Vísir - 18.03.1966, Síða 2

Vísir - 18.03.1966, Síða 2
SíÐAN Yerður fornindversk tónlist á næstu plötu „BITLANNASí? — George Harrison lærir nú á sítar Jgrkibítillinn George Harrison — sá Bítlanna sem þykir beztur gítarleikari — er núna að læra að leika forna ind- verska tónlist á átján strengja sítar, en það er hljóðfæri, sem sagt er að sé upprunnið fyrir meira en tvö þúsund ár- um síðan. George að æfa sig á sítarinn ifjgjJ HMri Svo kannski að aðdáendur The Beatles eigi eftir að heyra á næstu plötunni sem þeir senda út fomindverska tónlist en auðvitað með „beat.“ Þegar leikið er á sítarinn titra ellefu strengjanna meðan leikið er á hina sjö. George byrjaði fyrst aö læra að leika á hið margbrotna hljóð færi, sítarinn, með því að hlusta á plötusafn sitt og leika eftir því, en það hefur að geyma margar plötur með sígildri ind verskri tónlist. Núna leggur hann stund á sítarnám hjá með limi Asíaska tónlistarhringsins. Þegar George og kona hans, Patti, heimsóttu fyrst Ayana Deva Angadi — stofnanda og forstjóra tónlistarhringsins — efndi George til óopinberra sít- artónleika. Þessi tónlistarhringur var stofnaður í London árið 1953 til þess að efla nám og athug- un á tónlist og dansi allra landa Asíu. Forseti tónlistarhringsins, sem er alþjóölegur, er Yehudi Menuhin fiðluleikarinn heims- frægi. Varaforseti tónlistarhrins ins eru Benjamin Britten hiö fræga brezka tónskáld og ball- ettdansmærin Beryl Grey. George útskýrir leyndardóma sítarsins fyrir Patti konu sinni. Kári skrifar: t Smygl — Annar stærsti atvinnuvegur landsmanna E“. alls fyrir löngu tóku gildi ný tollákvæði. Aðal- tilgangur þeirra viröist í því fólginn, að menn komi með sem minnst heim úr feröalagi, því sem getur kallazt nokkurs virði nema minningarnar, en verð- gildi þeirra getur reynzt umdeil anlegt. Þegar þess er gætt, að litlu síðar gengu í gildi önn- ur ákvæöi, þar sem feröamönn um var leyfður mun meiri gjald eyrir en áður, svo aö þeir hefðu meira eyðslufé, fer varla hjá að þarna hafi verið um sam- ræmdar aðgerðir að ræða i því skyni að koma sem mestu fé úr landi án þess nokkuð komi í staðinn. En nú lítur helzt út fyrir að menn í förum skilji ekki þetta gerbreytta viöhorf — þeir lifa enn á þeim tímurti, þegar ríkissjóður átti ekki bein. línis í vandræðum með geymslu rúm fyrir gjaldeyriseign sína, og þó að þeir hafi gaman af að skemmta sér við og við í er- lendum borgum á breyzkra manna hátt, eimir enn eftir af þeirri gömlu búmennsku í hug arfari þeirra að fleygja ekki fé sínu fyrir einskisverða hluti, sem ekkert gefa í aöra hönd. Og fyrst lögin leyfa þeim ekki lengur að halda tryggö við þessi gömlu sjónarmið ... jú, eöli manna verður ekki breytt meö lögum og tilskipunum, það ætti hvert sæmilega sögufrótt lóggjafarvald aö vita. Að und anfömu hefur komizt upp hvert „stórsmyglið" á fætur ööru eins og lesa má um í blöðum. Fundvísi tollþjóna okkar skal að sjálfs. ekki véfengd, en þó að einungis sé fariö eftir stærðfr.l. líkum, viröist ekki djarft áætl- að, að fyrir hvert eitt stór- smygl sem upp kemst, komi að minnsta kosti tvö viölíka stór sem ekki tekst aö uppgötva. Samkvæmt því gefur auga leið að það eru ekki neinar smá- ræöis fúlgur af tollpeningi, sem ríkissjóður missir þarna af, auk þess sem hin víötæka tollrann sókn kostar hann að sjálfsögöu mikið fé. Þama virðist því ein- hver „klikkun í systeminu" — feröafólki og farmönnum er meinað aö flytja inn nauösynja vaming tfí heimilisnotkunar nm leið og gjaldeyrisheimildin er rýmkuð, með þeim afleiðing um að upphefst gífurlegt smygl á ónauðsynlegum varningi og ekki beinlínis til almennings- hollustu, þar sem hann er auö- seljanlegastur á innlendum markaði við margföldu uppruna verði... og um leiö er þetta varningur, sem ríkiö annast sjálft sölu á og veitir margföld um tekjum í ríkissjóð, sé hann réttilega innfluttur, samanboriö við nauðsynjaVarninginn. Hefði gjaldeyrir ferðafólks og far- manna veriö minnkaður, þá hefðu þessar aðgeröir verið skilj anlegar ... en hver skilur