Vísir - 22.11.1965, Blaðsíða 11
:.ít* .
é -1 y ';'|j á \ 1 • |j§j i m
k :
FRAM “ - blað fyrir ungt fólk
jVytt blað er að fæðast og
verða til niðri i Steindórs-
prenti. Þetta var engin flugu-
frétt, því að í gærdag, þegar
blaðamaður Vísis átti leið þar
fram hjá, var ritstjóri nýja blaðs
ins að koma út úr prentsmiðj-
unni með fyrsta eintakið, hrá-
blautt beint úr pressunni. Hann
j var að flýta sér eins og allir
blaðamenn.
Tjörnin var ísilögð og svellið
glitrandi, og börnin léku sér á
skautum.
„Af hverju ertu að gefa út
blað, Bjarni?“
„Mér finnst svo fallegt að sjá
litlu börnin niðri við Tjöm.“
„Ertu þá svona barngóður?"
„Nei annars — þetta er göm-
ul hugmynd".
’ „Varð hún kannski til, áður
en þú fæddist — þ. e. a. s. í jóð-
lífinu.“
„Það getur verið, að hún hafi
fæðzt, áður en ég varð til, en
hún varð til í sumar og sprottin
af þörf“.
„Hvernig fannstu til þessarar
þarfar?“
„Ég'kynntist ýmsu [ gegnum
blaðamannsstarfið í sumar.“
„Af hverju miðarðu efnisval
ið við unga fólkið?"
„Vegna þess að unga fólkið
— 12 — 20 ára — er sá aldurs-
flokkur, sem ekkert hefur verið
gert fyrir í blaðamennsku. Þeg-
ar Æskunni og Ljósberanum
sleppir, er ekkert blað sem tek
ur við fyrr en pólitísku blöðin"
„Á hvað leggurðu áherzlu í
„Fram“?“
„Aðallega að fylgjast með þvl,
hver eru áhugamál unga fólks-
ins og að-vissu leyti að venja
það á lestur dagblaða með því
að hafa „Frarn" i dagblaðs-
formi“.
Á baksíðu „Fram“ skein í fyr-
irsögn: „Bítlahátíð í Háskóla-
bíó“ ...
„Hvað merkir bítlahátíð?"
OPEL
KADETT
Tveir nýir stationbííar
KADETT CARAVAN eöa KADETT CARAVAN ”LM
Rúma 5 farþega í sæti (auöveldlega)
eða 1,6 m3 af vörum
CARAVAN ”L” með 30 aukahlutum
Fyrirtak fyrir fjölskylduna, fyrirtækiö,
feröalagiö
.. .og reyndar hvaö-sem er
Ármúla 3 Sími 38900
Mercedes Benz
sendibifreið, diesel, til sölu. Bifreiðin er í góðu
lagi. Burðarmagn 1800 kg.
„Það er í þessu tilfelli sam-
koma bítla og bítlaaðdáenda“.
„Hvers vegna dáir þú bítil-
tónlist?“
Bjarni ritstjóri horfir til him-
ins, og brosið breikkar:
„Ég segi ekki, að ég dái hana.
Hins vegar... er hún í fyrsta
lagi frumleg, og í öðru lagi eru
mörg verk bítiltónlistar ekki
síðri en verk klassísku meist-
aranna“.
„Er þessi tónlist þá listræn
tjáning?"
„Þetta er expressjón, maður
góður. Það er engin tilviljun, að
hún nær til æskufólks .beggja
vegna járntjaldsins. Það er allt
í henni: kímni — sorg — gleði“.
„Fjallar blaðið aðeins um bít-
iltízkuna?"
„ „Fram“ snýst ekki eingöngu
um slíkt — o, nei — Aðalatriðið
er að fylgjast með áhugamálum
unga fólksins, sem kunna að
breytast með árunum. Fyrir 11
árum var það Rock, ekk: satt
— fyrir hálfri öld var það ræl
og skottis — íyrir — 50 árum
var það Charleston".
