Vísir - 04.12.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 04.12.1965, Blaðsíða 8
8 VÍSIR . Laugardagur 4. desember 1965. VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóran Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Sölustjóri: Herbert Guðmundsson Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur) Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Askriftargjald: kr. 90,00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Glórulaust ofstæki Ritstjóri Tímans tók upp í forustugrein blaðs síns s. 1. fimmtudag tilvitnanir úr skrifum Árna Gunn- laugssonar lögfræðings, m. a. þetta: „Er ekki svo, að mönnum, sem ánetjast (sic) spennitreyju ákvéðins flokks, sé hætt við að missa hluta af sjálfum sér, sína eigin samvizku og innstu sannfæringu? Segir ekki forsjá foringjanna og flokks- aginn oftast fyrir verkum? Vill ekki hugsjónin oft hverfa í villtum valdhafadansi? Glepur ekki fórnin fyrir bitlinga og stjórnarstóla mönnum sýn?“ Þetta gæti verið mjög þarfur texti fyrir ritstjóra Tímans og ýmsa aðra forustumenn Framsóknar- flokksins til þess að hugleiða og leggja út af, ef þeir skildu, hve vel hann á við allt framferði þeirra sjálfra. Hvar hefur hin pólitíska „spennitreyja“ verið notuð meira á íslandi en einmitt í Framsókn, að kommún- istum ekki undanskildum? Væri vandalaust að nefna ýmis dæmi þess, að menn hafa verið settir í þá treyju nauðugir og enginn um hitt, að sumir höfðu þann manndóm að ganga úr flokknum þegar reynt var að leggja þá í þann læðing. Það er því harla ó- heppilegt hjá Framsókn að reyna að nota þessi orð lögfræðingsins til árása á aðra, þótt þau væru til þess rituð í hita þess deilumáls, sem Árni hefur látið svo mjög til sín taka. Slíkt er kallað að löðrunga sjálfan sig. En ritstjóri Tímans lét ekki hér við sitja. Hann hélt áfram tilvitnunum í sömu grein, og nú voru það orð Símons Jóh. Ágústssonar prófessors, sem þar höfðu verið tilfærð, um samvizku ofstækismanna: „Samvizka ofstækismanna er afmynduð eða brengluð ef svo má segja, hún er enginn ör- uggur mælikvarði á rétt eða rangt og skortir al- geran myndugleik. Kröfu um algeran myndugleik og óskeikulleik samvizkunnar gera einkum þeir, sem hafa sjálfir brenglaða samvizku. Slíkir menn eru ger- sneyddir öllu umburðarlyndi við andstæðinga sína. Af þessu sést að hugarfari ofstækismanns og afstöðu hans til siðferðilegra mála er mjög ábótavant. Hann hefur misst sjónar á heildinni, einblínir á einhvem hluta hennar, en gerir ekkert til að víkka andlegan sjóndeildarhring sinn, setja sig í annarra spor — og temja sér umburðarlyndi“. Er hægt að fá öllu gleggri lýsingu en þetta á hug- arástandi þeirra manna, sem skrifa ofstækisgreinam- ar í Tímann? Öll stjórnmálaskrif blaðsins bera vott um svo glórulaust ofstæki og „brenglaða samvizku“, að hvert orð í framanritaðri skilgreiningu prófessors- ins gæti sem bezt átt við þá menn, sem Tímanum stjórna. Það má nú fyrr vera, að flokkar lendi lengi í stjórnarandstöðu og uni því illa, þótt forustumenn þeirra missi ekki svona gersamlega vald á geði sínu og siðferðilegri afstöðu. I Hin jákvæða hugsun og lífsviðhorf mikilvægast \ kvöldvöku Stúdentafélags Reykjavíkur, sgm útvarpað var hinn 1. desember, flutti Sig urður Bjamason alþingismaður, forseti Neðri deildar, ræðu sem fjallaði um utanríkismál og hin ýmsu viðhorf sem