Vísir - 31.08.1965, Qupperneq 16
iíiSIK
Meitaði að
fara um borð
í nótt var leitað aðstoðar
lögreglunnar vegna brezks tog-
arasjómanns, sem neitaði að
fara um borð í skipið áður en
það léti úr höfn.
Sjómaðurinn taldi sig vera
veikan og neitaði að halda út
í skipið. Þessu var ekki trúað
meir en svo af yfirboðurum hans
og töldu þeir að hann ætlaði
sér að strjúka af skipinu.
Lögreglan flutti skipverjann
til læknisskoðunar, en þar
fannst ekkert athugavert við
hann og ekki annað að sjá en
hann væri heill heilsu.
í morgun kl. 9 hófst annar
dagur lútherska guðfræðiþings-
ins með bænahaldi í kapeilu
háskólans, en síðan flutti sr.
Jakob Jónsson erindi um efnið:
Sálgæzlan og lögmál guðs -og
manns.
Það er Lútherska heimssam-
bandið, sem gengst fyrir þess-
ari guðfræðilegu ráðstefnu, og
fjallar h'in um efnið: „Lögmál
guðs og manns“. Ráðstefnan er
undirbúin af Sigurbirni Einars-
syni biskup og samstarfsnefnd
íslenzku kirkjunnar, en hana
skipa: Sr. Ingólfur Ástmarsson,
sr. Ólafur Skúlason, sr. Jón Auð
uns, próf. Jóhann Hannesson og
sr. Jakob Jónsson.
Ráðstefnan hófst í gær með
erindi dr. Dantine frá Austur-
ríki um lögmál guðs og manns.
í dag flytur auk sr. Jakobs dr.
Hasselmann frá Sviss erindi. varið til umræðna um efni er- ast próf. Jótoann Hannesson
Mestum tíma ráðstefnunnar er indanna. Á hverjum morgni ann morgunbænir.
Frá guðfræðiráðstefnunni £ Háskólanum f morgun. Sr. Jakob Jónsson flytur erindi sitt. (Ljósm. B. G.)
Stjórn NORRÆNA HÚSSINS á rökstólum
Fyrsti fundur stjórnar Nor-
ræna hússins i Reykjavík var
haldinn föstudaginn 27. ágúst
sl. f Reykjavík. í stjórninni eiga
sæti sjö menn, skipaðir af
menntamálaráðuneytum Norð-
urlandarfkjanna fimm: Frá Dan
mörku Eigil Thrane, skrifstofu-
stjór'i, frá Finnlandi Ragnar
Meinander, skrifstofustjóri, frá
íslandi Ármgnn Snævarr, .há-.
skólarektor, skipaður eftir til-
nefningu Háskóla íslands, Gunn
ar Thoroddsen, ambassador,
skipaður eftir tilnefningu Nor-
ræna félagsins, og Halldór Lax-
ness, rithöfundur skipaður af
menntamálaráðherra án tilnefn-
inga. Fulltrúi Norðmanna er Jo
han Z. Cappelen, ambassador,
og fulltrúi Svía Gunnar. Hoppe,
. próf essor. ARir— - ofangreindir
stjórnarmenn sóttu fundinn,
nema Gunnar Thoroddsen, am-
bassador og Johan Z. Cappelen,
ambassador, er ekki gátu kom-
ið, en í stað þeirra sátu fundinn
varaformaður Norræna félags-
ins, Vilhjálmur Þ. Gíslason, út-
varpsstjóri og Odvar Hedlund
framkvæmdastjóri. Formaður
stjórnarinnar var kjörinn Ár-
mann SnæVarr.og varaformað-
ur Ragnar Meinander. í þriggja
manna framkvæmdanefnd, er
samkvæmt reglum stofnunarinn
ar skal starfa innan stjórnar-
innar, voru kjörnir Ármann
Snævarr, formáður, Ragnar
Meinander og Eigil Thrane.
Bygginganefnd Norræna húss
ins hélt fund f Reykjavík laug
ardaginn 28. ágúst.
Eldur í
sumarbústað
Síðastliðinn laugardag kom eldur
upp í sumarbústað við Álftavatn.
Eldurinn var það magnaður fyrst
í stað að beðið var um aðstoð
slökkviliðsins á Selfossi. Það var
þó búið að kæfa eldinn þegar
slökkviliðið kom á vettvang og tjón
varð minna en á horfðist f fyrstu.
Ekki er vitað hver eldsupptök
voru.
