Vísir - 14.04.1966, Qupperneq 4
V f S IR . Fimmtudagur 14. apríl 1966.
4
Handbók
Verzlunarmanna
1966
EFNISYFIRLIT:
DAGBÓK 1966
Almanak 1966
Dagatal. Vikur.
Bifreiðaleiðir með sérleyfum
Vegalengdir í km.
FERÐIR
Flugfélag íslands h.f.
Flugþjðnustan
Loftleiðir h.f.
Ferðaskrdfstofan SAGA
Flugsýn h.f.
Einmskipafélag íslands h.f.
Jöklar h.f.
Hafskip h.f.
Skipaútgerð ríkisins
Akraborg
Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.
Sameinaða gufuskipafél. DFDS
Bifreiðastöö íslands
Landleiðir h.f.
Vöruflutningamiðstöðin h.f.
Sendibílastöðin Þröstur
Strætisvagnar Reykjavíkur
VIÐSKIPTI
Vaxtatafla 7%—12%
Vaxtatafla 4%—8%
Vaxtareikningur og dagafjöldi
Dagafjöldi frá ákv. degi til
31. des.
Dagafjöldi frá 1. janúar
Hluti af árinu í tugabroti
Þinglýsingargjöld
Leyfisbréf, skrásetningar o. fl
Gjaldskrá f. innlánsstofnanir
Búnaðarbanki Islands
Vextir við innlánsstofnanir
Innheimta innst.lausra tékka
Póstburðargjöld
Decimaltafla yfir shillinga og
pence.
Landsbanki íslands
Mynt ýmissa landa
Mínútur sem brot úr klukku-
tíma.
Iðnaöarbanki íslands
Smásöluálagning verzlana
Útvegsbanki íslands
Álagning með 7,5% söluskatti
Verzlunarbanki íslands
Hapj>drætti Háskóla íslands
Margföldunar- og deilitafla
Vísitala jöfnunarhlutabréfa ’66
Aðstöðugjöld í Reykjavík
Rómverskar tölur
Taylorix bókhaldsvélar, Véla-
deild SÍS.
TÖFLUR O. FL.
Mannfjöldi á íslandi
Einkennisstafir flugvéla
Umdæmisstafir bifreiöa og
skipa.
Ljósatími ökutækja
Töflur um flóö
Tafla um vindstig
Tafla um loftþyngd
Samanburður á fatastærðum
Trjáviðartöflur
Mismunandi mál á trjáviöi
Breytingatöflur á mælieining-
um.
Metj-ake^finu, þreytt j.epskt,..,
mál og öfugt.
Formúlur flatar og rúmmáls.
Eldra mál og vogarkerfi
Pappírsstæröir
Sendiráð
Öskudagur. Páskar. Hvíta-
sunna.
Fánadagar á íslandi 1966
Skammstafanir heiðursmerkja
Þjóðhátiðardagar
Fjarlægðir milli ýmissa staða.
Skrá yfir söluskattsnúmer
Bókin er nú komin út öðru sinni, og hefur verið borin til á-
skrifenda í Reykjavík og póstsend út um land. — Vegna
þess hversu almennar og ágætar móttökur bókin hlaut í
fyrra, hefur verið unnt aö auka hana og endurbæta. Meöal
nýs efnis í ár má nefna
SKRA YFIR SÖLUSKATTSNÚMER.
Eftir aö hin nýju fyrirmæli um skattframtöl komu til
sögunnar verður bókin
SJÁLFSÖGÐ EINS OG SÍMASKRÁIN
hjá hverju fyrirtæki. i
Bókin er 230 síður í vönduðu lausblaðabindi. Þetta er eina
bókin, sem endurnýjar þau blöð ,sem ganga úr gildi. Þaö,
sem prentað er framyfir áskrifendatölu verður selt samkv.
pöntun á meðfylgjandi seðli eða í síma 17876. Verðið er
aðeins kr. 250,00, lausblaðabindi og viðbótarblöö innifalin.
HANDBÓK VERZLUNARMANNA.
Box 549 - sími 17876.
Undirritaður óskar að kaupa sem áskrifandi .... eint.
Handbók verzlunarmanna 1966 og að viöbótar- og end-
umýjunarblöð verði send mér þannig merkt:
Nafn ........................................
Heimilisfang ................................