þar snúa að hinni íslenzku þjóð i dag. Ræða Sigurðar var hin merkilegasta og gat hann í glöggu máli um þróunina í þessum efnum allt frá styrjaldarlokum og rakti helztu leiðarmörk síðustu tveggja áratuga. Ræddi hann um hvarf íslands frá hlutleysi fyrri ára og þátt- töku okkar í Nato. Þá ræddi hann um homsteina íslenzkrar utanríkisstefnu, sem hann kvað vera aðild okkar að Nato og hina merku norrænu samvinnu og starf Norðurlandaráðs. Síð ari hluti ræðu Sigurðar birtist hér í heild, en þar fjallar hann um stöðu þjóðarinnar í alþjóða málum í dag. Sjálfstæður aðili á alþjóða vettvangi. Á grundvelli hinnar íslenzku utanríkisstefnu, sem í stórum dráttum hefur verið mótuð af hinum þremur lýðræðisflokkum, hefur ísland tekið þátt í fjöl- mörgum alþjóðlegum fundum og ráðstefnum, þar sem fjallað hefur verið um mál, ér varða íslenzku þjóðina. Þar hefur ver ið lagt höfuðkapp á að kynna aðstöðu íslands og þjóðar þess, hvarvetna þar, sem því hefur orðið við komið, og líkur vom til taldar að gagn væri að. Jafn framt hafa sendiráð íslands og utanríkisþjónusta verið notuð til þess að afla markaða fyrir íslenzkar framleiðsluvörur og efla menningarsambönd, ekki sízt við þær þjóðir sem okkur eru skyldastar. Æskilegt væri að sérstakir viðskiptafulltrúar störfuðu við sendiráð okkar, þannig að hægt væri að leggja aukna áherzlu á markaðsöflun og kynningu á íslenzkum út- flutningsvömm. ísland hefur þannig komið fram sem sjálfstæður aðili á al- þjóðavettvangi og þjóð þess hef ur öðlazt þar traust og virðingu sem atorkusöm og dugandi menningarþjóð. í skjóli alþjóð- legrar samvinnu hefur Islandi einnig verið veittur stórfelldur efnahagslegur stuðningur til upp byggingar þjóðnytjafyrirtækja og margvíslegra nauðsynlegra framkvæmda í landinu. Ég hika heldur ekki við að fullyrða að í baráttimni fyrir vemd fiskimiðanna hefur þátt- taka okkar í Sameinuðu þjóð unum, Atlantshafsbandalaginu, Efnahagssamvinnustofnun Ev- rópu og fleiri alþjóðlegum sam tökum orðið okkur að miklu gagni. Samþykkt frumvarpsins um heimflutning fslenzku hand ritanna f Danmörku er einnig ávöxtur af víðtæku samstarfi á vettvangi Norðurlandaráðs, nor- ræna þingmannasambandsins, norrænu félaganna og fleiri nor rænna stofnana. Mjög aukin og margvísleg menningarviðskipti við fjölda þjóða og stuðningur við íslenzk vísindi og listir eiga einnig í ríkum mæli rætur sín- ar að rekja til þátttöku íslend inga í alþjóðlegu samstarfi. Myndun sérbandalaga. Það sem hér hefur verið sagt sýnir, að þróun alþjóðamála og samskipti rfkja frá lokum síð- ari heimstyrjaldarinnar hafa stefnt í þá átt að ríki sem eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta, hafa tekið upp sífellt nán- ara samstarf og myndað með sér bandalög. Þarf sú staðreynd ekki að stangast á við hugsjón Sameinuðu þjóðanna Hún getur Sigurður Bjamason. þvert á móti orðið til þess, að létta þeim baráttuna fyrir frið- argæzlu og örvggi í heiminum. Það er athyglisvert að það eru ekki aðeins vestrænar lýðræðis- þjóðir sem myndað hafa með sér bandalög á sviði öryggis- og efnahagsmála. Þjóðir Austur- Evrópu hafa t. d. myndað með sér Varsjárbandalagið, sem er hemaðarbandalag þessara þjóða og Comecon, sem eru samtök þessara sömu þjóða á sviði efna hagsmála. Við íslendingar höfum ekki gerzt aðilar að hinum tveimur viðskiptabandalögum