FANGI STRÝKUR
AF HRAUNINU
Fangi á Litla-Hrauni strauk af
hælinu s.l. laugardag og var lýst
eftir honum hjá lögreglunni á Sel-
fossi, Reykjavík og jafnvel vfðar.
Lögreglan á Selfossi fann fang-
ann að aflíðandi miðnætti aðfara-
nótt sunnudagsins. Var hann þá
við Ölfusárbrú. Kvaðst hann hafa
komizt alla leið vestur að Geit-
hálsi, en snúið þar við og var ný-
kominn austur að Selfossi, þegar
lögreglan rakst á hann og handtók
hann. Hann var fluttur að Litla-
Hraunj aftur.
SKOGRÆKT VERÐIBU-
GREIN Á FUÓTSDAL
r *
Alykfun Skógrækturfélugs Islgnds
Viðtnl við Hókon Guðmundsson
— Þungamiðjan í umræðunum
á aðalfundi Skógræktarfélags ís-
lands á Blönduósi um heigina var
Tveir piltar skárust á glerí
Skömmu fyrir klukkan eitt f
nótt barst lögreglunni tilkynn-
ing um ungan mann, sem lægi
i blóði sfnu á Snorrabraut við
Bergþórugötu.
Lögreglan fór ásamt sjúkra-
bíl á staðinn og tók piltinn,
sem var illa skorinn á höndum
og mæddi blóðrás. Kvaðst pilt-
urinn — en hann var mjög ölv-
aður — hafa rétt áður brotið
rúðu bakdyramegin í Rúgbrauðs
gerðinni og skorizt svona illa
á því.
Þessi piltur er aðeins 17 ára
gamall. Hann var fluttur í .slysa-
varðstofuna, þar sem búið var
um sár hans og að því búnu
var hann fluttur heim til móð-
ur sinnar.
Seinna í nótt skarst annar
piltur við það að brjóta rúðu.
Hafði hann orðið ósáttur við
föður sinn á neimili þeirra og
trylltist af bræði. Sást hann ekki
fyrir um aðgerðir og varð að
kveðja lögregluna á staðinn til
að taka við piltinum og flytja
til læknisaðgerða.
áætlun, sem gerð hefur verið um
skógrækt sem skipulega búskapar-
grein á Fljótsdal, sagði Hákon
Guðmundsson, yfirborgardómari
ög formaður Skógræktarféíagsins,
í viðtali við Vísi í gærkveldi.
— Á fundinum var samþykkt til-
laga frá Skógræktarfélagi Austur-
lands, þar sem skorað er á Skóg-
rækt ríkisins og Skógræktarfélag
íslands að styrkja sk'ipulega skóg-
rækt bænda í Fljótsdalshreppi,
þannig að skógræktin verði þáttur
í búrekstri þeirra, og rekin sam-
hliða sauðfjárrækt. Þessi tillaga er
byggð á ýtarlegri áætlun um skóg-
rækt í þessu héraði, sem er grund
völluð á rannsóknum á skógrækt
á Hallormsstað, og hefur Sigurður
Blöndal skógarvörður átt mestan
þátt í samningu áætlunarinnar, en
Fundur stjórnar Norræna hússins á Hótel Sögu. Frá vinstri: E. Thrane, Halldór Laxness, O. Hediund, Armann Snævarr, R. Menander,
G. Hoppe og Vilhjálmur Þ. Gfslason. (Ljósm. I.M.).
nitKun uuumuiiubbuu.
um þriðjungur bæmda í hreppnum
áformar að taka þátt { þessu.
— Einnig var samþykkt að gefa
nánari gætur að skógrækt á Vest-
fjörðum og að settur yrði sérstak-
ur skógarvörður fyrir Vestfirði.
Þeir heyra nú undir skógarvörð
Vesturlands, Daníel á Hreðavatni,
en það starf er þegar orðið oí
umfangsmikið fyr'ir einn mann. Þá
lýsti þingið yfir ánægju sinni yfir
þingsályktunartillögum um skjól-
belti og lerkirækt og fagnaði sam-
þykkt lagafrumvarps um land-
græðslu.
— Þeir Hákon Bjarnason, skóg-
ræktarstjóri og Snorri Sigurðsson
Fluttu erindi um störf skógræktar-
innar á liðnu starfsári, dr. Bjami
Helgason jarðvegsfræðingur flutti
mjög skipulegt og fróðlegt erindi
um jarðveg og þá einkum um
gerð jarðvegs, og loks flutti Hákon
Bjarnason erindi um skógrækt á
Vestfjörðum. Þá urðu m'iklar um-
ræður og loks samþykktar nokkr
Framh. á bls. 6