Vísir - 10.05.1966, Side 7
VÍSIR . Þriðjudagur 10. maí 1066.
7
VOR
Lfirðinum
• HREINSAÐ TIL
FYRIR BÖRNIN
í kvosinni við Kirkjuveg er rólu-
völlur sem hefur verið við lýði ár-
um saman. Konan, sem hefur gætt
vallarins, er hætt störfum fyrir
nokkru. Hún býr í húsinu hans
Bjami riddari, sem er frá 1805
húsið, sem bæjaryfirvöldin hafa á-
kveðið að hressa upp á.
Þegar um morguninn komu börn-
in — á ýmsum aldri — til leiks.
Rennibrautin er horfin, hafði orðið
skemmdarstarfseminni að bráð,
„saltið“ er þarna enn að nafninu
til, rólurnar eru orðnar laslegar af
langri notkun. Og þarna er bát-
skriflið, sem komið er til ára sinna,
fúið og myglað.
„Báturinn er úr skipi frá Reykja-
vík“, segir maðurinn í bæjarvinn-
unni, sem ásamt fleirum var kom-
inn til að hreinsa völlinn og gerá
umbætur. Svo segir hann: „Við
fengum skipun um að mæta hér
strax í morgun“. -
Þarna var koinin skurðgrafa, sem
rótaði upp mold og sandi fyrir
grunn að væntanlegu leikvallar-
skýli eða gæzluhúsi — og ennfrem-
ur var þama trukkur tii taks að
flytja burt jaróveginn.
I leysingum og í rigningartíð
_ . .. , .. ... , .... * flæða lækir niður í kvosina svo að
„Er þetta rétt reiknað bjá mér systir?“, spurði sex ára hnokki syst- alIt verður á noti M er smáfólk.
ur Moniku. inu hætta búin.
.Börnin léku sér eins og ekkert
hefði í skorizt — eins og aöra daga.
Daginn áður hafði þama verið öðru
vfsi umhorfs. Brotnir sýrugeymar
— rafgeymar — úr bifreiðum lágu
þama eins og hráviði, naglaspýtur,
stór flöskubrot, og báturinn var
ekkert sérlega heppileg leikstöð
með því, sem honum fylgdi.
„Hafið þið brennt ykkur á sýr-
unni úr rafgeymunum?"
„Ekki við stelpurnar held ég“,
segir freknótt stelpa.
„En þið strákar?"
„Þaö getur verið“, segir lítill
naggur, „er það voða hættulegt,
manni?“
„Maðurinn í bæjarvinnunni“
gekk að einum sýmgeymanna.
Hann var með reku og með henni
mokaöi hann þessu válega leikfangi
upp í hjólbörur, þar sem f var
meira rafgeymarusl og flöskubrot.
Nú vom telpumar famar að
syngja söngva um vorið, sem þær
læra f skólanum.
„Hafið þið skorið ykkur á gler-
inu?“
„Það hefur komið fyrir, ef við
dettum", segir ein þeirra. Og nú
hættu þær aHar að syngja og urðu
alvarlegar.
„Eruð þið ánægðar með vöHinn?"
„Ekki ems og hann hefur verið.
Við viljum h r e i n a n róluvöll, og
hann erum við að fá“.
Uppi í brekkunni á hraunhóln-
um sindraði á Ijósa og ranða og
dökka kolla, sem vom að bauka við
hitt og þetta í sólarblíöunni.
• STRANDGATAN
Á Strandgötunni skömmu fjsrir
nón fór umferðin að færast f auk-
ana. Bílamergðin er mikil á þess-
ari þröngu götu, í lífæð bæjarins.
Erfitt er að leggja farartækjum við
aðstæöur, sem þar eru. Hvimleiður
vani hjá ökumönnum er að leggja
langt fram á gqngstétt, öndvert við
Bæjarbíó, svo að gangandi fólki
getur verið hætta búin, einkum
litiam bömum, þegar bítemir
bakka út úr þessu svokallaða „bíla-
stæði“. Enn hefur þetta vandamál
ekki veriö leyst. Og svo eru það
þessar furðulegu „parkeringar11
langt út á götu, þegar innar dregur,
þar sem gatan mjókkar. Þetta-bæði
Framh. a bls. 4
bömln, þegar „maðurinn í bæjarvinnunni" skóflaði rafgeymi í hjöl-
börur.
