Vísir - 12.03.1966, Síða 16
Laugardagur 12. marz 1966
Kjarval og fleiri
sæmdir fdlkaorðu
í tilefni af áttræðisafmæli Jóhann
esar S. Kjarval, listmálara hefir for-
seti íslands sæmt hann stórkrossi
hinnar íslenzku fálkaorðu í viður-
kenningarskyni fvrir listaverk hans.
Samkvæmt ósk listamannsins
hefur heiðursmerkið verið falið
Listasafni Islands til varðveizlu.
Forseti Islands hefir 11. marz
sæmt eftirgreinda menn riddara-
krossi hinnar íslenzku fálkaorðu:
Séra Emil Bjömsson, formann
Blaðamannafélags Islands, fyrir
störf að blaðamennsku.
Kristján Jónsson, bakarameist-
ara, Akureyri, fyrir iðnaðarstörf.
Tómas Á. Tómasson, sendiráðu-
naut, París, fyrir störf á vegum
utanríkisþjónustunnar.
ALLT TÓBAK OS ÁFENGIFERÐA-
MANNA TOLLSTIMPLAÐ
Þ'órf á meiri mannafla til tollgæzlu, segir Unnsteinn Beck
Það er töluvert vlðbótarálag
fyrir tollgæzlumennina aö af-
greiöa eftir nýju reglugerðinnl
sagði Unnsteinn Beck tollgæzlu
stjóri í viðtali við Vísi, er blað
ið átti tal við hann út af af-
greiösluháttum starfsmanna
tollgæzlunnar eftir að nýja
reglugerðin tók gildi.
— Er vandlegar skoðað?
— Það eru a.m.k. ákveðnari
fyrirmæli en áður um mat á far
angri ferðamanna. En það sem
veldur m.a. aukinni vinnu og
þar af leiðandi nokkrum töfum
við afgreiðslu er það, að nú
orðið stimplum við allt tóbak
og áfengi sem feröamenn hafa
meðferðis. Þetta var ekki gert
áður, en tekið upp núna fyrst
og fremst til að auðvelda störf
löggæzlunnar í landinu.
— Hafið þiö þurft að bæta
við ykkur mannafla til af-
greiðslu skipa og flugvéla?
— Ekki hefur það verið gert
enn sem komið er, en hjá því
verður ekki komizt og það
meira að segja alveg á næstunni
Við höfum fundið bráða-i
birgðalausn á þessu vandamáli|
nú um stundarsakir
með því að taka starfsmenn af
öðrum vöktum og sem ætlaðir
eru til annarra starfa innan toll
gæzlunnar til að afgreiða ferða
menn sem til landsins koma.
Annars skal það játað, að þeg
ar margt fólk er með flugvélum
hingað til lands erum við full
hertir með að afgreiða þær með
þeim mannafla, sem við höfum
á að skipa.
— Þið bættuð nýlega við
ykkur starfsliði?
— Það var auglýst í fyrra
eftir fólki til tollgæzlustarfa,
en fengum allt of fátt. Við þurf
um á fleira fólki að 'halda. Það
eru sízt fleiri starfsmenn hjá
tollgæzlunni nú heldur en vora
fyrir nokkrum árum. Samt hef
ur starfssviðið færzt mjög í auk
ana og meira að segja ný við-
horf skapazt, sem ekki voru tH
áður. Við höldum rétt í horf-
inu með starfslið. Annars eru
tollgæzlumennirnir færri en
áður.
— Er von á viöbót?
— Það veröur að auka starfs
liðið. Það er óhjákvæmilegt og
ég tel víst að það verði auglýst
eftir fólki til tollgæzlustarfa á
næstunni.
Dagheimili og
Seltjarnarnesi
húsi ákveðin
Seltjarnarneshreppur hefur á-
kveðlð að festa kaup á hús-
inu Fögrubrekku í Lambastaöa
hverfl og koma þar upp dag-
heimili og lelkskóla i vor. Hlng
að til hefur ekki verið neitt dag
heimili á Seltjarnarnesi, aðeins
gæzluvellir og hafa tveir verið
opnir á sumrln en einn á vet-
uma.
Vísir spuröist fyrir um vænt
anlegt bamaheimili hjá sveitar
stjóranum Sigurgeiri Sigurðs-
syni.
— Það hefur verið tekin á-
kvörðun um að festa kaup á
Fögrubrekku í Lambastaða-
hverfi, sagði Sigurgeir, en það
er einlyft steinhús 130 ferm.
Var það álit sérfróðra manna
frá Sumargjöf að þetta hús
hentaði sérlega vel sem dag-
heimili og leikskóli. Lóðin, sem
er um 1300 fermetrar, er sér-
lega hentug og þarf svo til eng
ar breytingar á henni að gera.
