Vísir - 02.04.1966, Blaðsíða 6
6
V í S I R . Laugardagur 2. aprfl 1966.
EL
Myndsjó —
Pramh af bls. 3
Elín sem er 16 ára hefur aðal
lega lag" stund á píanóleik,
finnst gaman aö spila undir og
er jafnvel að hugsa um að leggja
það fyrir sig a. m. k. með öðru.
Auður Ingvadóttir er eina
stúlkan, sem kemur fram á tón
leikanum, sem leikur á celló og
var tólf ára, þegar hún byrjaði
að læra að leika á það. Guðíður
Hermannsdóttir er undirleikari
hennar, en hún hefur nú lært í
nær tíu ár á píanó var aðeins
fimm ára þegar hún byrjaði. —
Þær ætla að flytja fyrir áheyr-
endur Menúett eftir tónskáldið
Caix D’Hervelois og Serenötu
úr Don Juan eftir Mozart.
Enn sem fyrr virðist píanóiö
vera langvinsælasta hljóðfærið
því að af nær tvö hundruð nem-
endum skólans eru um hundrað,
sem leggja stund á nám í píanó
leik.
Iðnsýning —
Frumó ols ?
ing er henni ætlað að vera
kaupstefna, þar sem þeim, sem
annast dreifingu iðnaðarvara til
neytenda, gefst tækifæri til að
gera viðskipti sín við framleið-
endur.
Tilkoma hins nýja og glæsi-
lega sýningar- og íþróttahúss
gerir það kleift að efna til Iðn-
sýningarinnar 1966 og vill sýn-
ingamefndin fyrir sitt leyti
þakka borgarstjóm Reykjavíkur
og sýningarsamtökum atvinnu-
veganna h.f. fyrir að hafa staðið
að byggingu þess.
Undirbúningur að sýningunni
hófst fyrir síðustu áramót og
hefur þegar komið i ljós, að
mikill áhugi er á þátttöku.
Hver þátttakandi fær afmarkað
svæði, sem ætlað er að verði i
fyrirfram ákveðnum einingum.
Minnsta sýningarsvæðið verður
um 2 fermetrar, en gera má ráð
fyrir að takmarka þurfi há-
marksstærð. Þeim, sem þurfa á
sérstaklega stóm sýningarsvæði
að halda, verður gert kleift að
koma þeim fyrir utan húss eftir
nánara samkomulagi.
Síðasta iðnsýningin, sem var
árið 1952 var haldin í tilefni 200
ára afmælis „Innréttinga Skúla
Magnússonar". Var hún haldin
í Iðnskólanum dagana 6. sept-
emb. til 19. okt. Sýnendur vom
209, en alls komu 73.377 gestir
á sýninguna.
Eðlilegt hefði verið, að tvær
til þrjár sýningar hefðu verið
haldnar á þeim 14 ámm, sem
liðin eru frá því iðnsýning var
síðast haldin. Það hefur þó far-
izt fyrir af ýmsum ástæðum,
en ekki sízt sökum þess að
hentugt sýningarhúsnæði hefur
ekki verið fyrir hendi .
Ur því hefur nú verið bætt
með bvggingu Sýningar- og
íþróttahallarinnar. ! henni verð-
ur sýningarsvæðið í ámlega 3000
fermetrar og má gera ráð fyrir
að þar geti sýnt um 250 aðiiar á
IÐNSÝNINGUNNI 1966.
Sýningamefnd Iðnsýningarinn
ar 1966 skipa: Bjami Bjömsson,
form., Björgvin Frederiksen,
Davið Sch. Thorsteinsson og
Þórir Jónsson. Framkváemda-
stjóri hefur verið ráðinn Arin-
björn Kristjánss., tæknifræöing
ur, en skrifstofa hennar er hjá
Landssambandi iðnaðarmanna, i
Iðnaðarbankahúsinu, Lækjar-
götu.
Þjórsa —
Framh af bls. 16
En fyrir það er auðvelt að girða
með þessum tveim áöumefndu hlið
argörðum, sem þurfa meira að segja
ekki að vera sérlega öflugir tll að
gegna hlutverki sínu.
