Vísir - 15.11.1965, Side 8
8
VÍSIR . Mánudagur 15. nóvember 1965.
VISIR
Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR
Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson \
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson
Þorsteinn Ó. Thorarensen
Auglýsingastj.: Halldór Jónsson
Sölustjóri: Herbert Guðmundsson
Ritstjóm: Laugavegi 17S. Simi i 1660 (5 línur)
Auglýsingar og afgreiðsla lngóifsstræti 3
Áskriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands
í lausasölu kr. 7,00 eintakið
Prentsmiðja Visis — Edda h.f.
Innflutningur húsa
]7ramkvæmdanefnd byggingaráætlunar ríkisins til-
kynnti í síðustu viku, að hún hafi hug á því að flytja
inn lítil einbýlishús eða kaupa sh'k hús framleidd hér
á landi. Þessari ákvörðun framkvæmdancfndarinnar
ber að fagna og hún er mjög skynsamleg. Hvað eftir
annað hefur verið á það drepið hér í blaðinu, að sjálf-
sagt væri að reyna það ráð til þess að bæta úr hús-
næðisskortinum að flytja inn hús, og gæti það jafn-
framt reynzt líklegt til þess að hafa áhríf til lækk-
unar byggingarkostnaði, þegar erlend samkeppni
kæmi í spilið. Nú hafa merk tíðindi gerzt í þessu efni,
er framkvæmdanefndin hefur tilkynnt þessa ákvörð-
un sína, en hún á að gangast fyrir byggingu 1250
íbúða á næstu 5 árunum. Enn er of snemmt að spá
um það hvernig hér tekst til í öllum. atriðum. En
sjálfsagt er að reyna leið hinna tilbúnu innfiuttu húsa,
— eða,slíkra húsa framleiddrac hér, inrjapj^ands paeð
nýjum aðferðum — og sjá hvað setur
Minni verðbólga
Jóhann Hafstein dómsmálaráðherra benti réttilega
á það í þingræðu að vöxtur verðbólgunnar hefur verið
minni síðustu árin en áður var. Á tímabilinu 1949—
1958 hækkaði vísitala byggingarkostnaðar að meðal-
tali um 16.2% á ári. Á tímabilinu 1958-—1965, eftir
að núverandi ríkisstjórn hóf störf, hefur hækkun vísi-
tölunnar aðeins reynzt 12.8% á ári. Þetta sýnir hve
fráleitar fullyrðingarnar eru um það að núverandi
stjórn sé verðbólgustjórn. Hitt er svo annað mál
að enn er helzta verkefni ríkisstjórnarinnar að draga
úr dýrtíðinni og setja niður verðbólguna.
Ferðamannastráumur hefur
tvöfaldazt á tíu árum
Einn af framkvæmdastjórum Intourist staddur hér á landi
Þróun símans
Fyrir fáeinum dogum var opnuð sjálfvirk símstöð í j
Borgarnesi. Og undanfarna mánuði hefur hver stað-
urinn á fætur öðrum norðanlands fengið sjálfvirkt
símasamband. Hraðar eru því framfarirnar þessi miss-
erin á sviði símamálanna, enda mun ísland meðal
þeirra þjóða, sem mestar eru símanotendur í veröld-
inni. Má það reyndar undrum sæta, hve hér hefur
verið vel unnrð að verki, svo strjálbýlt sem landið er.
En í þessari hröðu framþróun þarf einnig að hugsa
um þarfir höfuðborgarinnar. Til þess má ekki koma
að hér verði erfitt eða ókleift að fá nýja síma, nema
eftir langan biðtíma. Síminn er orðinn svo mikil-
vægt þjónustutæki, að hann ættu allir að geta feng-
ið sem vilja, án tafar.
