Vísir - 02.04.1966, Qupperneq 15
V í SIR . Laugardagur 2. apríl 1966.
15
HARVEI FERGUSSON:
*
Don Pedro
— Saga úr Rio - Grande - dalnum
Leo var fyrir löngu búinn að
gera sér grein fyrir framkomu og
hegðun Don Augustins út á viö
og byggði þaö bæði á eigin athug-
unum, og ýmsu, sem þorpsbúar
ræddu sín í milli, en hann hafði í
stuttu máli fylgt siðvenjum for-
ferðra sinna. Hinn fyrsti Vierra
sem hófst til valda átti frjálst val
ungra meyja til fylgilags við sig,
dætur peónanna sem voru honum á
nauðugir, og enginn þorði að æmta
né skræmta hvað þá rísa upp gegn
þessu hjákonuhaldi. Vierra-nefið
var nokkur áberandi líffæri og sér-
kennandi fyrir ættina, og einkum
brást það vart að þetta rómverska
ættafnef gengi í arf til drengja í
ættinni, enda slík nef snemma al-
geng sjón um alla byggðina.
Og kunnugir vissu vel hvar Vierr-
amir höfðu borið niður. Það leyndi
sér ekki. Nefin sögðu alla söguna.
Don Augustin vék ekki frá þess
ari hefð frekar en þeir, sem á und-
an honum voru gengnir. Meðal
þjónustufólksins á heimilinu var
gömul kona, sem stjómaði öllum
vinnustúlkunum haröri hendi. Slík
ir fomgripir sem kona þessi vom á
hverju mexikönsku mektar-heimili,
og nær ávallt vom konur þessar
valdamiklar og harðstjórar, og eitt
af þeim hlutverkum var að ráða
nýjar þemur, ef fylla þurfti í skarð
ið, og nær árlega varð fyrir valinu
einhver alþýðustúlka, fögur ásýnd
um og hraust og vel fær til verka.
Það var aldrei haft í hámæli, en á
allra vitorði, að slíkar vom valdar
til þess að vera kjör-þemur, eða
með öðrum orðum ástmeyjar EI
Patrón, eins og alþýðufólkið kall-
aði Don Augustin. Og það var seg
in saga, að eftir vissan tíma gift-
ust þessar stúlkur, og fengu dá-
gott gjaforð og voru giftar í kirkju,
með óvenjulegri viðhöfn, miðað við
það sem venja var ,er alþýðustúlk
ur giftust, en hinn heppni eigin-
maður fékk dáindis rausnarlegan
heimanmund, dálitla geitahjörð eða
nokkrar kýr. En nokkru fyrr en var
að kröfum strangasta vel-
sæmis mundi hin fagra mær ala
bam í heiminn, og væri það dreng-
ur, með „ættarinnsiglinu", mundi
hann síðar meir vera undir niðri
stoltur af að vera af fomri og vold-
ugri ætt kominn.
Enginn var fróðari um þetta en
Aurelio Beltrán — enginn var kunn
ari bygðarlagssögunni en hann,
fræddi hann Leo um þetta, um
þessa „helgu“ ættarhefð, sem hann
leit fyrirlitningaraugum, en hann
fyrirleit meira en allt annað alla
hegðun Don Augustins. 1 augum
Aurelio var það svívirðing, ef mað-
ur yrði valdur að því, að kona, fal-
in hans umsjá, yrði barnshafandi.
— Ef ég legst með stúlku,
sagði hann, er þaö vegna þess að
viljinn er gagnkvæmur, en hann
getur tekið hvaða stúlku sem er,
og losnað við hana þegar hann er
oröinn leiður á henni, með því að
bjóða geitur, þrjár kýr og kirkju
brullaup. — Hann hló kuldalega
— Og það er látið svo sem all-
ar þessar stelpur fari hreinar meyj
ar f hjónabandið, ella væru þær
ekki verðugar gjafa vemdarans.
Ætli ég gæti ekki sagt eitt af
hverju um hreinleika þessara
meyja.
Aurelio var maður óttalaus og
hann þorði að segja það, sem hon
um bjó í brjósti, en enginn annar
þorði að álasa Don Augustin og
enn síður skopast aö þessu.
Aldrei fékk Leo neina vitneskju
um það hverjum augum Lupe leit
á þetta atferli eiginmanns hennar.
Og þótt þau hefðu nú verið elsk-
endur í rúmt ár hafði hún aldrei
á hann minnzt, er þau voru saman,
þar til hún kom í fyrsta sinn eftir
hið fræga pokerspil.
Leo sá á augabragöi, að hún var
ekki komin á ástafund. Henni var
mikið niðri fyrir. Hún hnyklaði
brúnir og rödd hennar var þrungin
reiði.
— Þú hefir heyrt hvaö gerðist?
spurði hún og kom þannig þegar að
efninu. — Hann ætlar að koma
okkur á kaldan klaka þessi bjálfi.
— Vonandi kemur það ekki fyrir
aftur, sagði Leo og hélt £ einhverja
von um, að Lupe sefaðist. Hann
vildi ógjaman flækjast í einkamál
þeirra, en hann vissi ,að hann gat
ekki neitað um neitt, sem Lupe
bæði hann um.
— Sagan endurtekur sig, sagði
hún, vertu viss, hann freistar gæf-
unnar aftur, næst þegar hann
kemst yfir peninga. Þú verður að
koma í veg fyrir það.
— Þú veizt, að hann fer ekki að
mínum ráðum, sagði Leo enn á
undanhaldi.
— Hann getur ekkert annaö far-
ið, hélt hún áfram. Hann vill ekki
leita til bankanna — hefir ekkert
traust á þehn. Hann hefir reynt
að fá lán hjá öllum vinum sín-
um, en það er eins með þá — þó
efnaðir séu — og alla Mexikana,
— þeir eiga ekki peninga.