í gær jókst ágangurinn í Þjórsá
enn verulega og hleðst upp jaka-
ruðningur fyrir neðan Hjálparfoss.
Að öðra leyti eru engar breytingar
frá í gær. Var frost þar innfrá 20
stig í fyrrinótt.
íþróttir —
Framh. af bls. II heims.
Áhorfendur geta í dag ráðið
miklu um það hvemig leikurinn
fer. Þeir geta blásið þeirri stemn-
ingu I liöið, sem þarf til að vinna
þennan erfiða og áríðandi leik. Sam
stillt átak á áhorfendapöllunum get
ur veitt krafti f fslenzka liðið. —
Þetta kunna danskir áhorfendur og
það sýndu þeir einmitt f Nyborg
á Fjóni í vetur, þegar ísland keppti
fyrri Ieik sinn við Dani f þessari
keppni og Danir unnu með góðunri
lokaspretti 17:12.
í dag ætti því að hljóma f fþrótta
höllinni samróma kór áhorfenda:
ÁFRAM ÍSLAND! — jbp —
Albræðsla —
Framh at bls 1
útlit fyrir, að hún muni valda
þeim atvinnugrelnum erfiðlelk-
um sem fyrir eru f landinu.
Þegar þetta mál er skoðað f
heild, er nauðsynlegt að sjá það
skaparins almennt. Af álbræðsl
skapsins almennt. Af álbræðsl-
unni mun verða mlkili þjóðhags-
legur ávinningur f auknum
þjóðartekjum og fjölbreyttari
iðnaði. Engum mundi hins veg-
ar detta i hug að halda þvi fram
að framlag álbræðslu tll fs-
Ienzkra efnahagsmála sé svo
stórt að ekki sé eftlr sem ðður
jafnmikll þörf á þvl að efla
aðra atvinnuvegi landsmanna
og þá ekkl sfzt útflutnlngsat-
vlnnuvegina. Þess vegna er það
sérstaklega mikllvægt, að ál-
bræðslan mun ekkl draga fjár-
magn frá uppbygglngu annarra
atvinnuvega, heldur styrkja al-
mennt gjaldeyrisöflun þjóðarinn
ar og þar með vaxtarmöguleika
allra atvinnuvega.
Öllum ætti að geta verið Ijóst
að i efllngu raforkuframleiðsl-
unnar i landinu og nýjum arð
bærum framleiðslugreinum,
felst á engan hátt vantraust eða
vantrú á þeim atvinnuvegum,
sem hingað til hafa borið uppi
þjóðarbúskap íslendinga og
munu halda áfram að gera það
um ókomna tíma. Aukin fjöl-
breytni í atvlnnuháttum hefur
reynzt þjóðarbúinu í heild og
einstökum greinum þess til
styrktar og örvunar. Svo mun
og verða í þessu dæmi. Nýtlng
þeirra stórkostlegu auðæfa, sem
felast f fallvötnum fslands, til
nýrrar iðnvæðingar, mun skapa
þjóðinni betri og traustarl efna
hagsgrundvöll, sem öllum hlýt-
ur að verða til góðs. íslendingar
eru vaxandi þjóð, þar sem nýj-
Alúðar þakkir færi ég öllum vinum mínum, fjær
og nær, samstarfsfólki, eldra og yngra og öðrum, sem
minntust mín með hlýhug og heiðruðu mig á marg-
víslegan hátt á sjötugsafmæli mfnu 27. marz síðastlið-
inn. - Ég þakka ykkur allar gjafir, blómasendingar,
kveðjur, heimsóknir og heiðurssamsæti. Lifið heil.
Þórarinn Guðmundsson
fiðluleikari
ar hendur geta leyst ný vcrkefni
án þess að því sé fórnað sem
fyrir er.
