Vísir - 01.12.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 01.12.1965, Blaðsíða 6
6 V í S IR . Miðvikudagur 1. desember 1965. Kjaradómur — Framhald af bls 5 in þó nokkuð verið hækkuð frá þvf, og er þá tillit tekið til hefur verið um síðan. Hafa laun þeirra breytinga, sem orðið hafa á gildandi kjarasamningum launþega á hinum almenna vinnumarkaði að svo miklu leyti sem unnt er. Á hinn bóg inn er nokkurt tillit til þess tek ið, að atvinnuöryggi ríkisstarfs manna er meira en launþega í einkarekstri og þeir njóta ým issa fríðinda umfram aðra laun þega. Þá hefur dómurinn eftir því sem unnt er reynt að meta á- hrif launabreytinganna á af komu þjóðarbúsins þar á meðal á fjárhag rfkissjóðs. Að því er varðar hið þriðja viðfangsefni dómsins, reglur um vinnutíma, laun fvrir yfirvinnu og önnur starfskjör, þá hefur hann í meginatriðum lagt til grundvallar þær reglur, sem á kveðnar voru með dómi Kjara dóms 3. júlí Í963, en gert nokkrar breytingar á með hlið sjón af þeim breytingum, sem orðið hafa á hinum almenna launamarkaði svo og þeim göll um, er virðast hafa komið fram á hinu fyrra kerfi.“ Sérálitin. Sérálit Jóhannesar Nordal var á þessa leið: „Ég er sammála forsendum og niðurstöðum dómsins að öllu öðru leyti en því, að ég tel að rétt hefði verið að ákveða úSSmSÍG Gjörið svo vel og athugið gæðin FANNY BENÓNÝS SKIPAFRÉTTIR SKIPAUTGCRB KlhlSINS almenna launahækkun starfs- manna rfkisins 5%, þegar tillit hefur verið tekið til samanburð ar við kjör og launahækkanir annarra stétta þjóðfélagsins, svo og annarra þeirra atriða, sem dóminum ber að hafa hlið- sjón af í ákvörðunum sínum“. Sérálit Eyjólfs Jónssonar var þannig: „Ég geri ekki ágreining um niðurstöðu meirihluta dómsins, að öðru en því, er varðar á- kvörðun launa. Þegar virt eru þau gögn, sem dómurinn hefur haft til leiðbeiningar um mis- mun á launum starfsmanna rík isins og starfsmanna hjá öðrum en ríkinu, sem samið hafa frjálsum samningum um lág- markskauptaxta, tel ég, að sá samanburður sýni að hækka beri laun starfsmanna rikisins meira en gert er með meirihluta atkvæði dómsins. Þegar litið er til ákvæða 20. gr. laga nr. 55/1962 um kjarasamninga op- inberra starfsmanna svo og þeirrar skipunar um hlutfall milli Iauna í hinum einstöku launaflokkum, sem fram hefur komið fyrir dóminum af hálfu aðila málsins, ber að greiða starfsmönnum ríkisins laun sam kvæmt þeim reglum, sem hér getur í dómsorði." (Álitinu fylgir tafla yfir launaflokka, þar sem gert er ráð fyrir 12% launahækkun). Pósfur — Framh. af bls. 16 staða á landinu sem flogið er til. Síðustu skipaferðir innan lands eru: 9. desember fer Herðubreið austur um land í hringferð, 14. fer Hekla austur um land í hringferð, 16. fer Esja vestur um land í hring ferð, 17 fer Herðubreið austur um land til Fáskrúðsfjarðar og sama dag fer Skjaldbreið til Húnaflóahafna, Skagafjarðar hafna og Eyjafjarðarhafna. Skipaferðir til útlanda fyrir jól: Gullfoss fer til Kaupmanna hafnar og Leith 4. desember og sama dag fer Reykjafoss til Rotterdam og