Vísir - 11.09.1965, Blaðsíða 6
6
V t SIR Laugardagnr
.....................
:: • ■
. . . w.. . — v '•'w' :
Mildnn snjó gerðl á Siglufirði um sl. mánaðamót og siðan hefur verið rysjuveður og kuldi með slyddu
og hríðarhraglanda annað veifið. Enn eru fjöll meira eða minna hvft niður á miðjar hlíðar. Samgöngur
eru þó enn um Siglufjarðarskarð og hefur ýta hald-ið veginum opnum.
Þyrfti að leita að síld
víðar en fyrír austan land
Nú er að verða kominn sá tími,
farið að nálgast miðjan september,
þegar að venja var fyrir nokkrum
árum, að hau^tsildveiðin hæfist i
Faxaflóa. En ekkert ber á því frek
ar en nokkur sfðustu ár að sá
Mývafn —
Framh. af bls. 1
við að rannsaka eldgjámar á
Mývatnsöræfum. Þá steypti
hEftin í gjárnar fasta merkipalla,
í þeim tilgangi að koma að
þeim eftir nokkur ár. Skyldu
þessi merki þá sýna honum
hvort eldgjárnar og hraunin
væru á hreyfingu, en það hefur
verið álitið að þau væru kyrr-
stæð. En Niemczyk prófessor
hafði hugboð um það, að breyt-
ingar kynnu að vera á eld-
gjánum og þær að þrengjast eða
víkka eftir því sem tíminn liði.
Hann hafði hins vegar ekki
tækifæri til að koma hingað
aftur og féll frá. Þessir vísinda-
menn, sem nú hafa dvalizt
hér, hafa haldið rannsóknum
áfram og þegar þeir koma nú
til baka úr ferðinni eru þeir
mjög ánægðir með árangurinn.
Hér er ekki hægt að rekja þetta
mál ýtarlega, en við athuganim-
ar kom það greinilega í Ijós, að
furðu mikil hreyfing hefur verið
á eldgjánum og hrauninu á
þessu 27 ára tímabili síðan
merkjasteinarnir voru settir.
ÞingSUS -
Framh. aí bis r
stað tækifæri til að koma sínum
hugmyndum í framkvæmd.
Að Iokum fóru fram nefndarkjör
og umræðunefndir störfuðu til kl.
7 síðdegis.
I dag verður þinginu haldið á-
fram og munu þingfulltrúar snæða
hádegisverð í boði Sjálfstæðis-
flokksins. Þar mun flytja ávarp for
maður Sjálfstæðisflokksins, dr.
Bjami Benediktsson, forsætisráð-
lierra. Þingið lýkur störfum síð-
degis á morgun, sunnudagskvöld.
stofn sem þá var svo sterkur komi
vestan úr hafinu. AS vísu gera
menn sér vonir unt aS geta feng-
ið einhv^m slatta af vorgotssíld-
inni sem ú hefur fpngizt lítillega á
Selvogsbanka. Má reikna með þvl
að 40—50 bátar reyni að veiða síld
ina þar, þegar veðrið á miðunmn
þar batnar, svo að sjá má af því,
að nokkur hluti sildveiðiflotans
að austan er þegar kominn heim,
þó vel geti svo farið að hann
hverfi aftur austur fyrir landið
ef síldveiðin glæðist þar þegar Iíð-
ur fram á haustið.
Vísi er kunnugt um það af við
ræðum við ýmsa góða og gegna út
gerðarmenn, að þeir sakna mjög
gömlu síldveiðanna í Faxaflóa.
Þeir hafa stundum haft orð á þvi
að nóg síld hljótj að vera eins
í hafinu þar eins og fyrir austan
land. Það sé aðeins nauðsynlegt að
hefja eins víðtæka leit að síld þar
og fyrir austan.
Blaðið ræddi í gær stuttlega við
Sturlaug Böðvarsson á Akranesi i
um horfurnar hér við flóann. Hann i
sagði að sjórinn í Jökuldjúpinu
hefði verið óvenjuglær. Þó var það
fyrir nokkru sem einn bátur lóðaði
reyklóðningu út af Jökli. Menn
vita lítið um þetta en vera má að
síldin sé í sjónum hér fyrir vestan
en dreifð. Eins og sagt var frá I
fréttum kom þama töluvert af vor
gotssíld, sem stóð djúpt og við
veiddum nokkur hundruð tunnur
af henni, menn voru famir að
gera sér góðar vonir en svo hvarf
hún okkur algerlega eftir eina þrjá
daga. Það er sams konar vorgots-
síld sem nú veiðist á Selvogs-
banka. Hún er mjög falieg og feit,
upp í 22% fitumagn og lengdin
þ.etta 28—34 cm.
Við emm margir útgerðarmenn
imir þeirrar skoðunar, sagði Stur
laugur, að það ætti að gera meira
til að leita að sfld hér fyrir vest-
an landið. Það er eins og ekkert
sé til nema þess'i norski stofn fyrir
austan land, en með honum fylgj
ast Rússar og Norðmenn. Við ætt-
um að leita að því hvort aðrir
stofnar eru ekki í kringum landið
sem geta komið okkur að meira
gagni .
Ég minnist þess t.d. sagði Stur
laugur að ár'ið 1953, þá brást rek
netaveiði hér í Flóanum. Þá var
það í október, að flutningaskipið
Foldin varð vart við miklar síldar
torfur um 250 mílur suðvestur af
Reykjanesi. Þessi síld gekk síðar
upp í Miðnessjó og gaf mjög góða
veiði.
Þá eru sam'ir sem hafa haldlð
þvf fram, að það megi ekkj dreifa
síldarflotanum með því að láta
leita bæði fyrir austan og vestan.
