Vísir - 04.12.1965, Qupperneq 7
7
V1SIR . Laugardagur 4. desember' 1965.
KIRKJAN
og
ÞJOÐIN
FRÆKORN
Landakotseignin, þar sem sr.
Ásmundur próf. Jónsson hafði bú-
ið sem dómkirkjuprestur, en eftir-
maður hans hafði ekki viljað kaupa
af honum, var á þessu ári seld
katólsku trúboðsfélagi fyrir' milli-
göngu Randrups lyfsala og,framm
nesks könsuls'. Söluverðið var 4500
rdl og hörmuðu margir, að bær-
inn skyldi hafa látið þessa eign
sér úr greipum ganga.
(Árbækur Rvíkur 1859.)
£
Luther sagði: Biblfan er stór
skógur með alls kyns trjám. Þar
má finna margs konar aldin. Eg
hef aldrei til einskis hrist neina
grein í þeim skógi.
&
„Sé það ráðsályktun almáttugs
og algóðs Guðs, að hlutverki þess-
arar jarðar sé þá og þegar iokið,
sem uppeldisstöðvar fyrir mann-
legar sálir, þá er ekki vort að
gera neinar athugasemd við það.
Mannlífinu, er að vorri trú engan
veginn lokið með því og óendan-
legar veraldir Guðs standa oss vafa
laust opnar alveg jafnt fyrir því,
þótt einhvem tíma fyrr eða síðar
sé lokið ætlunarverki þessa duft-
korns i alheimi, sem vér nefnum
jörð“.
(Bj. M.: Aðventupredikun).
hjarta, prýð...
1 guðspjalli fyrsta sunnu-
dagsins í aðventu segir: Sjá
konungur þinn kemur til þín,
hann stendur vlð dymar og
knýr á.
Konungurinn er Jesú Kristur
og, í líkingu talað, eru það
dyrnar að hjarta þínu og mínu,
sem hann knýr á og vill kom-
ast inn um,
Hann fæddist eins og vér,
inn í þennan heim var ómálga
hvítvoðungur, augasteinn móð-
ur sinnar. Fáir vissu þá áð
nokkuð sérstakt hefði ger^ við
fæðingu haás. Þó voru þeir
til. Vitrir menn höíðu fiéð
himneskt ljós s<kína i skamm-
degismyrkrinu. Þeir gerðu sér
ferð langa vegu og spurð^;
Hvar er hinn nýfæddi konung-
ur? Vér höfuð séð stjörnu
hans. Og þegar þeir fundu
barnið veittu þeir þvi lotniggu
eins og það væri konuqguv
Og þetta sveinbaen *o. .4^5
og þroskaðist að vízíte 6g
vexti.
Fullorðinn gekk hann um
kring og gerði gott. Mörgum
þótti hann þá eins og Ijós sem
skein í myrkri sorga, sjúkdóma
og vantrúar. Þá var aftur spurt:
Ert þú sá, sem koma á, eða
eigum vér að vænta annars?
Svarað var: Farið og kunn-
gjörið: Blindir fá sýn, haltir
ganga, líkþráir hreinsast og
fátækum er boðað fagnaðar-
erindi. ..
• Margir já(uðust. .til Jylgifi ^
hánri og gerðu hann að kori-
ungi lífs síns — og hann varð
drottinn þeirra. Enn fleiri mis-
skildu konungsköllun hans. Á
fyrsta sunnudegi í aðventu er
sagt frá innreið hans í hina
fornhelgu höfuðborg, er mann-
grúinn fagnaði honum eins og
þjóðhöfðingja — eins og kon-
ungi. En þá urðu þeir svieikir,
sem með völdin fóru. Og enn
segir frá því í öðru guðspjalli
aðventunnar er hann var leidd-
ur fjötraður fyrir þann, sem
með æðsta veraldlega valdið
fór. Og þá var enn spurt: Ert
þú þá konungur?
Já, ég er konungur, svaraði
hann, til þess kom ég í heim-
inn að bera sannleikanum
vitni, hver sem er sannleikans
megin heyrir mína röddu.
Og hann sagði fleira: Ég er
góði hirðirinn, ég er kominn tfl
að leita að hinu týnda og frelsa
það. Ég er brauð lífsins. Kom-
ið til mín allir þér, sem erfiðið
og þunga eruð hlaðnir og ég
Sr. Þórarinn Þór á Reykhól-
um skrifar hugleiðingu Kirkju
sfðunnar i dag. Sr. Þórarinn er
Eyfirðingur (eins og allir sannir
Þórar) f. á Akureyri 1921. Strax
að loknu prófi varð hann prest-
ur vestra og hefur lengst af
pjónað Flatey líka. Prófastur
Barðstrendinga hefur hann ver-
ið hin síðari ár.
Hugvekja sr. Þórarins fjallar
um aðventuna, komu Krists til
safnaðarins. Yfirskriftin er
tekin úr sálminum: Gjör dyrnar
þreiðar, hliðið hátt, og á að
miilna okkur öll á að búa hjarta
oljkar undir komu jólabarnsins.
mun veita yður hvíld. Fylgið
mér, ég er ljós heimsins. Farið
og gjörið allar þjóðir að læri-
, .svejWMriV.Segið: Sjá, konungur
þipn kemur til þín. Hann stend
ur við dymar og knýr á.
★
Sjá konungur þinn kemur!
Á það vill aðventan benda
alveg sérstaklega. Hugur krist-
ins manns á að dveljast við
þetta, svo að sál hans megi
vera undir það búin að taka á
móti konunginum þegar hann
kemur. Því að hann er enn
konungur, hann er enn drottinn
og fnelsari. Hatm er enn ljósið,
sem skfn í myrkrinu, og hvað
skærast þegar það er dimmast.
