Vísir - 22.02.1966, Side 4

Vísir - 22.02.1966, Side 4
I V1 S IR . Þriðjudagur 22. febrúar 1966. fjölbreytt verkefni Raaða kross fskmds Kaflar úr skýrslu félagsins fyrir tímabilið 28. júní 1963 til 9. september 1965 bágstaddra aðila innanlands. Þá annaðist Rauði kross ís- lands, í samstarfi við gríska Rauða krossinn, fatasendingu til Grikklands. Fatnaðinum var safnað af ungliðum góðtempl- arareglunnar á Islandi, og var dreift meðal grískra munaðar- leysingja. Góðtemplarar hafa far ið fram á við RKÍ, að þeir önn uðust fyrirgreiðslu á annarri fatasendingu fyrir jól. Einnig sá RKf, um sendingu á fatagjöfum Kaþólsku kirkjunnar til bág- staddra bama á Grænlandi. Fór fyrri sendingin um síðast liðin jól, en sú seinni biður ferðar hjá Flugfélagi íslands. Hjálp í viðlögum Félagið hefur eins og að und- anförnu stuðlað að kennslu i hjálp í viðlögum fyrir almenn- ing og hafa margar RK-deildir notið fyrirgreiðslu í sambandi við námskeið sín. Unnið er að endurnýjun kvik myndasafnsins og hefur félagið nú þrjár nýjar kennslukvikmynd ir til afnota fyrir deildimar, einnig hefur félagið brúður til kennslu á blástursaðferðinni. Það er eitt af áhugamálum RKÍ, að hjálp í viðlögum verði skyldunámsgrein i barna- og unglingaskólum landsins. geir Ásgeirsson, hafi fyrir skömmu undirritað samþykktir Alþjóða Rauða krossins, Genf- arsamþykktimar, af hálfu ís- lands, og væri búið að senda þær til Genfar. Verður þetta formlega tilkynnt í Stjómartíð indum innan skamms. Ber að fagna því sem áfanga í starfi RK hérlendis, að stjórn arvöldin hafa viðurkennt Genf- arsamþykktirnar. Nýjar deildir Á siðast liðnu starfstímabili voru eftirfarandi deildir sam- þykktar: 1. deild Garðahrepps, 2. deild Grindavíkur, 3. deild Njarðvíkur hrepps, 4. deild Miðneshrepps, 5. deild Hveragerðis, 6. deild Sel tjamameshrepps, 7. deild Mos- fellshrepps, 8. deild Borgamess, 9. deild Egilsstöðum, 10. deild Grundarfjarðar, 11. deild Stykk- ishólms og 12. deild Ólafsvik- ur. Þvi miður hefur meirihluti þessara deilda verið lítt starf- andi, eða alls ekki, síðan stofn fundur þeirra var haldinn. Er það von stjórnarinnar, að hægt verði að blása lífi í starfsemi þeirra í vetur. f RKÍ eru nú alls 30 deildir. Lögð hafa verið drög að stofn un nýrra deilda að Hellu, Hvols- Framh. á bls. 5 Ctarfsemi Rauða kross íslands á síðast liðnu starfstímabili var með svipuðu sniði og undan farin ár. Stjórn félagsins, sem kosin var á aðalfundi þ. 27. júní 1963, skipti þannig með sér verk um: Formaður: Dr. Jón Sigurðs- son, borgariæV”' Varaformað- ur: Sr. Jón / dómpróf- astur. Ritari: Óli j. Ólason, stór kaupmaður. Gjaldkeri: Árni Bjömsson, lögfræðingur. Með- stjómendur: Guðmundur Karl Pétursson, yfirlæknir, Akureyri, Fundinn sóttu siimu fulltrúar hinna Norðurlandanna og árið áður, að undanteknum dr. Phil- ipson, varaforseta SRK. Fulltrú ar RKf voru dr. Jón Sigurðsson, formaður RKf, og Ólafur Step- hensen, framkvæmdastjóri RKÍ. í þetta sinn var aðallega rætt um samstarf Norðurlandafélag- anna í alþjóðlegu hjálparstarfi, aðstoð félaganna við RK-félög í þróunarlöndunum, og samstöðu norrænu félaganna á þingi Al- þjóða Rauða krossins í Vínar- borg í október næst komandi. Myndin er tekin f sumarbúðum Reykjavíkurdeildar R.K.f. í Laugarási í Biskupstungum. Jón Mathiesen, kaupmaður, Hafnarfirði, Dr. Gunnl. Þórðar- son, stjómarráðsfulltrúi, Torfi Bjarnason, læknir, Akranesi, Emil Jónasson, símstöðvarstjóri Seyðisfirði. Stjórnin hélt 26 bókaða fundi á starfstímabilinu. Sem vara- menn, mættu á flesta fundina Davíð Sch. Thorsteinsson fram kvæmdastjóri og Kjartan Jó- hannesson héraðslæknir. í stjórn sambands Rauða kross félaga sátu þeir Þorsteinn Sch.’ Thorsteinsson, lyfsali, aðalfuil- trúi, og til vara dr. Jón Sigurðs son. Skrifstofa Rauða kross fslands Það er merkur áfangi í sögu félagsins, að starfsemi þess er nú komin í eigið húsnæði. Að- staða Rauða kross fslands er nú stórbætt með tilkomu hins nýja skrifstofuhúsnæðis að öidugötu 4 og er það von stjórnarinnar að þessi bættu skilyrði megi auka og styðja samstarf hinna ýmsu deilda RKf víðsvegar um landið. Á skrifstofunni starfa nú frú Margrét Gunnarsdóttir, sem tók við starfi frú Ranveigar Guðm.