Vísir - 22.02.1966, Blaðsíða 8
8
V f S IR . Þriðjudagur 22. febrúar 1966.
VISIR
Utgefandi: Blaðaútgáfan VISER /
Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson \
Ritstjóri: Gunnar G. Schram //
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson )
Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson (
Þorsteinn ó. Thorarensen )
Auglýsingastj.: Halldór Jónsson \
Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) /
Auglýsingar og afgreiðsla Túngðtu 7 \
Askriftargjald: kr. 90,00 á mánuði tnnanlands (
1 lausasölu kr. 7,00 eintakið )
Prentsmiðja VIsls — Edda h.f. \
1500 m. kr. útlánaaukning
Kerfi lánahaftanna hefur aldrei verið verra, mátti /,
lesa í forystugrein Tímans á sunnudaginn. Síðan fræð- )
ir blaðið lesendur á því, að meginkjarni efnahags- \
stefnu stjórnarinnar sé að búa til og viðhalda harðri (
lánakreppu, halda atvinnuvegunum í lána- (
svelti. Eðlilegt er, að menn spyrji: Er þetta rétt? /
Er þetta rökstutt? Sannleikurinn lítur harla öðruvísi )
út. Samkvæmt upplýsingum Seðlabankans var aukn- )
ing útlána til atvinnuveganna árið 1964 samtals 600 \
milljónir króna. Og hvernig var það í fyrra, árið 1965, (
það ár, sem Tíminn og aðrir talsmenn stjórnarand- (
stöðunnar segja að bönkunum hafi verið lokað fyrir /
atvinnuvegunum. Það ár var aukning útlánanna til )
atvinnuveganna hvorki meira né minna en 1500 millj- )
ónir króna. Á sama tíma og þessi staðreynd liggur \
fyrir dirfast ritstjórar Tímans að halda því fram, að (
atvinnuvegunum sé haldið í lánasvelti. Það er illur /
málstaður, sem verja þarf með svo óheiðarlegum /
brögðum. Þrátt fyrir hina sjálfsögðu frystingu hluta )
sparifjár í bönkum, sem er ein ráðstöfun gegn )
verðbólgunni, hafa atvinnuvegirnir aldrei haft meira y
lánsfé handa á milli en nú. Það sýnir líka hin mikla (
uppbygging og tækjaöflun síðustu misserin. Fram- /
sóknarmönnum mun ekki takast að leyna þeirri stað- )
reynd, hve fegnir sem þeir vilja. )
Islenzk fríðarsveit
Á morgun er dagur Rauða krossins. Þann dag minna \
þessi alþjóðlegu hjálparsamtök á starfsemi sína. ís- (
lenzku Rauða kross-félögin greina frá starfi sínu á /
árinu og leita til þjóðarinnar um framlög til nýrra /
athafna og átaka. Norrænu Rauða kross-félögin hafa )
nú í í undirbúningi sameiginlega áætlun um að senda \
sveitir ungra manna og kvenna til starfa í einu þró- (
unarlandanna, Nígeríu. Eiga sveitir Norðurlandanna (
að vinna þar að fræðslu og skipulagningu í heilsu- /
gæzlumálum og alhliða heilbrigðisþjónustu, en á slíkri /
framkvæmd er hin mesta nauðsyn þar í landi. Verður (
starfið skipulagt í samráði við Rauða krossinn þar, og /
er þess vænzt að fyrstu sveitirnar geti lagt af stað /
í lok þessa árs. Allt til þessa höfum við íslendingar )
ekki tekið beinan þátt í starfinu í þróunarlöndunum. )
Hér gefst gott tækifæri fyrir unga íslendinga að leggja \
persónulega sitt lóð á vogarskálina og taka þátt í (
þessu norræna hjálparstarfi. Færi vel ef send yrði /
íslenzk sveit út af örkinni á vegum íslenzka Rauða /
krossins, jafnvel þótt ekki væri hún fjölmenn. Þá )
myndum við sýna vilja okkar í verki í þessum efnum. )
Árshátíð hjá ungmennum
Langhoitssóknar
Æskulýðsfélag Langholtssókn
ar hélt árshátíð sína s.l. laug-
ardagskvöld i Safnaðarheimili
Langholtssóknar. Voru þar sam
an komnir um 300 unglingar, fé-
lagar úr æskulýðsfélaginu, gest
ir þeirra og svo nokkrir fulltrú
ar frá æskulýðsfélagi Bústaða-
sóknar og æskulýðsfélagi Akur
eyrarkirkju.