Hólaprentsbók fró dögum
Baldur —
riamh dt ils 16
vin dísilvélar hvor með 320 hest
öfl. í þvf er farþegasalur, sem
rúmar 45 manns í sæti og auk
þess annar matsalur. Þá eru þar
svefnklefar fyrir fimm farþega.
Lestarlúga á skipinu er ein
og hénni lokað með þreföldum
stálhlera .sjálfþéttandi. Vökva-
vinda er fyrir 4 tonn, en bóma
fyrir 5 tonna þungg. Þá er enn-
fremur vökvaknúið capstanspil
og vökvaknúin vinda til þess að
hækka og lækka bómuna. Vind-
umar era frá vélaverkstæði Sig
urðar Sveinbjömssonar.
í stýrishúsi er herbergi skip-
stjóra og stjómklefi. Þar er kom
ið fyrir siglingatækjum, Kelvin
Hughes ratsjá og dýptarmæli:
Lilley & Gillie áttavitum, sjálf-
stýringu, Tayo miðunarstöð o.fl.
Skipið var smfðað í stálskipa
smiðjunni f Kópavogi. Skipa-
smíðastöðin Nökkvi sá um inn-
réttingu og trésmfði undir um-
sjá Hans Lindbergs og Halldórs
Ámundasonar. Raflagnir ann-
aðist Áslaugur Bjamason. Ámi
Markússon var verkstjóri fyrir
bolsmfði en vélaniðursetningu
o. fl. annaðist Þórir B. Guð-
jónsson.
Nýtt frumvarp —
Fratnhald af bls. 1.
ur, sem honum era faldar meö
samningnum. Á því ári sem lið
ið er síöan Alþjóðabankinn
lagði samninginn til undirskrift
ar fyrir aðildarríki bankans
hafa 35 ríki undirritað hann og
meðal þeirra era Danmörk, Svf-
þjóð, ftalía, Þýzkaland, Bretland
og Bandaríkin. Samningurinn
gerir ráð fyrir að aðilar hans
geti leitað til alþjóðastofnunar
sem þeir setja sameiginlega á
stofn, þar sem sáttanefnd og
gerðardómur starfa að lausn
deilumála, sem rísa kynnu f
sambandi við erlenda fjárfest-
ingu í aðildarrfki. Með aðild að
samningnum felst ekki skuld-
binding um að skjóta þangað
deilumálum, heldur opnast ein-
ungis leið fyrir Island með að
ild að samningnum að notfæra
sér það fyrirkomulag, sem samn
ingurinn gerir ráð fyrir.
Bruni —
Framhald af bls. 1. j
ig hafa orðið inni í eldinum og
fórast þar því alls níu dýr. Fólk
ið leitaði athvarfs í fjárhúsun-
um þar rétt hjá, en áður en það
stökk út úr húsinu hafði því
auðnazt að hringja á næsta bæ
og kalla á hjálp. Var útbúinn
sleði hið snarasta og fengin ýta,
sem var þama í nágrenninu og
sótti fólkið og flutti að Hvann-
á. — Þar var fólkið enn, þegar
hringt var austur frá Vísi og
var það við góða lfðan eftir at-
vikum.
I eldinum brann allt innan úr
húsinu og tókst engu að bjarga,
en fólkið hafði varla og ekki
tíma til að klæða sig, stökk fá-
klætt út í kuldann, en norðan
hríð var á og veður hið versta.
Tókst því ekki að bjarga neinu
af innanstokksmunum, en þeir
vora óvátrvggðir. Einnig brunnu
þama um fjörutfu hestar af
heyi, sem var við hlöðuna, —
Stendur nú ekkert uppi af hús-
inu nema tóftin. Það var lágt
vátryggt og hefur því fólkið orð
ið fyrir tilfinnanlegu tjóni.
Ekki er vitað með vissu hver
eldsupptök voru, en helzt er
haldið að kviknað hafi f út frá
olíukyndingu. — Engu slökkvi-
starfi varð við komið, enda hús
ið að mestu brannið, þegar sveit
unganir komu þar að.