I jað eru eícki nema 11 ár síðan
farið var að sinna ferðamál-
um í Sovétrikjunum og segja má
að ferðamamiastraumur j.angað
haíl byrjað árið 1956. Hefur
hann farið vaxandi síðan og á
s.l. ári komu helmingi fleiri er-
lendir ferðamenn til Sovétrikj-
anna en árið 1956, eða um ein
milljón og komu þeir frá 130
löndum. Lfkur fjöidi ibúa Sov-
étríkjanna ferðaðist til annarra
landa á því ári.
Þessar upplýsingar komu frá
Sjibaéf, framkvæmdastjóra
Norðurlandadeildar Intourist,
ferðaskrifstofu Sovétríkjannr,,
en hann er nú staddur hér ú
landi ásamt fulltrúa sínum Kiri-
enkov. Eru þeír hér til að kynna
ferðamálastarfsemi í Sovét os
ræddu þeir þá við ísienzka
hlaðamenn.
Sagðist Sjibaéf vonast til að
tala erlendra ferðamanna til
Sovétrikjanna yrði mun hærri
fyrir árið 1965 en hún var fyrir
árið 1964. Sagði hann að þótt
rnikið hefði þegar verið gert í
ferðamálum þá væri mörgu á-
bótavant, einkum því sem ■/arð-
aði fyrirgreiSslu. Væri hún eng
an veginn sem skyldi. Ekld væri
nög af hótelum eða tjaldstæðum,
en alU myndi þar verða gert til
úrbóía. Hefur nýlega verið veitt
fjárveiting sem samsvarar 300
milljón d.ollurum til fram-
kvæmda i ferðamálum og er á-
ætlunin að fvr'r árið 1968 verði
byggð ýfir 70 hctel með 36 þús.
rúmurr? ’æitingahús með 50—55
þúsund sætum, hótel fyrir 8
þúsund gesti og tjaldstæði með
4000 stæðum.
Intourist hefur auglýsinga- og
upplýsingaskrifstofur viða um
heim, en ferðaskrifstofur í
hverju landi annast farmiðasölu
í ferðalög sem Intourist skipu-
leggur innan Sovétrikjanna.
Sagði Sjibaéf að nú væru skipu-
lagðar ferðir um flesta hluta
Sovétríkjanna en íbúar norð-
lægra Ianda hefðu mestan áhuga
á dvöl við Svartahafið ýmist
á hótelum eða heilsuhælum.
Byðu ferðaskrifstofur á Norður-
löndum því ferðir þangað með
kostakjörum.
Kvað Sjibaéf það von sína að
fleiri Islendingar leggðu nú leið
sína til Sovétríkjaijna en gert
hafa á undanfömum árum, og
færu þaðan ekki síður ánægðir
en rússneski ferðahópurinn, sem
hér var. í sumar, fór frá íslandi.
j Sölufélag garðyrkjumanna
25 ára
Cölufélag garðyrkjumanna held
ur nú upp á 25 ára af-
mæli sitt og sátu fréttamenn
fund í gær i því tilefnl með
stjórn féiagsins og fram-
kvæmdastjóra.
Að sölufélaginu standa nú um
120 garðyrkjubændur en stofn
endur þess voru 14 talsins.
Fyrsta árið, sem félagið starf-
aði nam sala þess á grænmeti
165 þús. kr. en síðasta ár 16-17
millj kr.
Aðalsöluafurðir, hafa verið
frá upphafi tómatar og gúrkur.
Einnig talsvert magn af gul-
rófum, gulrótum, hvítkáli og
blómkáli, auk minna magns af
rauðkáli, grænkáli, salati, stein
selju, rabbabara, blaðlauk, gras
lauk, melónum o.fl.
Frá upphafi hefur sölusvæði
félagsins verið um allt landið
og skipta viðskiptavinir þess
hundruðum í öllum landshlut-
Flatarmál gróðurhúsa hér á
landi var árið 1964 100 þúsund
fermetrar en fyrsta gróðurhús-
ið hitað við jarðhita, var reist
árið 1924 í Mosfellssveit, af
þeim Bjama Ásgeirssyni og
Guðmundi Jónssyni á Reykjum.
