Vísir - 26.07.1965, Blaðsíða 15
VÍSIR . Mánudagur 26. júlf 1965.
15
JENNIFER AMES:
Mannrán
og
SAGA FRA BERLÍN
— Ég veit það ekki, David, sagði ,
hún, og barmur hennar gekk upp
og niður, í sannleika sagt, ég |
veit það ekki, en mér fannst ég
verða að taka áhættuna. Pabbi átti
að ganga undir uppskurð í þessari
viku. Það er greinilegt, að hann
er hafður í haldi einhvers staðar
— hvernig ættu þeir, sem það j
gera að vita hvernig ástatt er með '
veikindi hans, en ég er sannfærð |
um. að hann mundi aldrei segja
þeim það. Ég veit ekki hvort þeir j
sem hafa hann á valdi sínu hafa .
neina samvizku, en ég verð að j
reyna að komast á vettvang og
sannfæra þá um hvernig ástatt er
og reyna að fá þá til þess að sleppa
honum — eða að minnsta kosti að
sjá honum fyrir lækni. Ef ég reyndi
þetta ekki mundi ég aldrei lifa glað
an dag.
Hann var efin^, á svip, en svo
kinkaði hann kolli.
— Ég skil vel, að þú viljir reyna,
— faðir þinn slapp, að þvl er
virðist, en var tekinn aftur, — en
hvað um þig, ef þú yrðir tekin
og höfð í haldi?
— Ég hefði þá kannski tækifæri
til þess að vera hjá honum, að
minnsta kosti ef hann er mikið
veikur, 6, ég veit að þú lítur á
mig sem erkibjálfa, Davið, en ég
get ekki annað gert. Mér finnst það
óbærileg tilhugsun, að vita af hon
um mikið veikum og geta ekkert
gert fyrir hann. Reyndu að skilja
afstöðu mína.
Hann kinkaði kolli og fór að
sanga um gólf fram og aftur.
Hún veitti því nú enn nánari at-
hygli en áður hve þreyttur hann
var og allir andlitsdrættir báru
íhyggjum hans og þreytu vitni.
lann var ekki lengur glaðlyndur
ag ábyrgðarlaus, með huganri við
skemmtariir og lystisemdir, eins og
fyrst, er þau kynntust. Og hún
hugsaði til hans með iðrun yfir,
að hafa gert honum rangt til með
ýmis konar grunsemdum, og hug-
ur hennar fylltist viðkvæmni og
samúð, og þó gat hún ekki vitað
með vissu, að hann hefði ekkert
verið viðriðinn dauða Frankie.
Hann gat hafa verið valdur að
dauða hennar og farið úr íbúðinni
áður en Fay kom. Og hún hafði i
ist af staö.
Hann fór aftur að ganga um
gólf.
— Meðal annara orða. Hefirðu
nokkrar sigarettur?
— Einn eða tvo pakka, held ég.
Sagan . — J
— Það er ekki nóg. Hringdu ;
niður í skyndi og pantaðu heilan j
stranga og þaðskiptir engu hvað I
þú verður að greiða fyrir þær.
Hann tók upp búnt af seðlum
og stakk í lófa hennar.
— Kauptu til dæmis Elgert j
sigarettur. Það ætti að vera hægt j
að fá þær hérna. Og undir eins j
og sá kemur sem sækir þig skaltu
reykja eins og skorsteinn alla j
leiðina, eins og þú værir æst á j
taugum og móðursjúk, en mundu
að reykja aldrei neina sigarettu |
nema til hálfs og ekki það, og
hentu svo stubbunum. Hann ætti
ekki að furða sig á taugaæsing-
unni, enda er hann að fara með
þig út í óvissuna. Skilurðu hvað
ég er að fara? Mér finnst hyggi-
legt að þið komist kippkorn í burt
áður en ég byrja eftirförina . og
stubbarnir, já, ég sé þú skilur.
Hann greip þéttingsfast um herð
ar henni.
— Viltu gera þetta fyrir mig.
Linda.
— Æ, þú meiðir mig, veinaði
hún.
— Ég sleppi þér ekki fyrr en
þú lofar þessu — gerir það, sem ég
segi.
— En hvernig á ég að vita hvort
ég get treyst þér - og hún var
óöruggari um allt en nokkurri tíma I
fyrr.