Vestur- Evrópuþjóða, Fríverzlunarbanda laginu eða Efnahagsbandalag- inu. Af því leiðir m. a. að að- staða okkar á mörkuðum banda lagsríkjanna hefur farið versn- andi undanfarin ár samanborið við aðstöðu framleiðenda á EFTA-svæðinu og lægra verð fengizt fyrir sumar afurðir okk ar af þeim ástæðum. Gleggsta dæmið um þetta er freðfisktoll- urinn í Bretlandi, sem er 10% af íslenzkum freðfiski, en 3% af norskum og dönskum freðfiski. og fellur sá tollur alveg niður eftir iy2 ár. Á aðild íslands að þessum efnahagsbandalögum eru að sjálfsögðu margar hliðar, sem ekki verða ræddar hér. En auð- sætt er, að Islendingar verða knúðir tíl þess að gera ráðstaf- anir til þess að bæta aðstöðu sína í þessum efnum. Óliklegt er að Island geti til langframa staðið utan við efanhagssamtök Evrópuþjóða. Andlegt og menningar- legt sjálfstæði. En baráttan fyrir öryggi og sjálfstæði íslánds verður ekki aðeins háð á vettvangi alþjóða- mála og innan hinna ýmsu sam taka. sém við erum aðilar að. örugg varðstaða um þjóðleg verðmæti, íslenzka tungu og menningararf er ekki síður mik ilvægur þáttur hinnar ævarandi sjálfstæðisbaráttu nú en áður. Um þessa litlu þjóð leika nú sviptibyljir stórfelldra breyt- inga og bvltinga. íslenzkt þjóð- emi og tunga hlýtur enn sem fyrr að verða traustasti hom- steinn frelsis og andlegs sjálf stæðis landsmanna. Því megum við aldrei gleyma. Kjarni máls- ins er líka sá, að enginn getur verið traustur borgari hins al- þjóðlega samfélags, nema hann sé jafnframt sannur og ábyrgur sonur eða dóttir sinnar eigin þjóðar. Alþjóðahyggjan má því ekki hlaupa með okkur í þær gönur að við vanrækjum þau verðmæti, sem hafa skapað okk ur tilverurétt sem sjálfstæðri og sérstæðri þjóð. Það er hollt að kynnast straumum nýrra menn- ingaráhrifa. En andlégt og menn ingarlegt sjálfstæði þessarar litlu þjóðar veltur á því, að við stöndum trúan vörð um þann arf sem forfeður okkar geymdu og ávöxtuðu í margar dimmar aldir. Við megum aldrei verða litlaus dropi í þjóðahafí. Hið mikla hlutverk þeirrar kynslóð- ar, sem nú er að vaxa til mann- dóms og þroska er að halda vöku sinni og hæfileikum til þess að velja og hafna, til þess að tileinka sér það sem er gagn legt og þroskavænlegt úr hinum ínikla sjóði heimsmenningar- innar, en hafna andlegu ómeti, úr hvaða átt sem það berst henni. Við Islendingar lítum fyrst og fremst á okkur sem norræna Evrópuþjóð. Það viljum við vera áfram. En stefnu okkar i ut anrfkis- og öryggismálum hik um við ekki við að byggja á samvinnu við vestrænar lýðræð isþjóðir, beggja megin Atlants- hafs. Hin jákvæða hugsun og lífsviðhorf mikilvægast. Hið íslenzka lýðveldi hefur nú náð lögræðisaldri. Það fæddist á hrikalegum umbrotatimum og hefur siglt sollinn sæ í miklu misvindi. En það hefur orðið vel reiðfara. Að sjálfsögðu má að mörgu finna og margt gagn- rýna, sem miður hefur farið. En mestu máli skiptir sú grund- vallarstaðreynd, að tekizt hefur að treysta öryggi og sjálfstæði landsins. Vökul sjálfsgagnrýni er góð og nytsamleg. En hin já- kvæða hugsun og lifsviðhorf er ennþá mikilvægara. Sú skoðun kemur m. a. greinilega fram í einu bréfi Jóns Sigurðssonar forseta, er hann ritar árið 1861 til náins vinar og skyldmennis, Framh. á bls 6 — sagöi Sigurður Bjarnason, forseti Neðri deildar, i ræðu um utanríkismál 1. des.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.