Vísir - 11.03.1966, Page 2

Vísir - 11.03.1966, Page 2
HANN SLÓ BÍTLANA ÚT T Bretlandi seljast nú fleirl plötur meö Bob Dyian en meö Bítlunum. Og þaö þurfti mikið til að slá þá út. Þessi 34 ára gamli bandaríski þjóðlaga söngvari er á góðum vegi með aö leggja undir sig heimlnn. Og hvemig fer hann aö því? Umboðsmaður hans segir að hann sé byltingarsinnaður og hann fylgist með timanum. Aðdáendumir segja að hann geri þeim ljósa ábyrgðina, sem þeir bera á sjálfum sér og heim inum. Bob Dylan hét einu sinni Zimmermann. Hann breytti um Hann fær hugmyndimar aö söngvunum úr dagblöðunum... ... og semur söngvana meöan hann leikur billiard. nafn brezka skáldinu Dylan Thomas til heiðurs. Hreingern- ingnr Hreingerum með ný- tízku vélum. Fljót og vönduð vinna. Hreingemingar s.f. Simi 15166 og 32630 eftir klukkan 7 á kvöldln. ( mmÁ NýkomjB úrval af fiskum og gróðri. Það era fjögur ár síðan hann byrjaði að syngja. í söngnum „My Stolen Minute,“ segir hann frá því hvernig hann hætti skólanámi, einungis vegna þess að í lifeðlisfræðitíma gat hann ekki horft upp á að lítill héri væri drepinn í tilraunaskyni fyr ir nemendurna. Hann hljópst á brott — og fyrir fjórum árum var hann ráðinn til aö syngja kúrekasöngva á kabarett í New York. Hann fékk tæpar 1000 krónur á viku. „Þann dág varð ég ríkur,“ segir hann. „Þetta var gífurleg upphæð. Síðan þá hefur ekkert breytzt hjá mér.“ Bob Dylan býr í Greenwich Village í New York og síöan hann byrjaöi aö syngja hefur hann varla haldiö sig annars staðar — nema þegar hann hef ur verið á ferðalögum. T.d. fyllti hann Royal Albert Hall i London tvö kvöld í röð í fyrra vor — og Royal Albert Hall tekur 8000 manns. Annars ku Bob Dylan vera illa við flugvélar svo að ekki sé talað um 1. farrými, enda hef- ur hann hingað til ekki ferð azt nema á ferðamannafar- rými, þótt milljónamæringur sé. I vor fer hann í hljómleika ferð til Evrópu og er sagt að hann hafi samþykkt að feröast á 1. farrými, eftir að hafa þrjózkazt lengi við. Bob Dylan les blöðin og þar fær hann hugmyndir af söngv um sínum, ádeilusöngvum. Meðan hann leikur billiard sem ur hann vísurnar. í síðasta ári munu tekjur Bob Dylan hafa verið um 12 milljön krónur — en hann hugs ar ekki um þær og heldur á- fram að syngja sem fyrr: — Mig langar til að eiga „a million dollar“, en ef ég ætti peninga myndi ég kaupa nokk ur mótorhjól, lofthreinsara og fjóra eða fimm sófa . . . Kári skrifar: Bob Dylan vill lifa „eins og skáld“. Hann er á móti því aö láta taka af sér myndir, en f þau fáu skipti, sem hann fellst á þaö, er þaö gert frammi fyrir kofaræksni. FISKA - OG FUGLABÚÐIN KLAPPARSTÍG 37 -SÍMI: 12937 „Tilraunamorðingjar“ í umferðinni. /Áprúttnir ökumenn eru í „sér umslagi“ hjá íslenzku réttarfari og að auki „jafnvel verölaunaðir af sumum trygg- ingarfélögum" eins og einn góð ur og réttsýnn maður sagði ný- lega. Svo viröist sem þeir séu oft hafnir yfir lög og rétt. Þeir sleppa við refsingu, þótt þeir vegna ábyrgðarleysis síns séu valdir að dauða, örkumlum og meiri háttar skaða. Og þeim er hleypt aftur út í umferðina eins og ekkert hafi í skorizt svipað og ef byssubófa væri veitt skotleyfi, leyfi til að drepa meira. Hvað veldur þessu hér á landi? Erlendis er yfirleitt litið á ökuníðinga sem saka- menn, en hér eru þeir bara sagðir „kaldir karlar." Málsvarar umferðarbófanna Þegar slys ber að höndum hér, er það segin saga, aö þess ir umferðarbófar eignast fyrir- hafnarlaust líknandi málsvara, sér að kostnaðarlausu. „Hverjir eru það nú?