Vísir - 23.04.1966, Blaðsíða 1
V
VÍSIK
56. árg. - Laugarclagur Z3. aprii íybö. - »i. tDJ
WW'-
■■■
Mannvirki kísilgúrverksmiðjunnar við Mývatn sjálft: Olíugeymir, dæluhús og prammi.
Hið hollenzka fyrirtæki hefur hætt við aðild að verksmiðjunni vegna fjár-
skorts. Amerískt fyrirtæki tekur þess stað. Breytt fyrirkomulag á sölu af-
urða verksmiðjunnar leiðir af sér auknar skatttekjur íslendinga af rekstri
verksmiðjunnar.
I gær var lagt fram á Al-
þingi nýtt stjómarfrumvarp
um breytingu á lögum um kís
ilgúrverksmiðju við Mývatn.
Er það fram komið vegna
þess að slitnað hefur upp úr
samningaviðræðum við hið
hollenzka fyrirtæki um rekst-
ur kísilgúrverksmiðjunnar
þar sem hið hollenzka fyrir-
tæki treystir sér ekki, vegna
fjárskorts, til þátttöku í stofn
un framleiðslufélags þess er
reisa skyldi og reka verk-
smiðjuna, þar sem það hafði
ráðizt í aðrar fjárfrekar fram-
kvæmdir.
Vegna þess að sala kísilgúr
krefst mjöig mikillar skipulagn-
ingar, þekkingar á markaðinum
og traustra viðskiptasambanda,
var talið rétt að leita fyrir sér
um samvinnu viö aðra erlenda
aðila, sem gætu greitt fyrir sölu
á framleiðslu kísilgúrverksmiöj-
unnar og leiddi þetta til þess,
að upp voru teknar viðræður við
hið ameríska fyrirtæki Johns-
Manville og eru þær viðræður
nú komnar á lokastig. I frum-
varpi þessu er gert ráö fyrir að
veita þær lagaheimildir, sem hið
fyrirhugaða samkomulag við
Johns-Manville þarfnast til við-
bótar þeim heimildum, sem fyr-
ir eru.
Fyrirkomulagið á hinni fyrir-
huguðu samvinnu við Johns-
Manville verður einkum að þvl
leyti frábrugðiö samkomulaginu
við hið hollenzka fyrirtæki, að
í stað þess að staðsetja sölufé-
lagið erlendis, eins og samkomu
lagið gerði ráð fyrir, yrði það
staðsett hér á landi og hefur
Framh. á bls. G.
HVALVERTÍÐiN I
UNDIRBÚNINGI
Innan mánaðar hefst hvalveiði
vertíðin hér við land, og undir-
búningur hennar er í fullum
gangi. Hvalfangaramir em mál-
aðir hátt og lágt elns og venja
er fyrlr hverja vertíð. Brátt
munu þeir sigla út í leit að
hinni stóru bráð.
Aðalveiðisvæðið er vestur og
norð-vestur af landinu, en mest
hefur veiðzt á undanfömum ár-
um djúpt út af Breiðafirði. í
fyrra veiddust 432 hvalir og þyk
ir það sæmileg meðalvertíð,
annars er því líkt varið með
hvalinn og síldina að erfitt get-
ur reynzt að reikna hann út og
verður því engu spáð um veið-
I
ina í sumar.
Fjórir bátar stunda veiðamar
eins og undanfarin ár. Þeir bera
eins og kunnugt er allir nafnið
Hvalur og það er Hvalur hf.,
sem gerir þá út.
Messað í
Hóskólabiói
Sumardaginn fyrsta breyttu
skátar Reykjavíkur Háskólabíói
í kirkju og héldu þar mikla
skátamessu fyrir hádegi. Gengu
þeir til kirkju i skrúðgöngu frá
Skátaheimilinu. Mikil aðsókn
var að skátamessunni og er tal-
ið, að um 1500 manns hafi ver-
ið í húsinu, enda setið á göngum
og í stigum. Sr. Ólafur Skúlason
messaðl og skátar aðstoðuðu
við guðsþjónustuna. Myndin er
tekin við messuna í bíóinu.
Mun þessi messa hafa verið
með hinum fjölmennustu, sem
hér hafa verið, enda er Há-
skólabíó stærsta kvikmyndahús
landsins.
Framkvæmdir hefjast væntanlega á næsta óri
Áður en langt um líður verð- auknu aflþörf á veitusvæðinu. af undirbúningi virkjunarinnar.
ur væntanlega send út útboðs-
lýsing á stækkun Laxárvirkjun-
ar, sem fyrirhugað er að byrja
á á næsta ári. Verður þama um
12000 KW stöð að ræða og þarf
hún að vera tilbúin í síðasta lagi
1969 til þess að geta mætt hinni
Hafði blaðiö samband við
Knút Otterstedt rafveitustjóri á
Akureyri og spuröi hann frétta
— Þaö hefur verið unnið að
útboðslýsingu undanfarið á verk
fræöiskrifstofu Sigurðar Thor-
oddsen og verður lokið við hana
þegar gengið hefur veriö frá
fjárhagslegu hlið málsins, en
það er næsta skrefiö.
— Hvaö er kostnaðurinn áætl-
aður mikill? Ffrh. á bls. 13.