Guðbrandar
Enn eitt bókauppboðið verður
haldið hjá Sigurði Benediktssyni á
þriðjudaginn kemur. Eru það nú
um 120 númer á skránni hjá hon-
um og þar á meðal er það óvenju
legt að ein sextándu aldar bók,
prentuð á Hólum 1597 verður þar
boðin upp. Er það nærri einsdæmi
að svo gamlar bækur séu á uppboð
um hér.
Þessi bók er „Ein ný Hússpost-
illa“, samantekin af Guðbrandi Þor
lákssyni, sem fyrr segir prentuð á
Hólum 1597.
Meöal annarra bóka á uppboðinu
má nefna: Historisk Typografisk
Lídó —
Framham ai bls. 16.
bera dansleiki sem standa fram
yfir miðnætti tvo til þrjá daga í
viku. Hefur því hjá Æskulýösráði
ríkt sú meginstefna, að leitast beri
við að beina áhugamálum þessara
aldursflokka aö tómstunda- og fé
lagsstarfi í skólunum sjálfum
og auknu starfi æskulýðsheimila og
félaga. Undanfarna þrjá vetur hafa
t.d. um 4000 nemendur gagn-
fræðaskólanna tekið þátt í klúbb
starfi i skólunum sjálfum á kvöld
in á vegum Æskulýðsráðs, og er
það starf í örum vexti
— Með unglingadansleikjunum,
þ. e. fyrir 13-15 ára næst að sjálf-
sögðu til margra unglinga, sem ekki
vilja taka þátt í neinu frjálsu
starfi skóla eða félaga. En þá þarf
líka að vanda mjög til slíkra dans
leikja að því er skemmtikrafta og
eftirlit snertir. Fjölmargir aðilar
hafa efnt reglulega til slíkra dans-
leikja í vetur, bæði einstaklingar
félög og opinberir aðilar, en ég vil
benda á þá staðreynd, að hópur sá,
sem fastast sækir að komast á um
rædda dansleiki er alls ekki jafn
stór og almennt er álitið og mjög
vafasamt að rétt sé að fjölga dans
leikjum fyrir þessa aldursflokka.
— Líta verður með öðram aug-
um á dansleikjavandamál ung-
menna frá 16-21 árs. Að vísu eru
nokkur vínlaus veitingahús, sem
þau geta sótt hér í borginni, en
það reynist yfirleitt ekki nóg.
17 ára. Sumir álíta að þetta vanda
Þessi vínlausu veitingahús sækja
yfirieitt unglingamir, sem eru 16-
mál sé auðleyst með því að byggja
fyrir þá eða leigja hús í þeim til-
gangi að efna til vínlausra skemmt
ana fyrir þessa aldursflokka. Mikl
ar umræður hafa veriö um þetta
mál í Æskulýðsráöi og ýmsar at-
huganir verið gerðar.
— Það þykir t.d. mikið vafamál
að unga fólkið á þessum aldri
myndi sækja slíka staði, þar sem
strangt aðhald yrði með hegðun
þess og hefur reynslan sýnt okkur
hið gagnstæ&>. Unga fólkið vill
vera frjálst og sækja þangað, sem
hinir eldri eru. Það er einnig mjög
miklum erfiöleikum bundið að fá
hentugt húsnæði til þessarar starf-
semi um heígar og kemur þá margt
til annaö en mikill kostnaður, t.d.
telja veitingamenn að þeir muni
ekki fá fast starfsfólk til þess að
vinna við veitingahúsin séu þau
tekin á þennan hátt um helgar.
— Inn f þetta dansleikjavanda-
mál blandasí að sjálfsögðu grund-
vallarmálefni eins og endurskoðun
á áfengislöggjöfinni o. fl. Enginn
einn aöili getur hér úr bætt svo
nokkru nemi, en að undanförnu
hafa þeir aðilar, sem um málefni
unga fólksins fjalla rætt sérstak-
lega um þetta vandamál. Munu
þeir vafalaust gera þær ráðstafan
ir, er eðlilegar og nauðsynlegar
verða taldar, áður en skólar byrja
og æskulýðsstarf hefst að nýju
næsta haust.
