Vísir - 23.04.1966, Blaðsíða 16

Vísir - 23.04.1966, Blaðsíða 16
 Ökumoður og einn furþegunnu létust Norðmenn pluntu skógi í 16,200 hekturu á úri Síðastliðinn þriðjudag kom hing að deildarstjóri skógræktardeildar norska landbúnaðarráðuneytisins, Thorolf Austin. Hann er hér á vegum Félagsins Noregur—island, sem vinnur að menningarsambandi milli þjóðanna. Á undanförnum 7—8 árum hafa komið hingað nokkrir erindrekar á vegum þessara samtaka og flutt hér fyrirlestra um ýmis efni. T. Austin hefur með höndum veigamikið starf, því undir hann heyra öll mál er varða nýgraeðslu og endurgræðslu skóga í Noregi. En það er kunnugra en frá þurfi að segja, að skógarnir eru ein af helztu tekjulindum Norðmanna, af þeim fá þeir um 20% gjaldeyr- istekna sinna. T. Austin hefur haldið hér tvo fyrirlestra á vegum Félagsins ís- land—Noregur og Skógræktar rík- isins. Annan í Reykjavík, í Tjarn- arbæ hinn á Akureyri og var að- sókn góð á báðum stöðunum, eink- um á Akureyri, en þar er skóg- ræktaráhugi mjög vakandi, sem kunnugt er. Austin sat fund með fréttamönn um í gær, en hann heldur utan í dag. Fundinn sátu einnig formaður félagsins, Haukur Ragnarsson og Hákon Bjarnason, skógræktar- stjóri. Framh. á bls. 6. Vorsýning- in opnuð A, morgun opnar Myndlistar- félagið vorsýningu sína klukkan fjögur sfðdegis i Listamanna- skálanum. Þessi vorsýning fé- lagsins er orðinn árlegur við- burður, en að þessu sinni sýna 17 myndlistarmenn 52 verk eftir sig. Á endavegg Listamannaskál ans eru myndir þeirra Kjar- vals og Finns Jónssonar en þeir eru meðal þeirra, sem sýna. Að þessu sinni eru eir.göngu málverk á sýningunni utan lág- myndar eftir Ríkharð Jónsson og skúlptúr af tré, sem er eftir Svein Bjömsson og er frumraun Sveins í höggmyndalistinni. — Nefnist verkið Marsbúinn. Öll verkin á sýningunni eru nýleg eða frá árunum 1965—66. 1 sýningamefnd eiga sæti Helga Weisshappel, formaður, Sveinn Bjömsson, Sigurður Árnason, Eggert Guðmundsson og Pétur Friðrik Sigurðsson. — Varamenn eru Jón Gunnarsson og Guðmundur Karl Ásbjörns- son. Myndin er tekin, þegar Helga Weisshappel og Sigurður Krist- jánsson voru að koma myndun- um fyrir. B0EING-Þ0TA F.Í. Á AD FARA 2 FERDIR TIL ÚTLANDA Á DAG Vlsir ræðir við Birgi Þorgilsson deildarstjóra um væntanleg þotukaup Flugfélags Islands til útlanda á hverjum degi, eða 13 ferðir í viku. Hún getur t.d. farið til London og heim aftur fyrri hluta dags og til Kaup- mannahafnar og heim síðari hlutann. Flugtíminn Reykjavík- London er áætlaður tæplega tvær og hálf klukkustund. Þá veröur fljótlegra að komast frá Framh. á bls. 6. Hörmulegt bilslys varð í Vest- mannaeyjum í fyrrinótt. Var Volkswagenbifreiö, sem í voru fimm ungmenni, ekið undir pall kyrrstæðrar vörubifreiðar með þeim afleiðingum að ökumaður beið þegar bana. Tvennt annað í bifreiðinni, piltur og stúlka, stórslösuðust og voru flutt með sjúkrafilugvél til Reykjavíkur í gærmorgun og lézt piiturinn þar á sjúkrahúsi um hádegisbilið í gærdag. Hin, sem voru í bifreið- inni, piltur og stúlka, slösuðust minna og voru flutt í sjúkrahús- ið i Vestmannaeyjum. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar f Vestmannaeyjum varð slysið um klukkan 1.30 í fyrrinótt. Óku unglingamir, sem voru um tvítugt, undir pallinn á vörubifreiðinni, sem stóö vinstra megin neðarlega á Heið- arvegi. Var fólkið þegar flutt af slysstað í sjúkrahúsið í Vest- mannaeyjum. Eins og fyrr segir voru tvö hinna slösuðu flutt í gærmorgun til Reykjavíknr með sjúkraflugvél Bjöms Páls- sonar og lögö þar inn á sjúkra- hús. Liggja hin tvö, sem sfösuð- ust lítt sem ekkert, piltur og færeysk stúlka á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Framh. á bls. 6. Hagstofan gefur út tölur um fjölskylduástand í nýútkomnum Hagtíðindum eru töflur um hjónabönd og fjölskylduástand íslendinga um siðustu áramót, og kemur þar m. a. fram, að um 30% hjóna- banda eru barnlaus. Mannfjöldinn á íslandi var 1. desember s.l. alls um 193 þús- und. Þar af vom um 45 þúsund einstæðir, en 148 þúsund voru í fjölskyldukjömum, skv. flokk un Hagstofunnar. Fjölskyldukjörnum er skipt þannig: Hjónabönd án bama voru 10.672, (30% hjónabanda), hjónabönd með bömum voru 24.573, óvígðar sambúðir án Framhald á bls. 6. „Við teljum mikið framfara- spor að fá Boeing 727 þotu í millilandaflugið næsta vor, og vonum því, að kaupin á þot- unni verði leidd til lykta á far- sælan hátt“, sagði Birgir Þor- gilsson, deildarstjóri Flugfé- lags Islands, í viðtali við Vísi í sambandi við frumvarpið um rikisábyrgö vegna kaupanna, sem lagt hefur verið fyrir Al- þingi og Vísir skýrði frá í gær. „Ekki hefur enn veriö gengið endanlega frá kaupunum, en for stjóri okkar, Örn Johnson, er ein mitt þessa dagana vestra í þeim erindagerðum. Aðalvandamálið við kaupin er að sjálfsögðu fjár hagslegs eölis, því þetta er 300 milljón króna þota, sem hér er um að ræöa, en við teljum það vandamál yfirstíganlegt. M.a. má búast við, að hlutafé Flug- félags íslands verði aukið veru- lega.“ „Við reiknum með aö fá Bo- eing-þotuna 1. apríl eftir tæpt ár. Hún á að geta tekiö allt að 120 farþega og hún flýgur helm- ingi hraðar en DC6B-flugvéIarn- ar, sem við notum núna. Hún á því aö geta farið tvær ferðir Halldór Laxness og stjóm Leikfélags Reykjavikur á fundi með blaðamönnum í gær, þar sem skýrt var frá frumsýnlngu á „Dúfnaveizlunni". Tveirheimar, sem mætast er grundvallarhugsunin í „Dúfnaveizlunni#/# segir Laxness Leikritið frumsýnt á föstudag — bókin væntanleg sama dag „Sambandið milli smásögunn- ar „Dúfnaveizlan“ og leikrits- ins „Dúfnaveizlan“ er laust — smásagan er hlíðargrein og kemur lauslega fram í efninu. Smásagan er ekki drama, ger- ist bara í veizlusal, ég bjó hana til til gamans, alls ekk5 ákveðinn í að gera úr efninu leikrit“. Þetta sagði Halldór Laxness í gær, er hann og forráðamenn Leikfélags Reykjavíkur skýrðu blaöamönnum frá því að n.k. föstudag yrði leikrit Laxness, „Dúfnaveizlan" frumsýnd í Iðnó. Sama dag er áætlað að leikritið komi út í bókarformi hjá Helgafelli. „Dúfnaveizlan“ er 5 þátta skemmtunarleikur“, Laxrtess notar orðið skemmtunarleikur, sem hann segir gamalt íslenzkt orð, því að það eigi betur hér viö en gamanleikur. Leikstjðri er Helgi Skúlason, Steinþór Sig- urðsson gerði leikmynd og Leif- Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.