Vísir - 15.04.1966, Qupperneq 6
Í6
VÍSIR . Föstudagur 15. april 1966
Reynt ai hefta mestu ránveiði sem
núþekkist, selveiðina við Grænland
Stofninn minnknði á fáum árum ár 5 milij. í 1 millj.
Selveiðamar standa nú sem
hæst í isnum við Grænland. Það
eru aðallega Norðmenn, sem
stunda þessar veiðar. íslending
ar hafa þó einkennilegt sé al-
drei lagt út £ þær og það þó
selskinn hafi verið I mjög háu
verði síðustu árin. Einu kynni
okkar íslendinga af þessum at-
vinnuvegi eru viökomur norskra
selfangara i íslenzkum höfn-
um og má í því sambandi m.a.
minna á að fyrir nokkrum vik-
um var hér í blaðinu frétt um
það að norskur ísbrjótur hefði
dregið tvö biluð selveiöiskip til
Akureyrar.
Vegna hins háa verös á sel-
skinnum á síðustu árum hefur
ásóknin í selinn sífellt aukizt
mjög, og er það samdóma álit
vísindamanna að gífurleg rán-
yrkja sé nú stunduð á selnum.
Hafa dönsk og kanadísk yfir-
völd af þessum sökum verið að
beita sér fyrir friðunaraðgerð-
um á selnum, þar sem annars
er útlit fyrir að selastofninum
veröi langt til útrýmt.
Það sem veiðimennimir sækj
ast eftir eru selkópamir helzt ný
kæptir og sé kópurinn orðinn
eldri en 10 daga fellur skinniö
verulega í veröi. Selurinn kæp-
ir á ísnum, helzt þar sem ójöfn
ur em á honum. Það eru eink-
um selveiðarar frá þremur lönd
um sem stunda veiðamar, Kan
ada, Noregi og Rússlandi.
Talið er að siöustu ár hafi ár-
lega verið drepnir um 500 þús.
kópar, en álitið hins vegar að
stofninn þoli nú ekki að meira
en 50 þús. séu teknir. Á fáum
ámm hefur stofninn minnkað
úr 5 millj. sela í aðeins eina
millj. og sýna þessar tölur hiö
alvarlega ástand ,sem stafar
fyrst og fremst af þvi að mest
er sótzt eftir að drepa ungviðið
Er ætlunin að taka þetta mál
til umræöu á fundi sem haldinn
verður í fiskveiöinefnd Norð-
vestur-Atlantshafsins í Madrid í
Matvæli —-
Framh. af bls 9
— Hvað segið þér um þá til-
Iögu, að komið verði á allsherj
ar heilbrigðisreglugerð fyrir
allt landið?
— Ég tel slíkt sjálfsagt og
því fyrr, því betra. Við sjáum
þess dæmi hér I Reykjavík, aö
hér er þó unnið markvisst aö
mikilvægum umbótum, sam-
kvæmt gildandi heilbrigðissam-
þykkt, jafnvel þótt of seint
gangi, enda örðugur róöurinn af
ýmsum ástæðum. En það miðar
þó í rétta átt, — jú, ég er ekki
í vafa um, að mikil stoö yrði að
slíkri samþykkt.
Miklar framfarir —
en betur má samt.
■) Þá átti blaðið tal við Guðlaug
Hannesson, rannsóknarstofu
Fiskifélags Islands og spurði
hann álits.
— Niðurstöðumar af athugun
á gerlamagni í fiski, sem nefnd-
ar eru í umræddri grein, munu
byggjast á rannsókn frá því
1961, en síðan hefur margt
breytzt til batnaöar á því sviði.
— en þó má vitanlega betur,
ef duga skal. Þaö er einkum
tvennt, sem ég tel miklar bætur
að. Fyrst er það vatnið. Um
þetta leyti ferðaðist ég til allra
staöa á landinu, þar sení fiskur
var verkaður og athugaði vatns
bólin, alveg sérstaklega. Frá
þeim niðurstöðum, sem ég
komst að í þeirri ferö, skýrði
ég I útvarpserindi í júlimánuði
1962, en það birtist síöan i
„Frosti“, tímarit SH. Þá voru
vatnsbólin víða aðalvandamálið,
en nú hefur verið bætt úr því
á þann hátt að klór er blandað
í allt vatn, sem notað er í sam
bandi við fiskframleiðsluna.
