Vísir - 22.02.1966, Síða 7

Vísir - 22.02.1966, Síða 7
7 V1SIR . Þriðjudagur 22. febrúar KH56. saltenda við Síldar- útvegsnefnd verour að batna Erlendur Þorsteinsson skrifar um sultsíldarframleiðslunu drið 1965 1 nýútkomnu hefti af „Ægi“ skrifar Erlendur Þorsteinsson, formaður Síldarútvegsnefndar, um saltsíldarframleiðsl- una á árinu 1965 og um sölusamninga á saltsíld. Drepur hann þar m. a. á ýmis vandamál, sem saltsíldariðnaður þarf að sigrast á, svo sem breyttir stærðarflokkar síldarinnar o.fl. Birtist hér grein Erlends. Haust- og vetrarsíldar- vertíð 1964/1965 Jgr síðasta ársyfirlit var gert, var síldarvertíð sunnan- lands og vestan enn ekki lok- ið. Um áramótin 1964/1965 höfðu verið saltaðar 44.595 tunnur af vetrarsíld, þar af á Austfjörðum 7.043 tunnur. Haíði vertíðin suðvestanlands brugðizt að verulegu leyti til þe'ss tíma. Þann 13. janúar fór síld að veiðast við austanverða suð- urströndina. Vegna verkfafls var aðeins lítill hluti flQtans við veiðar á þessu svæði þar til verkfallið leystist síðast í janúar. Veiði var allgóð á þessu svæði hjá þeim fáu bát um, sem veiðarnar stunduðu, en síldin var illa fallin til sölt unar þar sem hún var mjög blönduð að stærð og fitumagn minna en í venjulegri haust- síld. Af þessari síld voru rúnd saltaðar u.þ.b. 21.000 tunnur eftir áramót og auk þess var óvenjulegt magn hausskorið og slógdregið eða flakað. Sölt un vetrarsíldar lauk í byrjun febrúar. Heildarsöltun á vertíðinni varð 70.167 tunnur. Af því magni voru 16.492 tunnur saltaðar á Austfjörðum. — Vegna manneklu var á því svæði svo til eingöngu söltuð rúndsíld. Á eftirtöídum þrem stöð- um var mest saltað eða sem hér segir: Akranes 17.136 tunnur Keflavík 19.996 tunnur Reykjavík 9.644 tunnur Fjórar hæstu söltunarstöðv arnar voru: Haraldur Böðvarsson & Co„ Akranesi 9.535 tnr. Þórður Óskarsson h.f., Akra- nesi 6.789 tnr. Bæjarútgerð Réykjavíkur, Reykjavík 4.391 tnr. Auðbjörg h.f., Eskifirði, 4.280 tunnur. Heildarútflutningur upp í samninga suðvestanlands varð 65.358 tunnur. Mest var flutt út af cutsfld og rúnd- síld og lítilsháttar af ftökum, kryddsíld og sykursfld. Síld- in var seld til Rúmeníu, Sovét rikjanna, Póllands, Bandaríkj anna, Svíþjóðar, Tékkóslóvak íu, Danmerkur og ísrael. Síldarsöltun á Norður- og Austurlandi. gvo sem kunnugt er var met- sHdveiði á sumarsíldar- vertíðinni 1965, og veiddust alls 4.220.000 mál og tunnur. Söítun varð samkvæmt sölt unarskýrslum 401.410 tnr. og er það næst hæsta söltun á undanförnum 5 árum, en mesta söltun á sumarvertíð var 1063. Söltun seinustu 3 árin, samkvæmt söltunar- skýrslum, er svo: 1964: 354. 297, 1963: 463.403 og 1962: 375.213. Erlendur Þorsteinsson. Ekkert var saltað vestan Siglufjarðar fremur en fjölda mörg undanfarin ár, og lítið á svæðinu Húsavík - Siglu- fjörður. Aftur á móti var nú saltað minna á Raufarhöfn en árið áður, þrátt fyrir aukna heildarsöltun. Á Siglufirði voru aðeins saltaðar 19.334 tunnur. Ef söltunarsvæðinu er skipt um Langanes, voru saltaðar 87.543 vestan þess, en 313. 