Vísir - 14.04.1966, Síða 3

Vísir - 14.04.1966, Síða 3
V í S I R . Fimmtudagur 14. apríl 1966. 3 1 frönsku villunni þar sem Prjónastofan Sólin hefur aðsetur sltt. Lengst t. v. Sólborg prjónakona (Helga Valtýs) Sine Manibus (Rúrlk Haraldsson) í hjólastólnum situr Ævar R. Kvaran í gervi lögfræðingsins, föður Þórdísar við hlið hans er feguröarstjórlnn Róbert Arnfinnsson, þá kemur fegurðardísin Þrídís og loks Ljósdal við skrif- borðsskrifii sitt. Líkkistusmiðurinn kemur neðan úr kjallara frönsku villunnar, Jón Júliusson, Sólborg (Heiga Val týs) og Ljósda! (Lárus Pálsson) vSð allsnægtaborðið. „Ef Bach spilaði fyrir kýr meöan verið er að mjólka, þá flæðir úr þeim mjólkin — það hefur verlð sannað í Ameríku", segir Ljósdal. komin fyrir all nokkru. en gerð leikmyndar hefur Gunnar Bjamason annazt. Halldór'hefur verið tíður gest- ur á æfingunum og fylgzt með flestum þeirra. Við hittum skáldið niðri í áhorfendasal, hvar hann situr á tali við Lár- us Pálsson leikara, en Lárus fer með eitt aðalhlutverkanna í leiknum, prentarann, sem heng- ir upp plaggöt sín, þar sem hug- urinn býður, til þess að minna á það, sem fer í sjó og sekkur ekki, fer í björg og brotnar ekki, fer í eld og brennur ekki, fulltrúa alsnægtaborðsins, sem gefur rottunum brauðmola úr skóhlífunum sínum og færir hrafninum fiskpíku uppá drop- skörina, Ibsen Ljósdal. — Þeir Kiljan hafa áður unnið góð verk saman og má í þvf sam- bandi minnast þess að Lárus hefur verið leikstjóri við tvö leikrit eftir H. K. Laxness hjá Þjóðleikhúsinu áður- Is- landsklukkuna 1950, sem sýnd var á fyrsta starfsári Þjóðleik- hússins og Silfurtunglið. Strompleiknum sem sýndur var 1961 leikstýrði Gunnar Eyjólfs- son, en hann fer nú með eitt hinna minni hlutverka. Við náum stuttlega tali af skáldinu og spyrjum nokkurra spurninga. — Hvenær þetta er samið? — Jú, það er skrifað úti í Vín 1961—’62. Og hvort hann hafi fylgzt meira með á þessu verki en hinum fyrri leikritum, sem komið hafa upp eftir hann? — Jú, annars fylgd- ist ég nokkuð með æfingum á þeim líka, en ég hef verið meiri þátttakandi héma. Það er gott að vinna með þessu fólki. Þetta er duglegt fólk og vinnur vel, enda hefur þetta gengið mjög vel. — Og sömu sögu hafði hann að segja um uppsetningu Dúfnaveizlunnar, sem er nýtt leikrit í æfingu hjá Leikfélaginu í Iðnó. — Og söngstefin í leik- ritinu? spyrjum við. Þau hef ég að nokkru leyti lagt til sjálf- ur, en hann Magnús Blöndal hefur útsett þau. Og tjaldið fer frá og við sjá- um marga helztu leikara okkar koma fram í hinum ýmsu per- sónum leiksins. Við höfum þeg- ar minnzt á Lárus Pálsson. Helga Valtýsdóttir er í hlutverki Sólborgar prjónakonu. Rúrik Haraldsson sem Sine Manibus, hinn handalausi. Róbert Am- finnsson sem fegurðarstjórinn o. m. fl. Leikstjóri og höfundur fylgjast með æfingunni frá lelkstjóraborð- inu í áhorfendasal. Á æfíngu í Þjóðleikhúsinu Senn líður að fmmsýningu í Þjóðleikhúsinu, en þar er verið að færa upp leikrit Halldórs Laxness, Prjónastofan Sólin. Þessarar sýnlngar er beðið með nokkurri eftirvæntingu eins og jafnan þar sem Kiljan fer. Leik- rit þetta hefur fengið nokkurn hljómgrunn í daglegu skrafi manna, en fólki hefur gefizt kostur á að kynnast því í út- gáfu Helgafells og Menningar- sjóðs frá árinu 1962. Þessi út- gáfa er notuð við uppfærslu leikritsins í Þjóðleikhúsinu með nokkrum breytingum, sem leik- stjórinn Baldvin Halldórsson og höfundur hafa komið sér saman um og betur hefur þótt fara á sviði. Við litum inn í Þjóðleikhúsið á þriðjudagskvöldið og fengum að fvlgjast með æfingu á leik- ritinu. — Við komum 1 þann mund sem Ieikarar eru kallaðir á sviðið. Þar stendur Baldvin Halldórsson önnum kafinn við að láta f ljósi athugasemdir sín- ar og fyrirskipanir. Hann segir okkur að æfingar hafi nú staðið yfir í tvo mánuði og færi nú að síga á seinni hluta þeirra, því að samkvæmt áætlun verð- ur frumsýningin í næstu viku. Þetta sagði hann að væri önnur æfingin, sem leikaramir æfðu í búningum. Leiktjöldin væru

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.