Vísir - 11.09.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 11.09.1965, Blaðsíða 3
VfSIR Laugardagur II. september 1965. 3 >: It pr j ■ ■ ■■■■ «■■■ mmmmm——mmmm VESTURBÆR ÉT I Alltaf geta óhöppin skeð. mmmmm Malbikunarframkvæmdir á „Gullströndinni“. Það verður gaman að aka þama á sólarlagskvöldum, — Það er rólegt í bæjarvinnunni — og notalegt að slappa af meðan verið er að sækja meira malbik. Septembermánuður á sína góðgóðviðrisdaga — með hressi legum norðan fjörblæ, svölum en hreinum. Þá er óþarfi að fara á fjöll til að sjá sig um, þá er nóg að skoða lífið í borg- | inni. Og í stað þess að fara til Spánar fór biaðamaðurinn vest ur f bæ, vopnaður myndavél, enda segia Vesturbæingar að Vesturbærinn sé Reykjavík hitt séu úthverfi Reykjavíkur. Það var verið að malbika á „Gullströndinni", eða Ægis síðunni e’ins og hún er kölluð á landabréfum, og þótt klukk- an væri að ganga þrjú fóru verkamennirnir sér engu óðs- lega að, einn þeirra dottaði á malbikunarvélinni, en aðrir höfðu tekið þægindin í þjón- ustu sína og lágu útaf í "gras- jaðri. Það hefði mátt halda að myndin væri tekin á Suður- Ítalíu þegar sólin er hæst á lofti og enginn er á ferli nema túr- istar og hundar. Ef til vill er ekki við verkamennina að sak ast — að öllum líkindum hafa þe’ir eingöngu verið að bíða eft ir meira malbiki, svo að þeir gætu hafizt handa á nýjan leik, tvöfaldaðir að afli. Við gatnamót Ægissfðu og Starhaga þurfti ekki að bfða nema eina mínútu þar til tveir bílar komu æðandi og óku sam an. Og að venju var lögreglan fljót að mæta á staðinn með mælihjól og krassblokk. Þetta var mikill atburður fyrir strák ana f hverfinu. Þeir könnuðu gaumgæfilega hvernig löggan mældi fjarlægðina frá bllnum að vegakantinum og téiknaðí þetta allt í blokkina. Á klöppunum við Faxaskjól stóðu þrír kúrekar með alvæpni. — Hvenær byrjið þið í skól anum strákar? —; Fimmtánda, sögðu þeir all ir í kór. Hópur sat við sjóinn og dorg aði. — Hvað veið’ið þið héma? — Kola og marhnút. Við borð um hann ekki. Og þannig heldur eftirmið- dagslffið áfram f Vesturbænum — krakkar að leik, gamalt fólk nýtur góða veðurslns f maklnd- um, fullorðið fólk og unglingar að störfum. Þessar svipmyndir á sfðunni eru þaðan: Vesturbær í septembersól. Þau velða marhnút f dag — eftir tuttugu ár verður það laxinn. SEPTEMBERSÓL %

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.