Vísir - 09.09.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 09.09.1965, Blaðsíða 8
s V í SIR . Fimmtudagur 9. september 1965. y VISIR Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Sölustjóri: Herbert Guðmundsson Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur) Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Vlsis — Edda h.f. Evrópuráðið og við f>að er eðlilegt að margur maðurinn hér á landi spyrji: Hver eru tengsl okkar við starfsemi Evrópu- ráðsins og til hvers erum við íslendingar í því? Fram- kvæmdastjóri Evrópuráðsins, Peter Smithers, sem hér er nú staddur hefur sett mál ráðsins í brennidepilinn þessa dagana. Hann bendir réttilega á að með aðild okkar fáum við íslendingar einstæð tækifæri til starfs og þátttöku í ýmsum vísinda- og framkvæmdastofnunum, sem á vegum þjóða Evrópu starfa, getum sótt okkur reynslu og þekkingu á hin- um fjölbreytilegustu sviðum á ráðstefnur samtak- anna, notið góðs af sérfræðingahjálp sem ella stæði okkur ekki opin, og tekið virkari og meiri þátt í hinni evrópsku menningarþróun. Við erum Evrópuland og viljum vera það. Þess vegna er Evrópuráðið lykillinn að samstöðu og samvinnu okkar í menningarefnum við þær þjóðir, sem okkur eru næstar og skyldastar að eðli og uppruna. Samræming löggjafar Evrópuríkj- anna á vegum ráðsins er einnig stórt skref í þá átt að friða álfuna og samræma og sætta ólík sjónarmið. Markmiðið er friður um álfuna alla, Eustur-Evrópa þar meðtalin. gkemmst er að minnast þess viðburðar er Viðreisn- arsjóður Evrópu veitti, fyrir forgöngu Þorvaldar Garð ars Kristjánssonar, sem er einn af fulltrúum okkar í Evrópuráðinu, alls 86 milljón króna til samgöngu- bóta á Vestfjörðum. Þegar eru framkvæmdir hafnar vestra fyrir fjórðung þess fjár. Þetta mikilvæga fram- lag mun eiga eftir að bæta lífsskilyrðin í þessum harð býla landshluta og auka atvinnulíf þar. Þannig höfum við þegar haft bæði beint og óbeint gagn af starfi Evrópuráðsins. Samtökunum óska íslendingar allra heilla, um leið og þeir gleðjast yfir komufram- kvæmdastjóra þeirra hingað. Kjarvalshús (Jærdagurinn sannaði enn einu sinni hve mikils ís- lendingar meta mesta listamann þjóðarinnar í dag, Jóhannes S. Kjarval. Hann er snillingur línu og litar, skáld formsins, meistari allra tóna hinna íslenzku náttúrusinfóníu. í verkum hans endurspeglast sál þeirrar þjóðar sem þetta norðlæga eyland byggir, land klettaborga og fífilbrekku, land álfa og hulinna vætta. Hinn aldni meistari málar enn sem tvítugur væri, svo mikil er litagleðin og andríkið og innblást- urinn sýnist ótæmandi. Hann er þó orðin nær áttræð ur og það er kominn tími til þess að þjóð og þing efni sitt gamla heit um að reisa Kjarvalshús honum til sóma og heiðurs. Það hús ætti að standa á grænu Sel- tjarnarnesinu niður við sjóinn og snúa upsum í suður- átt. Húsið á Kjarval inni hjá þjóð sinni. Það á að rísa þegar í stað. Nielsine, sltjandi til vinstri, Mari, standandi og móðirin með bamið sitL Ætlum bara að gifta okkur — sögðu tvær grænlenzkar stúlkur á leið til Danmerkur Grænlandsflugvél Flug- félags íslands renndi í hlað á Reykjavíkurflug- velli klukkan rúmlega hálf eitt í gærdag með 39 farþega innanborðs, Grænlendinga og Dani. Hópurinn beið svo í salarkynnum flugaf- greiðslunnar í einn og hálfan tíma eftir vélinni til Danmerkur — ungir og skeggjaðir vísinda- menn, virðulegir fyrir- menn og ungar, græn- lenzkar stúlkur. Úr svip ýmissa mátti lesa að bið- in væri svo sem ekkert skemmtileg — bezt væri að vera þegar komin á leið heim til Danmerkur. Tvær ungar og dökkhærðar sátu með bangsa á milli sín — vel klæddar eftir nýlegri tízku, en útlitið gaf þjóðemið til kynna. Þær sögðust heita Niel- sine Jörgensen og Mari Grimm. Þær voru ekkert gefnar fyrir að láta mynda sig — eða sögðust ekki vera það — og horfðu bara á bangsann þegar blaða- maðurinn spurði hvar þær ættu heima. — Hvað ætlið þið að gera í Danmörku? „Vi skal bare gifte os“, við ætlum bara að giftast, sögðu þær og vildu ekki gefa meira út á það. En- hvar ætlið þið að búa? — Við ætlum bara að búa þar. & Aage Bech Nielsen, verkfræð- ingur frá Danmörku og starfs- maður „Grönlands Tekniske Organisation" stóð hugsi og kallaði á starfsbræður sína tvo, Gunnar Höst og Sven P. Ander- sen, þegar blaðamaðurinn fór að spyrja. Þeir hafa verið þama áður, — eru búnir að vera £ Græn- landi þrjá mánuði í sumar — og hafa starfað að húsbygging- um, vegalagningu og hafnar- gerð. Flestir starfsmenn stofn- unarinnar fara heim til Dan- merkur yfir veturinn, aðeins iðn aðarmenn dvelja lengur, og auðvitað fara grænlenzku verka mennimir ekki langt. Síðustu iðnaðarmenn frá Danmörku fara heim til sín I nóvember- byrjun. Starfsmaður hjá Grönlands Gæologiske Undersögelse vildi ekkert segja. Hann kvaðst að- eins vera yfirmaður einnar deildar og ef viðtal yrði haft við hann þyrfti hann að gefa upplýsingar. Hann mætti ekki taka fram fyrir hendumar á yfirmönnunum. Ung hjón, — hún grænlenzk, hann danskur, — sátu á bekk við hliðina á grænl. stúlkunum tveimur. Þegar eiginmaðurinn sá myndavélina neitaði hann að segja nokkurn skapaðan hlut. Þau voru með lítið bam með sér og frúin gældi við það. — Þér eruð danskur? Hann kinkaði kolli, en þegar hann var spurður nánar um dvöl sína í Grænlandi, neitaði hann að segja nokkuð, hristi bara höfuðið. — Ég svara engum spurning- um. Þar með var málið afgreitt. Skeggjuðu Danirnir sögðu held- ur ekki mikið. Þeir stunduðu það að horfa út um gluggann og tveir voru að tala í síma. Það er erfitt að þurfa að bíða I einn og hálfan klukkutíma á íslandi, þegar maður er loks á leið heim eftir sumarlanga dvöl í græn- Ienzkum kulda. — b. sigtr. Verkfræðingarnir frá Grönlands Tekniske Organisation: Gunnar Höst, Svend P. Andersen og Aage Bech Nielsen.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.