Annað er það, að nú hafa verið
teknar í notkun pappírsþurrkur
í stað handklæða í fiskvinnslu-
stöðvum almennt, en að því er
mikill þrifnaöur. Þó er það ein
mitt þrifnaðurinn í sambandi
við starfsfólkið, sem enn þarf
átak til að kippa í lag.
— Hvað um gerlamagnið í
fiskinum, sem höfundur um-
ræddrar greinar talar um?
— Ég vil taka það fram í því
sambandi, að í Bandarlkjunum,
sem kaupir af okkur mikið
magn af umræddum fiski, er
ekki gildandi nein heildarstöðl-
un varðandi gerlamagn í óunn-
um fiski. Hins vegar hafa ein-
stök vinnslu- og dreifingarfyrir-
tæki komið á hjá sér slíkri
stöðlun og ég held að ég megi
segja, áð við þurfum ekkert að
óttast hana eins og er. En nú
er það þannig, að fiskvinnslu-
fyrirtækin hér ráöa því sjálf
hvort þau senda okkur sýnis-
hom til rannsóknar eða ekki,
og notfæra sér þannig þá þjón-
ustu, sem við getum veitt
þeim. Einn aöilinn, Sölumið-
stöð -hraðfrystihúsanna, -hefur
notfært sér þetta og sent okkur
sýnishom til athugunar af og til.
Hið sama er að segja um ýmsar
ráðstafanir til aukins hreinlæt-
is, sem gerðar hafa verið í fisk-
vinnslustöðvunum — þaö em
fyrirtækin sjálf, sem ráða þeim
Og ég tel það mikilvægast af
því, sem áunnizt hefur, að fólk
viröist almennt vera að vakna
til meðvitundar um það, hve
ýtrasta hreinlæti er mikilvægt
í sambandi við fiskframleiðsl-
una.
— Hvað finnst yður um þá
tillögu greinarhöfundar, að
Kosningaskrifstola
Sjálfstæðisflokksins
UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA
er í Hafnarstræti 19, 3. hæð (Helga Magnússonar-húsinu).
Skrifstofan er opin alla daga kl. 9 f. h. til kl. 5 e. h.
Stuöningsfólk Sjálfstæðisflokkslns er beðið að hafa sam-
band viö skrifstofuna og veita henni upplýsingar varðandi
kosningamar.
Gefið skrifstofunni upplýsingar um fólk, sem verður fjar-
verandl á kjördegi innanlands og utanlands.
Simar skrifstofunnar eru 22708—22637.
koma þurfi á allsherjar heil-
brigðissamþykkt fyrir allt land
iö?
— Ég er þvl algerlega fylgj-
andi. Þjóðin er fámenn, sam-
göngur milli staða miklar —■ og
því ekki að láta sömu ákvæðin
hvað þetta snertir gilda fyrir
allt landið. Þrifnað og umgengn
isháttum almennt er mjög á-
bótavant. Ég álít að auöveldara
mundi aö koma á sjálfsögöum
og aðkallandi umbótum, ef
nefnd tillaga fengi framgang.
Salernis„menningin“
argasta ómenning.
Þá átti blaðið að lokum tal
við Eðvarö Friðriksen, en hann
hefur verið starfsmaður við veit-
ingastaðaeftirlit ríkisins undan-
farin tvö ár, eða frá því lög
um þaö eftirlit gengu í gildi.
— Hvernig er með veitinga-
staöi úti á landi, hvað þrifnað
og hreinlæti snertir í sambandi
við framreiösluna?
— Þrifnaði I eldhúsum er víð
ast hvar mjög ábótavant og mat
vælageymsla af miklum vanefn
um, vægast sagt. Ekki það að
starfsfólk vilji ekki gera betur,
en aðstæðumar eru slíkar, að
það getur ekki gert betur, þó að
þaö væri allt af vilja gert. Ég
vil sér £ lagi leggja áherzlu á
þetta með matvælageymslurn-
ar, þar er fyrirkomulagið víöast
hvar fyrir neðan allar hellur.
