Vísir - 09.09.1965, Síða 15
VISIR . Fimmtudagur 9. september 1965.
ífii
EDWARD S. ARONS: ..
Spæjarar
. Saga um njösnir og ástir á Ítalíu
12. kapitull
Síminn hringdi. Durell brá við.
Það var Si Hanson.
— Ég er ekki kominn á fætur,
en ég verð kominn eftir þrjár
mínútur, sagði Durell.
— Ég er í forsalnum niðri. Ertu
einn?
- Nei.
— Það var ánægjulegt að heyra.
Þú getur þá verið eins og annað
fólk stundum, sagði Hanson.
— Bíddu í sfmanum andartak,
sagði Durell.
Máninn, sem skein inn um glugg
ann, virtist svo einkennilega stór
og nálægur. Ómur af danslögum
heyrðist neðan úr danssal gistihúss
ins. Durell ætlaði upp úr rúminu,
en Deirdre lagði hönd sína á hand-
legg hans.
— Ástin mín . . ?
— Það var Silas, sem hringdi.
— Þegar . . ?
— Við áttum þó þessar stundir
saman, yndislegar stundir, við tvö
ein . . .
— Ég veit það, hvíslaði hún, og
þannig ætti það alltaf að vera —
enginn sími — enginn Silas, bara
við tvö, þú og ég.
Hann horfði á hana. Hann hafði
sofið tvær stundir meðan heitast
var, áður en hún kom frá Napoli.
Og hann hafði ekkert getað gert
frekar. Klukkan var tíu. Hann
hafði hringt til Silasar. Hann hafði
komið frá Milano klukkan 3, rakið
slóð Talbots til bílaleigu f Napoli.
Og svo hafði Si farið að leita uppi
Durell og nú hafði hann fundið
hann.
— Si, ertu þarna. Ég rakst á Tal-
bot, — þess sjást enn merki á
eyranu á mér.
— Og þú lézt hann sleppa?
Durell sagði honum frá hótunum
ralbots og svo bætti hann við:
- Og vinur okkar Talbot geng
ur snuðrandi um og bíður færis að
klekkja á okkur.
- Hamingjan góða, sagði Silas
. og málverkin?
— Greifafrúin hafði þau f morg-
un. Hún sótti þau f Sentissigisti-
húsið og komst undan þegar Tal-
bot kom inn. Ég held, að hún hafi
afhent þau Cesare Bellaria. Hann
gæti geymt þau í klausturrústunum
hérna uppi á fjallinu.
— Af hverju förum við ekki þang
að upp og leitum?
— Það er það, sem við ætlum
að gera, Si. Nú fer ég að koma.
Hann lagði á og tók skammbyss-
euna sfna af náttborðinu. Deirdre
hafði setzt upp f rúminu og horfði
i hann alvörugefin á svip. Hún
.'ar yndisleg.
— Sam, hvíslaði hún, viltu kvong
ast mér?
— Dee . . .
— O, ég veit, ekki meðan þú ert
f þessu starfi, en ætlarðu aldrei að
draga þig f hlé?
— Einn góðan veðurdag.
— Ef þú verður ekki drepinn áð
ur og ef það kæmi fyrir fengi ég
ekki afborið það. Þá mundi ég deyja
líka. Má ég ekki koma með þér.
— Nei. Og læstu að þér meðan ég
er í burtu.
— Það get ég ekki. Ég á að vera
í boði á snekkju Dom Angelos
klukkan ellefu. Svo siglum við til
Isola Filibano. Kysstu mig og
komdu þér af stað.
— Þá hittumst við f svallveizlu
Dom Angelos.
Hann kyssti hana og fór.
Duras og Silas lögðu af stað
upp eftir fjallinu í áttina til klaust-
ursins.
— Ekkert „óhreint“ á ferðinni
í bænum? spurði Durell.
— Ég hefi hvorki orðið var við
Pacek eða Talbot.
— Þeir eru báðir nálægir. Hefir
greifafrúin farið nokkuð út?
Silas yppti öxlum.
— Það stendur víst til að hún
fari í boð á snekkju og svo til Jsola
Filibano með- manni sínum. - j j
— Það er bara hugboð, ságð'i
Durell, en ég held að annað hvort
■sé búið að fela málverkin f klaust-
urrústunum eða það verði gert í
kvöld. Við kunnum að rekast á
Talbot
— Ég vona, að ég rekist á. hann
sagði Silas og hugsaði til Ell’enar
en Durell hugsaði til Deirdre og
sagði:
— Andaðu rólega, Silas.
Það var engu líkara en að
klaustrið væri hluti af fjallinu. Það
varð ekki komizt þangað nema
með því að fara mjóu götuna, sem
lá upp að klaustrinu. Þeir urðu
ekki varir við nokkum mann. Inn
gangurinn var skreytt hlið og þar
til híiðar kapella og f tunglskin-
inu glitrað'i á aldagamalt rykið.
