Vísir - 11.09.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 11.09.1965, Blaðsíða 9
VÍSIR Laugardagur II. september 1965. Kannski verður þetta svanasöngur minn — Þér megið ekki áh'ta, aS þa8 sé af hæversku gestsins, sem ég segf aS mér falH einstaldega vel héma, bæði vlS land og þjóð, aegir norska leikkonan og leikstjórinn GerBa Ring, þegar blaða- maður frá Visi ræðir við hana um stund yfir kaffibollanum að Hótel Holt. Þetta er falslaus meini'ng mfn. Ég kom fyrst hingað, þegar ég stjómaðl sviðsetningu á „Pétri Gaut“ { Þjóðleikhúsinu héma um árið, og minnist enn samstarfsins við leikarana með mikilli ánægju — Gunnar Eyjólfsson var frábær í hlnu vand- meðfama hlutverid Péturs Gauts. Og svo kom ég hingað öðru sinnl að sumariagi svo að minna bar á — slóst í för með Kiev- baHettinum, og sú dvöl héma varð mér ógleymanleg. — Þá för bar brátt að. Þjóð- leikhússtjóri hafði tekið á leigu flugvél með ballettflokkinn til íslands, og bauð mér að fljóta með. Ég var nákunnug norska ambassadomum héma, og konu hans, og þau höfðu slegið upp á þvf við mig, að ég ætti að skreppa til Islands og dveljast hjá þeim um tíma — nema hvað ég tók þjóðleikhússtjóra á orð- inu, bjó för mína í skyndi og fyrr en ég vissi eiginlega orðið af, sat ég í flugvéiinni á leið til íslands ásamt Kievballettin- um, tengdasyni Krústjoffs og Jakob, túlkinum rússneska — þér munið eftir honum? Undra- verður tungumálasnillingur, sá maður. Hann var meðal þeirra, sem tóku á móti mér á braut- arstöðinni í Moskvu, þegar ég kom þangað f seinna skiptið, 1935. Gaman að hitta Norð- mann héma, sagði ég. Og þegar hann kvað_t ekki vera norskur, heldur rússneskur, varð mér að Iorði að hann hlyti að hafa dval- izt lengi í Noregi, svaraði hann: — Ég hef því miður aldrei kom ið til Noregs! 1 þessari íslands- ;í ferð okkar komst ég að þvf, að Ihann talaði islenzku ekki siður en norskuna. En sleppum þvf. Þessi kynni mín af íslandi í ferðinni eru með mínum kærustu minning- r> um. Hér er allt svo þögult þegar kemur út fyrir borgina, frjálst og ósnortið — hátt til lofts og vítt til veggja í bókstaf 1,1 legri merkingu. Ég er ekki norsk á þann hátt, að ég tmi mér hvergi nema í þröngum firði | millí hárra og þverhnípta fjalla, “ sem loka allri sýn nema upp í takmarkað svæði af himninum. k Og ég kann vel við fólkið, ekki fyrst og fremst vegna þess að þjóðin sé af norskum uppruna, heldur fyrir það að hún er ís- lenzk. — Og nú eruð þér komin hing að til að sviðsetja Afturgöng ■— Já, og ég vona aá það takist vel. Þið eigið mjög góð um leikurum á að skipa. Kannski er það islenzkri leik- list lika styrkur, þegar á allt er litið, að hún byggir ekki á nein um leikerfðum. Erfðir binda, geta orðið listinni fjötur um fót. Á stundum geta þær leitt til harkalegrar uppreisnar, ger byltingar, þar sem allt fer út í öfgar. Byltingar geta verið ó- hjákvæmilegar, en þá er einskis svifizt, og þá tortlmist oft ekki siður það, sem gildi hefur en hitt sem sízt er eftirsjá að. Ein mitt þessi hætta steðjar að leik listinni víða á Norðurlöndum. Þið þurfið ekki að óttast hana. Þið getið byggt leiklistina á heil brigðu mati á nýju og sígildu, án uppreisnar og öfga. Valið um án tillits til hefðbundinna forms erfða. Það er ómetanlegt. Fékk loks nóg af Tennesse Williams. Gerða Ring á sér glæsilégan leiklistarferil að baki, bæði sem leikkona og leikstjóri. Hún kom fyrst fram á sviði árið 1911 i Kaupmannahöfn, en réðist að Þjóðleikhúsinu í Osló árið eftir og starfaði þar upp frá því. Fyrst f stað var hún kunnust fyrir túlkun sina á hlutverkum ungra kvenna, siðar sem mikil hæf leikkona í skapgerðarhlut verkum — Roxane í „Cyrano de Bergerac"; Dorine í „Tartuffe og konan í „Til Damaskus“ svo að dæmi séu nefnd. En brátt gat hún sér lika mikið orð sem leikstjóri, og siðustu starfsár sín við norska þjóðleikhúsið, var hún talin með fremstu leik stjórum, sém það hafði á að skipa — setti m.a. á svið leik- rit yngri bandarískra höfunda, svo sem „Glerdýrasafnið" og leikrit Millers. — En ég fékk loks nóg af Tennesee Williams, segir hún. ■— Bandariskir leikritahöfundar eru konuiir út í öfgar, yfjrleitt; mannlýsingar þeirra þeinast um of að því abnormala. En „Gler- Gerda Ring dýrasafnið" er hugljúft lista- verk; ég hafði mikla ánægju af að setja það leikrit á svið. Og leikrit Millers um galdraofsókn imar er magnað leiksviðsverk sem hefur tímabæran boðskap að flytja. Ég setti það einnig á svið. — Þið hjónin vomð land- flótta á styrjaldarárunum sfð- ari? — Já, við dvöldumst