867 austan. Eftir tegundum skiptist sölt unin þannig: Cutsíld 73.889 tnr. Sykursíld 233.684 tnr. Kryddsíld 93.837 tnr. Samtals: 401.410 tnr. Spjall ginn mennilegasti og gæfuleg- asti þingmaður Framsóknar flokksins er Bjöm Fr. Bjömsson sýslum. Rangæinga. Hann er gáf aður maður kátur og skemmtinn og kann vel að koma fyrir sig orði. Hins vegar hefur hann tek ið þann kostinn f stjómmálum að láta Eystein og hans menn hafa fyrir því að marka stefn- una þótt fæstir sem tii þekkja ef ist xun að þar myndi honum og hans líkum miklum mun betur takast tfl. Þess vegna neyðist Björn sýslumaður á stundum til þess að endurtaka hugljómanir Eysteins og Framsóknarforyst- unnar, og þykir sýslungum hans sem öðram, það æði kyndugt að sjá hann forsvarsmann slíks leirburðar f rcnni stjómmál- anna. TJapurlegt dæmi um það er kafli f grein, sem sýslumað- ur ritar í það tölublað kjördæma blaðsins Þjóðólfs, sem út kom í gær. Þar segir hann: „Hvenrig unni'ð var að lausn Iandhelgis- málsins undir stjóm Framsókn- arflokksins og öll barátta hans í því máli frá fyrstu tfð sýnir glögglega með hverjum hsetti beri að heyja sókn til réttinda öflunar gagnvart öðram þjóð- um. Með fullri festu og einurð en sjálfsagðrl hliðsjón af hags- munum annarra. Þegar svo stjómarflokkamir tóku við mál- inu var eigi svo haldið á, að réttlætanlegt væri talið“. Djörn sýslumaður veit mæta- vel hvemig stjóm Fram- sóknar og kommúnista vann að Iandhelgismálinu. Er hún hafði framkvæmt þá ákvörðun, sem lengi hafði til staðið, að færa út f 12 mflur gafst hún upp við að sjóma og fór frá völdum. Málatilbúnaður hennar í land- helgismálinu hafði ekki verið beisnari en svo að Bretar sendu hingað herskip sfn svo ekki tókst að framfylgja hinni nýju lögsögu. Allt var þvf f hlnu stakasta óefni f landhelgismál- inu og á hverjum degi mátti bú ast við þvl að árekstrar á haf inu kostuðu mannslíf. Það myndu fáir treysta sér til að katla slíkt fordæmi um það „hvernig eigi að heyja sókn til réttindaöflxmar“. Ot úr þessum ógöngum varð ekki komizt fyrr en stjómarflokkámir gerðu Iandhelgissamninginn við Breta 1961. Þá lauk átökunum f fs- lenzkri landhelgi og nú er hún viðurkennd af öllum þjóðum Tj’ngum sem til þekkir mun dyljast að hér veit Bjöm sýshimaður miklu betur en hann lætur. 1 augum kunnugra verða þvf orð hans í þessum efnum ekki ádeila á þá menn og flokka sem leiddu landhelgismálið far- sællega til lykta með landhelg- issamningnum og eyddu Islands mið brezkum herskipum. Þau verða á hinn bóginn skil in sem hið naprasta háð skemmt ins sýslumanns um þá forystu, sem flokki hans hefur hlotnazt. En Bjöm þarf hér ekkert að óttast. Núverandi forysta flokks hans er hvorld gædd því viti né innsæi, að hún átti sig á þvf að fleiri þingmenn flokksins geta greinilega bragðið á leik en hann Bjöm á Löngumýri. Vestri. Fyrsta síldin var söltuð á Raufarhöfn 18. júní. Mest var saltað á öllu landinu 20. sept- ember 16.044 tunnur. Daginn eftir 15.212 og 30. stptember 15.668. Af þessum tölum er. greinilegt að þungamiðja sölt- unar á sumarvertíð hefur færzt til um einn mánuð, þ. e. frá ágúst til september, ef miða á við mörg liðin ár. Á þessum stöðum var salt- að mest: Seyðisfjörður 97.435 tnr. Neskaupstaður 50.968 tnr. Raufarhöfn 49.569 tnr. Eftirtaldar 4 söltunarstöðv- ar höfðu mesta söltun: Auðbjörg h.f., Eskifirði 18.700 tunnur. Hafaldan, Seyðisfirði 17.446 tunnur. Pólarsíld, Fáskrúðsfirði. 17.138 tunnur. Hraðfrystihús Fáskrúðsfj. 15.828 tunnur. I yfirliti í fyrra var bent á að áhyggju hefði gætt vegna þess að mikið hefði verið af smærri síld, sem ekki hentaði fyrir okkar beztu markaði. Síldarútvegsnefnd taldi rétt að kanna eftir þvf sem unnt væri hvernig horfur væru á í framtíðinni með stærð og magn síldar, sem hæf væri til söltunar á okkar beztu og gömlu markaði. - Nefndin sneri sér tíl Jakobs Jakobsson ar, fiskifræðings, sem varð fúslega við tflmælum hennar. Ýtarleg skýring hans leiddi í ljós, að óvarlegt væri að gerá fyrirfram sfldarsöltunar- samninga á sama