Vísir - 15.04.1966, Side 16

Vísir - 15.04.1966, Side 16
Föstndagur 15. apríl 1966 Tveír röntgen- læknnr róðnir Borgarráð hefur samþykkt að skipa Steingrím Jónsson deildar- lækni við Röntgendeild Borgar- spítalans og að veita Erni Smára virnaldssyni stöðu aðstoðarlæknis •ríð sömu deild. FKID AFTAN Á BIFREIDIR í 147 AF 713 ÁREKSTRUM Slys á fólki algeng í slíkum filfellum Frá sl. áramótum til 1. april hefur lögreglan í Reykjavík haft afskipti af 713 árekstrum. Af þessum fjölda hefur 147 sinnum verið ekið aftan á bíla. Mikill fjöldi þessara árekstra og slysa verður við umferðar- ljós og ennfremur á stærstu verzlunargötum borgarinnar, þar sem umferð er mikil. Ein á- stæðan fyrir því að ekiö er aftan á bíla er, að ökumenn gæta þess ekki að hafa nægilegt bil milli bifreiða og einnig vegna þess að ökumenn hafa hugann við eitthvað annað en aksturinn sjálfan. I 52. grein umferðarlaga seg ir svo: „Ökumaður, sem ætlar að nema staðar eða draga snögg lega úr hraða, skal gefa þeim, sem á eftir koma, greinileg merki um þá ætlun sína. Skal það gert með hemlaljósmerki á þeim ökutækjum, sem hafa skulu hemlaljós, en annars með þvi að rétta upp hönd eða á annan greinilegan og ótvíræðan hátt“. Ennfremur segir svo í 45., gr. umferðarlaganna: „Ökutaeki, sem ekið er á eftir ööru öku- tæki, skal vera í svo mikilK £jar lægð frá því, aö eigi sé haetta á árekstri, þótt ökutækið, sem á undan er stöðvist eða dregið sé úr hraða þess.“ Þar sem lögregluskýrslur sýna að í sambandi við aftan-á- keyrslur verða oft slys á fólki telur lögreglan fyllstu ástæðu til að hvetja alla ökumenn til að taka þetta mál alvariega. Gunnar Gunnarsson Is- landsmeistari í skák Ragnar Þ. Ragnarsson unglingameisfari Ein algengasta sjónin á slysstaö: Ekiö aftan á bfla. Skákþingi íslands, sem hófst 4. apríl, lauk í gærkvöldi meö þvi að tefld var hraöskák og varð Bjöm Þorsteinsson sigurvegari með 15 vinninga af 18 mögulegum. Varö Ingi R. Jóhannsson næstur meö 13 vinninga. VETURINN 1965-66 EINN SÁ ALLRA KALDASTI Á ÖLDINNI Vetrarríki hefur verið mikið hér á landi og er veturinn 1965- 1966 einn sá kaldasti á öldinni. Veröur veturinn í heild óvenju kaldur. Á Akureyri er meðaltal fyrir tímabilið nóvember til febrúar -i-4.0 og hafa þeir mánuðir að- eins einu sinni verið kaldari á öldinni svo að nokkru nemi, en það var frostaveturinn 1917- 1918. Þá var meðaltal sömu mán aða +6.4 stig. Fjóra vetur aðra hefur meðaltal þessara mánaða verið frá +3.7 stig og niður í +4.2, en í meðalárferöi er hita- stig þeirra +0.8 stig. 1 Reykjavík varð meöalhiti sömu mánaða +o.8 stig, en er í meðalárferði +0.8 stig. Þar var mun kaldara bæði veturinn 1917-1918 og 1919-1920. Fyrr- nefnda veturinn var frostið 2.7 stig, en þann síðarnefnda 2.3 stig. Einnig var kaldara á öld- inni árin 1909-1910 eða +1.7 stig og fjóra aðra vetur hefur frostið reynzt frá 0,7 stigum upp í 1.0 stig. Hiti í marzmánuði var minni en í meðalárferði. í Reykjavfk var meðalhitinn rétt fyrir neðan frostmark, en í meðalári er hann +1.5 stig. Á