Vísir - 12.03.1966, Page 8
ea
VISIR
Utgefandi: BlaSaútgáfan VISER
Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson
Ritstjóri: Gimnar G. Schram
A5stoðarritstjórÍ:*Axei Thorsteinson
Fréttastjðran Jónas Kristjánsson
Þorsteinn Ó. Thorarensen
Auglýsingastj.: Halldór Jónsson
Ritstjóm: Laugavegi 178. Sfmi 11660 (5 linur)
Auglýsingar og afgreiðsla Túngðtu 7
Áskriftargjald: kr. 90,00 á mánuði innanlands
f lausasðlu kr. 7,00 eintakið
Prentsmiðja Visis — Edda h.f.
Bölmóður og svartsýni
]\/[ikil aflatregða á heimamiðum Norðlendinga und-
anfarin ár hefur valdið ýmsum erfiðleikum á þeim
stöðum, sem eiga afkomu sína að mestu undir sjávar-
útveginum. Það er þó von allra, byggð á fyrri reynslu,
að hér sé um tímabundið aflaleysi að ræða, og áður
en langt um líður bregði aftur til betri tíða.
Stjórnarandstaðan hefur notað þessa erfiðleika
norðlenzka sjávarútvegsins óspart til árása á ríkis-
stjómina. Stjórnarandstæðingar táka það þrásinnis
fram í ræðu og riti, að góð aflabrögð séu ekki ríkis-
stjórninni að þakka, sem rétt er, en hins vegar láta
þeir í það skína, að aflaleysi sé henni að kenna! Allt
tal þeirra og skrif um afkomu fólks á þessum stöðum
er sízt til þess fallið að auka því kjark í erfiðleikun-
um, og ýmsir heimamenn þar kunna þeim litlar þakk-
ir fyrir landauðnarsönginn. T. d. segir Lárus Jónsson,
bæjargjaldkeri í Ólafsfirði, í ágætri grein, sem hann
ritar um þessi mál í síðasta hefti tímaritsins Stefnis:
„Það er einkum tvenns konar áróður, sem dregið
hefur hvað mest úr sjálfsvirðingu íbúa norðlenzkra
sjávarplássa, svo og áliti almennings á þjóðhagslegu
gildi þessara staða og framtíðar viðgangi: Hið fyrra
er almenn spásögn Framsóknarmanna um nýstárleg-
ar náttúruhamfarir af mannavöldum, sem felist í
stefnu ríkisstjórnarinnar og leiða muni til landauðnar
í dreifbýlinu yfirleitt, en hið síðara eru hinar tví-
eggjuðu og ýktu „upplýsingar um ástandið", sem
dreift er um borg og bí frá þessum stöðum sjálfum í
blöðum og útvarpi, þegar slíkir tímabundnir erfið-
leikar steðja að heima fyrir“.
Tilgangurinn með þessum áróðri er, eins og Lár-
us segir, „sá, að rífa niður fyrir stjórnarvöldum lands-
ins, án tillits til þess, hvaða áhrif það mundi hafa á
framtíð dreifðra byggða í landinu eða yfirleitt hvað
sem það kostar“. — Það er einmitt rétta orðið: „Hvað
sem það kostar“ skal niðurrifsáróðurinn rekinn, til
þess að reyna að ónýta viðreisnaráform ríkisstjóm-
arinnar. Öll baráttan er miðuð við það, að koma
stjórninni á kné, hvað sem það mundi kosta þjóðina.
En meirihluti íbúanna í hinum norðlenzku sjávar-
plássum er staðráðinn í að takast á við erfiðleikana
með dugnaði og harðfylgi, en þeim er að vonum ekki
um það, að pólitískir ævintýramenn hér suður í
Reykjavík séu stöðugt að kyrja „útfararsöng“ yfir
byggðum þess og bólfestu; því þar eins og annars
staðar er til eitthvað af fólki, sem lætur slíkan áróður
hafa áhrif á sig og draga úr sér kjarkinn. En það
skyldu þeir muna, sem leggja trúnað á volæðissöng
Framsóknarforingjanna, að mennimir, sem spáðu
,móðuharðindunum“ og samdrættinum „af manna-
völdurn" fyrir 6 ámm, eru lélegir sjáendur og lítt á
spár þeirra að treysta.
