Vísir - 06.05.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 06.05.1966, Blaðsíða 6
6 V í SIR . Föstudagur 6. maí 1966. FROST UM LAND ALLT Óbreytt veður næstu dugu? Klukkan 6 í morgun var frost um allt land. Hlýjast var á Stór- höfða, þar var um frostmark. Kaldast var á Raufarhöfn, 5 stiga Dómurmn — Framh uí bls 1 5 af hinum stefnda (mennta- málaráðuneytinu), sem einnig velur formann stjómarinnar, og að útgjöld stofnunarinnar eru að miklu leyti greidd af stefnda. Þar sem þessar aðstæður gera stöðu stofnunarinnar sér stæða, hljóta þær að leiða til þess, að stefndi hafi veruleg áhrif í málefnum stofnunarinn ar. Á þessum grundvelli hefur stefndi einnig sanngjama á- stæðu til þess að vinna að framkvæmd laganna frá 26. maí 1965, sem með því að verða viö óskum íslenzku þjóðarinnar um, að hún sjálf fái að hafa hluta ofangreindra handrita með fleiri leysir þýðingarmikið deilumál í samskiptum íslands og Dan- merkur. Þótt afhendingarlögin feli í sér, að afhendingin verði fram kvæmd sem skipting stofnunar innar f tvær deildir, sem báðum skuli stjóma samkvæmt reglum stofnskrárinnar, verður afhend ing hluta handritanna og hluta fjármagns stofnunarinnar gegn mótmælum stofnunarinnar, að teljast nauðungarafhending. Aftur á móti telur rétturinn, að réttur stofnunarinnar yfir umræddum eignum sé að veru- legu leyti annar en eignarréttur inn, sem samkvæmt 73. grein stjómarskrárinnar, er greini- lega vemdaður gegn eignar- námi. Rétturinn verður hér eink um aö leggja áherzlu á þær veru legu takmarkanir, sem í gildi eru um ráðstöfunarrétt stofn- unarinnar yfir fjármagninu, vegna þess, að tilgangurinn með stofnun Ámasafns var eingöngu að geyma handritin með tilliti til rannsóknar á þeim og birt ingu þeirra, en þeim tilgangi er þrátt fyrir afhendinguna hægt að ná. Við úrskurð um, hvort stofn unin eigi að þola afhendingu hluta handritanna, telur réttur inn sig einnig verða að leggja áherzlu á, að Ámi Magnússon, sem ríkisskjalavörður og pró- fessor við Kaupmannahafnarhá skóla, og sem útsendur konung Iegur umboðsmaöur var i stöðu, sem gaf honum mikla möguleika til þess að komast í samband við fólk, sem var reiðubúið til þess að láta hann fá handrit sin, og að stofnskráin hefur að geyma m. a. ákvarðanir um að íslenzkir námsmenn og skrifar- ar skuli rannsaka og endurrita handritin. Þetta bendir til þess, að stofnendumir hafi svo sem mögulegt var, óskað aö tryggja íslenzka hagsmuni. Með tilliti til þessara mjög sérstöku aðstæðna, telur réttur inn að umrædd breyting lag- anna á stofnuninni falli ekki undir 73. grein stjómarskrárinn ar. Samkv. því ber að sýkna stefnda. Því telst rétt vera: Stefndi, menntamálaráðuneytið, skal af ákæru stefnanda, legati Árna Magnússonar, í máli þessu sýkn vera. Hvor aðilinn greiði málskostnað smn.