Vísir - 18.03.1966, Blaðsíða 15

Vísir - 18.03.1966, Blaðsíða 15
V í S IR . Föstudagur 18. marz 1966. 75 HARVEI FERGUSSON: X- Don — Saga úr Rio - Grande - dalnum — við brullup eða útför eða skemmti samkomu. Æ fleiri komu til hans, leituðu ásjár hans í erfiðleikum, eða til þess að biðja hann að koma einhverju í verð fyrir sig. Honum til nokkurrar undrunar gekk allt í rauninni fyrir honum eins og í sögu, en slík velgengni atorku- manns leiðir ávallt margt af sér. Allir hinir mörgu, sem til hans leit uðu, bjuggu einnig yfir orku, mis- jafnlega mikilli ,sem hans hlut- skipti varð að hjálpa tl að beizla, hleypa i réttan farveg, með leið- beiningum eða beinni hjálp. Hann varð að skilja tilfinningar þess, óskir — hann varð hvort sem honum líkaði betur eða verr að vera sá, sem allt snerist um, sá, sem allir gátu leitaö til. Og oft spurði Leo sjálfan sig að því, hvort hann væri sjálfstæður eigandi verzlunar innar eða hvort hann væri orðinn þræll hennar. Það vissi hann vel, að hann átti sér ekki undankomu auð ið, — hann hefði ekki getað flúið frá sjálfum sér, hlutverki sínu. — Og samtímis gerði hann sér Ijóst, eftir öll farandlífsárin, að honum féll í rauninni ekki öll þessi inni- vera, allur þessi þrýstingur, öll þessi ábyrgö. í einu homi skrif- stofu sinnaí hafði hann ávallt harð viðarlurkinn, sem hann hafði notað sem göngustaf, á göngu, eða sem keyri, ef hann reið múlasna sínum. Hann horfði á hann stundum klökk ur af þrá. Hann átti líka enn leöur beitið sem hann hafði ávallt gyrt sig með, en í því voru vasar til að geyma í gull- og silfurpeninga. Og óljóst flögraöi aö honum, að ein- hvern tíma myndi sá dagur koma, er hann — sigurvegarinn á vett- vangi viðskiptanna — tæki staf sinn, gyrður gamla leðurbeltinu og héldi á braut frá vettvangi sigr- anna. Eftir á leit hann á þetta sem draumóra. Á þessu æviskeiði var hann eins tryggilega rótfastur orð inn þarna að örlaganna vilja, eins og hann áður hafði fariö frjáls um þjóðvegina, einnig að þeirra vilja eða duttlungum. III. Það var á þriðja velgengnisári hans, sem hann réðst í að kaupa sér reiðhest, og fór að þjálfa sig í reiðmennsku. Reiöskjótinn var fríður fákur af 'Kentucky-stofni, haföi allan gang, og kostaði 300 dollara. Ekkert hafði fram að þessu verið augljósara tákn þess, að hann var alþýðumaður en það að reiö- skjótinn var múlasni, brygði hann sér á bak, en er hann eignaðist reiö hest, af dáðu kyni, keypti sér 50 dollara hnakk, og hálfhá reið- stígvél úr gljáleðri, varð enn aug- ljósara, að hann var kominn í tölu viröingarmanna. Hann haföi orðið að sigrast á erf iðleikum til þess að þjálfast í sundi og dansi og ekki var það þrauta- laust fyrir hann, að þjálfast í reið mennskunni. Þegar hann hafði tekiö það í sig að kaupa sér reiðhest, fól hann Aurelio Beltrán að annast kaupin. — Það verður að vera stilltur hestur, sagði Leo, en hár. Hann geröi sér fulla grein fyrir, að ekki var nóg að geta komizt greiðlaga feröar sinnar, heldur yrði hann að ríða fallegum hesti, sem athygli vakti. Þaö tók Aurelio 6 vikur að finna hest, sem honum líkaði. Þá keypti hann handa honum jarpan fola, 6 vetra, af hreinu Morgan-kyni, en liðsforingi nokkur hafði fengiö hann frá Kentucky, fallið vel við hann, en taldi hann tæplega nógu þolgóðan, er veitt var eftirför Rauö skinnum á hinum hálfvilltu hestum þeirra. — Ég er búinn að prófa hann í þrjá daga, sagði Aurelio uppörv- andi röddu. Hann hvorki eys eða prjónar og er ófælinn. Hann étur úr lófa þínum, stendur kyrr, þegar þú ferð af baki, og tekur niður taumana, alveg óþarfi að tjóðra hann, og kemur þegar þú blístrar. Hann var alinn upp handa krökk- um og dekrað við hann. Þriggja ára krakki gæti riðið honum. Nú skait þú reyna, Þrátt fyrir allar þessar staðhæf ingar horfði Leo á fákinn meö grun semd f huga og dálitlum kvíða. Augnsvipur fáksins var mildur, að vísu, en honum óaöi við að stíga á bak svona háum hesti. — Ég hefi nefnilega aldrei komið á bak nema múlasna, sagði hann Aurelio hló að honum. — En nú stígur þú ekki fram- ar á bak múlasna, Leo. Þú getur það ekki viröingar þinnar vegna, þú ert kominn { tölu viröingar- manna, þú veröur að fara ferða þinna á háum hesti. Aurelio datt þama niður á að segja þaö sem Leo gat ekki mót- mælt, því að þessar voru nefnilega ástæðurnar fyrir, að hann réðst í hestakaupin, svo aö hann steig í