Vísir - 14.04.1966, Page 8
8
V í SIR . Fimmtudagur 14. apríl 1966.
VÍSIR
Dtgefandi: Blaðaútgáfan VISIR 1
Framkvœmdastjóri: Agnar ÓlafssOM (
Ritstjóri: Gunnar G. Schrana /
Aðstoðarrltstjóri: Axel Thorsteinson \
Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson /
Þorsteinn Ó. Thorarensen \
Auglýsingastj.: Halldór Jónsson (
Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) )
Auglýsingar og afgreiðsla Túngötu 7 l1
Áskriftargjald: kr. 90,00 á mánuði Innanlands /
I iausasölu kr. 7,00 eintakið \
_________Prentsmiðja Visis — Edda h.f_____________________ (
Framboð Sjálfstæðisflokksins
JTyrir páskana birti Sjálfstæðisflokkurinn framboðs- /
lista sinn við borgarstjómarkosningarnar hér í Reykja )
vík. Hann skipa að vanda kunnir borgarar sem vegna \
hæfileika sinna, dugnaðar og sérþekkingar em manna \
bezt til þess fallnir að fjalla um málefni borgarinnar 11
á komandi kjörtímabili. Efstu sæti listans eru skipuð /
ýmsum þeim Sjálfstæðismönnum og konum, sem )
eiga nú sæti í borgarstjóm og hafa langa reynslu )
að baki í málefnum Reykjavíkur. Áratugum saman \
hefur meirihluti Sjálfstæðisflokksins þar verið í (
stjórnarforystu og ferill hans verið giftudrjúgur og (i
happasæll. Framfarir í borginni hafa verið hraðstíg- //
ar, hún hefur vaxið úr litlum bæ í stóra borg á okkar ))
mælikvarða. Aldrei hafa þó framfarirnar og fram- )
kvæmdimar verið jafn stórstígar og síðustu árin. \
Þátt í þeirri sókn hafa tekið margir þeir sem lista (
Sjálfstæðisflokksins skipa að þessu sinni. Borgar- (
búar þekkja störf þeirra af eigin reynslu og munu enn /
sem fyrr treysta þeim til stórræðanna á komandi )
kjörtímabili, treysta þeim til þess að vinna að al- ))
hliða framfömm í þágu borgarbúa, hvort sem er á \\
sviði verklegra framkvæmda, eða félags og skóla- y
mála, svo tveir stærstu vettvangar séu nefndir. Önn- (
ur sæti skipa nýir menn, ýmist ungir menn og konur, /
sem mikils er vænzt af í framtíðinni eða borgarar, )
sem þegar eru kunnir af störfum sínum á fjölbreyti- )
legum sviðum. Efsta sætið skipar Geir Hallgrímsson (
borgarstjóri. Hann hefur með störfum sínum í sæti (
borgarstjóra sýnt að þar er réttur maður á réttum /
stað, maður sem veitt hefur örugga forystu í fram- /
farasókn síðustu ára og unnið sér óskiptar vinsældir, )
sem ná langt út fyrir raðir Sjálfstæðisflokksins. Borg- \
arstjórnarsveit Sjálfstæðisflokksins hefur þegar sýnt l
í verki að henni er treystandi til stórræðanna í mál- (
um höfuðborgarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur /
efnt loforð liðinna ára. Þess vegna vita borgarbúar, /
að bezta ráðið til þess að tryggja áframhaldandi fram- )
farir og vöxt höfuðborgarinnar er að fela þeim \
flokki forystuna enn á ný. \
Leið sátta i Viet Nam )
jyfeð hverjum deginum verður ljósara að sigur í styr- )
jöldinni í Suður Viet-Nam verður ekki með vopnum ;
unninn. Aðkallandi er að öll öfl og flokkar landsins lí
sameinist um það að mynduð verði borgaraleg stjóm í •;
landinu, sem tekið geti upp viðræður við foringja /
uppreisnarmanna um frið í landinu. Bandaríska her- \
liðið hefur barizt drengilegri baráttu, sem miðað hef- V
ur að því að hindra innrás og yfirráð uppreisnar- (
manna kommúnista. Hlutverk þess er að tryggja að (
þjóð Suður Viet-Nam haldi frelsi sínu. En til þess /
er einnig leið samninga nauðsynleg, þegar leið vopn- )
anna reynist ekki einhlít. Þess vegna er slík tilraun )
sjálfsögð og eðlileg, svo sem m. a. forystumenn Norð- (
urlanda hafa bent á. (
Mlnning:
Þórhallur A. Gunnlaugsson
póst- og símstjóri
J dag er til moldar borinn Þór-
hallur Andreas Gunnlaugs-
son fv. póst- og símstjóri I Vest
mannaeyjum, hann andaðist á
Landakotsspítala 5. þ. m. eftir
3ja mánaða þunga legu tæplega
áttræður að aldri.