Æskulýðsfélögin í Langholts
sókn og Bústaðasókn hafa haft
nokkra samvinnu og skipzt á
fulltrúum, en þetta er í fyrsta
skipti sem norðanmenn koma
hingað og í marzbyrjun er fyr-
irhuguð ferð fulltrúa úr Lang-
holtssókn til Akureyrar, þar
sem þeir munu verða á árshátíð
æskulýðsfélags Akureyrarkirkju
Á árshátíðinni á laugardag
var margt til skemmtunar. Flutt
ir voru leikþættir: þáttur úr
Skugga-Sveini, þáttur úr Gullna
hliðinu og þátturinn Litla Gunna
og Litli Jón, Jónas og Heimir
sungu þjóðlög og fimm piltar
sungu og léku negrasálma. Þá
var lýst í ljóðum íþróttakeppni,
sem æskulýðsfélagar háðu við
kennara sína í Vogaskóla fyrir
skömmu, en ágóðinn af þeirri
keppni rann til æskulýðsstarfs
ins. Að lokum var dansað.
Akureyrarfólkið afhenti heima-
rriönnum æskuiýðsfána þjóð-
kirkjunnar sem gjöf frá æsku-
lýðsfélagi Akureyrarkirkju, en
þessi fáni er dreginn að hún við
æskulýðsmessur og á hvers kon
ar mótum sem haldin eru á veg
um þjóðkirkjunnar.
Akureyrarfólkið kom til Reykja
víkur á föstudag o^ fór nheim
í gær. Her vár jJéirii ÆS{?al"P5p^
ars boðið í Þjóðleikí(ús{87'bi T;
ferðalag austur fyrir fjall, en
Þjóðleikhússferðin var fyrsta
ferð norðanmanna þangað.
Æskulýðsfélag Langholtssókn
ar starfar af miklum krafti og
eru haldnir fundir hálfsmánaðar
‘lega. 1 félaginu eru um 200
virkir félagar og er þeim skipt
í yngri og eldri deild. Fá ungling
amir inngöngu , yngri deild þeg
ar þeir eru fermdir. Til aðstoðar
sóknarprestunum við æskulýðs-
starfið eru fjórir foringjar, tveir
þeirra eru guðfræðinemar og
tveir hafa verið f Bandaríkjun-
um á vegum þjóðkirkjunnar.
Leikþáttur úr Skugga-Sveini vakti mikinn fögnuð, ekki sízt
fyrir það, að það var ung dama, Hulda Halldórsdóttir, sem
lék sjálfan kappann, Skugga-Svein, en Ingvar Sigurgeirsson
lék Ketil.
Sóknarprestur og foringjar æskulýðsstarfsins: Vigfús Þór
Árnason, Áslaug Finsen, Kristján Guðmundsson stud. theol.,
séra Sigurður Haukur Guðjónsson og Gylfi Jónsson stud. theol.
Félagar úr Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju afhenda formanni Æskulýðsfélags Langholtssókn-
ar æskulýðsfána þjóðkirkjunnar. Frá v.: Guðrrún Pétursdóttir, Ólöf Harðardóttir, formaður
Æskulýðsfélags Langholtssóknar, Pálmi Matthíasson, Ingimundur Friðriksson, Þorvaldur Krist
insson og Margrét Aðalsteinsdóttir, fyrirliði norðanmanna.
CfiXs.