Vísir - 22.02.1966, Side 9
V í S I R . ÞriBjudagur 22, febrúar 1966.
9
Höfundur sögunnur vur dæmdur í Moskvu
í fimm úru þrælkunurvinnu
Smásaga sú, sem hér birtist, er eftir Nikolai Arshak, en það er höfund-
ardulnefni rússnesks rithöfundar. Fyrir nokkru komst sovézka leynilög-
reglan að því, hver hinn rétti höfundur var, fertugur rithöfundur í
Moskvu, sem hét réttu nafni Juli Daniel. Sögum sínum, sem hann gat
ekki birt heima i Rússlandi, fékk hann smyglað til Vesturlanda. Saga
sú, sem hér birtist, kom fyrst á prent í pólska útlagatímaritinu „Kul-
tura“ í París 1961.
Nikolai Arshak
*
t’n heyrðu Seryosha, þú ert
greindur og góður maður.
Hvers vegna siturðu þama og \
segir ekki'orð, spyrð ekki einu
sinni neins? Félagarnir í verk-
smiðjunni eru ekki vanir að
vera að klípa utan af því:
„Hvernig er með þig, Vasily,
segja þeir. Þú hefur drukkið þig
út í delirium tremens?" Sjáðu
það er út af höndunum á mér.
Heldurðu að ég hafi ekki tekið
eftir þvf, að þú gægðist á hend-
umar á mér og snerir þér svo /
strax undan. Og líka nú reyn-
irðu alltaf að horfa þannig á
mig, að þú sjáir ekki hendurnar
á mér. Þú skalt ekki halda, að
ég sjái það ekki, félagi, — þú
gerir það af tillitssemi við mig,
til þess að særa mig ekki, svo
ég færi ekki að fyrirverða mig
En horfðu bara á hendumar á
mér eins og þú vilt. Mér er al-
veg sama, ég verð ekki móðg-
aður. Hér er heldur ekki um
neinar venjulegar ástæður að
ræða.
Ég skal bara segja þér félagi,
að það stafar ekki af drykkju-
skap. Ég drekk sárasjaldan og
mest fyrir félagsskapinn, eða
við sérstakt tækifæri, eins og
til dæmis nú, þegar þú situr hjá
mér. Það væri hreinlega bjána-
legt ef við tæmdum ekki úr
glasi, nú þegar við hittumst.
Ég hef ekki gleymt, félagi,
hvemig við gátum átt leyndar-
mál saman, hvemig þú rabbaðir
við hvítliðann á frönsku eða
þegar við gerðum áhlaupið á
Jaroslav. Eða manstu þegar
þú tókst til máls á alþýðufund-
inum? Þú tókst í hönd mína, —
af hreinni tilviljun, af því ég
stóð við hlið þína — og sagðir:
„Sjáið þessar hendur, — sagðir
þú — með slíkum höndum ....“
Já, ég man það. Fáðu í glasið
aftur. Nú skal ég líka opna mig.
Annars er ég búinn að gleyma
hvað þessi handskjálfti heitir á
máli þeirra, það er læknanna.
Það skiptir heldur ekki máli.
Annars á ég það skrifað á blaði
einhvers staðar. Ég skal sýna
þér það á eftir. Hvernig stóð
á því að ég varð svona skjálf-
hentur, spyrð þú?
Tá, það gerðist af hreinni til-
" viljun og ef ég á að segja
þér atburðaröðina, þá er bezt
að byrja með því, að þegar við
afvopnuðumst á sigurárinu
1921, þá sneri ég rakleiðis heim
í það sem ég kallaði: fjölskyldu-
verksmiðjan okkar. Það er klárt
mál að sem byltingarhetja fékk
ég minn hluta af heiðrinum og
viðurkenningunni, en á hinn
bóginn — gleymdu því ekki, að
ég var flokksmaður og upplýst-
ur verkamaður. Að sjálfsögðu
gat maður ekki komizt hjá þvi
við og við að þurfa að tala vit
fyrir einstöku náunga. Og það
gat þá komið fyrir að maður
yrði að rökræða við einn eða
annan sem hafði sínar skoðanir
á hlutunum. „Jæia, sagði einn
náunginn, nú hafið þið fengið
það sem þið sóttust eftir með
baráttu ykkar og fjármál lands-
ins komin í röð og reglu. En
hvers vegna er hvorki hægt að
fá brauð né piparrót ..." Þess
konar athugasemdir var ég
fljótur að stöðva. Ég var harður
í hom að taka. Ég lét þá ekki
komast upp með neitt mensé-
vískt kjaftæði. Nei! Fáðu þér
aftur í glasið, þú þarft ekkert
að bíða eftir að ég tæmi! Ég
þrælaði eins og hestur í litlu
verksmiðjunni svo sem árstima
og svo — allt í einu — var ég
kallaður til héraðsnefndarinnar.
