Vísir - 22.02.1966, Qupperneq 15
V1 S IR . ÞriSjudagur 22. febrúar 1966.
15
HARVEI FERGUSSON:
Xr
Don Pedro
— Saga úr Rio - Grande - dalnum —
var ðljúft frá a3 hvika í lífi sínu.
Hann vildi engan láta fá tæki-
færi til þess að telja sig í flokki
landeigenda eða þeirra, sem
hagnast á leigu lands eða fast-
eigna, — og ekki vildi hann láta
það spyrjast út, að hann ynni
venjulega vinnu.
— Svo að þú vilt opna búð
héma, sagði hann allt f einu
til þess að segja eitthvað í vanda
sfnum, en Leo gat ekki áttað sig
á svarinu, nema að ljóst var, að
neitun hafði hann þó ekki feng-
ið.
Hann yppti öxlum og fórnaði
höndum uppgjafarlega eins og
sá, sem viðurkennir fyrir sjálf-
um sér og öðrum að það væri enn
í fullu gildi sem títt var sagt:
Enginn má sköpum renna.
— Það á víst ekki fyrir mér
að liggja að opna verzlun hér í
bænum, sagði hann. Ætli Vierra
hreki mig ekki burt.
— Heyrðu, sagði Beltrán ofsa
lega, og var auðheyrt, að honum
hafði heldur en ekki hitnað í
hamsi. Fari í helvíti, það skal
honum ekki lukkast, geti ég kom
ið f veg fyrir það.
Hann þagnaði skyndilega, eins
og hann hefði sagt meira en
hann hafði ætlað sér.
Beztu þakkir, sagði Leo, ég
mun kunna vel að meta vinsemd
þfna hvort sem okkur semur um
viðskipti eða ekki.
Hann fór að vefja hjartarfeld-
inum um riffilinn.
— Það er víst kominn tími
til þess fyrir mig að fara mína
leið, en ég mun koma aftur og
hafa tal af þér.
Beltrán var þögull stutta
stund og eftir svipnum að dæma
var hann ekkert hrifinn af því
að sjá riffilinn hverfa aftur nið-
ur f körfuna.
— Hvar ætlarðu að vera í
nótt? spurði hann, þegar Leo
var f þann veginn að stinga
rifflinum niður f körfuna.
- Ætli ég fái ekki einhvers
staðar inni — raunar get ég
sofið hvar sem er, undir beru
lofti, ef í það fer.
— Þú getur fengið að vera,
sagði Beltrán, það er nægilegt
húsrými hér og ég er birgur af
veiðidýrakjöti.
— Þakka þér fyrir, sagði Leo
og þótti nú vænlegar horfa,
þetta er vel boðið.
Þegar Beltrán hafði gefið
hestum sínum og höggvið í eld-
inn bjuggu þeir sér ágæta mál-
tíð úr veiðidýrakjöti og baun-
um, kryddað geitapipar. Leo
lagði til það, sem hann átti eftir
af víni og lfka kaffi. Áður en
þeir lögðust til svefns hafði þeim
komið saman um, að Leo skyldi
fá herbergi á leigu í húsinu, og
greiða fyrir það tvo dollara á
mánuði, og að Beltrán skyldi
aka vagni sínum til Mesilla, þar
sem hermennirnir höfðu skilið
eftir eitthvað af timbri, og sækja
þangað efni í hillur og búðar-
disk. Þeir höfðu ekki gert um
það neina samninga, en í raun-
inni litu þeir hvor um sig á
áformin, sem sameiginlegt fyrir-
tæki.
V.
Þegar Aurelio Beltrán var
lagður af stað til Messila næsta
morgun skoðaði Leo betur hús-
næðið, sem hann hafði tekið á
leigu. Herbergið, sem var næst
þeim tveimur, sem Aurelio bjó
í, hafði greinilega verið forsalur,
sem komið var inn í, er gengið
var inn í húsið um aðaldyr, og
augljóst var, að fyrr á tímum
hafði allt verið þarna með ósmá
um virðingarbrag, því að for-
| salurinn var fjörutíu fet á lengd
og arnar i tveimur hornum, en
! tilhöggnir bjálkar héldu uppi þak
inu. Hús af þessari gerð hrörna
jfljótt sé þeim ekki vel við hald-
j ið, veggir og þak, og þarna hafði
illgresi fest rætur milli þak-
bjálka og þreifst vel í rökum
Ieirnum, en í rigningatíð hafði
vatn greinilega síazt inn í bjálk-
ana, því að fúablettir voru í
þeim. Veggir höfðu verið kalkað-
ir utan, en allt kalk þvegizt
burt, og innan húss voru rákir
í veggjum, þar sem rigningar-
vatnið hafði lekið niður eftir
veggjunum. Gluggar voru sem
gapandi gin og hurð vantaði. í
einar dyrnar. Skuggsýnt var
þarna og saggi í lofti og ódaunn
af skordýrasaur. Tvær leðurblök
ur, sem hangið höfðu í bjálka,
tóku allt í einu til vængjanna
og flugu út um einn gluggann,
og stærðar rotta starði á hann
andartak áður en hún tók til fót-
anna og hentist út um dymar.
