Vísir - 04.04.1966, Qupperneq 11
VISIR . Mánudagur 4. apríl 1966.
77
HARVEI FERGUSSON.
X-
Don Pedro
Saga úr Rio-Grande-dalnum —
þessa manns. Hann fylgdist því
með honum yfir húsagarðinn og
settist að snæðingi með honum, en
Avandera var snör í snúningum að
leggja á borð fyrir tvo. Leo sótti
flösku af innfluttu víni og fyllti
glösin. Og svo fór hann að taia
ósköp blátt áfram um allt milli
himins og jarðar, nema viðskipti.
Hann spurði Don Augustin um stór
gripi hans, hættuna af árásum
Apache-Rauðskinna, sem alltaf gat
verið yfirvofandi, fór svo að tala
um „þá gömlu góðu daga“, þegar
Augustin var ungur maður, og gat
þá komiö honum af stað — það var
eitthvað ifkt þvi, er menn ganga
að vatnsdælu á brunni og verða aö
dæla góða stund, áður en nokkurt
vatn kemur. Þegar þeir höfðu neytt
réttanna bauð hann upp á brenni-
vín og gat fengiö Don Augustin til
þess að þiggja léttan vindil. Og
þegar hann sá, að Don Augustin
var farið að líða notalega, og naut
1 þess að reykja vindilinn fannst hon
um sú rétta stund komin til þess
að ræða viðskiptin.
— Þér minntust á viöskipti,
1 sagði hann. Þér vitið, að ég er reiðu
búinn að greiða fyrir yöur.
Don Augustin horfði á hvíta ösk-
j una á vindilendanum langa stund
; og veittist erfitt aö svara.
151ÍV7A1
— Ég þarf á dálítilli fjárhæð aö
halda, sagði hann, ef til vill eitt
þúsund dölum.
— Peninga, já, sagði Leo kæru-
leysislega, þúsund dali, þér þurfið á
þeim að halda, en ekki á einu bretti.
Það er ávallt meiri skortur á þeim
en öðru. Hundrað dali núna og
meira seinna, en þér getið fengið
allt sem þér hafið þörf fyrir úr
verzluninni. Ég tel mér það mikinn
heiður, að geta veitt yður þessa
þjónustu.
n'innTHTOTiTii ■■■ irm ■BnrFiinTmimiini
40.
Don Augustin kinkaði kolli og
hélt áfram að stara á vindilinn.
Hann gat ekki annað en þegið
þessa hjálp — átti ekki annars úr-
kosta — og honum hafði verið tek
ið vinsamlega og veitt vel sem væri
hann prins.
— Ég borga, þegar ég hef tarfa
til sölu, næsta haust.
— Hafið engar áhyggjur, sagði
Leo, þegar þér hafið gripi til sölu
þá sendið þá til mín, og ég mun
Lindargötu 25
sími 13743
fa fyrir þá bezta fáanlega verð,
taka af verðinu það, sem þér skuld
ið og afhenda yður afganginn. Með
þessu móti er létt af yður mikhi
vafstri.
Enn starði Don Augustin lengi á
vindilinn. Hann var ekki ánægður
með þessi skilyrði, en gat ekki lát-
iö sér detta neitt i hug til þess að
bera fram gagntillögur. Hann var
ekki kaupsýslumannslega vaxinn.
— Beztu þakkir, sagði hann loks
og reis á fætur. Það var honum erf-
itt aö mæla f kurteislegum tón. Ég
tek við peningunum og við mun-
um taka út það, sem við þurfum f
verzluninni. Og svo tölum við nán-
ar um gripina í haust.
Leo kinkaði kolli.
— Gott og vel, alveg eins og
yður þóknast.
Þetta gat allt virzt nokkuð laust
í reipunum og það var ekki neitt
sett á blað um þetta, en Leo vissi,
öruggiega, að þessi munnlegi samn
ingur yrði haidinn. Hann vissi, að
raunvenjlega hafði hann allar Vi-
erra-eignirnar sem tryggingu og
föður Orlando sem ábyrgðarmann
að auki. Hann ól engar áhyggj-
ur varðandi greiðsluna, en var ekki
áhyggjulaus um afstöðu Don Aug-
ustms til hans — vegna þess að
hann var orðinn skuldunautur
hans, — honum háður — og ef
nokkuð var eitur f beinum Don
Augustins var þaö einmitt þetta:
Að vera öðrum háður.
Leo hellti brennivíni f gias hans.
— Þetta er allt milli vina, sagði
hann, og alveg eins og þér óskið,
Hann lyfti glasi sfnu:
— Yðar skál.
V.
