers vegna varðstu ekki heldur flug- freyja?" „Ég veit ekki, hvað ég á að segja um það. Maður sér margt fólk á sjúkrahúsum". „Ertu lofuð?" „Ég segi ekkert um það“. sagði þessi hæverska austan- fjallsstúlka með blik í stórum augum. Hún bar sigurinn með þokka. Halmstad — Fr'- df bls 2 Rússar með langskoti Lisenkos, en þarna máttu þeir sannar- lega þakka blautu grasinu, því boltinn jók mjög ferðina þeg- ar hann „fleytti kerlingar" á grasinu og markvörðurinn misreiknaði sig greinilega. 1 seinni hálfleik hefðu íslend ingar getað náð forustu aftur ef heppnin hefði verið með, en það var hún sannarlega ekki. Leit allt út fyrir að ísland æti- aði að na jafntefli við þetta 'terka lið. Hafði ísiand sýnt njög góðan og „taktískan“ leik frá byrjun og Rússarnir gátu hreinlega ekki unnið á vöminni. Loks þegar um 9 min vom eft ir af leik skoraði miðherjinn Vladimir Naomov sigurmarkið. ísland og Finnland hafa nú misst alla von um að vinna sig ur í þessari keppni, en í kvöld leika Rússar og Danir um hvor þeirra lendir i úrslitum. Þá leika Norðmenn og Svíar úr- slitaleik í sinum riðli i Var- berg. Frammistaða íslenzku pilt- anna í gær var mjög góð og okkur til sóma. Það má gjam an benda á að rússnesku ungl- ingamir em þeir hinir sömu og eiga að skipa rússneska landsliðið eftir 3 -4ár og marg ir þeirra munu án efa verða f landsliðinu á næstu heimsmeist arakeppni i Englandi 1966. Það er því skemmtilegt að islenzkt unglingalið skull hafa bitið svo djarflega frá sér f viðureign- inni við þetta mikla stórveldi f knattspymu. Það undirstrikar líka það að landslið þjóðar verður aldrei byggt upp af öðr um gmnni en þelm að unglinga landslið sé alltaf starfandi. Ef það verður gert næstu árin og áratugina er nokkur von til að árangur náist í samskiptum við aðrar þjóðir, — en varla fyrr. jbp.- Friðrik — Framh. af bls 16. urinn í skólanum, sem hafði hæstu einkunnina, en fyrir skömmu hætti hann verkfræðinámi og átti þó að eins ár eftir. Hann sagðist heldur kjósa að verða heimsmeistari í skák en verkfræðingur. í viðtalinu kemur f ljós að Frið- rik Ólafsson var beðinn um að verða aðstoðarmaður Larsens í Bled á þessu móti ,en hann hafði ekki tíma. „Þar að auki tel ég að það hafi ekki svo mikið að segja að hafa áðstoðarmánn," segir Lar- sen, . „yfirleitt eru þeir langt undir manns eigin getur og aðalkrafan sem maður gerir til aðstoðarmanns sé sú að hann sé skemmtilegur og aðlaðandi og ég held að enginn aðstoðarmaður geti keppt við kon una mína f því, en hún er með mér héma í Bled“. Akureyri Framh. af bls- 2. Þá var sem Akureyringar vökn- uðu af svefni og nú byrjuðu þeir að sækja. Á 18. mínútu voru þeir komnir inn fyrir vftateig og ein- um af sóknarmönnum var brugð- ið illa og Magnús Pétursson dæmdi vítaspyrnu. Úr henni skor- aði Skúli Ágústsson glæsilega. Valsmenn færðust allir í auk- ana við þetta mark en skoruðu þó ekki fyrr en á 32. mín. Þá spyrnti Einar frá marki, en spyrnan mis- heppnaðist og boltinn lenti hjá Bergsveini Alfonssyni, sem var 20—30 metra frá markinu og skaut þegar og lenti boltinn í netinu áður en Einari hafði hafði tekizt að komast á sinn stað. Fleiri urðu mörkin ekki. Leik- menn voru upp og ofan, fæstir áttu góðan leik og í heild sinni var þetta ekkj nema sæmilegur leikur. Magnús Pétursson dæmdi leik- inn ágætlega, en áhorfendum fannst mörgum að vítaspyrnan hefðj verið strangur dómur. — jbp - Ný tækni — leiguflutningaskipum þeim sem síldarverksmiðjurnar hér sunn- aniands tóku í notkun. TVTú hafa tvö skip verið fengin til síldarflutninga til suð- vesturlands. Það fyrra kom til Keflavíkur og seinna skipið, danska skipið Laura Terkol kom til Akraness f siðustu viku. Hér er um að ræða venjuleg tankskip eða olíuflptningaskip eru dælurnar settar í þau aust ur á Seyðisfirði. Síðan þegar þau koma £ hafnir hér suðvest anlands er í fyrstu lotu við ýmsa erfiðleika að stríða, þar sem setja þyrfti í þær ýmiskon ar útbúnað annan og ganga þannig frá öllum umbúnaði að verkið geti gengið snuðrulaust Sjálfar dælumar hafa á báðum þessum stöðum sannað kraft sinn og notagildi, en ýmislegt annað hefur hindrað uppskipun- ina. Xjh-éttamaður Vísis fór upp á Akranes þegar verið var að dæla síldinni úr Lauru Terkol. Svo virtist sem eftirfarandi at rið'i þyrfti að taka til íhugun- ar og endurbóta. í fyrsta lagi er erfitt að taka beint til þessara flutninga skip sem annars eru höfðu f olfu- flutningum. Valda því m.a. upp h'itunargormar „coils“, þeir sem settir eru í tanka olíuskips til þess að hita olíuna upp svo að hún renni betur. Gormamir eru fyrir dælubarkanum sem er 8 tommu sver svo að hann kemst ekki að sfldinni. Þyrfti að rífa gormana úr og það mun Ld. hafa verið gert f Þyrii og hinu nýja flntningaskipi „Sfldinní“, sem nú er á leiðinni hingað. jTJælubarkinn niður f lestina er sem fyrr segir 8 tommur og mjög sver. Er hann settur saman úr mörgum gúmmflög um, enda er sogkrafturtnn yfir 1000 pund. Þetta gerir hann mjög þungan í vöfum. Á Lanru Terkol eru engar bómur ti! þess að færa barkann til og tók það starfsmenn upp undir kltikku- stunii aðe'ins að koma barkan um tttSuf. Þetta þarf að lag- færa agtsíldarflutningaskipin að vera útbú'in með hæfilegri bómu Enn má segja að það sé mik il áhætta að setja síldina f tankana á venjulegu olíuskipi. Ef dæluútbúnaður bilaði væri engin leið að ná sfldinni upp. Það þyrfti því að vera lúga á tanknum sem gerði það kleift að hffa síldina upp f krana ef í nauðir ræki. Þannig lúgur hafa verið settar á nýja síldarflutn- ingaskip'ið Síidina, enda virðist Jónas verksmiðjustjóri á Kletti hafa tekið allt þetta mál mjög föstum tökum og leitazt við að leysa fyrirfram þau vandamál, sem menn hafa rekið sig á fram að þessu. Er því þess að vænta að verkið gangi betur og snurðulausara þegar það skip kemur með fyrsta síldarfarm- Ý sambandi Við þessar síldar- dælur koma upp nýir mögu leikar á að gera síldarlöndun ein faldari og kostnaðarminni en verið hefur. Með dælunum virð ast nýir möguleikar skapast á að landa síldinni beint úr skipi í síldarþró. Mikið er þó hér eins og áður undir því kom'ið hvern ig síldarverksmiðjurnar eru staðsettar við höfnina. En mik ill kostur væri það og sparnað arauki ef hægt væri að spara bæði hafnarkrana og vörubíla við löndun síldarinnar. En segja má að það sé vandamál hafnar yfirvalda á hverjum stað, hvort hægt sé að taka upp nýja og praktískari löndunarhætti. Þetta mál hefur verið leyst frábærlega vel í Krossanesi, þar sem síld inni er dælt upp í snigil og fer frá honum í fær'iband beina leið inn í verksmiðju. Hlýtur að verða að gera þá kröfu að allt sé gert sem hægt er til að gera löndun auðveldari og fljótvirk- ari. Og þessi nýja og fullkomna tækni ætti að ýta undir það.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.