- dóttur snemma sumars 1964, og Ólafur Stephensen. Þorleifur Guðmundsson sagði starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri fé- lagsins frá og með 1. júlí 1964, en Ólafur Stephensen tók við starfi framkvæmdastjóra i nóv- ember 1964. Norðurlandafundur 1965 Fundur forráðamanna nor- rænu Rauða kross félaganna 1965 var haldinn í Kaupmanna- höfn dagana 16.—21. ágúst s.l. Hjálparsjóður Rauða kross íslands Sjóðurinn úthlutaði um það bil 316 þúsundum til hjálpar- starfsemi. bæði hérlendis og er lendis, á síðastliðnu starfstíma- bili. Helztu safnariir á vegum sjóðsins til hjálpar erlendis voru: í júlí 1963 fyrir bágstadda á jarðskjálftasvæðinu í Skolpjé í Júgóslavíu kr. 90.000,00; í októ ber 1963 til meðalakaupa vegna sjúkra og bágstaddra í sam- bandi við fellibylinn Flóru á Kúbu, Haiti og Tobago, kr. 16.000,00, og svo í júní 1965 til hjálparstarfsemi á flóðasvæðum Austur-Pakistan kr. 120.000,00. Ennfremur kr. 90.000,00 til 5 „Heilbrigt líf“ Jímarifið „Heilbrigt llf“ kom út tvisvar á starfstímabilinu. Ritstjórn önnuðust eins og áð- ur Bjami Konráðsson, læknir og Arinbjörn Kolbeinsson, læknir. Nokkur vandkvæði hafa verið á dreifingu og afgreiðslu tíma- ritsins, en nú hefur dreifingu þess verið komið í svokallað „addressograph" kerfi, sem auð- veldar mjög alla afgreiðslu og dreifingu. Gcnfarsamþykktir Það hefur lengi verið áhuga- mál RKl, að ríkisstjórn íslands gerðist aðili að Genfarsamþykkt um Alþjóða Rauða krossins. Átti stjóm RKÍ nokkrar viðræð ur við fulltrúa rfkisstjómarinn ar um þetta mál á starfstíma- bilinu. Hefur fulltrúi utanríkisráðu- neytisins nýlega skýrt RKÍ svo frá, að forseti íslands, hr. Ás- Tvær af hinum fjölmörgu áhugasömu sjálfboðaliðum, sem aðstoða við merkjasölu Rauða krossins á öskudaginn. Rauði krossinn safnar fé á öskudaginn morgun er hinn árlegi fjár- söfnunardagur Rauða kross íslands um land allt, og munu allar deildir hans annast merkja sölu, hver á sínu svæði, auk margra einstaklinga, þar sem deildir eru ekki starfandi. Allir peningar, sem safnast fyrir merkjasölu skiptast milli deild- anna og Rauða kross íslands, renna til hjálparstarfs félags- inri. Rauði kross íslands hefur starfað í rösk 40 ár sem deild í Alþjóða Rauða krossinum, og hefur félágið safnað fé til styrkt ar bágstöddum hérlendis og er- lendis eins og kunnugt er. Félag ið hefur tekið þátt í alþjóða líkn arstarfi eftir því sem geta hefur ,leyft hverju sinni. Hjálparsjóður R. K. í„ leitar nú aðstoðar al- mennings, svo að hann verði þess umkominn að hjálpa fljótt og vel, áður en tími hefur unn- izt til sérstakrar fjársöfnunar. Hlutverk sjóðsins er að hjálpa skjótt og vel. Skjót hjálp í neyð artilfellum kemur yfirleitt að meiri notum en sú. er seinna berst. Ástæða er til að benda þeim á, sem styðja vilja líknar mál almennt að efla þennan sjóð, svo að hann verði sem fyrst hlutverki sínu vaxinn. Merkjasalan á morgun er til eflingar hjálparsjóðsins, en einn ig má benda á, að Minningar- kort Rauða kross Islands og Rauða krossfrímerkin eru einn ig vel til þess fallin að efla sjóð Rauði kross íslands hefur á undanföirnum árum staðið fyr- ir f jársöfnunum til styrktar bág- stöddum t.d. i Alsír, Júgóslavíu og í Pakistan, auk þess sem hann hefur safnað fé og stutt fjölskyldur sem orðið hafa fyr ir sérstökum óhöppum innan- lands. Þá er Rauði krossinn einn ig að safna fé til reksturs blóð söfnunarbifreiðar, sem nú er ver ið að innrétta eins og kunnugt er af fréttum blaða og útvarps. Ætlazt er til að bifreiðin fari um land allt og safni blóði fyrir blóðbankann og spítala, með að stoð deildanna um land allt. Eins og áður er getið er merkja söludagur Rauða krossins á morgun, sem er öskudagurinn, og erður merkjasalan með sama sniði og áður. Hundruð námsmeyja úr Kvennaskólanum í Reykjavík, Húsmæðraskóla Reykjavíkur og fleiri skólum, hafa á liðnum árum annazt stjórn á sölu merkjanna á út- sölustöðum vlðs vegar um borg ina, og munu þær einnig gera á morgun. Þúsundir barna selja merkin, og sýna mikinn og góð an vilja og veita ómetanlega hjálp við starfið. Foreldrar eru vinsamlega beðnir að hvetja börn sín til merkjasölu, og koma á útsölu staðina, sem taldir eru hér á eftir á öskudagsmorguninn kl. 9.30. Bömin fá 10% sölulaun. Á 10. síðu Vísis í dag eru útsölu staðimir taldir upp.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.