grundvelli og áður, að því er snertir stærð sfldarinnar. Síldarút- vegsnefnd kynnti fyrir salt- endum og síldarkaupendum hm breyttu viðhorf. Boðað var til fundar í Reykjavík 21. og 23. aprfl með sænskum kaupendum til þess að kynna þeim hin breyttu viðhorf. Fyrir þann fund hafði nefndinni borizt erindi frá félagi síldarsaltenda á Norður og Austurlandi, þar sem fram voru sett þeirra sjónarmið um flokkun síldar, verð og gæði. Var þar lögð áherzla á að bjóða sfldina í 3 stærðar- flokkum, og af forsvarsmönn- um félagsins voru ekki talin nein vandkvæði á að fram- kvæma flokkunina. Á fyrrnefndum fundi 21. og 23. apríl voru þessi sjónarmið framleiðenda kynnt. Þegar til endanlegra samninga kom, var þó haldið fast við að bjóða aðeins tvo stærðar- flokka 340 — 430 og voru all- ir samningar gerðir á þeim grundvelli. Það er ekki ætlunin f þessu yfirliti að rekja árangur eða framkvæmd þessara samn- inga, aðeins vil ég segja að ekki hafi vel til tekizt. Má e.t. v. rekja það tii síldarskorts á tímabili, eftirgangssemi um- boðsmanna síldarkaupmanna, og undanlátssemi einstakra síldarsaltenda og skorti á sam vinnu þeirra við Síldarútvegs nefnd. Síldarskorturinn á tímabil- inu júlí-lok til seinnihluta ágústmánaðar kann að hafa átt sinn þátt í því, að slaka varð á um gæði og vöruvönd un. og ég er ekki í neinum vafa um það, að ýmsir um- boðsmenn sænskra síldar- kaupmanna eiga þar mesta sök. Því miður hlusta enn margir síldarsaltendur um of á þeirra vafasömu ráðlegging- ar og „hoIIráð‘‘. Því miður virðist svo á stundum, að það gleymist að sfldarsöltun bygg ist á vöruvöndun, bæði um gott hráefni og verkun. Síldar gæðin voru vonum betri, stærðarhlutföllin betri en bú- izt var við, og fitumagn í bezta lagi. Smærri síldin, ef vel er verkuð, er ljúffeng og góð vara til neyzlu, en hinu má ekki gleyma, að beztu við- skiptavinir okkar, sem kaupa sumarsíldina vilja stóra sfld, en umfram allt þó jafna stærð í hverri tunnu. Samningar voru gerðir um samtals 440.000 tnr. Við eftir- talin 3 lönd voru hæstir samn ingar. Svíþjóð Finnland Bandaríkin 280.000 tnr. 75.000 tnr. 35.000 tnr. Á þessu ári voru ekki gerð- ir neinir síldarsölusamningar við Sovétríkin. I byrjun síld- veiðitímans drógust þeir á langinn og þegar erfiðlega gekk á öndverðri vertíð með verð og söltun, var takmark- aður áhugi af íslendinga hálfu að halda samningaumleitun- um áfram. Það kom einnig í ljós, að því miður var ekki unrit að salta upp í alla gerða samn- inga. Hins vegar hefur það orðið svo, að vissar tegundir hafa orðið útundan, t. d. venjuleg saltsíld (cutsíld). Um áramót var búið að af- skipa 310.500 tn. að FOB- verðmæti 398 milljónir krória. Eftir er að afskipa ca. 80 — 90 þús. tn. Afskipun verður auðvitað seinni, vegna þess að meginmagnið var saltað síðar en áður hefur þekkzt. Nokkurt magn af þessari síld fer til afgreiðslu upp f Suðurlands síldarsamninga, eins og síðar getur. Má þá gera ráð fyrir ca. 390 þús. tn. útflutningi að verðmæti brúttó ca. -480 milljónir króna. Alltaf gengur nokkuð úr, sem ekki fullnægir skoð- unarskilyrðum til útflutnings upp í samninga. Tilkynnt var söltun á síld, sem nota á til niðurlagningar fyrir innlend- an og erlendan markað 7.000 tnr. Þrátt fyrir mikla síld- veiði tókst ekki að salta nema ca. 57% upp í saltsíldarsamn inga. Síldarútflutningi verður sennilega ekki lokið fyrr en í marz-byrjun. Er þetta að vissu leyti skiljanlegt, þar sem megin söltun var í sept- Frh. á bls. 3

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.