Vísir - 10.05.1966, Síða 3

Vísir - 10.05.1966, Síða 3
VlSIR . Þriðjudagur 10. maí 1966, 3 * ,.StX‘lu\ika4i F óstbr æðr a Ágúst Bjamason afhendir „en munter musikant“, Gunnari Federley, merki Fóstbræöra úr gulli. Aörir, sem hlutu gullmerki að þessu sinni, voru Fóstbræðurnir Jóhann Guðmundsson, Ásgeir Hallsson og Gísli Pálsson (talið frá v. ) Frú Guðrún Ágústsdóttir fiutti ávarp fyrir hönd eiginkvenna Fóstbræðra, er færðu kómum félagsfána að gjöf. Það var mikið sungið síðasta vetrardag í Hótel Sögu. Þar voru staddir um 100 gamlir og ungir Fóstbræður ásamt gestum að halda upp á 50 ára afmæli kórsins. Hóf þetta var haldið seinasta kvöldið f „viku“, sem Fóstbræður kölluðu „Sæluviku Fóstbræðra. „Vikan“ hófst laug ardaglnn 16. april meö þvi að haldnir voru ijóðatónleikar, þar sem fram ko -' i Sieglinde Kah- mann, Sigurður Bjömsson, Kristinn Hallsson, Sigurveig Hjaltested og Erlingur Vigfús- son. Kvöldin á eftir, sunnudag, mánudag og þriðiudag, voru svo haldnir samsöngvar kórslns, en Sæluvikan náði hápunkti á Hótel Sögu. Þegar „sælan“ stóð sem hæst siðasta vetrardag, stóð upp gestur kórsins frá Noregi, fulltrúi kórasambands Noregs, og bauð kómum á mikið söng- mót, sem halda á i Noregi um hvítasunnu næsta ár, en einnig kom til tals að kórinn færi á tónlistarhátíð i Bergen, sem halda á samtímis. Þetta vakti mikla „lukku“, og er nú í at- hugun hvort hægt er að þiggja þetta boð. Fulltrúi finnska kórs- ins „Muntra Musikanter“ færði kómum málverk að gjöf fyrir hönd kórs sins. Aðrir gestir kórsins voru formaöur Karla- kórs Reykjavíkur, Ragnar Ing- ólfsson, Hermann Stefánsson, fulltrúi Geysls á Akureyri og Stefán Jónsson, formaður Sam- bands fsl. karlakóra. Ræður í hófinu fluttu m. a. „amma kórslns“, frú Guðrún Ágústsdóttir (hún er móðir Ás- gelrs og Kristin's Hallssonar), fyrir hönd eiginkvenna Fóst- bræðra og Heigi Sæmundsson formaður menntamálaráðs, flutti minnl kórsins. Gunnar Federley ávarpar Fóst- bræður og færöi þeim veglegt málverk frá finnska vinakómum „Muntra Mus!kanter“. Frá háborðinu. Talið frá vinstri: Agúst Bjarnason veizlustjóri, frú Guðrún Vilmundardóttir, dr. Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráöherra, frú Annie Helgason, Þorsteinn Helgason formaður Fóstbræöra, frú Ema Finnsdóttir, Geir Haligrimsson borgarstjóri. Fremst á myndlnni er Stefán Jónsson, formaöur Sambands íslenzkra karlakóra. Meðan setið var undir borðum skemmtu óperusöngvaramir, Sieg- lind Kahmann og Sigurður Bjömsson með söng, m. a. með nokkr- um ástardúettum, sem var mjög vel við eigandi, því daglnn eftir vom þau gefin saman í heiiagt hjónaband í Hafnarfjarðar- kirkju.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.