— Ég á bágt með að trúa aö hann
komi til mín, sagði Leo og hristi
höfuðið og hugsaði með kviða til
viðræðunnar, ef Don Augustin
kæmi.
— Hann kemur, sagði ég.
Leo gerði sér grein fyrir hvað
koma mundi. Og að hann yrði aö
láta að vilja þessarar konu.
— Ég hefi talað um það við föð
ur Orlando, bætti hún við.
Leo sá nú, að hann hafði beðið
ósigur. Hann hafði verið að smá-
komast að raun um það, að hinn
raunverulegi stjómandi á þessum
slóðum, var faðir Orlando.þóttvald
hans væri leynilegt, áhrifin óbein
en öflug, það var sýslumaður þama
og hreppstjóri, en það var klerkur
inn, sem sagöi mönnum, auðugum
og snauðum, hvað þeim bæri að
gera — sagöi þeim það, eða kom
þeim í skilning um það. Og f allra
augum var hann sá, sem kom fram
fyrir guðs hönd. Og sársaukalaust
óhlýðnaöist enginn föður Orlando.
Leo var tryggur vinur klerksins,
en nú ríkti f huga hans óánægja
í hans garð, réttlætanleg að hon
um fannst. Hann vissi, að hann
haföi sennilega lagt að Don Aug-
ustin að leita til hans um lán og
hann vissi hvers vegna. Allir aðrir
mundu reyna að nota sér erfiöleika
hans. Leo var þannig Ijóst, að hann
hafði verið skikkaður til þess að
vera bankastjóri Vierra-heimilisins,
og að því að hann gat hvorki bmgð
izt klerkinum né konunni — Lupe
— gat hann ekki neitað. Hann sat
þögull um stund og hugleiddi hvem
ig fyrir honum var komið í þessum
bæ. Hann var orðinn þátttakandi f
öllu, menn komu til hans og báðu
um aðstoð, er þeir voru einhvers
þurfi, eða báru einhverja ósk eða
þrá í brjósti, allt virtist óleysanlegt,
nema hann væri látinn hafa fingur
með í spilinu, og þetta var þægilegt
fyrir margan manninn ,en ekki allt
af fyrir hann.
— Þú gerir þetta fyrir mig, ságði
Lupe.
Hún spurði ekki, það var stað-
hæfing, byggö á öruggleiká.
— Hvað viltu að ég geri?, spurði
hann.
— Lánaðu honum fé, svaraði
hún, en ekki of mikið í einu. Við
fáum lánstraust hjá þér í verzlun-
inni, og þegar hann hefir stórgripi
til að selja, annastu það fyrir hann.
Hún var hyggin kona. Hún hafði
gerhugsað þetta frá öllum hliðum.
Leo kinkaði kolli dálftið þreytu-
lega.
— Komi hann til mín þá geri
ég það, sem í mínu valdi stendur,
sagði hann.
Nú brosti hún til hans, eins og
henni hefði létt. Hún lét sjalið sfga
af heröunum og þær komu í ljós
hvítar og fagrar. Hún breiddi út
armana eins og hún þættist vera
hjálparvana og veik fyrir.
— Nú ert þú herra hans, hann
er peóni, sem þú raunverulega ræð
ur yfir og ég er þín kona. Gerðu
við mig hvaö sem þú vilt.
Svo hló hún að honum. Hún var
búin að taka aftur gleði sfna og
var í sólskinsskapi.
— Jæja, sláðu mig þá — en ekki
of fast.
IV.
Don Augustin kom í skrifstofu
hans nokkrum dögum síðar. Hann
var ekki árrisull maður. Það var
komið fram imdir hádegi og Leo
var því feginn, að hann kom á þess
um tfma. Hann reis á fætur og
heilsaöi honum með handabandi.
— Minn er heiðurinn, sagöi hann,
geti ég eithvað orðið yður að liði
þá þurfið þér ekki annað að gera
en nefna það.
En Don Augustin veittist erfitt
um þetta að ræða.
— Það var viðskiptaerindi ....
byrjaði hann og fór eins og hjá
sér.
— En þetta er ekki hentugur
tími til að ræða viðskipti sagöi
Leo, það er komið hádegi og Avand
era bíður. Þér verðið að neyta há-
degisverðar með mér.
Don Augustin reis einnig á fæt-
ur. Hann var tregur, en gat ekki
hafnað boðinu. Það hefði verið of
augijós skortur á háttvísi, auk þess
sem hann átti nú allt undir aðstoð
Ferntingargjöfiii
í nr
Gefið menntandl og þrosk-
andi fermlngargjöf:
NYSTROM
Upphleyptu landakortín
og hnettimir
leysa vandann við landa-
fræðinámið. Kortín inn-
römmuð með festingum.
Fæst í næstu bókabúð.
Heildsölubirgðir:
Ámi Ólafsson & Co.
Suðurlandsbraut 12. Sfmi 37960.
laqningin
helzt
betur
meö
M
7
A
R
Z
A
13
Þetta að hitta Eric fór alveg út um þúfur
Það sem þú segir Peter er að fara vægt í
sakimar. Hann hafði alls engan áhuga á
að hjálpa okkur.
Ég hefði átt að gera mér grein fyrir þvi
Tarzan aö sem dómari veröur hann að
fara varlega f sakimar með að blanda sér
í málin.
íítVítt'
Oianz-
urlBSlig
iHbí oadiW
glans
hárlagningar-
vökva
HmcsðLtimenHt
iSLENZK ERLENDAVERZLUNARFÖAGtÐHF
r*AMLtlOSLUR£TTINOI AMANTI Hf