Vísir - 11.09.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 11.09.1965, Blaðsíða 11
af • • • ungu fólki • Fjórir slösuðust á Kinks-hlj ómleikum Bítlarnir á bannsvæði Beatíes — hafa nú einnig sigrað A-Þýzkaland. Það virðast engar hömlur Iagðar á ferðalög brezku „dæg- urlagakonunganna“, og á sið ustu Þýzkalandsferð sinni, fóru þeir austur fyrir „Ulbrichts- múrinn“ til Austur-Berlinar. Austur Þýzkaland er þriðja austantjaldslandið, sem gefst upp fyrir jazz og annarri vest- rænni „nýtónlist“ og nýlega var þar gefin út lítil plata með þeim félögum. Upplagið var þó Rafmagnsvörur í blla wipac SMYRBLL Laugavegi 170 — Sími 1-22-60. Það er greinilegt að íslending ar eru ekki frábrugðnir öðrum Norðurlandaþjóðum að því leyti svo lítið, að það seldist upp fyrsta dag'inn. Hin löndin tvö eru Tékkóslóvakía og Pólland. Mynd þessi er tekin af Bítlun um, þegar þeir eru á ferð aust- ar. við múrinn og heilsa fagn- andi unglingunum að hermanna sið. Ungkommúnistahreyfingin FDJ hefur meira að segja lýst þvi yfir, að Bítlarnir séu ekki hættulegir. Kæra síða Mér datt í hug að skrifa ykk ur, ef þið hafið áhuga á að vita að The Beatles hafa heitið tveim nöfnum áður. Áður en þeir urðu frægir hétu þeir Beetl es og þar áður hétu þeir Moon- dogs. Kæra síða. Ég sá nýlega að þið skrifuðuð um að George Harrison væri sá eini af The Beatles, sem enn væri ótrúlofaður. Það er ekki alveg rétt, því hann er með stúlku, Pattie Boyd, þótt mér sé ekki kunnugt um að þau hafi enn opinberað trúlofun sína. Kæri þáttur. Viltu gera svo vel að gefa mér upplýsingar um hvenær Brian . Poole er fæddur, og hvaða hljómsveit það er, sem leikur „I want Candy“ í Keflavíkurút varpinu. Og hvað heitir trommu leikarinn hjá Brian Poole? Ég er ægilega hrifin af honum og Brian. Aðdáandi Br'ian Poole. Brian Poole er fæddur 2. nóv. 1941, og verður því 24 ára gam all eftir aðeins einn og hálfan mánuð. Trommuleikarinn heitir Dave Munden og er fæddur 2. des. 1943. Ef þú hefur áhuga á að senda þeim afmæliskveðjur, þá er adr. aftan á myndinni af þeim sem dreift var á hljóm- leikunum. Hljómsveitin sem þú spyrð um er amerísk og heit ir „Strangeloves“. að þeir halda upp á brezku hljómsveitina The KINKS. Þessa dagana eru þeir á hljómleikaför um Norðurlöndin, og móttökurnar í Svíþjóð voru með þeim ósköpum, að áður en þeir gátu hafið fyrsta lagið á fyrstu hljómleikunum, þar sem 6000 manns voru mættir, varð að aflýsa hljómleikunum. Ástæð an var sú, að þegar þeir birt- ust á sviðinu, ruddust öftustu rað'imar fram, og fjórir úr hópn um slösuðust svo alvarlega, að flytja varð þá á sjúkrahús. Og þegar hjúkrunarmenn og lög- regla ætluðu að komast að hin um slösuðu, reyndist það ó- kleyft í langan tíma, sökum ruðnings. 1 kvöld eiga þeir að leika í Kaupmannahöfn, og voru Danir orðnir uggandi um að sömu læt in kynnu að endurtaka sig þar. Síðast þegar þeir voru þar á ferð, skemmdist samkomustað- urinn fyr’ir tugi þúsunda. Það er vonandi að íslenzkir unglingar verði rólegri, þegar hljómsveitin kemur hingað, nú á þriðjudaginn, enda verða læti á hljómleikum eingöngu til Háðfuglinn i KINKS: Peter Quaife. þess, að eigendur húsanna munu ekki lána þau imdir þess ar samkomur. efstu 10 í gærkvöldi leit sölulistinn í Hljómplötudeilc Fálkans þannig út: 1. (1) Satisfaction ................. Rolling Stones 2. (2) Help ................................ Beatles 3. (3) Long Live Love .................. Sandie Shaw 4. ^ 1 Someone ......................... Brian Poole 5. (5) Youe are my girl..................Roy Orbison 6. (6) Catch Us if Yo can...............Dave Cl. Five 7. ( ) What’s New Pussycat ............... Tom Jones 8. (8) You’ve Got Your Troubles ............ Fortunes 9. (! I The Sound of The Shadows .......... Shadows 10. (10) Nothing But Heartaches ........... Supremes L Kári skrifar: Framlugtir, speglar i brezka bíla, há- spennukefli, stefnu ljósalugtir og blikk arar. WIPAC hleðslutæki, handhæg og ódýr 'É’g las þátt þinn í Vísi sl. föstu dag og fannst snéitt að Stef áni Jónssyni og viðtalsþáttum hans, sem mér finnst vera mjög góðir og fróðlegir, þótt e t. v. mætti útvarpa þeim á öðrum tíma en á sunnudags- kvöldum, þegar fólk yfirleitt væntir skemmtiefnis Stefán er mjög natinn sérstaklega við að tala Við eldra fólk, og þá sér- staklega sjómenn og sveita- menn. Eins finnst mér þættir Jónasar Jónassonar á laugar- dagseftirmiðdögum ágætir enda er Jónas mjög fær útvarps maður. TAGE AMMENDRUP Ég er þó sammála bréfritara um að þættir Tage Ammendrup séu með því bezta efni sem fram befur komið i útvarpinu, og hann sýndj með þeim að hægt er að hafa skemmtiefni með menningarbrag og óþarfi að fletta inn í gamanið klám eða persónulegum svívirðingum svo að fólk þurfj að hlæja að. Leikþættirnir um fjölskyld- una voru afar skemmtilegir og hefði mátt halda þeim áfram og er mér sérstaklega eft’irminni- Tegt að heyra Bessa, Emilíu og Val i hlutverkum þeirra þessi framhaldsleikrit mættu halda á- fram, því að þau eru svo mann eksjuleg að flestir þekkja sjálf- an sig þar í. Eins fannst mér mjög gaman að Sigfúsi Halldórs syni og lögum hans, mér fannst bókstaflega eins og ég væri kominn heim til hans Fúsa. Svona á að kynna tónskáldin okkar, í léttum tón, svo að hlustandinn geti notið tónhst- arinnar bókstaflega 1 félags- skap tónskgldsins. Eins sakna ég í sfðustu þáttunum og það er frá fyrri árum, eða lýsing á fyrri árum sem mér fannst með því betra er fram kom, það mætti gjarnan koma aftur. EKKIBARA NÍÐA Mér finnst ekki rétt að níða útvarpið niður endalaust, við hlustendur þurfum einnig að benda á það sem vel er gert, ekki síður en að gagnrýna það sem illa er gert, þannig fáym við útvarpið betra og áheyri- legra. Það er útvarpsins að fara eftir óskum hlustenda, og ég er trúaður á að útvarpið sé allt að v’ilja gert, ef komið er með ábendingar, ekki illkvitnislega og oft ómaklega gagnrýni. Einn sanngjam.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.