Vísir - 05.01.1966, Page 6
6
VlSIR . Miðvikudagur 5. janúar 1966.
fþróttir
Frti. bls 11.
Stjóm Judokwai vill minna á, að
1 Judobókinni eftir R. Bowen og
Hodkinson er mikinn fróðleik að
finna um judo, og mælir með að
judomenn kynni sér hana vel til
þess að efla sem bezt þekkingu
slna, og árangur sinn í judo.
Judokwai óskar öllum félög-
um sínum gleðilegs árs með þökk
fyrir það liðna, og minnir á að
æfingar eru hafnar og nú er um
að gera að æfa vel. í athugun er
að fá hingað fræga judomeistara
í vetur og þv£ betra að vera £
„formi“. — Stjóm Judokwal.
írar —
Framh. af bls. 1
eru upprunalega sekkjapipulög
£ báðum löndum en £rska
sekkjapipan er þó talsvert frá-
brugðin þeirri skozku og það
kemur fram í lögunum. Við
erum ekki með nein slfk hljóð-
færi £ þessari ferð enda em þau
nú ekki lengur notuð f sambandi
við Irska þjóðdansa, þó að þau
séu enn £ fullu gildi f Skotlandi.
írsku þjóðlögin em talsvert
frábmgðin þeim skozku, þau
em viðkvæmari og lýsa ef til
vill öðm lundarfari. Skozk j
þjóðlögin em aftur á móti
þróttmeiri en þó er þessi skil-
greining harla yfirborðskennd.
En hvað um það. ... Við hlökk
um til að syngja og dansa hér i
kvöld og væntum þess að þið
verðið ekki fyrir neinum von-
brigðum þó að við yrðum sjálf
fyrir nokkmm vonbrigðum
þegar við komum hingað og
sáum hvergi snjó“.
Geislun matvæla talin varhuga■
verð eftir nýja uppgötvun
Útlit er nú fyrir það að
nokkur afturkippur komi í
þá aðferð, sem fundin var
upp fyrir nokkrum árum til
geymslu matvæla, að geisla
þau. En eins og kunnugt er
af frásögnum íslenzku blað-
anna hefur m.a. einn íslend-
ingur, dr. Ari Brynjólfsson
starfað mikið erlendis við
rannsóknir á þessari nýju
geymsluaðferð, sem virtist
gefa svo góða raun.
En nú hafa tveir bandarísk
ir líffræðingar komizt að því
með rannsóknum, að slík
fæða sem hefur verið geisluð
geti verið varhugaverð. Er
skýrt frá þessu m. a. í síð-
asta eintaki af bandaríska
vikuritinu Time.
Fyrir löngu er búið að
ganga úr skugga um það, að
engin sú efnabreyting verði
í fæðunni, sem geri hana
hættulega, heldur er ekki um
það að ræða, að fæðan ve'rði
geislavirk, því að geislun
hennar stendur svo stutt, að
þeirra áhrifa gætir alls ekki.
En líffræðingar þeir, sem
hér ræðir um komust að því
fyrir tilviljun, að geislun get-
ur valdið tjóni með öðrum'
hætti. Hún veldur skemmd-
um á frumum í matvælum,
hvort sem er í kjöti, fiski eða
annarri lífr. fæðu, er geta svo
haft áhrif líkt og geislaverk-
un á lifandi frumur þess sem
neytir fæðunnar. Hafa hinir
bandarísku vísindamenn gert
tilraunir með þetta á jurtum
og skordýrum og komizt að
raun um að skemmdir verða
á frumunum með þeim hætti
að litningarnir í frumunum
skemmast og veldur þetta sfð
an vefjaskemmdum. Pessi
skaðvænlegu áhrif verða í
sambandi við sykurefni frum
anna.
Matvælaeftirlit Bandaríkj-
anna gaf fyrir nokkrum ár-
um’leyfi til að selja geisluð
matvæli, en vísindamennirn-
ir tveir vilja að málið sé
rannsakað betur áður en geisl
un matvæla hefjist í stórum
stíl.
Stórrigning —
Framh. af bls. 1
hún allt upp i 60 millimetra. Er
þetta mesta rigning, sem mælzt
hefur £ vetur á þessum stöðum.