Hamborgar og 14. desember fer Stavos til Þórshafnar og Kaupmannahafn ar. Skilafrestur á flugpósti til Norðurlanda er 17. desember, en 16. desember til annarra landa. Ölhús — Ms. Þróttur fer frá Reykjavík á fimmtudaginn. Vörumóttaka á miðvikudag til Flat! eyrar, Gilsfjarðar, Hvammsfjarðar ; og Snæfellsnesshafna. ils. Skjaldbrei^ * fer til Vestmannaeyja og Horna fjarðar, fimmtudaginn 2. des. Vöru móttaka í dag til Hornafjarðar. Framh. af bls. 16 M. Jónsson og Valdimar Bald vinsson sem er framkvæmda stjóri fyrirtækisins. Þess má að ’lokum geta að einungis verður bruggað malt öl í ölgerð þessari. Hugmyndin að bruggun óáfengs og áfengs öls á Akureyri er nokkurra ára gömul en undirbúningur hófst fyrr á þessu ári. Fóninn — Framh. á bls. 6 inn langi. 4. Páskadagur. 5. Sum ardagurinn fyrsti. 6. 1. maí. 7. Hvítasunnudagur. 8. 17' júní. 9. 1 desember. 10 jóladagur. Fánann skal draga að hún þessa daga nema á föstudaginn langa þá I hálfa stöng. Mælzt er til þess að fólk dragi fána á stöng þessa daga. Flaggtíminn er gefinn upp í leiðbeiningu nr. 2. Samkvæmt henni má ekki draga fána að hún fyrr en kl. átta árdegis á tímabilinu 1. marz til 31. okt. og frá 1. nóv. til febrúarloka ekki fyrr en kl. 9 árd. Fáninn má ekki vera lengur uppi en til sólarlags og aldrei lengur en til 8 síðd nema flaggað sé við útisamkomur þá lengur en ekki nema til miðnættis. Vinnuslys — Framh. af bls. H slysinu, en annar piltur var að vinna með Pétri I húsinu, og þegar honum varð litið við sá hann fé- laga sinn liggjandi og slasaðan á gólfinu. Tvö önnur slys urðu í Reykja vík í gær og nótt. 1 öðru tilfellinu datt kona í stiga á Hótel Sögu og í hinu tilfellinum hrasaði maður á þilfari báts í Reykjavíkurhöfn. Þau voru bæði flutt í slysavarð- stofuna. Konan heitir Guðrún Ámundadóttir en maðurinn ívar Nikulásson. Hitaveiton — Framh. af bls. 1 verst og hefur það m. a. komið í ljós að undanfömu, þar sem vatnsmagnið úr gömlu geymun- um hefur verið uppeytt nokkru eftir hádegi og það valdið erfið leikum vfða hjá fólki. Með hin um nýju geymum sem munu þrefalda vatnsmagnið sem til ráðstöfunar er, mun verða úr því bætt. Nokkuð hefur verið rætt um staðsetningu þessara nýju geyma og kom m. a. til greina að reisa þá á golfskálahæðinni en frá því var horfið þar sem kostnaður við það hefði orðið miklu meiri. Nú verða þeir stað settir milli gömlu geymanna og Hafnarfjarðarvegar og munu þeir standa þar sér. Það verður fegrað í kringum þá og útsýnis- svæði sett þar. Nýju geymamir eiga að standa nokkra neðar en gömlu geymamir en þar sem þeir verða 4—5 metrum hærri, þá verður yfirborð vatnsins í þeim í sömu hæð og i gömlu geymunum þeg ar þeir eru fullir. Til dæmis um stærð peirra má nefna að þver- mál þeirra hvors um sig verður um 30 metrar. Launþegaklúbbur ungra Sjúlfstæðismanna 1. FUNDUR STARFSÁRSINS í VALHÖLL KL. 8,30 Á MORGUN. Tilhögun fundarins verður sú að í upphafi hans mun form. Launþeganefndarinnar, Haraldur Sumarliðason skýra fyrirhugað starf á vegum klúbbsins. Þá verður mál- fundur um efnið: „VÍNBANN — VÍN- MENNING“. Frummælendur: Gunnar Þor- láksson og Sigurður Jensson. Að loknum málfundi mun Pétur Sigurðsson, alþm. rabba við þátttakendur um erlenda og innlenda verklýðshreyfingu. Ungir launþegar! Sækið fundi klúbbsins. Upplýsingar í síma 17102. Launþeganefnd ungra Sjálfstæðismanna. Bók um frægasta Skálholtsbiskupinn Björn Þorsteinsson sagnfræð ingur hefur dregið fram í dags ljósið sérstæðan þátt f íslands sögu, sem að nokkru er jafn framt pólitísk saga Vesturlanda á miðrj 15. öld, og gefið út í bók sem heitir „Ævintýri Marcellusar SkáIholtsbiskups“. Marcellus de Nieveriis, en svo hét þessi ágæti biskup fullu nafni, var um margt merkismað ur, ævintýramaður og bam sinn ar tíðar. Hann er meðal út- lendra lang frægastur allra þeirra, sem borið hafa biskups nafn í Skálholti. Hann var sam tímamaður Kristjáns I. Dana- konungs og dró hann út í mikl ar deilur við dáfadóminn Sjálf ur lenti hann í kasti við háyfir völd kaþólskrar kirkju og páf inn neitaði honum um vígslu sökum margskonar afbrota. Kirkjan sóttist eftir lífi hans og hugðist draga fyrir lög og dóm. Hann lenti finmm sinnum í fangelsi, meira að segja dæmd ur í lífstíðardyflissu, en engin fangelsi gátu hamið þennan af- brotamann. Og þótt hann væri hengdur dugði það honum ekki til Iffláts. Marcellus Skálholtsbiskup kom aldrei til Skálholts og aldrei til Islands svo vitað sé. Þrátt . fyrií það hafði hann manna mest áhrif á íslenzka kirkjusögu á 15. öld Hann var og herra af Vestmannaeyjum og hirðstjóri yfir öllu íslandi. Frá öllu þessu segir Bjöm Þorsteinsson skilmerkilega og skemmtilega í bók sinni um Mar cellus. Bókin er sem næst með al bók að stærð, röskar 10 ark ir, en frámunavel til hennar nokkrum myndum. Heims- nokkrum mynum. Heims- kringla er útgefandinn. Sæmdur Dannebrogs- orðunni Frederik IX Danakonungur hef- ur sæmt Kjartan Thors, fram- kvæmdastjóra, kommandorkrossi Dannebrogorðunnar. Sendiherra Dana afhenti honum heiðursmerk- ið. Vélritunarstúlka óskast ÁSBJÖRN ÖLAFSSON H.F. Grettisgötu 2 — Sími 24440 Húseigendur athugið Annast mosaik og flísalagnir. Get enn bætt við nokkrum verkum fyrir jól. Sími 15354. Til sölu Ford vörubfll ”47 árg. í góðu lagi. Ýmis skipti. Uppl. í síma 19418. Glæsilegt einbýlishús Til sölu er sérstaklega fallegt stórt fokhelt einbýlishús í Kópavogi. Helmingur söluverðs ins er lánaSur aS mestu leyti til langs tíma. FASTEIGNASALA Sigurðar Pálssonar byggingameistara og Gunnars Jónssonar lögmanns Kambsvegi 32. Sími 34472 og 38414. --------------------------í------------------------------ Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar og tengdaföður. ÓLAFS KVARAN ritsímastjóra Þorbjörg og Jón Kvaran Elísabet Kvaran og Sigrún og Karl Kvaran Þorvaidur Garðar Kristjánsson. Útför ÁSDÍSAR HALLVARÐSDÓTTUR er lézt 29. nóvember s.l. verður gerð frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 2. desember og hefst kl. 1,30 e. h. Fyrir hönd systkinanna, j Guðbjörg Hallvarðsdóttir. h

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.