Var stærð þess 120 fermetrar.
/
Rakti framkvæmdastjóri fél-
agsins Þorvaldur Þorsteinsson
hvemig garðyrkjan hefði eflzt
á þeim tæpum þrem áratugum,
sem hún hefur verið til sem
sjálfstæð atvinnugrein og minnt
ist m. a. á framleiðslu gróður-
húsaafurða til útflutnings. Taldi
hann æskilegt að rannsókn færi
fram á því hvemig jarðhiti yrði
sem bezt nýttur og einnig að
garðyrkjunni yrðu búin betri
skilyrði t. d. með því að hún
njóti jafnræðis við hliðstæðar
atvinnugreinar í tollamálum.
Kvað Þorvaldur ekki verið að
mælast til uppbóta eða styrkja
til handa garðyrkjunni hún
hefði ekki notið niðurgreiðslna
og kærðu garðvrkjubændur sig
ekki um að fara fram á það.
Fréttamönnum gafst því næst
kostur á að skoða húsnæði Sölu
félags garðyrkjumanna en fél-
agið byggði hús sitt við Reykja
nesbraut á árunum 1954-1956,
og viðbótarbygginu árið 1959.
Em á neðstu hæð kæligeymsl-
ur, flokkunarsalur, afgreiðslu-
salur og aðstaða fyrir starfsfólk.
Á efri hæð eru skrifstofur fél-
agsins og verzlun með allt, sem
ð garðyrkju lýtur auk húsnæð
is, sem félagið selur á leigu.
5
Stjóm félagsins skipa nú
þeir: Stefán Ámason, Syðri-
Reykjum, Biskupstungum, for-
maður, Snorri Tryggvason Akri,
Hveragerði, varaformaður, en
meðstjórnendur eru Sveinn Guð
mundsson, Bjargi, Mosfells-
sveit, Emil Ásgeirsson. Gröf,
Hrunamannahreppi og Magnús
Jóhannesson, Björk, Reykholts
dal.
Námskeið fyrir meiraprófs
bílstjóra á Siglufirði
Námskeið fyrir meiraprófs
bifreiðastjóra stendur yfir á
Siglufirði um þessar mimdir.
Það hófst 19. okt. s. 1. og
stendur yfir til nóvemberloka.
Þátttakendur eru 22 ungir bif-
reiðastjórar frá Siglufirði og
annars staðar af Norðurlandi.
Kennarar eru þeir Svavar Jó-
hannsson bifreiðaeftirlitsmaður
á Akureyri, en hann er jafn-
framt stjómandi námskeiðsins,
Vilhjálmur Jónsson frá Yztabæ
vélaeftirlitsmaður á Akureyri,
Sigurður Sigurðsson héraðs-
læknir á Siglufirði og Pétur
Gautur Kristjánsson settur bæj-
arfógeti á Siglufirði.
Námskeiðið er haldið á veg
um Bifreiðaeftirlits ríkins, en
að tilstuðlan Bindindisfélags
ökumanna á Siglufirði.
Umboðsmaður Bindindisfél-
ags ökumanna, Guðmundur
Kristjánsson boðaði fréttamenn
blaða á sinn fund s. 1. sunríudag
og bauð þeim jafnframt að vera
viðstaddir í kennslustund á nám
skeiðinu. Sjálfur tók Guðmund
ur á móti gestum, bauð þá vel
komna og lýsti tilgangi og
starfsemi Bindindisfélags öku-
manna. Ragnar Fjalar Lárusson
sóknarprestur flutti erindi um á
fengishættuna við akstur og hví
líka nauðsyn bæri til að öku-
menn héldu sig frá áfengi. Jó-
hannes Þórðarson sýndi tvær
fræðslukvikmyndir, aðra um
bilvélina, hina um hjálp í við
viðlögum.