Á myndinni sjást m. a. Grímur Bjarnason, pípulagningam. formaður sambandsins, í ræðustóli, Ólafur Páls-
son, múraram., Ólafur Guðmundsson, veggfóðraram., Ólafur Ólafsson, veggfóðraram., Stefán Jónsson, vegg-
fóðraram. og Ingólfur Finnbogason húsasm.m.
Meistarasamband bygginga-
félaga hélt aðalfund sinn laug-
ardaginn 2. apríl s.l. í nýju hús-
næði, sem meistarafélögin hafa
komið sér upp í Skipholti 70. —
Grímur Bjamason pípulagninga
meistari, formaður sambands-
ins og framkvæmdastjóri þess
Otto Schopka, fluttu fundinum
skýrslur um starf sambandsins
á síðasta ári.
Fundurinn ræddi ýmiss hags-
munamál meistara. Nokkrar
ályktanir voru gerðar á fund-
inum, meðal annars varðandi
jnnjjpj;i}jpg tilbiijnna .hýsa, Talcji
fundurinn æskilegt að byggja
upp aðstöðu fyrir íslenzkan
iðnað á þessu sviði í stað þess
að flytja tilbúin hús inn. — Á
fundinum var gerð samþykkt
um að skora á borgaryfirvöldin
að hafa samráð við meistara
eða fulltrúa þeirra um skipu-
lagningu nýrra hverfa. — Fund-
urinn harmar, að nefnd sú, er
skipuð var árið 1959 af við-
skiptamálaráðherra til þess að
fjalla um útboð og tilboð í
framkvæmdalífinu, hefur enn
ekki skilað áliti. — Fundurinn
fagnaði aukinni starfsemi Iðn-
lánasjóðs. Sjóður sá var stofn-
aður fyrir um það bil 30 árum,
en hafði úr heldur litlu að
spila fram til ársins 1963 að far
ið var að leggja á hin svoköll-
uðu iðnlánasjóðsgjöld. Ríkis-
sjóður hefur og veitt fé í sjóð-
inn og liggur frumvarp fyrir-
yfirstandandi þingi um hækkun
þessa framlags úr tveimur
milljónum f tíu milljónir. Það
er iðnaðarmálaráðherra Ingólf-
ur Jónsson, semfylgdifrumvarpi
þessu úr hlaði. — Fleiri mál
voru rædd á fundinum, t. d.
stofnun rannsóknarstofnunar
byggingariðnaðarins s«m fund-
urinn taldi spor í rétta átt.
Meistarasamband byggingar-
manna samanstendur af félög-
um meistara í byggingariðn-
greinum og vinnur það að sam-
eiginlegum hagsmunamálum
meistara. Form. sambandsins er
Grímur Bjarnason og var hann
endurkjörinn formaður á þess-
um aðalfundi. — Sambandið
hefur haft skrifstofu sína að
Laugavegi 10, en flytur þaðan
f vor í hið nýja félagsheimili
meistarafélaganna að Skipholti
70, en það var opnað í nóvem-
ber i haust. Hafa sum meistara
félögin þegar flutt starfsemi
sína þangað.
Formaður sambandslns, Grímur Bjamason flytur skýrslustjómarinnar
við hlið hans situr famkvæmdastjórinn, Otto Schopka.
AUGLÝSING
frá Bifreiðastjórafélaginu Frama varðandi
GJALDMÆLA
Vegna óstöðugs verðlags undanfarin ár hafa oröið nokkuð
örar aksturstaxtabreytingar hjá leigubifreiöum, sem hefir
haft þaö í för með sér að ógerlegt hefir reynzt að breyta
gjaldmælum í leigubifreiðum hverju sinni, þannig að þeir
sýndu raunverulegt akstursgjald á hverjum tíma. Til að
ganga úr skugga um, hvort fáanlegir væru gjaldmælar í
leigubifreiðir, sem fljótvirkara væri aö breyta en þeim mæl-
um, sem nú eru notaðir, þá leyfum vér oss hér með að leita
til allra þeirra, sem möguleika hafa á útvegun gjaldmæla
í leigubifreiðir, að láta félagi voru í té vitneskju þar um,
og jafnframt um verð og breytingahæfni þeirra. — Þeir
sem kynnu að óska eftir nánari upplýsingum varðandi mál
þetta, þá veröa þær veittar í skrifstófu félagsins.
Umbeðnum upplýsingum óskast skilað í skrifstofu Bifreiða-
stjórafélagsins Frama, Freyjugötu 26, fyrir 15. maí n.k.
Reykjavík, 13. apríl 1966,
Bifreiöastjórafélagið Frami