Hann hafði ekki fleiri orð um.
Hann beygði sig niður og kyssti 1
hana beint á munninn.
— Líttu inn í þitt eigið hjarta, j
Linda — og svíktu mig ekki.
Hann sleppti henni og hún hneig
niður á rúmið. Svo var harin horf 1
inn og dyrnar lukust á eftir hönum.
enga vissu fyrir því, sem hann
hafði sagt um lykilinn, sem Fay
átti að hafa. Hans Sell mundi hafa
sagt, að það væri heimskulegt af
henni. . . .
Hans Sell! Það var næstum
furðulegt, að hún skyldi ekki hafa
hugleitt það fyrr. Hans hafði raun
verulega skipað henni að fara ekki
frá Austur-Berlín án þess að láta
hann vita það. Henni var mjög á
móti skapi, að aðhafast neitt, sem
gæti gert Hans argan, því að henni
geðjaðist að honum sem mannj og
dáðist mikið að honum — og allt
af var þeirri hugmynd að skjóta
upp í kolli hennar, að hann væri
Riddarinn. En hún hafði engar
sannanir fyrir því og hún gat held
ur ekki náð í hann nú.
— Ég sé, að þú hefur ákveðið
þig, sagði David þreytulega. Og
að vissu leyti er ákvörðun þín
rétt, þótt áhættusöm sé.
Hann leit á armbandsúrið sitt.
— Hvenær býsu við, að þú verð-
ir sótt?
Hún leit á sitt úr.
— Eftir svo sem tíu mínútur.
— Þá ætti ég að hafa nógan
tíma, ef ég flýti mér.
— Tíma — til hvers?
— Hann hafði verið þreytulegur
og áhyggjufullur á svip, en nú var
það allt í einu hann sem var orð-
inn hressilegur og uppörvandi á
svip — næstum ákafur.
— Ég ætla að leigja mér bif-
hjól. Ég sá, að margir starfsmenn
gistihússins komu akandi á slíkum
farartækjum. Það voru einmitt
vaktaskipti, þegar ég var að koma.
Ég ætla að lána bifhjól...
— Þú átt við, að þú ætlir svona
blátt áram að taka eitt til þinna
nota þegjandi og . . .
— Já, það verður vfst ekki alveg
lögum samkvæmt en það verður
svo að vera. Og enginn veit —
vonandi — hver tók og ók — og
svo er ekki víst, að maður komi
aftur, en reyndu að tefja þann
sem kemur eins lengi og þú getur.
Reyndu að komast eftir hvert á að
fara með þig, láttu eins og þú sért
ekki alveg búin að ákveða þig, —
farðu einhvern veginn þannig að,
að það dragist dálítið, að þið kom
11. kapituli.
Linda var þakklát fyrir, að enn
leið næstum fjórðungur stundar áð
ur en nokkur kom eftir henni. Þeg
ar loks barið var á dyrnar tók
hún í sig kjark og opnaði, en var
undir niðri dauðskelkuð.
Fyrir dyrum úti stóg hávaxinn
maður, ekki ólíkur Davið á vöxt,
klæddur einkennisbúningi. Hann
skellti saman hælum og hneigði
sig:
— Bíllinn sem þér pöntuðuð er
hér, ungfrú, sagði hann. Rósirnar,
sem þér ætlið með til hins sjúka
vinar yðar, eru í bílnum.
„Rósirnar" — það var einkennis
orðið — en þegar hann nefndi
hinn sjúka vin hennar lá við, að j
hún fengi yfir höfuðið, því að vit- •
anlega átti hann við föður hennar.
— Viljið þér ekki koma inn
augnabilk, sagði hún. Það eru tveir
eða þrír smáhlutir sem ég á eftir
að setja niður í ferðatöskuna mína
Hann hikaði, yppti svo öxlum
og sagði:
— Gott og vel, ungfrú, en ekki
nema 1—2 mínútur. Mér seinkaði
og var það vegna þess að lögreglu-
bílar höfðu lokað götunni. Ég varð
því að taka á mig królt.
— Furðulegt, hvað ætli. hafi kom
ið fyrir?, sagði hún og fór eins og
kuldahrollur um hana, er hún hugs
aði um örlög Frankie.