Hann er Ijós hehnsins. Og lík-
ingin er tekin af hinu heims-
ljósinn, sólmni, en án hennar
væn ekkert ytra lif. Ef sólin
missti birtu sinnar og ylur
hennar hyrfi, mundi allt líf á
þessari jörð deyja.
Þegar skammdegið er að
verða hvað dimmast — þá er
oss bent á að innan skamms
koma jólin og þá fer aftur að
birta. — Brátt koma vetrarsól-
hvörf og þá vitum vér að sólin
fer aftur að hækka sinn gang,
og hægt og sígandi, en jafnt
og þétt, færumst vér nær birtu
og fegurð vorsins, þegar nátt-
úran vaknar til lífsins að nýju..
Þegar myrkrið er mest erum
við minnt á að LJÓSIÐ ER í
NÁND, ljósið, sem skín í myrkr
inu og rekur það á flótta. Og
hrífur oss með á sinni sigurför,
— sigurför, sem endar i upp
risu lífsins frá dauðum í „nótt-
lausri voraldarveröld".
Það er engin tilviljun að það
fer saman; sú stund er sólin
hefur sína sigurför gegn
myrkrinu og vér kristnir menn
höldum jól. Því að eins og sól-
stöður á vetri eru oss öruggt
tákn um það að snúið er við
frá myrkri til ljóss og lífs, —
þá eru jólin oss einnig tákn
þess á hverju ári að hið and-
lega Ijós er einnig í heiminn
komið og lætur oss ekki farast
í myrkrinu, að þrátt fyrir marg
víslegt böl og andstreymi,
sorg og braut og tár, þá er vfir
oss vakað í miskunn og kær-
leika. Og það gerir hann, sem
elskar oss svo mjög að hann
sendi son sinn til þess að
frelsa oss frá illu, og vissulega
hefur hann til þess ekki minni
mátt en sólin, sem að lokinni
sigurgöngu sinni vekur lff í
sverðinum, sem nú er dauður,
frosinn í myrkri og kulda.
Mitt í svartasta skammdeg-
inu er oss bent fram til jólanna
— til að minna oss á að hversu
mikil sem makt myrkranna verð
ur, hversu mikið, sem dimmir
umhverfis oss, hversu mikið,
sem kann að mæta oss af illsku,
böli og alls kyns neyð — þá
verður samt aldrei svo dimmt
að vér getum ekki, ef vér vilj-
um séð ljósið — Ijós jólanna
sem í myrkrinu Ijómar og skín
og flytur hinn gleðilega boð-
skap: Y8ur er frelsari fæddur.
★
Aðventan er komin. Jólin eru
í nánd. Sjá, konungur þinn
kemur til þín. Hann stendur við
dymar — dyr hjarta þíns —
og knýr á. Vér skulum svara
með skáldinu og segja við
hvort annað og við oss sjálf:
Gjörið dyrnar breiðar,
hliðið hátt,
þig, hjarta, prýð
sem bezt þú mátt,
og trúarlampann tendra þinn
og til þín bjóð þú Jesú inn.
Gestir í skálanum.
Um hvltasunnuna hafa oft-
ast verið haldin unglingadeilda
mót í Vatnaskógi, en þar sem
hvítasunnan var mjög seint ár-
ið 1962 var ekki hægt að fara
þangað, enda sumarstarfið þar
byrjað. í stað þessa farið til
Vestmannaeyja og KFUM þar
heimsótt. í þessari ferð barst
skálahugmyndin í tal, og varð
það til þess að nokkrir af þátt-
takendunum sendu gjöf sem
vera skyldi stofnframlag.
Og nú var að halda áfram.
Samþykkt var að útbúa, þegar
skáli væri keyptur, sérstaka aug
lýsingatöflu, og fyrirtæki og
aðrir fengnir til þess að skrá
sig fyrir auglýsingu á nenni.
Undirtektir urðu mjög góðar
og margir drengjanna voru
mjög duglegir.
Á meðan á þessu gekk, ,var
leitað og leitað að skála eða
landi undir skála hér í nágrenn
inu við bæinn, því ekki mátti
þetta vera of langt, helzt að
hægt væri jafnvel að hjóla þang
að. En ekkert virtist koma til
greina. Og drengirnir urðu ó-
þolinmóðir og fannst, í ákafa
æskunnar, lítið miða.
Svo var það í maí 1964 að
við fréttum af skála þeim,
sem keyptur var. Fórum við
og skoðuðum hann 25. maí, eða
á afmælisdegi sr. Friðriks Frið-
rikssonar. Þeir, sem þá skoð-
uðu hann, fannst strax að þetta
væri staðurinn. Stuttu síðar var
gengið frá kaupum.
Og nú eru allir ánægðir með
þennan stað, og við þökkum
Guði fyrir hann, og vitum að
það var handleiðsla hans að við
skyldum bfða. Hann er virkileg
gjöf Hans til okkar.
Skálinn er ekki mjög stór:
Lítið eldhús, svefnherbergi með
5 svefnplássum og svo er mjög
falleg setustofa með ami, klædd
sandblásinni furu, sem gefur
henni fallegan blæ, og þá sér-
staklega þegar búið er að
kveikja á vetrarkvöldum á olíu-
lömpum og logar glatt í arnin-
um.
I skálanum var dvalið síðast-
liðinn vetur um næstum allar
helgar og vantaði ekki áhugann
hjá UD piltunum að fara.
Þama í nágrenninu myndast
á vetrum gott skautasvell, og
skíðabrekkur eru góðar í
Hamrahlíðinni, þegar snjórinn
lætur sjá sig.
Auglýsingamar em skráðar i
Framh. á bls. 6.