— Hvað um félagsheimilin?
— Þau era mjög misjafnlega
til þess fallin, að þar séu rekn-
ir veitingastaðir, sum góö, önn
ur ekki. En I því sambandi vil
ég benda á eitt félagsheimili,
sem tvímælalaust skarar fram
úr — félagsheimilið á Norðfirðí.
Það er bæði vel til þess rekst-
urs fallið og reksturinn sjálfur
með miklum myndarbrag.
— Og svo er það salernis-
menningin á þessum samkomu-
og veitingastöðum?
— Hún er vægast sagt, arg-
asta ómenning, sem yfirleitt
veröur ekki með oröum lýst.
Þar eigum við kannski hvað
mest ólært, og þó að sagt sé
að gestirnir eigi alltaf að hafa
rétt fyrir sér, nær sú regla ekki
til salemanna. Og eitt er það,
sem sérstaklega þarf að koma
á framfæri. Það þarf að koma
upp almenningssalemum, með
fastri vörzlu dag og nótt yfir
sumartímann, á þeim stöðum,
þar sem ferðamannastraumur-
inn er mestur um garð, t.d.
Hveragerði, Selfossi, við Goða-
foss og í Vaglaskógi. Það mundi
verða til mikilla bóta og fram-
kvæmd þess þolir satt bezt aö
segja enga bið. Eins og nú er,
er þetta ástand algerlega ó-
samboðið siðuðu fólki.
— Hvað finnst þér um þá til-
lögu Þórhallar, I grein hans, að
komið verði á fastri heilbrigöis-
löggjöf fyrir allt landið?
— Ég er því algerlega fylgj-
andi, tel það aðkallandi nauð-
synjamál. Ég hef haft tækifæri
til að kynna mér gildandi reglu-
gerðir á ýmsum stöðum á land
inu — þar er um fyllsta ósam-
ræmi að ræða, og auk þess eru
flestar þessar heilbrigðissam-
þykktir gamlar, og samsvara á
engan hátt kröfum nútímans.
Þama er sannarlega tlmabær til
laga á ferðinni — og ég tel að
framkvæmd hennar þoli enga
bið.
íþróttir —
Framh. af bls. 11
inn, svo ótrúlegt sem það er. Þor
steinn Bjömsson varði naumlega
vítakast en Brunet skorar 15:15 á
17. mln og loks kom mark Frakka
16:15 á 26. mín., síðasta markið
£ þessum leik.
Síðari hluti seinni hálfleiks sner
ist annars að mestu um furðudóma
„mussju" Paillot en ekki hand-
knattleiksmenn Frakka og íslend-
inga. Máttu menn vara sig, því
Frakkinn sá alltaf einhverja ástæðu
til að dæma boltann af íslending-
um. Hins vegar sá hann ekki þeg
ar Magnús Pétursson veifaði á það
þegar Frakkamir trömpuðu á lín-
unni.
í veizlu hjá menntamálaráðherra
eftir leikinn sagði Paillout dómari,
sem heitir raunar Nelson að for-
nafni að hann hefði áður dæmt leik
var það leikur íslands og Danmerk
ur á HM sem Danir unnu með 14:13
Þá gaf Ásbjöm Sigurjónsson hon
um sem minjagrip hluta úr hval-
tönn, sem hann kvaðst alltaf halda
upp á. Það er hins vegar sagt að
ánægjan með dóma Frakkans hafi
verið svipuð og nú og Ásbjörn hafi
sagt að tönnin hafi verið ekta, en
það sama hefði ekki verið hægt að
segja um dómana. Hér hefur Nel-
son Paillout unnið frækilegan sigur
fyrir land sitt. Hann hefur sigrað
I orrustu eins og nafni hans hinn
enski áður fyrr við Trafalgar
Mundi ég segja að Paillout hafi ver
ið bezti leikmaður franska liðsins,
en aðrir leikmenn fundust mér ekki
nema I meðallagi.
Um það leyti, sem leiknum lauk
lenti flugvélin með sænska dómar
ann. Leiðin lá beint á Hótel Sögu
I veizlu menntamálaráðuneytisins
og I dag fær dómarinn einn dag í
Reykjavík, en fer utan á morgun.