Þórhallur var fæddur að
Breiðabólsstað í Vesturhópi 29.
nóvember 1886. Foreldrar hans
voru séra Gunnlaugur Halldórs-
son prestur þar, Jónssonar pró-
fasts og alþingismanns aö Hofi
f Vopnafirði. Móðir Þórhalls var
Halldóra Vigfúsdóttir, Guttorms
sonar alþingismanns frá Geita-
gerði í Fljótsdal.
Þórhallur var einbirni af síð-
ara hjónabandi séra Gunniaugs,
en hálfbróðir hans, af fyrra
hjónabandi séra Gunnlaugs, var
Halldór héraðslæknir í Vest-
mannaeyjum, sem drukknaði við
Vestmannaeyjar 16. des. 1924.
Þórhallur varð gagnfræðingur
frá Akureyri árið 1904. Nam
sfmritun í Kaupmannahöfn árin
1910 og 1911. Hann var skipað-
ur símritari á Akureyri 1. júlí
1911, starfaði þar til 1. ágúst
1913, að hann varð símritari f
Reykjavik. 1. janúar 1918 var
Þórhallur skipaður umdæmis-
stjóri landssímans á ísafirði og
starfaöi þar til 1. janúar 1921
að hánn var skipaöur sírpstjóri
í. Vestrnannaeyjúpý og .par Ygr
hann jafnframt póstafgreiðslu-
maður seinustu árin. Þórhallur
starfaði sem póst- og símstjóri
í Vestmannaeyjum þar til að
hann lét af embætti vegna ald-
urs í árslok 1956. Þá hafði hann
verið starfandi ritsímastjóri
lengur en nokkur annar, eöa í
38 ár.
Þórhallur var einn af stofn-
endum Félags íslenzkra síma-
manna og tók mikinn þátt í
störfum félagsins fyrstu árin.
Ennfremur var hann einn af
stofnendum Félags forstjóra
pósts og síma árið 1943.
Þórhallur kvæntist Ingibjörgu
Ólafsdóttur, Davíðssonar
verzlunarstjóra á ísafirði, 25.
marz 1922. Þau eignuðust þrjú
börn, þau eru: Ása Maria, gift
Bimi Gunnlaugssyni skipstjóra,
búsett í Florida, Halldór sýn-
ingarstjóri, kvæntur Þóru Dag-
bjartsdóttur og Ólafur verkfræö
ingur í Amerfku, kvæntur þar
Mildred Cathrine.
Þegar Þórhallur lét af emb-
ætti í Vestmannaeyjum fluttust
þau Ingibjörg búferlum til
Reykjavíkur og hafa verið bú-
sett hér síðan.
Þórhallur var skarpgáfaður
eins og hann átti kyn til. Hann
var hlédrægur og hleypidóma-
laus, en einbeittur í skoðunum
og fastur fyrir, ef því var að
skipta. Þórhallur var mjög list-
rænn og víðlesinn, enda vel
heima í bókmenntum, einkum
leikbókmenntum. Hann aöstoð-
aði Leikfélag Vestmannaeyja
oft fyrr á árum, sem leiðbein-
andi.
Þórhallur var afar vel liöinn
af viðskiptavinum sfmans, þá
lét hann sér einkar annt um
starfsfólk sitt, enda sótcust
margir eftir að starfa undir hans
stjóm og handleiðslu.
Ég átti því láni að fagna að
eignast hann sem fyrsta hús
bónda og tel ég það eitt af
mfnum gæfusporum.
Eitt var það, sem sérstakiega
einkenndi Þórhall, hann eignað-
ist marga vini á lífsleiðinni,
sem mátu hæfileika hans og
mannkosti mikils.
Ég votta frú Ingibjörgu, böm-
um þeirra, tengdabömum og
bamabömum innilegustu sam-
úð mína við fráfall mfns kæra
vinar Þórhalls Aridreas Gunn-
laugssonar.
Blessuð sé minning hans.