VT’ÍÍ’Í'R .' Labgaiaagúr fíf.TífafFTSBir.
ALÞVÐUSAMBAND ÍSLANDS er fimmtugt í dag. í tilefni af því
hefur blaðið snúið sér til nokkurra af framámönnum verkalýðs-
hreyfingarinnar og átt við þá stutt viðtöl. Hannibal Valdemarsson,
núverandi formann Alþýðusambandsins; frú Jóhannu Egilsdóttur,
fyrrv. formann verkakvennafélagsins Framsókn, sem setið hefur á
þingum Alþýöusambandsins frá því 1923; Guðjón Sigurðsson, for-
mann félagsins Iðju og Sverri Hermannsson, formann Landssam-
bands Verzlunarmanna — og innt þá eftir bæði því, sem gengið
er og því sem helzt er framundan í kjarabaráttunni.
HANNIBAL VALDEMARSSON:
Þjóðfélagið hefur
breytzt til batnaðar
Alþýðusamband íslands er
stofnað 12. marz 1916, og for-
sagan er sú að sjö verkalýösfé-
lög í Reykjavík og Hafnarfirði
standa að stofnuninni. Haustið
1915 höfðu fimm verkalýðsfé-
lög í Reykjavík kosið hvert um
sig tvo menn í nefnd tll að
semja lög fyrir væntanlegt sam
band verkalýðsfélaganna í land
inu. Þessi nefnd lauk störfum
í febrúarmánuði, og stofnfund-
urinn var svo kallaður saman
12. marz, 1916. Þann fund setti
Jónas Jónsson frá Hriflu, en
Þorleifur Gunnarsson, þá bók-
bandsnemi, var kosinn fundar-
stjóri.
Á þessum stofnfundi, 12. marz
voru samþykkt lög fyrir Alþýðu
sambandið, lögin sem nefndin
hafði samið, en á 1. framhalds
stofnfundi, 19. marz, næsta
sunnudag, var kosin fyrsta
stjóm sambandsins. Forseti
hennar var Ottó N. Þorláksson
við að talan hefur rúmlega
fimmtugfaldazt á þessum 50 ár-
um. Af þessu má draga þá álykt
um, að þróun og vöxtur Alþýðu
sambandsins hefur verið nokk-
urn veginn öruggur, sígandi og
jafn og viröist svo vera enn.
Verkefni Alþýðusambandsins
hefur auövitað verið fyrst og
fremst kjarabarátta. Meðan Al-
þýðusambandið var jafnframt
stjórnmálaflokkur, var eðlilega
einnig bein stjórnmálaþátttaka
meirihluti þess. Og eftir að
skiulagsbreytingin átti sér stað,
1940, þá heldur Alþýöusam-
bandið auðvitað áfram að hafa
afskipti af atvinnumálum og
hvers konar menningarmálum
og mannréttindamálum fyrir
verkalýðsstéttina og hefur þann
ig ávallt haldið áfram að hafa
afskipti af löggjöf, verkalýðn-
um til hagsbóta og aukinna
mannréttinda og betra lífs. Það
er. ýkjulaust að félagsmálalög-
— sem enn er á lífi, k01mlhrt'' >1'gíöfin‘a"at3"megtóstofni fil upp-
á tíræðisaldurinn en ritari Jón runa sinn í verkalýðsfélögunum,
Hannibal Valdemarsson
forseti A.S.Í.
skipti Alþýðusambandsins og
ríkisvaldsins stundum orðið til
þess að leysa vandamál í kaup
gjalds og efnahagsmálum, sem
annars hefðu reynzt torleyst.
Þá hefur Alþýðusambandið ann
azt margvíslega þjónustu fyrir
sína meðlimi. Upplýsingaþjón-
ustu fyrir 160 sambandsfélög
og lögfræðilega þjónustu hefur
Alþýðusambandið lengi veitt;
annaö hvort haft ráðinn lög-
fræðing í sinni þjónustu eða
samninga við lögfræðing og hef-
ur Egill Sigurgeirsson hæsta-
réttarlögmaður lengst verið lög
fræðingur þess og er það nú.