Var þetta á svæðinu frá Álfta
veri til Austfjarða, t.d. var stór
rigning á Mýri i Álftaveri, en
þar mældist 60 millimetra úr-
koma. 46-60 millimetra úrkoma
mældist á Kirkjubæjarklaustri,
Fagurhólsmýri, Höfn £ Horna-
firði, Papey og Kambsnesi. Gera
má nú ráð fyrir að hægt verði
að ryðja vegi á Suðurlandi en
undanfarnar þrjár vikur hefur
ekki verið fært t.d. til Vikui f
Klýrdal.
I morgun var enrí stórrigning
með köflum f Reykjavfk.
1966 stóð skrifað
í fjallshlíðinni
Nýja ári'ð heilsaði með norðan
kalda og 3-4 stlga frosti á Patreks
firðl. Á gamlársdag var hins vegar
hið bezta veður, logn, heiðskirt og
2-3 stlga frost.
Tvær stórar áramótabrennur
voru f kauptúninu auk fjölda
smærri brenna og mikið var um
flugelda og sólir. 1 hlfðum fjallsins
Múla fyrir ofan kauptúnið var ár-
talið 1965 skrifað með logandi
blysum og á miðnætti breyttist sið
asti tölustafurinn í 6, þannig að
ártalið 1966 myndaðist. Það voru
málarar sem stóðu að þessu og
hafa þeir gert þetta undanfarin
áramót.
Heilsufar er gott á Patreksfirði
og um áramótin urðu ekki slys á
mönnum nema hvað einn drengur
brenndist við áramótabrennu er
olía skvettist á hann og kviknaði
i henni. Liggur drengurinn á sjúkra
húsinu. Á gamlársdag kom þýzkur
togari með slasaðan mann sem nú
liggur I sjúkrahúsinu. Hafði hann
hlotið heilahristing og rifbeins
brotnað.
Róðrar eru nú að hefjast aftur
frá Patreksfirði og fóru bátamir
að tygja sig strax eftir áramót.
Hjartans þakkir til vandafólks míns, og vina og
stjórnamefnda, fjær og nær, fyrir alla þá vinsemd,
sem mér hefur borizt í orði og verki í sambandi við
nfræðisafmæli mitt.
Drottinn blessi yður öll.
Sigurbjöm Á. Gíslason
HAPPDRÆTTI
LANDSMALAFELAGSINS
VARÐAR
DREGIÐ 11. FEBRÚAR 1966
VERÐMÆTI VINNINGA KR.315.000.00
VarSarfélagar. Munið afmælishappdrættið
Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll.
Skrifstofan er i
14 sækja —
Framh. af bls. 16
nokkrir þeirra umsækjenda
hafa og sótt til vara um stöð-
ur aðstoðaryfirlögregluþjón-
anna. Auk þess sóttu svo fimm
menn um aðstoðaryfirlögreglu-
þjónastöðurnar sérstaklega.
Þeir sem sóttu um yfirlög-
regluþjónastöðurnar eru Axel
Kvaran lögregluvarðstjóri Rvík,
Benedikt Þórarinsson yfirlög-
regluþjónn Keflavíkurflugvelli,
Bjarki Elíasson aðalvarðstjóri
Rvík, Guðmundur Hermannsson
aðalvarðstjóri Rvík, Hallgrímur
Jónsson fyrrverandi yfirlögreglu
þjónn Véstmanriaeyjum, . Krist-
ján Sigurðsson rannsóknarlög-
regluþjónn Rvík, Leifur Jónsson
rannsóknarlögregluþjónn Rvík,
Óskar Ólason aðalvarðstjóri
Rvík, og Sigurður M. Þorsteins-
son aðalvarðstjóri Rvík.
Um aðstoðaryfirlögregluþjóna
stöðurnar sóttu Björn E. Krist-
jánsson aðstoðaraðalvarðstjóri
Rvík, Gísli Guðmundsson rann-
sóknarlögregluþj. Rvík, Magnús
Sörensen lögregluþjónn Rvík,
Ragnar Bergsveinsson lögreglu-
flokksstjóri Rvík og Sverrir Guð
mundsson aðalvarðstjóri Rvík.
Erlingur Pálsson gegnir áfram
stöðu sinni þar til hinar nýju
stöður hafa verið veittar.