— Gert er ráð fyrir að þarna '
verði rúm fyrir 30 börn en enn I
hefur ekki verið fyllilega ákveð |
ið hvernig rekstrinum verður <
háttað, hvort þarna verður dag
heimili eða leikskóli, en mestar I
líkur eru til að hvort tveggja 1
verði, því að húsið gefur mögu ,
leika á að skipta niður í tvær
deildir. Engar teljandi breyting '
ar þarf að gera á húsinu, lík-1
lega aðeins taka niður einn eða ,
tvo milliveggi og lagfæra gólf '
dúka.
— Auglýst hefur verið eftir
forstöðukonu og er gert ráð
fyrir að hún verði ráðin ekki
seinna en 1. maí og verði til
ráðlegginga um rekstrarfyrir
komulag, og von okkar er að
bamaheimilið geti tekið til
starfa einhvem tíma í maímán
uði.
Verzlanir lokq
kl. 12 á hádegi
Verzlunum verður lokaö kl. 12
á hádegi í dag og verður svo fram
vegis á laugardögum, allt árið um
kring. Er það samkvæmt hinum
nýju samningum verzlunarmanna
um styttan vinnutíma, en á föstu
dögum veröur áfram opið til kl.
19.
Eiginhandarhandrit Einars Benedlktssonar.
Handrit eftir þjóð-
skáld á uppboði
Eins og frá hefur verið skýrt
í Vísi verður eiginhandar hand-
rit Einars Benediktssonar skálds
boðið upp á bókauppboði hjá
Gjaldeyrisskammtur ferðamama
aukinn úr 12 þús. kr. í 15 þús.
1 þessari viku gekk í gildi ný
reglugerð um gjaldeyrisleyfi til
ferðamanna. Er hér um að reeöa
rýmkun á gjaldeyrisskammti þeim,
sem ferðamenn fá að hafa með sér
tii útlanda. Hækkun þessi nemur
þrem þúsund krónum. það er frá
12 þús. eða 100 pundum upp f 15
þúsund kr. eða 125 pund.
Reglur þær, sem gilt hafa um
gjaldeyrisleyfi til ferðamanna eru
frá 1957, þótti ástæða til breytinga
nú og eru ákvæði þessi því rýmkuð
eins og fyrr segir.
Auk þessa koma til yfirfærslur
vegna svokallaðra IT-ferða, en þær
eru á vegum ferðaskrifstofa, sem
eru í samvinnu við IATA (þ. e.
alþjóðaflutningasambandið). Fá far
þegar, sem fara slíka ferð leyfi fyrir
þrem pundum á hvem dag ferðarinn
ar, og ráðstafar ferðaskrifstofan
þeim, borgar með þeim hótelkostn-
að og annað slíkt. Ferðamenn, sem
fara þessar IT-ferðir fá 108 pund
auk áðurnefndra dagskammta.
Forstjórar ferðaskrifstofanna
héldu með sér fund á mánudaginn,
til þess að ræða þessi mál. Hyggj-
ast þeir gefa út bækling til þess að
kynna IT-ferðir. Má búast við að
þess konar ferðir færist í aukana
við þetta, en þær hafa lítið þekkzt
hér á landi.
IT-ferðir eru orðnar til fyrir sam
vinnu IATA-flugfélaganna og al-
þjóðlegra ferðaskrifstofa. Þær eru
skemmtiferðir skipulagðar fyrir-
fram og greiðist kostnaður allur fyr
ir brottför. Eru þar innifaldar ferð
ir, gisting, svo og önnur þjónusta.
I ferðum þessum er eingöngu ferð-
azt með áætlunarferðum flugfélag-
anna. Þær eru ódýrari öðrum ferð
um fyrir það, að farþegaskrifstofum
ar fá samkvæmt sérstökum samn-
ingi ódýrari fargjöld fyrir þessar
ferðir hjá flugfélögunum, eins kon
ar heildsöluverð á farseðlum.
Sigurði Benediktssyni í næstu
viku.
Þetta handrit er drápa, eða
brúðkaupskvæði, sem Einar
flutti í brúðkaupsveizlu mág-
konu sinnar, Sigríðar Zoega, er
hún giftist Agli Jacobsen kaup-
manni. Drápa þessi mun einnig
hafa verið prentuð og dreift til
brúðkaupsgesta og nánustu vina
og venzlamanna, en aldrei ver-
ið prentuð nema í fáum eintök-
um, og viðbúið að flest þau
eintök séu nú glötuð. Ekki er
blaðinu kunnugt um hvort hið
prentaða brúðkaupskvæði er
prentað eftir þvj handriti, sem
nú verður boðið upp, eða hvort
texti þess sé í einhverju af-
brigðilegur.
Sennilega er þetta fyrsta eig-
tnhandarhandrit Einars, sem
komið hefur fram á uppboði,
a. m. k. síðustu árin, en Einar
á sér marga aðdáendur og mun
marga fýsa að komast yfir jafn-
eigulegan og dýrmætan hlut.