„Þetta var mitt auðveldasta verk
til þessa", sagði hann, en hann hef
ur 5 landsleiki að baki. — jbp —
Skókþing —
Framh. af bls. 16
Bjöm Þorsteinsson 3j4, Hjörleifur
Halldórsson 3 og Sigurður Jóns-
son 154 vinning.
í meistaraflokki varð efstur Ól-
afur Magnússon með 7y2 vinning
| af 9 mögulegum og annar varö
Halldór Jónsson meö 6y2. Fá þeir
þar með rétt til þátttöku I lands-
liösflokki á næsta skákþingi.
I í I. flokki varð efstur Jón Briem
með 6 vinninga af 7 mögulegum
og næstir og jafnir voru Ari Guð
mundsson og Jóhannes Lúðvíksson
með 5y2 vinning hvor og-fá þessir
þrír meistaraflokksréttindi.
1 n. flokki var efstur Gísli Sig-
urkarlsson með 6 vinninga af 7
i mögulegum og næstir urðu Guö-
I mundur Vigfússon og Snorri Þor-
1 valdsson með 5 vinninga hvor. Fá
! þessir þrír að fara I 1. flokk næst.
í unglingaflokki urðu þrír efstir
og jafnir, þeir Ragnar Þ. Ragnars-
j son, Einar M. Sigurðsson og Sig-
! uröur Eiriksson með 5y2 vinning
! af 7 mögulegum. Kepptu þeir síð-
i an til úrslita og fékk Ragnar 1V2
vinning og varð því unglingameist
ari. Sigurður Eirlksson var eini
utanbæjarmaðurinn á Skákþinginu
en hann er ísfirðingur.
Umferðarnterki —
Framhald af bls. 1.
í álitsgerð Umferðamefndar
segir, að loka þurfi Flugvallar-
braut alveg við Miklatorg, en
erfitt sé að banna útakstur, fyrr
en hin fyrirhugaöa gata frá
Hafnarfjarðarvegi að Reykjavlk-
urflugvelli fyrir vestan nýju
slökkvistööina hefur verið lögð.
Með tilkomu Umferðarmiö-
stöðvarinnar jókst umferö um
þennan spotta Flugvallarbrautar
glfurlega og hafa stórar lang-
ferðabifreiðir, sem ekið hafa
þarna upp á Miklatorg, valdið
töfum og erfiðleikum I umferð
á Miklatorgi.
Þegar þessi ákvöröun hafði
verið tekin af Umferðamefnd
var komið fyrir umferðarmerkj-
um, en ýmsir vora óánægðir
með þessa breytingu og vildu
fá að aka áfram upp á Mikla-
torg. Um páskana gerðu því
einhverjir sér lítið fyrir og fjar-
lægðu umferðarmerkin, en slíkt
er mjög alvarlegt, þar sem það
gæti hæglega valdiö slysi, enda
liggur við þvf refsing.
Fannst nokkur hluti umferö-
armerkjanna undir bát, ekki
langt frá og hefur þeim veriö
komið fyrir á ný.
Myadsjá —
Framh. af bls. 3
bandalagið heldur fyrir utan
Norðurlöndin. Var hin haldin
1956 I Róm en Rómarsýning
þessi var Islendingum mikið
hitamál.
Dani o'g Svíi sjá um uppsetn-
ingu sýningarinnar I Þýzkalandi
og standa málverkin ekki saman
frá hverju landi um sig heldur
ægir þeim öllum saman. Mjög
vönduð sýningarskrá verður
gefin út og birtast þar I 8 svart-
hvítar myndir af listaverkum
frá hverju landi fyrir sig, auk
j einnar litmvndar. Fylgir einnig
stuttur formáli fyrir hvert land
og smáæviágrip listamannanna.
Sk|aldbres?
fer vestur um land til Akureyrar
20. þ.m. Vörumóttaka I dag og ár
degis á morgun til Bolungarvíkur,
og áætlunarhafna við Húnaflóa og
Skagafjörð, Ólafsfjarðar og Dalvík
ur. Farseðlar seldir á þriðjudag.
Kl