Vísir - 09.09.1965, Side 16

Vísir - 09.09.1965, Side 16
Slökkviliðið var í gærdag kvatt að vélsmiðjunni Héðni vegna elds, sem kvlknað hafði á verkstæði smiðjunnar. Þegar slökkviliðið kom á stað- inn logaði glatt í benzínknúinni rafsuðuvél og urðu á henni all- miklar skemmdir. Tókst fljótlega að slökkva f henni og um annað brunatjón var ekki að ræða. Hyggst heimsækja 5 Miðjarðarhafslönd Sennilegt er að Karlakór Reykjavíkur fari f mikla ferð um páskaleytið næsta ár. Hefur Vísir frétt eftir áreiðanlegum heimildum að samningaviðræð- ur karlakórsins við ýmsa aðila séu langt komnar og verði eitt af skipum danska gufuskipafé- lagsins, Kronprins Frederik, leigt til fjögurra vikna í þessa ferð. Er það skip nýrra og tals- vert rúmbetra en Kronprins Olaf, sem er í áætlunarferðum til fslands. Skip þetta tekur 300 manns og mun ráðgert að fá farþega í öll pláss til að gera kostnað eins lítinn og unnt er. Kórfé- lagar í Karlakór Reykjavíkur munu vera 45 talsins og margir munu fara með konur sínar með sér. Hins vegar munu fjöl- margir farþegar geta fengið þama ódýra en skemmtilega ferð, en svipað ferðalag karla- kórsins til Miðjarðarhafsland- anna 1953 með Gullfossi var sérstaklega vel heppnað. Löndin sem nú á að heim- sækja munu vera Israel, Egypta land, Grikkland, Ítalía og Spánn. í Gullfossferðinni fyrir 12 árum var farið til Alsír, ftalíu, Frakklands, Mónakó, Spánar og Portúgal. Dælupramminn á Mývatni. Tilraunadælingin hefur gengið mjög vel. Lítili afli en gott verð í Þýzkalandi Lítið hefur verið um togarasölur eriendis í þessum mánuði þótt kom inn sé sá tími, sem þær taka venjulega að aukast. Það sem af er mánuðinum hafa verið þrjár togarsölur allar í Þýzkalandi. Gott verð hefur fengizt en fiskimagnið verið lítið. Erfitt er að hagnýta sér þýzka markaðinn vegna þess, að Þjóðverjar vilja ekki fá karfa, þar sem þeirra eigin togarar fiska BRA BA BIR6DA SAMKOMU IAS UM KlSllSIÍRIBJU Fulitrúar ríkisstjómarinnar hafa átt mjög jákvæðar viðræð- ur við fulltrúa bandariska fyrir- tækisins Johns-Manville um kís- ilgúriðju vi'ð Mývatn og hefur Setudómari skipað- ur í Lungjökuls- mólinu Setudómari hefur nú verið skip- aður í Fríhafnarmálinu svonefnda, en það fjaliar sem kunnugt er um að við birgðatalningu kom í ljós j lítilsháttar rýmun á birgð- um Fríhafnarinnar á Keflavíkur-! flugvelii. Setudómari í málinu hef-1 ur verið skipaður Logi Guðbrands- son, sem verið hefur fulltrúi yfir- sakadómara í Reykjavík. verið gert bráðabirgðasamkomu lag um framgang málsins. Blað- inu hefur borízt fréttatilkynning frá iðnaðarmálaráðuneytinu um þessa samninga og fer hún hér á eftir: Dagana 30. til 31. ágúst s.l. fóru fram hér í Reykjavík fram- haldsviðræður á milli fulltrúa ríkisstjómarinnar og bandaríska fyrirtækisins Johns-Manville, New York, varðandi möguleika á samvinnu við framleiðslu og sölu kísilgúrs úr botnleðju Mý- vatns. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar í viðræðum þessum voru þeir Magnús Jónsson, fjármálaráð- herra, dr. Jóhannes Nordal, bankástjóri, Karl Kristjánsson, alþingismaður, Pétur Pétursson, forstjóri, og Halldór Jónatans- son, deildarstjóri. Af hálfu Johns-Manville tóku þátt í við- ræðunum þeir Mr. Roger Hackney, forstjóri, og Mr. Wolf Lehmann, sölustjóri. Viðræður þessar voru mjög já kvæðar og var gert bráðabirgða- samkomulag um framgang máls- ins. Samkvæmt því skyldi stefnt að stofnun tveggja hlutafélaga, framleiðslufélags, er