Hafsteinn Þorsteinsson.
Ferðamálaráðstefna á
'P'erðamálaráðstefnan á Þing-
vöilum 1965 samþykkti aö
næsta ferðamálaráðstefna skyldi
haldin á Akureyri, samkvæmt
boði bæjarstjórans.
Ferðamálaráð hefir þess vegna
ákveðið að boða til ferðamála-
ráðstefnu á Akureyri föstudag-
inn og laugardaginn 6. og 7.
maí n.k. Ráðstefnan verður sett
að Hótel KEA kl. 2 e. h.
heimilt að nota afsláttarmiða í
öðrum áætlunarferöum Flugfé-
lags íslands til eða frá Akur-
eyri. Þátttakendur eru vinsam-
lega beðnir að panta gistingu
hjá hr. hótelstjóra Ragnari Ragn
arssyni, Hótel KEA, en hótelin
á Akureyri ákveða að veita 20%
afslátt til þátttakenda á ráð-
stefnuna, enda em til hennar
boðaðir þeir aöilar, sem hafa á-
Akureyri
huga á aukningu erlendra ferða-
manna og skilning á bættum að-
stæðum og þjónustu við ís-
lenzka og erlenda ferðamenn.
Vegna undirbúnings er nauð-
synlegt að tilkynna þátttöku fyr
ir 20. apríl n.k. Þess er vinsam-
legast óskað, að þátttaka sé til-
kynnt til Feröamálaráðs, Skóla-
vörðustíg 12, sfmi: 15677, kl.
2—5 e.h.
Fyrirkomulag ráðstefnunnar
veröur með svipuöum hætti og
s.I. ár. Dagskrármál verða: Þátt-
ur ferðamanna í viðskiptalffi Ak
ureyrar, ísland ferðamannaland
fyrr og nú, áhrif hækkaðs verð-
lags á möguleika íslands sem
ferðamannalands, hvert ber að
stefna í landkynningarmálum,
þrifnaður og hollustuhættir í
veitinga- og gistihúsum og hrá-
efnaöflun til gisti- og veitinga-
húsa o. fl. Auk hinna fyrirfram
ákveðnu málaflokka er ákveðið
að undir dagskrárliðnum ýmis
mál verði opinn vettvangur til
að ræða ýmis atriði ferðamál-
anna.
Vegna ferðamálaráðstefnunn-
ar hefur Flugfélag íslands h.f.
ákveðið að veita þátttakendum
50% afslátt af verði farmiða.
Flugferð verður frá Reykjavik
fóstudaginn 6. maf kl. 9 f. h.
og frá Akureyri sunnudaginn 8.
maf kl. 15.15. Þátttakendum er
Öflugt félagsstarf
framreiðslumanna
Aðalfundur Félags framreiðslu
manna var haldinn 2. marz
s.l. Á fundinum var flutt skýrsla
um störf félagsins á liðnu
starfsári. Stjóm félagsins var
öll endurkjörin og er það í
fyrsta skipti í sögu félagsins.
Stjóm félagsins skipa: For-
maður Jón Maríasson, varafor-
maður Sævar Júníusson, ritari
Haraldur Tómasson, gjaldkeri
Valur Jónsson, varagjaldkeri
Viðar Ottesen. Varastjórn: Leif-
ur Jónsson, Guðmundur H.
Jónsson og Janus Halldórsson.
Félag framreiðslumanna hefur
nú eignazt félagsheimili ásamt
7 öðrum félögum við Óðinsgötu
7. Með tilkomu þessa félags-
heimilis hefur félagið eignazt
húsnæði fyrir alia starfsemi
sína. Var þetta mjög aðkallandi
og bætir hag félagsins á allan
hátt. Einnig hefur félagið opn-
að skrifstofu ásamt 4 öðrum
verkalýðsfélögum og er skrif-
stofan opin frá kl. 2—6 alla
virka daga nema laugardaga, og
mun hún annast alla fyrir-
greiðslu fyrir félagsmenn.
Á s.l. ári hóf félagið bygg-
ingu orlofshúsa i landi sínu í
Grímsnesi og voru fyrstu hús-
in fokheld sama ár og er fyrir-
hugað að taka þau í notkun í
sumar. Áformað er að leyfa
ekkjum félagsmanna og bömum
þeirra að dveljast þar vissan
tíma á sumri fritt. Einnig munu
húsin verða leigð félagsmönn-
um við vægu verði.
M
1«