„Heyrðu nú Malinin Vasily
Semyonovich, og svo framvegis,
og svo framvegis, hér er skipun
í stöðu. Flokkurinn — segja
þeir — kallar þig til þjónustu
í Sérlegu Baráttunefndinni
(Undanfari Tékkunnar, kúgunar
lögreglunnar, þýð.) til að berj-
ast við gagnbyltingarmenn. Vér
óskum þér gæfu og gengis —
segja þeir — í bardaganum við
alheims-borgarastéttína, og
fluttu lotningarfyllstu kveðju
okkar til félaga Deershinskv, ef
þú hittir hann.“ Nú og ég —
ja hvað átti ég að segja. Ég er
flokksmaður. „Nú jæja þá,
þetta er skipun. Ég verð að
vinna það hlutverk, sem flokkT
urinn leggur mér á herðar."
Svo tók ég við skipunarbréf-
inu, skrapp upp í verksmiðju
til að kveðja strákana og svo
af stað. Á leiðinni var ég að
velta því fyrir mér, hvemig ætti
að skipuleggja handtöku allra
gagnbyltingarmanna svo að
þeir gætu ekki spillt fyrir hinni
sovézku forustu okkar. Svo gaf
ég mig fram í Sérlegu Baráttu-
nefndinni. Og ég fékk í raun-
inni tækifæri til að hitta
Deershinsky Feiiks Edmundo-
vich og skila honum kveðjum
frá félögunum í héraðsnefnd-
inni.
Hann þrýsti hönd mína, þakk
aði mér og svo sagði hann og
beindi orðum sínum til okkar
allra — við vorum -kringum
þrjátíu manns, allir kvaddir til
þjónustu úr flokknum, vorum
þarná stilltir upp í langa röð, —
hann sagði að þar sem ekki
væri hægt að bvggja hús sitt
á mýri, þá yrði fyrst að ræsta
fram og þurrka upp mýrina og
við það tækifæri væri óhjá-
kvæmilegt að útrýma nokkrum
eiturslöngum og illgresi. Það
væri jámhörð nauðsyn, sagði
hann. Og þar verðið þið allir
að leggja hönd að verki ...
það er að segja, sagði okkur
þetta í formi ævintýris, eða
dæmisögu og það hljóðaði svo
eðlilega og auðskiljanlegt.
Sjálfur var hann illúðlegur,
hann brosti ekki einu sinni.
Cvo fóm þeir að skipta okkur
niður á mismunandi verk-
efni. „Hver ert þú. Hvaðan
kemur þú? Og ef þeir spurðu
„Menntun" segja þeir —
hvaða?“ Og þú veizt nú hvemig
það er með mína menntun. Nú
ég hafði verið með Þjóðverjum,
svo á heimavígstöðvunum og á
eftir strit og púl á verkstæðinu
— þetta er öll mín menntun.
Jú og svo gekk ég tvö ár á
kirkjuskólann. Jæja, svo mér
var sagt að vinna í deild sérlegr
ar þjónustu og ef ég á að skýra
það meS venjulegum orðum, þá
var starf okkar fólgið í því að
framkvæma dauðadóma.
Ég get ekki sagt, að þetta
hafi verið erfitt verk, en það
er ekki heldur hægt að kalla
það létt. Það má segja það var
ekki skemmtilegt verk. Þetta
var allt annað en á vígstöðv-
unum, það veiztu sjálfur. Þar
gildir það, annað hvort drepur
hann þig eða þú hann. En hér
... ja, ég vandist þessu smám
saman. Maður fylgir manninum
yfir hlaðið ... og á meðan
hugsar maður, reynir allan tim-
ann að útskýra þetta fyrir sjálf-
um sér: „Þú ert neyddur til
þess, Vasily-þú-ert-nevddur
til-þess! Ef þú ekki brýtur háls-
inn á honum, þá mun hann
þessi snákur eyðileggja allt
sovétlýðveldið!" Ég vandist því.