annast skuli byggingu og rekstur kísil- gúrverksmiðju við Mývatn og sölufélags, er annaðist sölu fram leiðslunnar, en bæði félögin skyldu staðsett hér á landi. Johns-Manville hefur enn eigi lokið yfirstandandi athugun sinni á gæðum hráefnisins úr Mývatni, en sú athugun hófst í júlí s.l. Að svo miklu leyti, sem niðurstöður l'iggja fyrir nú þeg- ar, eru þær allar jákvæðar. Johns-Manville gerir ráð fyrir, að athugunum þessum sé lokið fyrir 31. janúar n. k. og mun fyrirtækið þá reiðubúið að ganga frá endanlegum samning- um um þátttöku af sinni hálfu, svo framariega sem öll tækni- leg vandamái séu þá leyst. Framh á bls. 6 Smyglmálið í Langjökli er enn í rannsókn og sitja 10 menn úr áhöfn skipsins enn í gæzlu- varðhaldi. Hafa þeir nú setið í varðhaldi nærri einn mánuð, en það var um 10. ágúst sem upp komst hið mikla áfengissmygl . nægilegan karfa fyrir markaðinn. Stunda Þjóðverjar karfaveiðar sín ar nú aðallega í kringum ísland. Þessar þrjár sölur sem hafa ver ið í mánuðinum eru: Marz seldi 2. sept. 107 lestir í Cuxhaven fyrir um 104 þús. mörk. S. 1. mánu- dag ,6 sept. seldi Hallveig Fróða- dóttir í Bremerhaven 120 lestir fyrir 116V2 þús. mörk og daginn eftir Röðuil 147 >4 tonn fyrir 160 þús. mörk. Verð það sem Röðull fékk fyrir fiskinn mun vera með hæsta með alverði sem fengizt hefur fyrir fisk í Þýzkalandi, en magnið var lítið, svo að salan hefur ekki orðið jafn hagkvæm og ef magn’ið hefði verið meira. í dag mun togarinn Surprise selja í Englandi. Þar hefur markað ur síðustu vikur ekki verið góður. Flestir togamir hafa vegna þessa örðuga markaðsástand fiskað til heimalöndunar. Þrír togarar Júpi- ter Geir og Fylkir hafa t. d. kom ið til Hafnarfjarðar í þessari viku. Surprise seldi í dag í Grimsby 112,3 tonn fyrir 11.372 sterlings- pund. Það er mjög gott meðalverð, en sama gildir og um Þýzkalandssöl urnar, að magnið er of lítið. i skipinu. Er ekki enn hægt að sjá fyrir endann á rannsókninni og því ómögulegt að segja hve- nær skipsmennirnir verða látnir lausir. Málið er nú í höndum vfirsakadómara Þórðar Bjöms- sonar. 10 Langjökulsmenn enn í varðhaidi Bílþjófnaður í fyrrinótt var tilraun gerð til þess að stela þrem bíium á Akur- eyri. Síðasta tilraunin bar þann ár- angur að þjófnum tókst að koma bílnum 1 gang og komst á honum norður að vegamótunum á Mold- haugnahálsi. Þar ók hann út af og fannst bifreiðin mannlaus úti í skurði við veginn í gærmorgun þegar að var komið. d Akureyri Þessum bíl hafði verið stolið í I Munkaþverárstræti, en þar hafði ! tilraunir verið gerðar til að tela öðr-1 um bíl, og þeim þriðja í Brekku- götu, án árangurs þó. Samt hafði annar þeirra verið látinn renna,, unz hann hafnaði á mannlausum I bii og þar stóð hann í gærmorgun þegar eigandinn tók að svipast um eftir honum. t'ýr formaður og skrifstofu• stjórí Húsnæðismálastjómai Á fundi Húsnæðismálastjórn- ar í gær var Óskar Hallgrímsson kjörinn formaður stjómarinnar. Þá var Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri Aiþýðuflokks ins ráðinn skrifstofustjóri Hús- I næðismálastjórnar. Báðum þessum störfum hefur Eggert G. Þorsteinsson alþm. gegnt til þessa. Er hann varð ráðherra lét hann af þessum störfum og tók varamaður hans Óskar Hallgrímsson sæti hans í Húsnæðismálastjóm. Var hann af stjórninni einnig kjörínn til þess að taka sæti Eggerts sem formaður stjómarinnar, sem fyrr seglr.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.