— Gerið svo vel að flýta yður,
ungfrú, sagði hann, þegar hún
hreyfði sig ekki úr sporum.
Linda tók eitthvað af fötum úr,
klæðaskápnum, strauk þau og
braut vandlega saman, áður en hún
lagði þau í töskuna, en áður en
hún lokaði henni sneri hún sér að
honum og sagði:
En hvers vegna skyldi ég hætta
á að fara með yður? Hvernig get
ég vitað að þér séuð sá, sem
sendur var eftir mér? Hvaða sann
anir hafið þér?
— Þér væruð enn fegurri, ung
frú, ef það væru rósir í kinnum
yðar. Hann lagði áherzlu á orðið
rósir. Tónninn í máli hans bar
vitni um, að hann var óþolinmóð
ur orðinn.
— Ég skil, sagði hún, ég veit
hvað einkennisorðið merkir, en
samt sem áður — ég vildi gjarnan
fá einhverja húgmynd hvert á að
fara með mig? Finnst yður ekki
von, að ég sé smeyk við að fara
með yður. án þess að vita nokkurn
skapaðan hlut?
— Staðurinn er ekki langt í
burtu, bað er nokkurra km. vega
arlengd. Meira get ég ekki sagt
yður. Ef þér óskið eftir að sjá hinn
sjúka vin yðar ættuð þér að herða
yður, ella gæti bað orðið of seint. j
— Ó-nei, ó-nei, sagði hún hrædd, j
er hann mikið veikur?
— Nógu veikur ti! þess að okk j
ur ber að hraða okkur. Ef þér j
hafið lokið við að ganga frá tösk
unni skai ég bera hana niður fyrir
yður, eri fyrst verð ég að biðja yð
ur að skrifa orðsendingu til for-
stjóra þessa dansflokks, að þér haí
ið orðið að fara úr borginni ti!
þess að hitta sjúkan vin, og að
þér komið aftur í kvöld — eða
kannski eftir 2 — 3 daga. Það er
allt undir vður stálfri komið, ung-
frú.
Allt í einu varð hún hrædd. Var
þetta gildra. Hafði Hans haft rétt
fyrir sér? Hefði hún átt að vera i
kyrr í Vestur-Berlín og bíða þar j
til hann kæmi til hennar? En svo j
var það faðir hennar, veikur og í j
hættu. Hún yrði að taka tillit til j
hans. Og Daviðs — nú hlaut hann !
að vera búinn að komast yfir bif
hjólið og beið einhvers staðar utan
gistihússins.
, P
I o>
i r"
=• -n
VÍSIR
askrifendaþjonusta
Askriftar-
Kvartana-
síminn er
«1661
virka daga kl. 9 — 20, aema
laugardaga kl. 9—13.
AUGLÝSING
i VÍSI
©fkiir viðskiptin
KÓPAVOGUR
Afgreiðslu VÍSIS í Kópa
vogi annast frú Bima
Karlsdóttir, sími 41168.
Afgreiðslan skráir
nýja kaupendur og
þangað ber að snúá
sér, ef um kvartanir
er að ræða.
■ 33 vl
■ J
* iri
i... ..!...1...m
o-
3
C
m
-ö
*o
HAFNARFJORÐUR
Afgreiðsiu VÍSIS í
Hafnarfirði annast frú
Guðrún Ásgeirsdóttir,
sími 50641.
Afgreiðslan skráir
nýja kaupendur og
þangað ber að snúa
sér, ef um kvartanir
er að ræða.
, Hvað gerum við núna Mití?
Við höfum bátinn þeirra, en þeir
bafa Tarzan Hvernig éigum við
að ná Tarzan veikum frá vondu
mönnunum? Við biðum hérna eft
ir dimmri nóttunni, Þá drepum
við þá með spjótum okkar með-
an þeir sofa. En, þegar myrkvað
er af nóttu getur verið um sein-
an að bjarga Tarzan. Þyrla aðal-
stöðvanna er að koma að sækja
Tarzan.
KIFIAVÍK
Afgreiðslu VÍSIS í Kefla
vík annast Georg Orms-
son, sími 1349.
Afgreiðslan skráir
nýja kaupendur og
þangað ber að snúa
sér, ef um kvartanir
er að ræða.
£m