i Sví- þjóð. En við lögðum ekki leik listina á hilluna — þér vitið að ég var gift Halfdan Christensen þjóðleikhússtjóra — við komum á fót norskum leikflokki, „Frá Norsk Svene“, sem ferðaðist víða um Svíþjóð og sýndi „Byg mester Solnes“, eftir Ibsen. Eins og þér kannski munið urðu átök með leikumm norska þjóðleik hússins og þýzku nazistunum svo að það voru fleiri af starfs liði þess en við hjónin, sem flúð um yfir til Svíþjóðar. Fyrir bragðið var þetta góður leik- flokkur. En það var hörð reynsla að verða að dveljast f útlegð, eins og öllu var háttað þá. Með ur hafði enga fótfestu; vissi aldrei hvað verða mundi. Hörð reynsla, en mikilvæg fyrir það, að hún glöggvar skilning manns á mörgu. Sannleikurinn um manninn. Talið berst enn að Ibsen. — Hann úreltist ekki, segir frú Gerða Ring. — Á ámnum milli styrjaldanna var fullyrt að verk hans hefðu gengið sér til húð- ar. Nei, ekki aldeilis. Nú eru verk hans þekktari úti í hinum stóra heimi og tíðar tekin til meðferðar en nokkm sinni fyrr. Af hverju haldið þér? Vegna þess að þau fjalla um það, sem mestu máli skiptir — sannleik ann um manninn. Kannski er manninum það aldrei nauðsyn legra en einmitt nú, á þessum umbrotstímum við upphaf geim ferðaaldar, að vita sannleikann um sjálfan sig. Það er að minnsta kosti staðreynd, að Ib- sen heldur velli. Auk þess sem hann er lærifaðir þeirra leik- ritahöfunda sem lengst hafa náð, t. d. Eugen O’ Neill. — Ibsen og Norðmenn mega þakka fyrir hvað það dregst að Bandarfkjamenn umbreyti „Pétri Gaut“ í söngleik af létt ara taginu, eins og þeir hafa far’ið með Shaw sáluga í ,,My Fair Lady“ verður mér að orði. Frú Gerða Ring hlær. — Guð forði okkur frá því, segir hún, — en hver veit, og hvað er við slfku að gera? — Það er kannski óviður- kvæmilegt að spyrja yður um fyrirætlanir yðar varðandi svið- setninguna á „Afturgöngun- um“? — Sfður en svo. Ég ætla að byggja sviðsetninguna fyrst og fremst á þvi, sem ég sagði áðan að væri megin takmarkið í öll um verkum Ibsen — sannleikan um um manninn. Sviðið verður eins einfalt og frekast er unnt; ekki annað inni en einfalt borð og nokkrir stólar; svo verða dymar og glugginn og útsýni til fjalla, því að þetta er fast bundið gerð og gangi leiksins. En veggimir verða þannig, að þeir myndi sem óraunhæfasta umgerð þeim raunhæfu átökum, sem gerast á sviðinu. Dragi ekki I neinu athyglina frá því, sem þar skiptir mestu máli — sann leikanum um manninn. Ég fagna þvi að hafa fengið táekifæri til að setja þetta stórbrotna leik- rit á svið hér í Þjóðléikhúsinu og vegna minna fyrri og ánægju legu kynna af íslenzkum leikur um hlakka ég til að starfa með þeim. Gerða Ring horfir fram irndan sér. Þó að hún sé farin að eld- ast, leynir sér ekki að hún hef ur verið óvenju frið og glæsi- leg kona. Og enn er yfir henni göfug reisn hins sanna lista- manns. — Kannski verður þetta svana söngur minn, segir hún, hálft f hvoru við sjálfa sig. — Ég er ekki ung lengur . . En svo hlær hún glaðlega og bætir við: — Ekki gömul held ur. Ég kenni mér ekki nokkurs meins, og held öllum starfs- kröftum óskertum: þeim and- legu líka. Hún brosir glettnis- lega. — Að minnsta kosti veit ég ekki betur! ☆ Nýr Suðurlandsvegur lagður í austur frá Ártúnsbrekku Ferðafólk sem kemur til Reykja- víkur austan fyrir Fjall hefur séð miklar byggingarfram- kvæmdir í úthverfum Reykjavik ur, þegar það nálgast borgina og er komið vestur fyrir Rauða- vatn. Þar á melunum fyrir aust- an Árbæ er nú að rísa sem.óð- ast heilt borgarhverfi, sem mun veita þúsundum manna húsnæði, þegar það er risið upp. Margir hafa haft orð á þvf, að staðsetning húsanna væri undarleg, alveg ofan í hinni rniklu umferðaræð og þjóðvegi austur fyrir fjall, Suðurlands- brautinni, beggja megin við hana eru að rlsa ótal mörg íbúð arhús, sumt af því stórar blokk ir og eiga húsin að standa nærri alveg fram við brautina sum hver. Nú hefur umferðardeild gatna málastjóra gefið skýringu á þessu. Ætlunin er sem sé, að Suðurlandsbrautin verði afmim in þarna og þessi gata gerð að íbúðarhverfisgötu. Suðurlands- vegurinn verður nú í vetur Iagð ur annars staðar talsvert miklu norðar, fyrir norðan háspennulin una í Smálöndum. Fram að þeim tíma að hægt verður að taka nýjan Suðurlands veg 1 notkun verður hámarks- hraði á núverandi Suðurlands- vegi lækkaður vegna byggingar- starfseminnar og umferðarörygg is. Verður hámarkshraði á veg- inum austur að Rauðavatni lækkaður úr 60 km. í 45 km. á klukkusfamd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.