þær, eins og þær koma fram í reynd? „Tilbrigði mannlífsins“ glaðið „Dagur“ frá Akureyri er eitt af kátlegustu „gam- anblöðum“ landsins, enda gefið út af Framsóknarflokknum (eða öllu fremur KEA). Fréttir og fræðandi greinar eru skrif- aðar í þeim dúr, að hver óvit- laus lesandi fer vanalega að brosa, þegar hann flettir blað- inu. Tíminn I Reykjavík hefur ekki roð við litla bróður, hvað þetta snertir, enda reynir líka stóri bróðir að taka upp „stæl- gæjahátt" í blaöamennsku (að hætti Alþýðublaösins), sem ork ar eins og þegar sveitamaður fer á bítlaball í félagsheimili. Það er eins og hver önnur harm saga. En „Dagur“ er fyrirbæri 1 nýútkomnum Degi 12. marz sl. eru ýmis „blóm“ að vanda. Á baksíðu er aðalfréttin frá Húsavík, en þar, sem víða ann ars staðar hefur Dagur sinn fréttaritara — þetta er líka stór blað Norðurlands og kallað „Manchester Guardian“ Islands af sumum gamansömum mönnum fyrir norðan. Er- lingur ritstjóri hefur víst tek- ið þennan titil alvarlega eins og hefur komið á daginn. Fyrir sögn fréttagreinarinnar er þing eysk á svipinn, góðir hálsar, og hljóöar þannig í fullu veldi: TILBRIGÐI MANNLÍFSINS í VETRARHÖLL. Er þetta yfirlits frétt um tíðarfarið og lífsbar- áttu og framkvæmdir í Húsavík- urkaupstað. Ekki er hægt að stilla sig um að birta brot úr fréttinni: „Mjög hvít er sú jörð, sem við nú göngum á og fögur í kaldri dýrð. Kinnarfjöll eru töfraveldi í vestri og Krubbsfjall og Gyðuhnjúkur í austri. Á þá veröld slær mörg um brigðum lita og skugga allt frá því er sól veitir yfir fyrstu glætu dags, snemma morguns, til þess, er máninn þokast upp í himinhvolfið á kvöldin. Svo og næturlangt birtast í fjöllunum myndir, þeim sem þá vaka. Um Húsavíkurfjall fara glaðir ungl ingar á skíðum dag hvern. Þeim hafa fáir vetur veitt svo góð- an snjó. Skíðaslóðirnar liggja í sveigðum og beinum línum frá efstu brúnum fjallsins.... I þessari hvítu veröld Húsavíkur gerast um þessar mundir engir þeir hlutir, sem til stórtíðinda geta talizt utan það, að hér sem annars staðar á jörð grær mannlíf, sem mörgum þykir æv intýri í sjálfu sér. Að sjálfsögöu eru þó alltaf að gerast atburðir sem okkur þykja tíðindi innan húss....“ Síðar í fréttagreininni stend ur, bess: klausa, som á skilið verðlaun: „Mannlíf á Húsavík á sér ým is tilbrigði, sem ylja hjörtum manna í vetrarhöllinni. Ljóna- klúbbur Ilúsavikur hafði sl. sunnudag boð inni fyrir aldrað fólk í bænum.“ „Tunguhaft á listina“ I sama blaði, á leiöarasíð- unni, er úrdráttur úr framsögu ræöu Karls Kristjánssonar al- þingismanns (sem er frá Húsa- vík). Fáir flokkar gefa sig út fyrir að vera listelskari en Framsókn, að þeim rauðu undan skildu, á meðan þeir voru og hétu. Fyrirsögnin á greininni er svohljóðandi: Valdið setur tunguhaft á listina, sagði Karl Kristjánsson í framsöguræðu fyrir frumvarpi sínu um List- launasjóð. — Þetta er nú víst óvart haft eftir Shakespeare. Kannski er ekki að undra þótt Karl, sem er djúpspakur Þingey- ingur, þrællesinn £ bókmennt- um, kunni að hagnýta sér spjar ir Shakespeares, þegar mikiö liggur við. En ritstjóri Dags virðist hins vegar reyna að gera einn og sama vitringinn úr Karli frá Húsavík við Skjálf- anda og Shakespeare frá Strat ford-upon-Avon og svo er mal að í graut úr vizk'ukornum þeirra beggja — v e s g ú. „En drottinn var á öðru máli“. Á forsíðu sama tölublaðs af Degi er frétt, sem er gulls I gildi, sýnishorn af blaða- mennskustíl „Manchester Gu- ardian of Iceland" (!) Aðalfyrir sögn: Það átti að gera mikið í vetur. Undirfyrirsögn: En drott inn var á öðru máli. Þetta er frétt frá Egilsstöðum og fjallar um ástand og horfur á Héraði. Þar er gerðarlega skýrt frá veð urfarinu. „Hér kom kerlinga- hláka á dögunum og storka á eft ir. Allt er því haglaust. Við sjó inn er mildara veður. 1 vetur átti að gera öll ósköp til undir- búnings næstu sildarvertíð. Og víðar átti að stunda fram- kvæmdir. En drottinn var á öðru máli og lætur snjóa og snjóa ..“ m ÍSffiM

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.