ístaöið og hóf sig upp í hnakkinn, og reið hægt af stað, en þetta gekk vonum framar, og hann fór brátt að ríða skokk, og varð innan tíðar óragur við að hleypa. Mörgum viðvaningum hættir til að missa jafnvægi, er þeir fara að þjálfa sig í reiðmennsku, en sú varð ekki reyndin með Leo, og taldi hann það hafa verið góðan forleik að þessu að ríða múlasnanum, því að þótt hann hefði ávallt farið fetið á honum, var að þvf nokkur jafn- vægisæfing. Sannast að segja leið ekki á löngu þar til hann var orö- inn vel þjálfaður reiðmaður, var öruggur og sat vel hestinn, tein- réttur í baki. Fann eigi lítið til sín, sem væri hann þeim æðri, og þeir hans auðmjúku þjónar. Og þetta var sama fólkið, eöa aö l ^ a.m.k. sömu stéttar og þaö, sem I sín, er hann reið um þjóðveginn á þeim jarpa, og alþýðumenn er hann ; mætti heilsuðu honum með því að lyfta höndum eða hneigja höfuö sín, sem væri hann þeim æðri og þeir hans auðmjúku þjónar. Og þetta var sama fólkið eða a. m. k. sömu stéttar og það sem hann haföi setið með á kofagólf- um flötum beinum, og neytt meö fátæklegra máltíða, þeirra meðal eiginkonur og dætur, sem höfðu fagnað honum með því aö leggja hendurnar um hálsinn á honum og kyssa hann á kinmna. Og nú var þetta fólk farið að kalla hann Don Leo. Það haföi gengiö eins og í sögu, öruggt og greiðlega aö hann : var kominn í flokk virðingarmanna og reiðmanna. Hinir snauöustu komu fram við hann af alveg sér stakri virðingu, og hann fann, að nú höfðu þeir jafnvel dálítinn beyg af honum. En hann hafði hafiö sig upp úr alþýðustéttinni án þess að sam- einast æðri stétt, þvi að þrátt fyrir efnin og aukna virðingu átti hann ! ekki heima í flokki manna af Verra ættinni og annarra slíkra. Hann var virðingarmaður orðinn, vegna auðs síns og áhrifa, en hann varð þó ekki „einn þeirra", og reið einn síns liös á sínum háa hesti, en einmana var hann ekki, því að hon um féll aldrei starf úr hendi lið- langan daginn, og var oftast dauö- þreyttur er dagur var að kveldi kominn, en fann til þess enn meira en áður, aö hann var í raun réttri einangraðri en fyrr, þvi aö meðan hann y.ar farandsali yar hann í svo nánum terigslum við alþýðu manna, að í skiptum við það og kynnum var hvert bil brúað. Og nú naut hann þess æ betur, aö skreppa á bak til þess aö losna við áhrif þessarar einangrunar, varpa af sér viðjum starfs og erils, — ríða að fljótinu og dveljast þar stund og stund og valdi sér þá ein- hvern afskekktan stað, þar sem sendnar leirur voru næst bökkun- um og lygnur eða sandhólmar úti í fljótinu. Og þá fannst honum, að þama væri beðið eftir sér — þar biði hans faömur náttúrunnar op- inn. Hann gat lifað þama upp á ný ánægjustundir frá liönum tíma. Hann reið þangað tiðast hratt, stundum á haröa spretti, svo að dunaði í jörðinni, og þaut í lofti, er sá jarpi fór á kostum sem kólfi Olíukyndingatæki til sölu Olfukyndingartæki frá Tæknl, 3y2 ferm. með innbyggðum spfral. Brennari sjálfstilltur. Uppl. f síma 33191. T A R Z A n Það er farið með fangana í fangelsiö. Þú virðist vera þungt hugsi Tarzan, og ekki vera afslappaður. Ito skemmtir sér áreið- anlega. ( AS YOU <N0W, I'VE 7EV0TE7 MY UFE TO THIS WORK. 0F FRESEKVATIOKIIM APiWCA- WITH VERY UTTLS RECOMPEWSS... ' 5UT THEKE ARE SOME IH HlðH OFFICE WHO HAVE NO IWTEREST EXCE7T > COMFEWSATION!.. Ég hef verið að hugsa um það sem þú sagöir i gær. Þú sagöir, að þú héldir að veiðiþjófnaðurinn myndi byrja aftur en ekki hvers vegna þú héldir það. Eins og þú veizt hef ég helgað mig þessu starfi f Afríku gegn litlu endurgjaldi. En það em nokkrir hæstráðandi menn, sem hafa engan áhuga nema fyrir greiðslunni. Hm, ég held að ég skilji... en segðu mér ofurlítið meira. værd skotið. Hann reið hratt, ekki aðeins vegna þess, að hann mátti lítinn tíma missa, heldur einnig vegna þess, að hann naut þess að ríða á harða spretti. Og þegar hann hafði afklæðzt og synt og stjáklaði um alls nakinn á bakkanum eða lá þar leið honum eins og hann hefði varpað af sér álagaham örlag- anna. Honum var óumræðilegur hugarléttir aö því, að vera þama einn, á sendnum straumvatns- bakka, og hlýða á raddir náttúrunn ar. 7ÍSIR Auglýsinga- móttaku r I TÚNGÖTU7 og Lougavegi 178 Sími 1-16-63 VÍSIR VÍSIR er eina síðdegisbloðið kemur út alla virka daga allan ársins hrmg Áskriftarsími 1-16-61 i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.