Vísir - 10.05.1966, Page 2

Vísir - 10.05.1966, Page 2
SÍÐAN Sex mánuðum eftir að þau hittust Graœ Kelly og Rainer fursti af Monaco hélt furstinn til Fíladelfíu til þess að biðja um hendi Grace. ÖIl heimsblöð in höfðu fulltrúa sína í Monaco þegar giftingin átti sér stað fyr ir tíu árum síðan eöa 19. apríl 1956. Grace prinsessa er önnur Bandaríkjakonan 1 ætt Grimald- anna, furstaættarinnar sem get ur rakið sögu sína allt til árs- ins 1133. Miklar breytingar hafa orðið á eftir að Grace og Rainer hófu búskapinn. Um höllina, sem bar meiri svip vígisins og safnhúss leikur nú blær æskunnar. Þjóð- höfðingjarnir, sem áöur sátu að völdum voru langtímum saman fjarverandi frá höllinni og er Rainer III sá fyrsti i marga ætt- liði að gera höllina að föstum dvalarstað. Salarkynnin hafa verið skreytt að nýju og endur nýjuð á annan hátt. Og mesta og skemmtilegasta breytingin, sem þjóðhöfðinginn ungi og kona hans hafa komið til leiðar er bamaherbergið. Það eru ald ir síðan ungir prinsar hafa leik ið sér í hallargarðinum. Á löngu göngunum fyrir framan ibúðar herbergi Caroline og Alberts elztu bama furstahjónanna leika þau sér með rafmagnsbíl- ana sína. Fiskasafn, geysistórir garðar, kvikmyndahús, leiksalir safn af gömlum bílum, en vél- tæknin er mesta áhugamál Rain ers fursta. Höllin er ekki lengur eins og gagnslaust tákn hinnar 'fornu og liðnu frægðar Grimaldi ættarinnar hún er orðin tákn lif andi, hamingjusamrar fjöl- skyldu. samra furstahjóna með börnin sín þrjú Það var tekin mynd af allri fjölskyldunni, þegar tíu ára brúðkaupsafmælið var haldíð hatiðlegt. Stephanie pnnsessa á hnjám föður síns en hún er fædd 1. febrúar 1965. Þar næst Caroline prinsessa fædd 23. jan. 1957 og Grace með erfðaprinsinn Albert fæddan 14. marz 1958. Öll bömin em fædd i Monaco eins og faðirinn. ) Hverfaskrifstofur fulltrúaráðsins STARFANDI em á vegum Fulltrúaráðs Sjálfstæðlsfelaganna i Reykjavík efUrtaldar hverfaskrifstofur i borginnl. Skrifstof- umar em opnar milli kl. 2—10 e.h. alla virka daga nema laugar- daga mllli kl. 1—5 e. h. VESTUR- OG MIÐBÆJARHVERFI Hafnarstræt) 19 — Simi: 22719 NES- OG MELAHVERFl Tómasarhaga 31 — Siml: 24376 AUSTUR- OG NORÐURMÝRARHVERFI Bergþómgötu 23 — Siml: 22673 HLlÐA- OG HOLTAHVERFI Mjölnlsholt) 12 — Sími: 22674 LAUGARNESHVERFl Laugamcsvegj 114 — Sími: 38517 LANGHOLTS-. VOGA- OG HEIMAHVERFI Sunnuvegi 27 — Sími: 38519 SMÁlBÚÐA- BOSTAÐA- OG HAALEITISHVERFI Starmýrl 2 — Simi: 38518. i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i 4 i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i Kári skrifar: Slysavamafélagið og lög- reglan hafa nú skorið upp her ör gegn götuvist bama í borg inni. Þar er ráð í tíma tekið, því aö nú fer í hönd einhver mesti umferðartími ársins í bæj um og ekki síður til sveita. Nú má segja að lognmóða íslenzkr ar umferðar veröi að fallandi fljóti. Fólk hugsar til hreyfings svona með vorinu. Straumurinn að og frá borginni verður æ stöðugri og meiri. Jafnframt því sem umferðin færist i aukana leysist lífsfjör yngstu kynslóðarinnar úr læð- ingi. Senn losnar um böndin sem skólinn bindur henni og tíminn til leiks og útivistar verð ur stöðugt miklu meiri. Sjálf- sagt heyrast þessar spurningar á hverju heimili, þar sem böm eru — „Mamma, má ég fara út eftir kvöldmat“ eöa „Akkuru má ég ekki fara, allir hinir krakkarnir fáða“. — Og hvað á mam—a að gera, það er erfitt að standast rök barnsins. Enn þá er of snemmt aö senda böm í sveitina og sumar dvalarheimilin eru fæst tekin til starfa. Og þá leitar þetta unga fólk ævintýra innan um iðandi líf borgarinnar án meðvitundar um þær miklu hættur sem fylgja vélmenningunni og at- hafnalífinu, en þar er einmitt þeim smæstu hættast. Nú hefur leikvöllum fjölgað allvemlega í borginni, en ein hvem veginn hefur sú menning eða e. t. v. ómenning haldizt hér að götur eru furðu opnar krökk um og er það á annan veg í borgum nágrannalandanna. Þetta er kannski í samræmi við það óskráða mottó sem gildir um alla ísl. menningu. — ís- lendingurinn öðlast snemma á æviferli sínum hin ýmsu rétt indi fullgilds þegns. — Æskan hefur í flestum tilfellum sölsað þau réttindi sjálf undir sig, og má um það deila hversu hent- ug sú aðferð er. í þessum efnum sem hér um ræðir getur sú aðferð engan veginn gilt og er þar um líf og limi æskunnar að tefla. — Það verður að koma upp leikvöllum, sem krakkar tolla á, einnig fyrir þau sem kallast stálpuð, eöa þetta tíu til tólf ára aldurs, á þeim ber mest á götunni, og svo allt niður í þriggja fjögurra ára. Þó er líklega betur að þeim yngri búið í þessum efnum og leikvellir flestir sniðnir við þeirra hæfi. — Hinum sem kannski eru komin á skólaald- ur, eða þetta 6 árs er minni gaumur gefinn og þau valsa frjáls um götur. Lögreglan hefur nú undanfar ið tekið viö sér og unnið gott starf meö fræðslu í skólum og aukins eftirlits í þessum efnum. Einnig hefur Slysavarnafélag- iö lagt þessum málum gott lið. Borgaryfirvöldin lofa fleiri leik völlum og betra skipulagi í þess um efnum, svo að nokkur skrið ur er á málum í rétta átt. En bylting i þessum efnum gerist ekki á einum degi, ekki einu sinni á einu vori, jafnvel þótt kosningar fari í hönd. Á- byrgðin hvílir því þyngst á herðum foreldranna og krökk- unum sjálfum. — Og hver borg ari sem lætur sig mannlífið ein hverju skipta hlýtur að ljá þessu máli lið. Og það gerir fólk bezt með fyrirmyndarframferöi í umferðinni, hvort heldur það er akandi eða gangandi.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.