En það tel ég ekkj rétt, sagði Stur
laugur. Ef síldin er aðeins á ein
um stað og allur flotinn kemur yf
ir hana þar, þá er hún fljót að
hverfa og dýpka á sér og sakar
ekk'i þó flotinn dreifist nokkuð.
Hestar —
STILLANLEGU
HÖGGDEYFARNIR
ÁbyrgÖ 30 000 km. akst
ur eða 1 ár. 9 ára reynsla
á íslenzkum vegum
sannar gæðin.
Eru í reyndinni ódýr-
ustu höggdeyfarnir.
SMYRILL
Laugav. 170, sími 12260
Framh. af bls. 1-
en 21 hestur fer til Sviss.
Meðalverð hesta á markaði sem
þessum er um 8 þús. kr., en úr-
valshestar verða miklu dýrari og
sá dýrasti í hópnum, sem er í hest-
húsum Fáks við Elliðaár var keypt
ur fyrir 25 þús. krónur og mun sá
vera úr Lýtingsstaðahreppi f Skaga
firði. Hestamir eru yfirleitt 5—7
vetra gamlir og mismunandi mikið
tamdir.
Miklir erfiðleikar hafa verið á
því að flytja hesta út, einkum
vegna þess hve erfitt er með flutn-
ing. Skipin þurfa helzt að sigla
beint á áfangastað, en ferðir beint
til Bremen munu ekki tfðar.
Þykkvibær —
Framhald af bls. 16.
í gæðaflokki, ennfremur Eigen-
heimer og Bintje. Alls voru sett
ar niður í 160—170 hektara f
vor — um 8000 pokar eða 4000
tunnur, og ef allt gengur að
óskum, ætti uppskeran í
Þykkvabænum að verði ekki
minni en 33000 tunnur í ár. Á
sumum bæjum eiga bændur
kartöfluekrur, sem eru saman
lagt tíu hektarar — en meðal
stærð á hverjum kartöflugarði
er 2 hektarar. Á Unhól, þar
sem mun hafa ver’ið sett mest
niður — f tólf hektara „ættu
brúttótekjur af uppskerunni að
nema um 900 þúsund krónum“,
eins og einn glöggur náungi
sagði.
Uppskeran hófst víðast hvar
um 28. ágúst s.l. og varir þrjár
til fjórar vikur.
„Þetta var hlýtt og gott sum
ar‘‘, sagði bóndinn í Hábæ,
Óskar Sigurðsson sem setti nið
ur í 8 hektara, „en það var tæp
lega nógu rafct.
sprettur betur á
á rosasumri'*.
„Þetta eru dýrir
annar Þykfcbæi
vel niður f góðum
skeran um 150
— með 6 manns í
Grænland —
Frh. af 16. síðu:
þó hafa lokið hlutverki síou að
þessu sinni. Eitt skip nocakt. Nor
bjöm, kvað hann enn vera að
reyna að brjótast áfram f gegnum
ísinn til Meistaravfkor og ganga
heldur illa.
Petersen skipstjóri siglir nú til
bæjanna Qutdleq og Orssuiagss-
uaq, Það er síðasta sigling til þess
ara staða f ár. Eftir það leggst vet-
ur yfir og einangrar þessa stafil.
Undir jól þegar sumar er kom-
ið á suðuriiveli jarðar mun Peter
sen sigla skipi sínu með vfsinria-
menn til Suðurheimskautslandsins.
Kista Dan er um 1200 tonna skip
og mjög sterkbyggt til sigHnga
gegnum ís.
Úthlutun —
Frh. af 16. síðu:
mótin og í vetur verða undirbúnar
framkvæmdir, þannig að byggmg-
ar geti hafizt næsta sumar.
Helgi sagði, að mörgum hús-
eigendum hefði gengið illa að hefja
byggingar sínar í Árbæjarhverfi,
m. a. vegna skorts á iðnaðarmönn
um. Væri skrifstofa borgarverk-
fræðings nú að byrja að senda
út aðvaranir til húsbyggjenda um
að hefja byggingar sínar innan
mánaðar frá útgáfu aðvarananna,
en lóðaúthlutun er, eins og kunnugt
er, bundin þeim sk'ilyrðum, að haf
izt sé handa innan ákveðins tíma.
2 herb. hæð
Til sölu 2 herb. íbúð í Lækjunum. íbúðin er á
1. hæð. Harðviðarinnréttingar — svalir, full
komnar þvottavélar í sameign. Malbikuð gata
Ræktuð lóð-
HÚS OG SKIP FASTEIGNASTOFA
Laugavegl 11, simi 2-1515. Kvöldsimi 23608 — 13637.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í sölu á gúmdúk og tábrúnum á stiga til
borgarsjúkrahússins í Fossvogi.
Útboðsskilmálar eru afhentir í skrifstofu vorri, Vonar-
stræti 8.
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar
Tilkynning um kæru- og
úfrýjunarfrest til
ríkisskuttnnefndnr
Kærur til ríkisskattanefndar út af álögðum
tekjuskatti, eignarskatti og öðrum þinggjöld-
um í Reykjavík árið 1965, þurfa að hafa borizt
til ríkisskattanefndar eigi síðar en 2. okt n.k.
Áfrýjun til ríkisskattanefndar út af álögðu
aðstöðugjaldi í Reykjavík þarf að hafa bor-
izt til ríkisskattanefndar eigi síðar en 2. okt.
n.k.
Áfrýjun til ríkisskattanefndar út af álögðu
útsvari í Reykjavík 1965, þarf að hafa borizt
skattstjóranum eigi síðar en 2. okt. n.k-
Reykjavík 11. sept. 1965
Ríkisskattanefnd.