Vísir - 18.03.1966, Blaðsíða 1

Vísir - 18.03.1966, Blaðsíða 1
 Aðild að EFTA væri mjög í hag bjóðarinnar Sogt frá erindi Þórhalls Ásgeirssonar, ráðuneytisstjóra í gær — Ég tel það ekki í samræmi við hagsmuni þjóðarinnar að ísland standi áfram, eitt Vest- ur-Evrópulanda, utan markaðsbandalaganna, því þjóðin er ekki fús til að sætta sig við verri lífs kjör og minni framfarir en nágrannaþjóðimar, sagði Þórhallur Ásgeirs- son, ráðuneytisstjóri við skiptamálaráðuneytisins á ráðstefnu Varðbergs í gær. Flutti hann ítarlegt og mjög fróðlegt erindi um ísland og EFTA, þá miklu kosti, sem aö- ild að bandalaginu myndi færa þjóðinni og þau vandamál, sem aðild skapaöi. Kostir aðildar að EFTA — Fullyrða má, sagði Þórhall- ur Ásgeirsson, að það hafi verið BLAÐIÐ i DAG . 3 Sýnlng á þjóðbúning- um. 4 Frumvörpin um stofnlánasjóöina. 7 Á strandstað f Geldinganesi. 8 Lelkafmæli Regínu. 9 Föstudagsgrein um de Gaulle og NATO. mikill skaði og óhapp að ísland gerðist ekki aðili að EFTA árið 1961. Víst voru þá mörg vanda- mál á sjóndeildarhringnum, — eins og nú, — en aðalkosturinn var þá skuldbindingin um skipu- lega lækkun íslenzkra tolla í á- föngum, sem íslenzkur iðnaður var þá á flestum sviðum fær um að mæta. Slíkar tollalækk- anir hefðu vafalaust getaö stuðl- að að miklu stöðugri þróun verð lags og kaupgjalds heldur en átt hefur sér stað síðan. Allflestir íslendingar telja nor ræna samvinnu æskilega. En hversu margir eru þeir, sem gera sér grein fyrir þvi að þungamiðja norrænnar sam- vinnu er nú á sviði viöskiptanna og það innan EFTA? Ef Island heldur sér þar fyrir utan á það á hættu aö einangrast smám saman frá samstarfi Norðurland anna og myndi þaö geta haft ó- æskilegar afleiðingar. Tekjutapið í Bretlandi einu 40 millj. kr. Þá rakti ráðuneytisstjórinn þann óhag sem íslenzkir út- flutningsatvinnuvegir hafa þeg- ar af því að ísland stendur utan EFTA. Tekjutapið vegna tolla- mismunarins í Bretlandi einu, miðað við útflutning ársins 1965, er talið að hafi numiö um 40 millj. krónum. Þessi upphæð gæfi þó engan veginn rétta mynd af þeim hagnaði sem út- flutningurinn getur átt von á að hljóta, þegar allar tollalækkanir yrðu komnar til framkvæmda, ef ísland væri aðili EFTA. Reynt hefði verið aö ná sams konar tollalækkunum í Bretlandi fyrir islenzkan freðfisk, og EFTA- löndin hafa fengið. Fór Guö- mundur I. Guðmundsson fram á þetta í viðtali við brezka ut- anríkismálaráðherrann Butler 1963. Var málið síðan rætt Framh. á bls. 6. Yfirlýsing formanns F.I.I.: IÐNAÐURINN AND VÍG- UR AÐILD AÐ EFTA stiiðað við núverandi aðstæður — Miðað við þær aðstæð- ur, sem iðnaðurinn býr við i dag, þá getur hann ekki fall- izt á aðild íslands að EFTA, sagði formaður Félags fsl. iðn- rekenda. Gunnar J. Friðriks- son, f gær á ráðstefnu Varð- bergs um ísland og EFTA. — Og sama gildir um af- stöðu iðnaðarins til fyrirhug- aðra áætlana um stiglækk- andi tolla óháð því hvort ís- land gerist aðili að, eða teng- ist, á einhvern hátt þeim markaðsbandalögum, sem mynduð hafa verið í Evrópu, sagði hann ennfremur. Ástæða þessarar afstöðu iðn- aðarins sagði Gunnar J. Friðriks Framh. á bls. 6. Netatjón afvöldum togara í athugun Elgendur báta, sem hafa orðið fyrir netatjóni af völdum togara, hafa nú netatjónið til athugunar og rannsóknar. Fyrir nokkru var birt frétt hér í blaðinu um mikið netatjón, sem bát ar hefðu orðið fyrir af völdum íslenzkra togara, en þar var sagt, aö Reykjavíkurbátar og fleiri bátar hefði orðið fyrir miklu netatjóni utan landhelgi vestra, og jafnvel að togarar hefðu fengið heilar neta- trossur í vörpuna. Hafði blaðið þá fengið staðfest, að um 20 net Sig- urvonar frá Rvík hefðu lent í vörpu íslenzkra togara með drekum, bauj um og öllu saman og mundi beint tjón af þessu nema tugum þús- unda. Frétt þessi var birt 14. marz. Það er togarinn Karlsefni, sem valdur var að netatjóni Sigurvonar og fleiri báta, m. a Breiðafjarðar- báta og gerðist þetta í björtu og hafa eigendur bátanna haft um það samráð hvað gera skuli í málinu. Hefur blaðið fengið það staöfest hjá Siguröi Péturssyni eiganda Sig- urvonar, að bátaeigendur hafi tjón- ið til athugunar og rannsóknar og hvað gera skuli, en ekki komið á það stig enn, að lögð hefði verið fram kæra. 56. árg. — Fostudagur 18. marz 1966. - 65. tbl. Togarínn Skúli Magnásson boðinn Grikkjum til sölu í gær samþvkkti borgarstjóm tillögu útgerðarráðs Bæjarútgerð arinnar um að selja grískum að- ilum togarann Skúla Magnússon fyrir 1 y2 milljón króna, en lík ur eru til, að grískir útgerðar- menn vilji kaupa skipið fyrir þá upphæð. Togari þessi hefur nú um langt skeið ekki verið rekstr arhæfur, og legið svo mánuðum skiptir ónotaður við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Kostnaður sem að slíkri legu leiðir nemur 1 y2 milljón króna á ári og er ekki nema sjálfsagt fyrir bæinn að losa útsvarsgreiðendur við slíka byrði sem er sóun ein á fjármunum. Það undarlega gerðist að full trúar minnihlutaflokkanna i borgarstjóm ruku upp hver á fætur öðrum með upþhrópanir um að þetta söluverð 1 ]/2 millj. króna fyrir heilan togara væri „hlægilegt“, það væri „smánar- verð“, „gjöf“ og ýmisleg önnur heiti sem þeir gáfu því. Einn hélt því m.a. fram að siglingatækin ein í skipinu væru meira virði en þetta söluverð. Var engu lík ara af orðum þeirra en að þeir teldu sig geta selt skipið fyrir margfalt hærra verð. En staðreyndir málsins eru allt aðrar og gerði Geir Hall- grímsson borgarstjóri glögga grein fyrir því. Hann upplýsti Framhald á bls. 6. Frá hinum fjölmenna fundi Varðbergs um EFTA-mál í gær. Þórhallur Ásgeirsson að flytja ræðu sina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.