“ mun margur spyrja. Hverjir aörir en fulltrú ar einhvers tryggingarfélag- anna. Þetta er þeim mun harö- slegnara fyrir þá sök, aö þess- um félögum ber að vernda samborgarana fyrir tjóni af völdum annarra. Meinvættur- in í umferðinni virðist líka svo ótrúlega oft hafa lögin með sér. Samkvæmt islenzkum um- ferðarlögum virðist erfitt að dæma sérhvern ökumann við hvaða aðstæður sem er, í fulll um rétti — hundrað prósent rétti. Svo loðin og teygjanleg eru ákvæði umferöarlöggjafar- innar. Tryggingaragentinn get- ur jafnaöarlegast séö sér leik á borði og hengt hatt sinn á ó- trúlega smáskitleg atriði. Að taka á sjálfan sig yfirsjónir annarra. Það er eins og gerð sé til þín, sem ekur eftir öllum settum reglum, skýlaus krafa um, að þú verðir að vera við því búinn að taka á sjálfan þig glæfra- legt athæfi og yfirsjónir þess eða þeirra, sem þú mætir í um ferðinni, hvort sem þú ekur á grænu ljósi eða eftir aðalbraut og gerir allar hugsanlegar var- úðarráðstafanir (jafnvel dembir þér svo til út af vegi) til að forð ast árekstur. Þaö er ekkert ver ið að spyrja aö því, hvort þú sért meö fjölskyldu þína, litlu bömin þín, vanfæra eiginkonu. Ein saga af mörgum. Ef þú ert heiðarlegur í fram- burði þínum t.d. segir að þú hafir séð bílinn nálgast nokkru áður en komið er að blindri hæð máttu búast við því, aö trygg- ingaragentinn grípi þetta á lofti. Hann segir: „Ég sé ekki betur en þú sért að sakfella sjálfan þig, góði minn og viöur kenna þar með þína sök aö slys inu.“ Hann hlustar ekki á þig þótt þú maldir í móinn og segir: „Ég vék út í blákant — lengra gat ég ekki komizt.“ Og þú mátt jafnvel búast viö því, að þú verðir hankaður á því, er þú segir, að hraði bifreiðar þinnar hafi aðeins verið 10-20 km. á klukkustund. Þaö getur hæg- lega rýrt þinn rétt í augum tryggingarfélags. Þeir hjá fé- laginu hugsa: „Þú hafðir alla möguleika til að afstýra slysinu góðurinn, af því að þú varst bú inn að sjá bílinn og svo viður kennirðu að hafa ekki verið á neinum teljandi hraða.“ „Þeir“ virðast ekki líta við gögnunum sem liggja fyrir í skýrslu lög- reglunnar: að hinn bíllinn hafi verið á kolólöglegum hraða við þessar aðstæöur (niður brekku við blinda hæð í fljúgandi hálku) eins og ökufanturinn neyddist þó til aö viöurkenna og ennfremur að bíll hans hafi verið ólöglegur — með eina keðju að aftan — og hann hafi bremsaö svo að hann komst ekki út úr hjólförunum út í hinn kantinn. Óvilhallir lögreglumenn með kunnáttu? Svo er það eitt, sem getur verið hvað alvarlegast fyrir þig sem ekur bíl og lendir I slysi og ert þó í fullum rétti. Þegar slys ber að höndum úti á lands byggðinni er oftast aðeins einn lögreglumaður sendur á staðinn og honum treyst algerlega fyrir nákvæmri útmælingu og athug un á því, sem hefur gerzt. Um ferðarslys eru þaö vandasöm viðureignar, að slíkt ætti ekk> að leyfast. Segjum svo, aö viö- komandi lögreglumaöur sé per sónulega kunnugur ökuníðingn um, jafnvel vinur hans. Hvað kemur þá fram í skýrslunni? Við hverju má búast? I

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.