á uppboði
Beskrivelse af Island eftir Kristian
Kaalund, Jurtagarösbók Olaviusar
frá 1770. Eftirmæli 18. aldar frá
1806, Ármann á Alþingi, Ferðabók
Bjarna Pálssonar og Eggerts. Þarna
eru nokkrir búnaðarpésar svo sem
Spursmál um jafnvægi búdrýginda,
eftir Jón Jónsson 1801, Stuttur leið
arvísir til garðyrkju eftir Kjæme-
sted 1824, Garðyrkjunnar nauðsyn
og nytsemi eftir Bjama Arngríms-
son prentuð 1820. Þá má nefna
m. a.: Þjóðsögur og munnmæli eft
ir Jón Þorláksson, Þjóðsögur Odds
Björnssonar, Huld, Verk Halldórs
Laxness öll í frumútgáfu, flest með
kápum. Óðinn í öllum kápum, Forn
bréfasafniö 14 fyrstu bindi, Norsku
lög frá Hrappsey 1779. Tímaritin
Höldur og Húnvetningur. Hrafl úr
Klausturpósti og ritum Lærdóms-
listarfél., Tíðindi frá nefndarfund-
um 1839—41, Frumpartar fslenzkr
ar tungu eftir Konráð Gíslason,
Latnesk útgáfa af Norðurlandasögu
Magnúsar Olavusar 1645.
Bækur þessar eru til sýnis í Þjóð
leikhúskjallaranum á mánudag og
boðnar upp á þriðjudag kl. 5.
Snjóhílar —
Framhald af bls. 1.
aður er við flutninga. Þrír snjóbílar
hafa verið keyptir i vetur í Þing-
eyjarsýslum. Er einn á Breiðumýri
til afnota fyrir héraðslækninn þar,
sem hefur notað hann mikið I för-
um til Kópaskerslæknishéraðs. Mý-
vetningar hafa einn til afnota en
snjóþyngsli hafa verið þar gífurieg
í vetur og hafa Mývetningar gert
allt sitt skyr og smjör sjálfir í
vetur.
Nýkominn er einnig snjóbíll í
Fnjóskadal keyptur í Hálshrepp, og
hefur hann verið mikið notaður til
flutninga bæði til Akureyrar og
austur á bóginn og til mjólkurflutn
inga, en sem dæmi um fannfergið á
leið Fnjóskdæla með mjólkina
þá er í Vaðlaheiði vestan verðri
skafl, sem mældur hefir verið tutt
ugu metrar á dýpt.
Á Akureyri hefur einn snjóbíll
verið í förum í allan vetur hefur
hann gengið viðstöðulitið til kaup
túnanna bæði austan og vestan
megin fjarðar.
Á Dalvík eru menn einnig búnir
að festa kaup á snjóbíl, en hann
er ekki ennþá kominn til staðarins.
Fimm snjóbílar hafa verið í Múla-
sýslunum báðum í vetur, en eng-
inn þeirra er nýr. Era tveir þeirra
staðsettir á Seyðisfirði, tveir á
Reyðafirði og einn á Egilsstöðum.
Þvkja þessir snjóbílar alls eklri
nægja og er mikið talað um það
á Héraði, að það þ’arfi að fá fleiri
snjóbíla. Má gera ráð fyrir að 1—
2 snjóbílar verði keyptir þangað
fyrir næsta vetur. Þykir ekki gott
að leggja upp með sama snjóbíla-
kost næsta vetur og í vetur, sem
hefur verið sá snjóþyngsti, sem
menn muna eftir svo árum skiptir.
Erindi um NATO
í dag efna Varðberg og Samtök
um vestræna samvinnu til hádegís-
fundar í Þjóðleikhúskjallaranum.
Þar mun yfirmaður vamarliðsins,
Rear Admiral Ralph Weymouth
flytja erindi um öryggismál Atl-
antshafsríkjanna í tilefni stofn-
dags NATO, n. k. mánudag. Fund-
urinn hefst kl. 12,30.