Akureyri var frost að meðaltali 3.2 stig fyrir þennan mánuð, þrem gráð um kaldara en venja er til. Með alhitinn á Hveravöllum var + 6,8 stig í marz og í Höfn í Horna- firði var meðalhiti mánaðarins + 0.5 stig. Var hitinn fyrir neö an frostmark um meginhluta landsins í marz. Þegar meðalhiti marzmánað- ar er tekinn með mælingum fyr ir Reykjavík, kemur þaö I ljós að eftir veturinn 1919-1920 hef ur meðalhitinn reynzt lægri vet- urinn 1950-1951, en þá var marzmánuður óvenju kaldur, en þrjá vetur aðra á þessu rúmlega fjörutíu ára tímabili hefur kuld inn reynzt vera svipaður, var það vetuma 1930-1931, 1951- 1952 og 1954-1955. Síðasta umferö í landsliðs- flokki var tefld í fyrrakvöld og varð Gunnar Gunnarsson íslands- meistari með 8 vinninga af 11 mögulegum. Næstir honum komu Jón Hálfdánarson og Björgvin Víg- lundsson með 7y2 vinning hvor og Guðmundur Sigurjónsson með 7 vinninga. Bragi Kristjánsson, Jón Kristinsson og Haukur Angantýs- son fengu 6 vinninga hver, Jón Þór 5y2, Jóhann Sigurjónsson 5, Framh. á bls. 6. Merkl Iönsýningarinnar 1966. Iðnsýningarmerki valið 40.000 manns tóku þútt í mótmælauðgerðum í Jakarta Fjórtán aðilar tóku þátt i sam- keppni sýningarnefndar Iðnsýning- arinnar 1966 um hugmynd aö merki sýningarinnar og skiluöu þeir 26 hugmyndum. Hlutskörpust varö frú ■Kristin Þorkelsdóttir teiknari, Lind | arhvammi 13, Kópavogl og hlaut hún 10.000 kr. verölaun. j Samkeppni þessi var auglýst j hinn 6. marz sl. I skilmálum sam- i keppninnar var sagt, að merkið yrði notað sem tákn sýningarinn- ! ar og það þyrfti að vera unnt að | gera af því prjónmerki. Frestur til l að skila hugmyndum rann út 20. í marz. Dómnefnd skipuðu sýningar- nefndin og fulltrúi tilnefndur af Félagi ísl. teiknara. Fulltrúi FlT var Ástmar Ólafsson, en í sýning- arnefnd eiga sæti Bjami Bjöms- son, form., Björgvin Frederiksen Davíð Sch. Thorsteinsson og Þór- ir Jónsson. Mikill fjöldi ofsareiðra Indónesa réðst í morgun á kínverska sendi ráðið í Jakarta og kveikti i skrif- stofutækjum og skjölum. Kín- verski fáninn var dreginn niður og fáni Indónesíu dreginn upp í staðinn. Fólksfjöldinn heimtaði, að stjómmálasambandi við Kína yrði slitið. Um 40.000 manns höfðu safnazt við múrinn umhverfis kínverska sendiráðið, en nokkur hundmð manns réðust inn í bygginguna sem skemmdist vemlega. Nokkur hundr uðum verzlana í eigu Kínverja var lokað með því að negla fyrir þær. Á fjöldafundi, sem haldinn var á undan óeirðunum, töluðu margir Indónesar af kínverskum ættum og gagnrýndu Kínastjóm fyrir að blanda sér i innanríkismál Indó- nesíu. Kröfðust þeir slits á stjóm- málasambandi við Kína. • .............. - VÍSITALAN Vísitala framfærslukostnaðar fyr ir aprílbyrjun hefur verið reiknuð út og reyndist hún vera 185 stig, eða einu stigi hærri en í marzbyrj- un. Liðimir, sem hækkað hafa, em matvörur um 2 stigíog „ýmis vara og þjónusta“ um 2 gtig. Formaður Iðnsýningamefndar, Bjaral Bjömsson, afhe ndir Krlstínu Þorkelsdóttur verölaunin.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.