... Baka til í búöinni á hillum
uppi við vegg voru valin vopn, sem
fáir höfðu efni á að kaupa, og
hafði því alltaf bætzt við safnið,
þar sem Leo varð stundum að
taka slíka gripi upp f viðskipti. En
þetta vopnasamsafn setti sinn
glæsibrag á búðina, nokkrir rifflar
af nýjustu gerð, keyptir í Santa
Fe, en flest hinna vopnanna feng-
in í vöruskiptum. Veiöimenn, málm
leitarmenn, ferðamenn, lögðu inn
eitthvert vopn, og fengu vörur í
staðinn. Leo hafði raunar ekki vit
á vopnum sjálfur, en hjálpin var
oftast nálæg, því þegar slík við-
skipti sem þessi voru gerð, kvaddi
hann til Aurelio Beltrán, sem hafði
gott vit á að verðleggja vopn, og
var upp með sér af að vera til
kvaddur sem sérfræðingur. Aurelio
var löngu orðin hans hægri hönd,
enda reyndur vinur. Hann hafði
lengi iagt sig í líma með að vekja
áhuga Leo fyrir vopnum, vildi enda
kenna honum að handleika byssu,
en gafst upp að lokum, þar sem
Leo vildi ekki vopn snerta, ekki
einu sinni til vemdar sínu eigin
lífi. Var Aurelio því næstum farinn
að líta á safnið sem sitt eigið einka
safn og var mjög stoltur af þvf,
þurrkaði ryk af vopnunum og fægði
og bar á olíu, þar sem þörf var
við og við, og hann sýndi þau öll-
um, sem spurðu um þau. Þama
voru byssur af ýmsum gerðum,
þeirra meðal 14 punda buffalóa-
byssur, Winchester-rifflar, af elztu
gerð, riddaraliösbyssur, hnffar og
rýtingar, sumir frá Mexikó, skeftiö
perlusett og greypt á það eink-
unnarorð, riddarasverð og loks var
sverðstafur, vopn sem algengt var
í Evrópu, ekki óþekkt í Mexikó, en
mjög sjaldgæft í Rio Grande-daln-
um.
í huga Leo var rótgróin andúö
á öllum þessum vopnum, eins mögn
uð og ótti hans við snáka og köngu
lær, og það fór ekki fram hjá hon-
um, að þessi afstaöa hans var öll
önnur en annara. Líklega bar ann-
ar hver maður, sem kom inn f búö-
ina, vopn. Ef fil vill rak þarna inn
nefið einhver Texasbúi með sex-
hleypu í belti, veiðimaöur með riff-
il eða mexikanskur fjárhirðir með
rýting falinn innan klæða, en þann-
ig, að hægt var að grfpa til hans
f skyndi, og öllum varð starsýnt
á vopnasafnið, en menn voru löngu
famir að líta á það sem safn eða
vísi af safni. Margir, sem lítiö áttu
imdir sér, létu sér nægja að horfa
á það yfir diskinn, en aðrir, sem
vom eða þóttust vera, miklir karl-
ar, vildu óðfúsir skoða þaö, tóku
kannski byssu sér í hönd og próf-
uðu gikki og lása, og hvaö eftir
annað varaði hann Aurellio við, að
hafa nokkra byssu hlaðna, en þrátt j
fyrir það tók hann kipp, ef ein-'
hver þrýsti á gikk óhlaðinnar i
byssu.
Svo megn sem andúð hans var j
á hnífum, var hún þó langtum i
magnaðri á rýtingum, og heldur'
vildi hann bfða bana af skoti en !
vera stunginn rýtingi eða svenöi. i
Margir höfðu sérstakan áhuga á!
að skoða sverðin og sverðstafinn 1
og handleika. Sveröið sjálft var!
þrfstrent og oddmjótt og meö rauf-
um á ðlium hliðum, svo aö blóöið
T
A
R
Z
A
n
Halló, Brand dómari, Ben Ali er hérna.
Húsbóndinn er i klúbbnum. Get ég tekiö
skilaboö, herra?
Þakka þér fyrir, Ben Ali. Þaö liggur of
mikiö á þessu til þess að hægt sé aö bíða
með þetta. Ég fer þangað undir eins.
Veiztu hvað, Tarzan ég var svo viss um
að við gætum fengið vísbendingu frá Eric.
Ég myndi segja að eyrin væri góöur staöur
til þess að fá upplýsingar á.
Setjum upp
Mælum upp
RENNIBRAUTIN-
FYRIR AMERÍSKA
UPPSETNINOU.
Loftfesting
Veggfesting
drypi örara af því í bardaga. Og
með þetta vopn í höndunum var
sem þeir kæmust í vfgahug, settu
sig f stellingar og bmgöu því gegn
einhverjum hugsanlegum andstæð-
ingi. Fór þetta loks svo í taugam-
ar á Leo, að hann tók sverðin og
sveröstafina og lagði á hillu inni í
skrifstofu sinni og hugleiddi að fara
með þessa gripi til Santa Fe og
selja þá þar.
Fermingurgjöfin
í úr
Gefið menntandi og þrosk-
andi fermingargjöf:
NYSTROM
Upphleyptu landakortin
og hnettimir
ieysa vandann við landa-
fræðinámið. Kortln inn-
römmuð með festingum.
Fæst : næstu bókabúð.
Heildsölubirgðir:
Árni Ólafsson & Co,
Suðurlandsbraut 12. Sími 37960.
i
!
!
betur
meö
8
vbuM
BÍanz-
lirlesllí
glans
hárlagningar-
vökva
NIILDSÖLUllkseiK
ISLENZK ERLENDAVERZLUNARFÉLAGIÐ HF
KAMLIIDSLUMTTINDI AMANTI Nf