Þetta sagði Bjami Sigtryggs-
son, útgefandi og ritstjóri blaðs
Bjami Sigtryggsson ritstjóri Fram, blaðs unga fólksins
fyrir framan prentverkið.
unga fóiksins, sem
kemur 5 fyrsia sldptf út í dag,
springur út e!;<- og nýít blóm
á unga fslonzka þiéðarmeiðin-
um svo að biöðin á blómir.u
flennast út. Um heigina verður
ungt fólk alit frá Vik í Mýrdai
til Reykjavíkur — f danshúsum
um allt Suðurlandsundirlendið,
Hvoli, Hellu, Aratungu, Fiúðum,
Hlégarði, svo að nokkur séu
nefnd — að lesa „Fram“, og f
sjálfri Reykjavík verður Fram
komið f hringrás með hraða bft-
ilæskunnar — je, je. — stgr.
Kári skrifar:
Áfengur bjór
Tl/fér þykir góður bjór, en ekki
svo góður að ég mundi
drekka hann til þess að svala
þorsta, né heldur til þess að
drekka mig fullan, því áð .ég er
— þött ég segi sjálfur frá, —*■
hófsemdarmaður mesti, en ég
hefi eft hugleitt hve notalegt
það væri, að geta skroppið í
næstu búð og keypt nokkra
* bjóra til þess að hafa f kæli-
% skáp, til þess að grípa til, —*
• og ég á hér þá auðvitað við á-
fengan björ, léttan bjór, sterk-
O
c ari bjór en 7% kæri ég mig ekki
• um.
Deilur
Og nú — eftir að um það
hefir verið deilt árum ef ekki
áratugum saman hvort leyfa
eiei framleiðslu og sölu á á-
fengum bjór, birtist allt í einu
lítill leiðfuli Mprgunblaðinu,
þar sem rætt er um slika fram-
leiðslu á þann veg. að mönnum
skilst, að verið sé að mæla með
að horfið, verði á braut þessar-
ar framleiðslu, jafnvel að verið
sé oð boða hana. Snyr því
‘margur hvort eitthvað muni
heyrast um þetta frá æðri stöð-
um, innan tíðar.
Viðhorf
einstaklingsins
Mér varð þetta umhugsunar-
efni — mínar eigin persónulegu
óskir — velferð fjöldans,. ef til
slíkrar framleiðslu og sölu
kæmi o.fl.? Mundi það verða
til bóta,— verða til þess að
draga úr ofdrykkjunni ,svall-
inu“ og menningarleysinu? Eða
mundi þa.ð ieiða til aukinnar
drykkju ungíinga og hjá þeim
yrði þetta hopp yfir bjórlækinn
að stórfljóti sterku drykkj-
anna? Ég er í vafa. Spyr sá,
sem ekki veit. En eitt veit ég,
og það er, að ef hægt er að
færa sönnur á, að sterkar lfkur
séu fyrir versnandi ástandi
vegna bjórframleiðslu og sölu,
þá vil ég heldur sætta mig við
ástandið eins og það er í þess-
um efnum, þótt því sé ekki bót
mælandi.
Sjálfstaeðiskvenna-
félagið HVÖT
Sjálfstæðiskvennafélagið HVÖT heldur fund á mánudagskvöld, 22. nóv.
nJc. í Sjálfstæðishúsinu kl. 8.30.
Fundarefni:
1. ( Félagsmál.
2. Frú Ragnhildur Helgadóttir, fyrrv. alþm. segir frá
þingi Bandal. Evrópukvenna í Vínarborg, er hún
var þar fyrir nokkru.
3. Sýnd verður kvikmynd af frystum matvælum. Frú
Sigríður Haralz húsmæðrakennari sýnir og skýrir
myndina.
Frjálsar umræður á eftir. — Kaffidrykkja.
Allar sjálfstæðiskonur velkomnar meðan húsrúm leyfir.
STJÓRNIN