“ frost, en almennt var 3 til 4 stiga frost norðanlands. í Reykjavík var 1 stigs frost. Samkvæmt Veður- stofunni mun veðrið haldast ó- breytt þennan sólarhring, og varla er útlit til þess, að það breytist næstu daga. Apospil — Framh. af ols 16. í Apaspili em fjögur einsöngs hlutverki apakötturinn, dómar- inn, kennarinn og dýratemjarinn og kór. Tvö fvrstu hlutverkin syngja nemendur skólans, en hin síðari syngja Sigríður Pálma dóttir kennari við Bamamúsík skólann og Kristinn Hallsson söngvari. Sjö manna hljómsveit skipuð kennurum skólans leikur undir. Ennfremur er smákonsert innan ópemnnar spilaður af tveim telpum innan skólans. ISeytendasamtök — Framh. af bls 16 þjóðasambandsins, sem hefur aðalstöðvar f Haag. Síðar í dag mun aðalstjómm hafa fund meö stjóm íslenzku neytendasamtakanna, en þau em hin þriðju f röðinni, sem stofnuð vom í heiminum og voru meðal stofnenda alþjóða sambandsins árið 1960. Framkvæmdir — Framhaid af bls. 1. taka þau mál nýjum tökum, svo að óöfluga stefnir að því að mal- bika allt gatnakerfi borgarinnar. Engin framkvæmd mun heldur vera borgarbúum kærari en þessi. Það er áætlað að verja á hverju ári til gatnagerðarinnar 160 milljónum króna, svo að samtals verður það á þessu 4 ára tímabili 640 milljónir króna. Auk þess sem langt verður kom- ið að malbika götur i íbúðahverf unum verður unnið að stórfelld- um framkvæmdum við gerð mik illa nýrra umferðaræða. HITAVEITA Það standa enn fyrir dynnn miklar nýjar framkvæmdir. Eins og kunnugt er hefur lagning hita veitu í hin fjölmörgu hverfi borgarinnar verið höfuðviðfangs efnið á því kjörtímabili sem nú er að ljúka, og er þessu verki nú langt komið, verið að vinna að síðustu hlutum þeirrar áætlunar í Smáíbúðahverfinu og víðar. Á næstu fjórum árum þarf að tryggja nýjum hverfum hita- veitu jafnóðum og þau risa, en þá er komið að nýjum þáttaskil- um hjá hitaveitunni. Hitaorka sú sem fæst í borgarlandinu er nú að veröa fullnýtt og hefjast því nú framkvæmdir fyrst við að reisa kyndistöö og síðan meö því aö nýta jarðhitasvæði á Nesjavöllum sunnan við Þing- vallavatn og leggja leiðslu þá löngu leið. Auk þess veröa gerðar sérstak ar framkvæmdir til að bæta hita veituna í gamla borgarhlutanum með því að reisa tvo risastóra hitaveitugeyma f Öskjuhlíð og fleiri ráðstöfunum. Til hitaveituframkvæmda á næstu 4 árum er áætlað að vera 362 miljónum króna. SKÓLAB Y GGING AR Þriðji stærsti liðurinn er skóla byggingar. Til þeirra er áætl. að verja á næstu fjórum árum 256 milljónum króna og er þar um að ræða þriðjungi meiri fram- kvæmdir en verið hafa á síðasta kjörtímabili. Eins og öllum er kunnugt hef ur verið mjög mikið um skóla- byggingar í Reykjavfk á síðustu fjórum árum. Á næsta kjörtfma- bili munu borgaramir vafalaust veita þeim framkvæmdum höfuð eftirtekt, þvf að þær verða meiri en nokkm sinni fyrr. Gefin skal stuttlega innsýn í fyrirhugaðar framkvæmdir á næstu tveimur árum. Árið 1966 eru þessar fram- kv. við skólabyggingar fyrir- hugaðan Álftamýrarskóli lokið við, 2. áfanga. Árbæjarskóli byrjun á 1. áfanga. Gagnfræða- skóli verknáms byrjun 2. áfanga Hvassaleitisskóli 1. áfanga lok- ið. Langholtsskóli byrjun á öðr- um' áfanga, Réttarholtssk. lokið við 4. áfanga og Vogaskóli byrj- að á 4. áfanga. Árið 1967 verða skólabygging ar þessan Gert íþróttahús við Álftamýrarskóia. 