Yfirneffnd —
Framh. af bls. 1
Venja er að fiskverðið sé tilbúið
fyrir áramót, en sjávarútvegsmála
ráðuneytið heimilaði nú viku
frest. Hafa fundir í nefndinni
staðið mjög lengi, oft langt
fram á nótt. Þurfa nefndarmenn
að fara í gegnum margs konar
skýrslur um rekstursafkomu, m. a.
rekstrarreikninga frystihúsanna og
rekstrarskýrslur bátanna.
Engar upplýsingar er enn hægt
að 'fá um hvaða verðhugmyndir
fulltrúarnir gera sér, en líklegt er
talið, að nokkur hækkun verði á
fiskverðinu til að mæta síauknum
tilkostnaði bátaútvegsins.
í'f.. ' > •<!"/ ' ' ' " í
Nókkrir af ræðumönnunum á mótinu, talið frá vinstri: Sig-
valdi Kaldalóns, Friðrik Gíslason og Pétur Valsson.
Mót votta Jehóva
Mót votta Jehóva „Orð sann-
leikans", hefur verið haldið í Fé-
lagsheimili Rafveitunnar við Ell-
iðaár. Um 100 vottar Jehóva voru
með á mótinu, en þegar Laurits
Rendboe flutti hinn opinbera fyr-
irlestur „Stjóm heimsins á herð
ur# Friðarhöfðingjans" voru 146
viðstaddir. Á laugardaginn var
flutt ræða, sem var nefnd „Látið
skírast vegna þekkingar ykkar á
orði sannleikans“. Eftir það var
skímarathöfn í sundlaug Austur-
MannSaus bíll
störskemmdur
í nótt var ekið á manniausa bif-
relð í Nóatúni og hún stórskemmd.
Það mun hafa verið á 4. tíman-
um eftir miðnætti uð hringt var
í lögreglustöðina frá Nóatúni og
skýrt frá því að fyrir utan hús nr.
30 við götuna hafi verið ekið með
miklum hraða. að þvl er virðist,
á bflinn R 4775, sem stóð þar
mannlaus, honum slengt áfram
sem svaraði heilli bíllengd og
stórskemmdur.
Ekki sást til ferða þess sem
valdur var að slysinu, en strax og
atburðurinn hafði verið tilkynntur
lögreglunni hóf hún leit, sem ekki
bar þó árangur. Munu henni vera
kærkomnar upplýsingar um ferðir
þessa ökumanns, ef rinhver kann
að geta veitt þær.
bæjarskólans og létu þrir skfrast.
Á mótinu, sem stóð yfir fjóra daga
voru um 30 ræður fluttar, og
margar sýnikennslur voru á dag-
skrá til þess að sýna vottunum
hvernig þeir geta farið milli húsa
og sagt öðrum frá trú sinni. Um
fimmtán ræðumenn fluttu erindi.
I lokaræðu mótsins, sem hr.
Rendboe flutti, hvatti hann vott-
ana að halda áfram að starfa til
þess að útbreiða trú sina meðal
fólksins. Hr. Rendboe benti á það
að á síðastliðnum árum hefur ver-
ið mikil aukning í söfnuði votta
Jehóva hér á íslandi og að söfnuð
/urinn ennþá fer vaxandi. —
Til samanburðar nefndi hr. Rend
boe að í hinum Norðurlöndunum
eru tiltölulega fleiri vottar Jehóva
en hér á íslandi. Til dæmis eru
núna í Danmörku rúmlega 11.000
starfandi vottar Jehóva og verður
það einn á móti 400 fbúum Iands-
ins. Vottarnir eru þar næst stærsti
trúarflokkurinn eftir þjóðkirkjunni.
sagði hr. Rendboe.
Hér á íslandi eru núna upp und-
ir 100 vottár, sem taka þátt í préd-
ikunarstarfinu, eða einn vottur á
móti 1900 íbúum landsins.
+
I
Faðir okkar
ÁGÚST MARKÚSSON
veggfóðrarameistari
Grænuhlíð 12
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 6.
janúar kl. 1,30 e. h.
Krisun Ágústsdóttir Houhoules
Erla Agústsdóttlr
Hörður Ágústsson
Jóhann Ágústsson