Vindustigi lá upp á hæð, þar sem
myndir höfðu verið málaðar á
vegg. Stigaræfill hafði verið reist
ur upp við suðurvegg'inn. í horni
f kapellunni fundu þeir meitla og
bursta og fleira, sem Cesare Bella-
ria hafði notað, er hann va> að
hreinsa fresko-myndimar.
— Það er ekkert gabb, hann er
að vinna héma, hvíslaði Si.
Þeir athuguðu allt á neðri hæð-
'inni, eldhús og herbergi, eða klefa
allt opið móti norðri, gegnt
hrundum vegg. Þama voru löng
göng — að hálfu neðanjarðar sum
Or klefa, sem Durell valdi, var
hægt að fylgjast með mannaferð-
um á stígnum. Þeir settust piður
og biðu.
Klukkustund leið þar til Talbot
kom í ljós.
„Bölvuð rnerin,” hugsaði Talbot.
Hann gat ekki um annað hugsað
en hvemig Francesca hafði farið
með hann.
Hann hafð’i sofið undir berum
himni og það hafði ekki haft bæt-
andi áhrif á skapsmunina. Hann
heitstrengdi að hún skyldi fá það,
sem hún hafði til unnið og ætlaði
sannarlega að njóta þess að heyra
hana véina og biðjast miskunnar.
Hann ætlaði sér ekki að sýna
henni neina miskunn. Þetta var
í fyrsta sinn, sem hann hafði ver
ið leikinn svo grátt og það skýldi
engum takast aftur. Og fleiri
skyldu nú drepnir. Og hann sá eft-
ir að hafa ekk'i notað tækifærið og
drepið Durell.
Hann kipptist við vegna berg-
málsins af sínu eigin fótataki.
Hann nam staðar, lagði við hlust-
imar, heyrði ekkert. Fran og
þessj helvítis Cesare voru ekk'i
komin. Hann ætlaði að drepa þau
bæði, en fyrst yrði hann að ná
málverkunum. „Bölvuð merin,”
tautaði hann aftur — og hann
minntist þess sárgramur, að hann
hafði aldrei fengið að njóta bllðu
hennar þessar þrjár vikur, sem
liðnar voru sfðan er þau kynntust
í Rómaborg.
Jú, hún hafði verið slóttug, og
masað heilmikið um, að þau hefðu
bæði verið fátæk í uppvextinum,
en hún væri orðin greifafrú og
hann diplomatískur sérfræðingur,
og svo hafi hún talað um sinn ríka
en nízka mann, sem ekki var tú-
skild'ings virði sem elskhugi. —
Og hún hafði lofað honum öllu
fögru, allt skyldi húii veita honum
.er þau hefðu flúið .. . Þá skyldu
þau njóta lífsins — fyrir féð, sem
fengist fyrir málverkin . . . En hún
þekkti hann ekki. Ef hún vissi
hvernig hann hafði farið með Ellen
Armbridge — nú skyldi hún fá
enn verri meðferð ...
Hann valdi sér stað bak við hálf
hrunið altari. Hún hlaut að koma.
Nú var svo auðvelt að sjá hvernig
hún hafði lagt allt niður fyrir sér,
hvernig hún hafði gabbað hann
og hlaupið til þessa Cesare með
málverkin. Og hér ætluðu þau að
geyma þau, þar til þau gætu selt
þau. Svo heimsk hafði hún verið,
að tala um þennan stað og þess
vegna hafði hann loks farið að
gruna sitt af hverju. Þær gátu
freistað manns þessar fögru drós-
ir með sín fögru brjóst og með
þvf að vagga mjöðmunum, en hún
skyldi fá að kenna á því...
— Hann er þarna niðri núna,
hvíslaði Si. Við getum tekið hann.
— Já, en við verðum að bfða.
— Ég get ekki beðið. Þegar ég
hugsa um . . .
— Við verðum að ná f málverk
in.
— Hann veit ekki hvar þau eru.
Hann bfður eftir Cesare og kon-
unni alveg eins og við. Ertu viss
um, að þau komi?
— Haltu þér nú saman, Si.
— Hvernig geturðu verið svona
viss í þinni sök?
— Hún getur ekki hafa verið
búin að afhenda honum málverkin.
Hún hefir ekki haft tækifæri til
þess. Hún fór til húss Apollio þegar
hún var búin að sækja þau í
Sentissi-gistihús. Og Cesare hefir
ekki verið að vinna hér í hálfan
mánuð nema í þeim tilgangi, að fela
þau hérna, þangað til hann nær i
samstarfsmenn sér til aðstoðar að
koma þeim í peninga.