TJeykvíkingar ættu að kynna
sér vel Þjóðviljann á sunnu-
daginn. Þar er forkunnarfalleg
myndasíða, sem- ber fyrirsögn-
ina „Kosningastarfið í Alþýðu-
bandalaginu“. Þar gefur á að líta
margar myndir og stórar frá
kosningaskrifstofu bandalagsins,
og starfsfólki þess.
En ýmsum mun bregða í brún
þegar þeir sjá af hverjum mynd-
imar em og hvar þær eru tekn-
ar, — ekki sízt ýmsum heiðar-
lcgum Alþýðubandalagsmönn-
um, sem hafa trúað því að flokk
ur þeirra og kommúnistafiokk-
urinn væri ekki eitt og sama
tóbakið. Sá, sem veitir kosn-
ingaskrifstofu Alþýðubandalags-
ins forstöðu er Kjartan Ólafs-
son. Það er enginn annar en
framkvæmdastjóri Sósíallsta-
félagsins og flokkslns um
margra ára skeið, elnn liprasti
hirðsveinn Brynjólfs Bjarna-
sonar.
Og kosningastjórn Alþýðu-
bandalagsins. Hvernig skyldi
hún vera skipuð? Jú, á fallegri
mynd brosa þeir erkikommam- •
ir, Guðmundur Vigfússon og
Guðmundur Hjartarson, rúblu-
sendiboði og fjármálasjení hins
íslenzka kommúnistaflokks. —
Karl Guðjónsson Vestmannaey-
ingur og fyrrverandi þingmaður
kommúnista fær þar og að vera
með. Og hvar skyldi kosninga-
skrifstofan og apparatið vera til
húsa? Vitanlega á skrifstofu
hins nýstofnaða Alþýðubanda-
lags hér f Reykjavík. Ónei, ekki
aldeilis. Kosningaskrifstofan er
heimilisföst að Tjamargötu 20,
í hreiðri hins íslenzka kommún-
istaflokks.
TTafi einhverjir hreinlyndir Al-
JL þýðubandalagsmenn trúað
því að þeir væru komnir undan
áhrifum Sósíalistafélags Reykja-
víkur, þ.'_ mun myndasíða Þjóð-
viljans ieiða þá í allan sannleika.
Það er ágætt að sprikla og bera
sig borginmannlega á sameining-
arfundum í Lídó. En sjálfstæði
hinna hugumstóru vinstrimanna
nær ekki út fyrir vegg þess
góða samkomuhúss. Sameining
vinstri manna er fólgin í þvi að
halla höfðinu í skaut félága
Brynjólfs og Páls Bergþórsson-
at, þegar til alvörunnar kemur.
Þarf svo nokkur að efast um
það hverjir hinir raunverulegu
húsbændur Alþýðubandalagsins
eru?
TTeykvíkingum eru nú boðnir
margir góðir menn til leið-
sagnar f borgarmálum á næstu
árura. Einn þeirra, Kristján
Benediktsson, framkvæmda-
stjóri Tfmans, hefur lagt eitt eft
irminnilega tii málanna í þess-
ari kosningabaráttu. Hann líkti
Reykjavík við Síberíu. Þannig
fannst honum ástandið vera í
borginni — og þá væntanlega
borgarbúar eitthvað í ætt við
refsifangakólóníuna, sem var
eitt sinn mynduð.
Borgarbúar munu tvímæla-
Iaust kunna vel að meta hug-
myndaauðgi og orðsnilld þessa
Framsóknarmanns. En hitt er
svo annað mál hvort þeir telja
menn með slíkt hugarfar og
slíkt álit á borginni æskilega til
forystu í málum sinum. Það
mun tíminn leiða í ljós.
Vestri.
myndir og lesmál: stgr.