Álitlegt var þetta ekki, en
Leo virti allt fyrir sér án þess
að láta nokkurn bilbug á sér
finna. Þetta var í fyrsta skipti
sem hann réð yfir húsnæði, og
hafði þau áhrif, að blóðið rann
örara um æðarnar og hugmynda-
flugið örvaðist. Hann komst að
þeirri niðurstöðu, að það þyrfti
nokkra vinnu og efni en lítið fé
til þess að lappa upp á þetta og
gera forsalinn gamla vistlegan,
og hann sá þarna fyrir hugskots-
augum sínum, langan, traust-
byggðan búðardisk, hillur á
veggjum, fullar af alls konar
vamingi, og fallegar, litprentað-
ar biblíumyndir á veggjum ofan-
vert við hillurnar, eins og hann
hafði séð í búðunum í Santa Fe.
og Albuquerque. Til hliðar yrði
hann að hafa stand til þess að
koma fyrir á hnökkum og ak-
tygjum, og næsta herbergi yrði
hann að nota sem birgðaskemmu
því að hann ætlaði sér að hafa
nægar birgðir af komi og baun-
um, handa hernum, og þar yrði
hann að geyma nautshúðir, sem
biðu flutnings norður. Þriðja
herbergið myndi hann taka. til
íbúðar fyrir sjálfan sig og fleiri
mætti taka í notkun, ef hann
hefði þörf fyrir þau ... Hann
nam allt í einu staðar á þessari
hugsanabraut og fór að hlæja.
Það var víst eins gott að vera
minnugur þess, hugsaði hann nú,
að enn var þarna gamalt hús
rústum líkt, rottubæli, sem kann
ski var óráð að gera að manna-
bústað og sölubúð. En kyrr vildi
hann vera. Hann var fyrir löngu
búinn að sætta sig við að vera
á sífelldu flakki, en nú þráði
hann samastað undir fótum sér,
að geta verið innan veggja, að
hafa þak yfir höfuðið, að vera
ráðandi á stað, þar sem hægt
var að gera því meiri umbætur
sem lengur leið, og samtímis
yrði hann á umbótaleið sem mað
ur.
Honum datt allt í einu v hug
að hefjast handa nú þegar. Úti
í garðinum fann hann tvær gaml
ar vatnstunnur, bar þær inn og
setti niður með nokkru millibili,
og lagði borð milli þeirra. Þar
næst sótti hann körfur sfnar og
fór að taka upp varning sinn og
fór að athuga og telja birgðir
sínar, nálar og tvinna, skæri,
kjöthnífa og baðmullardúka -
og biblíumyndirnar, sem jafnan
höfðu verið hans útgengilegasti
varningur. Það var ekki mik-
ið, sem hann hafði meðferðis,
en það var hægt að byrja verzl-
un með þessu.
Honum barst allt í einu að
eyrumhvísl, leit upp og sá þrjá
litla drengi standa f gættinni
og litu þeir allir í áttina til
hans alvarlegir á svip. Hann
hefði svo sem mátt vita, að þeir
myndu hafa upp á honum áður
langt liði. Það var gamla sagan.
Ef ókunnugur maður kom í mexi
kanskan bæ — eða ef eitthvað
óvanalegt gerðist, var það seg-
in saga, að litlir drengir, tveir
eða þrír eða fleiri, kæmu á vett-
vang. Og alltaf fremur litlir
drengir, og framkoma þeirra á-
vallt hin sama: Gætnir, kurteis-
ir, ákaflega áhugasamir. og at-
hugulir - ekkert fór fram hjá
þeim. Og þeir myndu horfa og
hugsa og reyna að skilja, átta
sig, aldrei flækjast fyrir, aldr-
ei hávaðasamir. Það var eins og
þeim væri eiginlegt, að sitja þög-
ulir og horfa. Hann hafði haft
talsvert saman að sælda við
svona drengi árum saman.
— Góðan daginn, sagði hann,
og þeir svöruðu f kór: Buenos
días og það kom eins og hreyf-
ing á þá, þar sem þeir sátu á
hækjum sér úti við dyrnar. Þeim
T
A
R
Z
A
N
Það sézt enginn núna. Farðu með börn
in innst í hellinn mennirnir á hestunum
eru farnir. Munið þið fjögur að eitt hljóð
og við gerum út af við ykkur.
..IFTHEY FOKI'T- THEM
WE STAKT WOVINS SOttE
OF THIS LOOT OUT IN
7AYLISHT... RISHT UW7ER
THE KANSEKS' WOSES!
AFTEK ALL.WE ARE A
CÁMERÁ SAFAKl!
Hvað á nú til bragðs að taka Bart.
Við skulum hafa hægt um okkur í nokkra
klukkutíma. Gamla Bess hefur verið hlað-
in aftur.
Ef þessir náungar snúa við, þá hugsum
við vel um þá. Ef þeir gera það ekki, þá
flytjum við sumt af þessu út, beint fyrir
framan nefið á eftirlitsmönnunum þeirra,
þegar allt kemur til alls erum við ljós-
myndaleiðangur.
fannst, að þeir hefðu verið
boðnir velkomnir.
Það mátti raunar segja, að
Leo hefði stundað það sem sér-
grein árum saman, að eiga skipti
við svona drenui - að nokkru
vegna þess, að honam féll vlð
þá, í öðru lagi vegna þess að
það var hyggilegt, gat komið sér
vel, þótt síðar yrði Telpur voru
hins vegar erfiðari —, þegar
þær náðu vissum aldri, — ekki
hægt að tjónka við þær, en
drengir voru eins konar ambassa
dorar smábæjanna, og það var
mikilvægt að fara vel að þeim
— vita, hvernig átti að fara að
þeim.
ÍSIR
Auglýsinga-
móttuku
*
i
TÚNGÖTU7
og
Luuguvegi 178
Sími 1-16-63
VÍSIR
VISIR
er
einu
síðdegisbluðið
kemur
út
alla
virka
daga
allan
ársins
hring
Áskriftursími
1-16-61