1. áfanga Ár- bæjarskóla lokið. Gagnfræða- skðli verknáms 2. áfanga lokið og byrjað á 3. áfanga. Langholts skóli 2 áfanga lokið, Vogaskóii 4. áfangi, Breiðholtsskóli 1. á- fangi og Hlfðaskóli 4. áfangi. Árið 1966 er áætlað til skóla- bygginga 46 millj. kr. 1967 60 milljónir, sfðan hækkandi upp í 70 og 80 milljónir. Viljum láta Framh. af bls. 16 tækifæri gafst til að ræða þetta vandamál, hvað viðvfkur verð- hækkunum á fiski. Hafa sér- staklega kommúnistar verið með miklar blekkingar í því máli í blöðum sfnum. Kjarni málsins er þessi: Eftir síðustu áramót var sam ið um 17% hækkun á launum sjómanna á bátaflotanum. Þessi launahækkun hjá þeim var þvf aðeins framkvæmanleg að rík- isstjómin tók að sér að greiða 80 milljón króna framlag til út- vegsins. ; Nú var spurningin aðeins hvar átti að taka þessar 80 milljónir króna. Átti að leggja það á í nýjum sköttum? Rík- isstjómin tók þá stefnu að heppilegra væri að draga úr niðurgreiðslum sem þvf næmi. Spurði Birgir ísleifur hina ræðu mennina hvar þeir vildu að þessi fjárhæð væri tekin. Þá gerðist það óvenjulega að borgarfulltrúar kommúnista lýstu þvf skýrt yfir, að þeim kæi-i ekkert við, hvaðan ætti að fá peningana til að borga sjávarútveginum eða greiða nið- ur fiskinn. Hefur sjaldan kom- ið fram berlegar tvihyggja þeirra og blekkingar. Auk þess var á það bent, að stundum hefðu stjómarandstæð ingar ekki verið hrifnir af nið- urgreiðslum. Þeir hefðu stund- um kallað þær fölsun á vísitöl- unni. Nú myndi fiskhækkunin öll koma fram f vísitölunni. BÍLAVIÐGERÐIR Gerum við bíla með trefjaplasti 1. fl. efni og vinna. Gufuþvoum mótora o. fl. — Ryðverjum undirvagna. Bílaþjónustan Kópavogi, Sími 40145 Bandarísld píanóleikarinn MALCOLM FRAGER PÍANÓ- TÓNLEIKAR í Þjóðleikhúsinu mánu- daginn 9. maí kl. 20.30. Viðfangsefni: W. A. Mozart: Sónata f D-dór K 311 F. Chopin: Sónata í h mofll M. Moussorgsky: Myndtr á sýningu. Aðgöngumiðar seldir í Þjóðleikhúsinu. Pétur Pétursson. Verkamaður óskast Okkur vantar nú þegar reglusaman verkamann til vöruafgreiðslu. Þarf að hafa bílpróf. Uppl. veitir verkstjóri. Sími 38070. TOLLVÖRUGEYMSLAN H.F. Héðinsgötu — Laugarnesi. Nýtízkulegt hús Nýtízkulegt hús á einum fegursta stað við Laugarvatn er til sölu. Húsinu fylgja hagkvæm lán. Stærð um 150 ferm. ásamt 900 ferm. lóð. ÁHjósanlegt sem orlofsheimili félags- samtaka eða starfsmannafélaga, og til greina kæmi að nota. það fyrir dvalarstað handa innlendum og erlendum ferða- mönnum. Ennfremur fyrir smærri veitingahúsrekstur og aðrar skyldar greinar. EINAR SIGURÐSSON, hdl. Ingólfsstræti 4 . Sími 16767 . Kvöldsími sölumanns 35993 Jarðýtuvinna Jarðýtur til leigu. Tökum að okkur minni og stærri verk. Vanir ýtumenn. Vélsmiðjan BJARG h.f. Höfðatúni 8 . Símar 17184 og 14965 Kvöld- og helgarsími 16053 Verktakar Tek að mér alls konar raflínubyggingar og skurðgröft. Uppl. í síma 34475. Húsmæður Höfum nú tekið fram nokkrar nýjar gerðir af hinu vinsæla damaski og sængurveralérefti, einnig ein- lit og röndótt handklæði, þvottapokar og diskaþurrkur, allt með gamla lága verðinu. Bútar úr alls konar efnum mjög ódýrir. Enn er fyrirliggjandi storesefni á 35,00 kr. mtr., gluggatjaldaefni á 70,00 kr. mtr. Einlit tery- leneefni í pils og buxur, á 245,00 kr. mtr. Nankins- buxur (tvöföld hné) nr. 6 til 14, drengjaflónelsskyrtur og ýmislegt fleira. Ath. sendum í póstkröfu. Verzlun H. TOFT Skólavörðustíg 8

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.