— Skyldi maður Franceseu . . .
— Ég þori ekkert að fullyrða . . .
en ef Cesare fær tækifæri til að
fela málverkin hér gæti þurft til
hóp manna að finna þau — það j
gæti tekið heila viku. Og þá verður j
úti um alla samninga — og Tuvana
fan prins kominn heim í ríki sitt.
— Mér sendur hjartanlega á j
sama um það.
— En mér stendur ekki á sama
það er mitt hlutverk að ná mál-
verkunum í tæka tíð og koma þeim
í hans hendur.
13. kapituli.
Francesca gekk eins hratt og
hún gat upp stigann. Vindurinn
feykti til pilsinu hennar. Hún var
dálítið móð, en það var ekki ein-
göngu vegna brattans. Það vottaði
allt af fyrir því, að hún ætti bágt
með að ná andanum, er hún var í
þann veginn að hitta Cesare. Hún
hugleiddi, að Apollio hafði verið
öðru vísi en hann átti að sér þá
um kvöldið. Snemma næsta morg-
uns áttu þau að sigla til Isola Fili
bano. Það kom upp heift f henni, er
hún hugsaði til þess að vera nær
einangruð á þessari klettaey, en
á morgun mundi Cesare vera þar
líka til þess að ganga frá kaup-
unum — því hafði hann lofað —
og svo myndu þau strjúka. Henni
fannst, að hún hefði staðið við
alla samninga við Apollio, en hún
var ung og vildi njóta Iffsins. Það
fór eins og heitur straumur um
hana, er hún hugsaði til þess hve
þau myndu njóta lffsins hún og
Cesare. Heimurinn var stór og fag
ur og þau yrðu frjáls og gætu gert
það, sem þau vildu með alla þessa
peninga, sem þau myndu fá fyrir
málverkin. Frelsi hafði hún alla
tíð þráð frá því hún var lítil —
frelsi til að geta notið lífsins.
— Hún rataði um rústirnar eins og
heima hjá sér. Hún hafði dvaliz-t
þar marga nóttina með Cesare, þeg
ar maður hennar var fjarverandi.
Hún gekk nú upp tröppurnar til
þess að geta séð til Cesare er hann
kæmi.
Hún vissi ekki um áform hans út
f yztu æsar, en hann mundi verða
ánægður með hana í kvöld. Hún
hafði fylgt fyrirmælum hans, náð
í böggulinn f Sentissi-gistihúsi, og
farið svo með hæefara lest til Sorr
ento en hún hafði orðið óttaslegin,
er hann allt í einu var kominn og ■
settist við hlið hennar í lestinni.
— Elskan mín, hafði hún sagt, i
ég hélt að þú mundir verða að
vinna uppi f klaustrinu í allan
dag. Það var skemmtilegt en óvænt
að þú skyldir koma.
Augu hans tindruðu, er hann
tók við bögglinum.
T
A
R
2
A
N
Ég er hræddur um, Medu, að þetta sé síð
asta sinn, sem við sjáum Tarzan. Þorpið
okkar er eini tryggi staðurinn I allri Afrflcu
Hann ætti frekar að vera héma hjá okkur.
ANF SO.CONFieENT 1N WIS KESAINE7 STKENfe i m-
AN7 IN WIS PWTW-TAKZA.NONCE fAOKE WALKS
ALONE.TÓWAKe TWE PKAIAA...0P NEW APVENTUKES.
Hann heldur að guðinn hans sé svo sterk
ur, að vondir menn geti ekki drepið hann.
Og áfram heldur Tarzan endumýjaður af
þrótti, á móts við ný ævintýri.
— Ég er slægur sem væri ég
gamall refur, sagði hann. Segðu
mér hvernig gekk í Sentissi.
Hann leit dálítið til hliðar og
er hún sagði honum frá Talbot varð
hann svo skuggalegur, að hermi
fannst hann illmannlegur, en það
hafði henni aldrei fundizt áður.
„Nú reiðist hann“ hugsaði hún en
hann fór bara að útskýra fyrir
henni hvers vegna hann var í lest-
inni.
VÍSIR
Askrifendaþjónusta
Áskriftar-
Kvartana- sínunn er
11661
virka daga kl. 9-18 nema
laugardaga kl. 9-13.
VÍSIR
er
eina
síödegisblaðið
kemur
út
alla
virka
daga
☆
Afgreiðslan
Ingólfsstræti 3
skráir
nýja
kaupendur
Simi 11661 í
auglýsing 1
- |
r «
vísi I
kemur !
víða
við
VÍSIR
er
auglýsingablað |
ulmennings
AFGREIÐSLA
AUGLÝSINGA-
SKRIFSTOFUNNAR
ER I
INGÓLFSSTRÆtl 3.
Simi 11663.