Auðvitað drakk ég, án þess gæti
maður það ekki. Og brennivin,
það gátum við fengið. Það var
nokkurs konar sérstakur
skammtur eða úthlutun. Sem
tékkumenn fengum við súkku-
laði og hveitibrauð. Það var nú
borgaralegt uppátæki. Almenni
hermannaskammturinn var
brauð, grautur og fiskur. En á-
fengi því fengum við úthlutað.
Án áfengis getur maður ekkert
gert. Það veiztu bezt sjálfur.
Þannig vann ég f sjö mánuði,
og þá var það einmitt sem þetta
gerðist. Við höfðum fengið fyr-
irmæli um að útrýma hópi
klerka — fyrir það að þeir
hefðu útbreitt gagnbyltingar-
áróður, fyrir illkvittnislegan
undirróður þeirra, og eitthvað
um að þeir hefðu villt um fyrir
borgurunum ÞaS var eitthvað
1 sambandi við Tichon biskup.
Eða kannski var þetta and-
sósíalískt — ég veit satt að
segja ekki nákvæmlega um á-
stæðurnar. En f stuttu máli
sagt: Þeir voru fjandmenn. Og
þeir voru tólf alls.
Foringinn bendir á okkur:
„Þú Malinin — segir hann —
þú tekur þessa þrjá, þú Vlasi-
enko, þú Golvchiner, og þú
...“ Eg man ekki hvað sá fjórði
hét. Hann var Letti og hét ein-
hverju fáránlegu nafni, ekki
eins og okkar nöfnum. Lettlend-
ingurinn og Golovchiner fóru
fyrst af stað. Húsið var þannig
innréttaö, að varðstofan var I
miðjunni Öðrum megin við hana
var klefi, þar sem hinir dauða-
dæmdu voru geymdir og hinum
megin var útgangurinn fram 1
garðinn. Þegar við höfðum klár
að einn hentum við honum til
hliðar, fórum svo og sóttum
þann næsta. Það var skipun að
fjarlægja líkin strax. Og það
var vegna þess að stundum kom
það fvrir, er maður kom með
þann næsta og hann kom auga
á þann dauða, að hann tók upp
á því að sprikla með höndum
og fótum og reyndi að rifa sig
lausan. Og slíku fylgdi óþarfa
erfiði, bara meiri vinna. Það
er miklu betra, þegar þeir æpa
ekki.
Tæja Golovchiner og Lettlend-
" urinn höfðu komið verkefn
um sinum til hliðar og svo var
komið að mér. Ég hafði fengið
mér fyrirfram eitt glas af brenni
víni. Ekki vegna þess að ég
væri neitt hræddur eða tauga-
óstyrkur, ekki heldur vegna
þess að ég væri neitt veikur
gagnvart guðstrúnni. Ekki hið
minnsta.
Ég er flokksmaður, stöðugur í
sannfæringu minni og ég trúi
ekki á neina guði eða engla eða
erkiengla. En samt fannst mér
ég vera eitthvað undarlegur.
Hann Golovchinni hann átti auð
velt með þetta ,hann er jú gyð-
ingur, og það er sagt — ég veit
ekki hvort það er rétt — að þeir
hafi ekki einu sinni helgimynd
ir I kirkjum sínum Og sem ég
sit þama og er að drekka úr
glasinu, þá taka hinar
undarlegustu hugrenningar að
koma inn f hausinn á mér:
hvernig amma sáluga fór með
mig í kirkju, og hvemig ég
kyssti prestinn okkar, séra Vas-
ily á höndina og séra Vasily —
hann var þá orðinn gamall —
kallaði mig alltaf nafna sinn ...
Já, já ... Nú, ég fór svo út
á eftir þeim fyrsta og það gekk.
Svo sneri ég til baka, kveikti i
framhald á bls. 13
SMÁSAGA 1 IFTIR NIKOLA ARSHAK