Þá hefur Alþýðusambandið haft
ýmis stórmál á prjónunum, nú
síðast orlofsheimilamálið, sem
við höfum hvergi nærri lokið
og eigum meginverkefnin eft-
ir. Og f sambandi við þetta af-
mæli, erum við aö ganga frá
stofnun Sparisjóðs Alþýðu, sem
verkalýðshreyfingin í Reykja-
vík og nágrenni stendur að.
Þá hefur Alþýðusambandið
hafið gagnasöfnun varðandi
vinnumarkaðinn í samstarfi við
samtök vinnuveitenda og nefn-
AIÞÝDUSAMBAND
Baldvinsson. Ólafur Friðriksson
var kosinn varaforseti. Á fyrsta
reglulegu þingi sambandsins, í
nóvember 1916, er svo Jón Bald
vinsson kjörinn forseti sam-
bandsins, en Jónas Jónsson frá
Hriflu ritari þess í stað hans.
Jón Baldvinsson var svo for-
seti þess í 22 ár, eöa allt til
dauöadags, 1938. Hann hefur
lengst allra verið forseti sam-
bandsins, en jafnframt var hann
formaður Alþýðuflokksins allt
þetta tímabil, því að Alþýðu-
sambandið var frá upphafi í
senn verkalýðssamband og
stjórnmálaflokkur. Stefnuskrá
fyrir stjómmálaflokkinn, þ. e.
a. s. þá aðild sambandsins, sem
vék að þjóömálunum, var sam
in á stofnþingi þess, 1916, og
frá henni gengið á lokafundi
þingins, 5. fundi, sem haldinn
var 27. maí um vorið. Þegar
því verki var lokið, var þing'-
inu slitið. Það stóð sumsé frá
12. marz allt til maíloka, og
voru fundir venjulega haldnir
um helgar.
Félagsmannafjöldinn í þeim
sjö félögum, sem stóðu að stofn
un Alþýðusambandsins, var
650. Mér finnst dálítið skemmti
iegt, að þegar við lítum á meö-
limatölu Alþýðusambandsins að
loknum 25 árum, hafði félags-
mannafjöldi 25-faldazt. Og þeg-
ar við berum saman nú meö-
limatöluna í upphafi og með-
limatölu Alþýðusambandsins
nú, sem . er 35 þúsund, sjáum
verið búin til þingflutnings á
þingum Alþýðusambandsins og
síöan af þingmönnum sem tek
ið hafa þessi mál að sér til
flutnings á alþingi. Enn i dag
kemst Alþýðusambandið ekki
hjá því að hafa afskipti af
margvíslegum öðrum málum en
þeim, sem beinlínis koma viö
kaupgjaldinu, svo sem vinnu-
tima, öryggi á vinnustöðum og
alls konar öryggis og trygginga
málum. Ein og kunnugt er hef-
ur ríkisvaldið komið viö sögu
atvinnurekendanna í flestum
meiri háttar samningagjörðum
síðustu árin, og þá hefur ekk-
ert síður verið fjallað um mál
eins og atvinnumálin húsnæðis
málin og önnur stór mál, sem
verkalýðinn varöar, heldur en
kaupgjaldsmál, og þessi sam-
ist sú samstarfsstofnun kjara-
rannsóknamefndar.
Þannig erum við alltaf með
fangið fullt af verkefnum og í
framtíðinni bíða okkar ennþá
stærri viðfangsefni, því að alltaf
er drjúgur skerfur góðra mála
óleystur, þó að ýmsu þoki á-
fram. Og við stöndum í þeirri
meiningu, að Alþýðusambandið
megi með sæmilegri ánægju
líta yfir farinn veg. Það er staö
reynd — þjóðfélagið hefur
breytzt til batnaðar; alþýðumað
urinn á íslandi í dag klæðir sig
betur nærist betur, býr við betri
húsakynni, býr við meira réttar
öryggi heldur en þegar Alþýðu-
sambandið hóf göngu sína fyrir
50 árum. Og þannig skal þróunin
vera áfram á komandi árum og
áratugum.
JOHANNA EGILSDOTTIR:
Nú viðurkenna allir
rétt verkafólksins
Verkakvennafélagið Fram-
sókn, var eitt af þeim fimm
verklýðsfélögum i Reykjavík,
sem stóðu að stofnun Alþýðu-
sambands íslands í marzmán-
uði, árið 1916. Ég var ekki