Vísir - 10.05.1966, Qupperneq 16
i
Hvatarfundur
í kvöld
í kvöld kl. 8,30 heldur Sjálfstæö-
iskvennafélagiö Hvöt kynningar-
kvöldvöku í Sjáífstæðishúsinu. Að-
alræðumaöur kvöldsins verður
Geir Hallgrímsson, en ávörp flytja
Sigurlaug Bjarnadóttir, Geirþrúður
H. Bemhöft, Gróa Pétursdóttir, Sig
urbjörg Sigurjónsdóttir og Auður
Auðuns.
Að loknum ávörpum verða svo
skemmtiatriði. Frú Þóra Borg. Ein-
Framhald á bls. 6.
Hvítingur fremur en Surtur
Alla síðastliðna viku var all-
myndarlegt gos í eyjunni suður
af Surti svo að nú um helgina
var hún orðin stærri en nokkru
sinni fyrr. Á laugardag var hæð
hennar orðin u. þ. b. 50 m og
þvermál um 500 m, en eyjan
hafði breitt nokkuð úr sér og
var orðin nokkum veginn hring-
laga. Gígurinn virtist á laugar-
daginn var alveg lokaður, en
hingað til hefur „Litli Surtur“
ekki náð svo langt í baráttu
sinni. ''
Sjómenn, sem sigldu hjá eyj-
vmni fyrir helgina færðu þær
fréttir að þar ryki af steinum
og gígbarmarnir væru glóandi.
Er það merki þess að þar hafi
þá örlað fyrir hraunmyndun. —
Þætti þá. flestum hækka hag-
ur Strympu. Hingað til hafa ein
ungis laus gosefni, vikur og aska
hlaðizt utan á eyjuna og er það
vegna þess að gígurinn hefur
ætíð verið opinn og sjór flætt
þar inn.
í gær var kostulegt að sjá
út til eyjarinnar. Var hún þá
alhvít af snjó ein allra eyja. Mun
hafa staðið svona glöggt með él,
eða kannski er það árás að ofan,
srm úthellist úr gáttum himins
• ir þessa útrásartilraun úr iðr-
n jarðar? Ekki er með öllu að
treysta því, sem þaðan kemur,
því að illt er að glettast við þá
sem stjórna hið neðra. Er það
að sönnu trú feðranna að þar
ráði sjálfur myrkrahöfðinginn.
Er því eins gott að láta þau góðu
öfl hið efra eigast við sendingar
allar að neðan.
I morgun var hvasst i kring
um Surt, nýju eyjunni hafði sjá-
anlega hrakað og gosið virtist
máttlaust í baráttu sinni við
veðurguöina.
GAMLI OG
NÝI TÍMINN
Fyrir nokkru eignaðist minja-
safn Reykjavíkur málverk eftir
Vigdísi Kristjánsdóttur lista-
konu. Vigdís er m.a. þekkt fyrir
það að hún óf myndateppi sem
hangir uppi í fundarsal borgar
stjórnarinnar og sýnir hin fyrstu
landnámshjón Reykjavikur Ing-
ólf og Hallveigu við öndvegis-
súlurnar.
En málverk það sem hér um
ræðir gerði Vigdís hins vegar ár
ið 1926 og það er all skemmti-
legt fyrir reykviska bvggð.asögu
þar sem það sýnir hús er stóð
Fram. á bls. 6.
Stækkun sveitar-
félaga til umræfa
Stúdentafélag Suðurlands efnir
til almenns umræðufundar annað
kvöld kl. 9.30 í félagsheimilinu
Borg í Grímsnesi. Þar verður tekið
til umræðu stækkun sveitarfélaga,
sýslufélaga, skólaumdæma. Einn-
ig verður breyting á skipulagningu
prestakalla tekin til umræðu, og
hvort ekki sé ráðlegt að félagsheim
ili nái til stærri svæða. Búast má
við að stærð annarra félagsheilda
komi til umræðu svo sem sjúkra-
samlög og fleira.
Félagsmálaráðherra hefur í undir
búningi að skipa nefnd til að kanna
grundvöll fyrir stækkun sveitarfé-
laga, en fulltrúaráð Sambands ísl.
sveitarfélaga skilað áliti á fundi í
vetur þess efnis, að æskilegt væri
að stækka félagsheildir í dreifbýl-
inu.
Nefnd, sem skipuð var til að
gera tillögur um skipulagsbreytingu
prestakalla, hefur skilað áliti, en
það hefur ekki enn verið gert op-
inbert.
Frummælendur annað kvöld
verða fjórir: Séra Sigurður S. Hauk
dal, oddviti Vestur-Landeyjar-
hrepps, Steinþór Gestsson, oddviti
Gnúpverjahrepps, Unnar Stefáns-
son, viðskiptafræðingur og Oliver
Karlsson, oddviti Ásahrepps.
Gestur fundarins verður Árni G.
Eylands, en hann hefur kynnzt og
skrifað um stækkun sveitarfélaga í
Noregi, sem hefur nýlega verið
framkvæmd þar.
Grein um hús-
byggingamálin
Á morgun birtist hér i blað-
inu samtal við Gísla Halldórs-
son borgarfulltrúa, þar sem
hann skýrir m. a. ítarl. frá þeim
miklu framkvæmdum I íbúðar-
byggingum, sem gerðar hafa ver
ið á síðustu árum á vegum borg
arinnar og fjölskyldum siðan
gefinn kostur á að kaupa eöa
leigja þessar hentugu og ný-
tízkulegu Ibúðir með mjög hag-
stæðum kjörum. Hann skýrir
þar frá aö énn eigi þessi starf-
semi eftir að ná hámarki, því
að stefnan er að útrýma lélegu
húsnæði. ,
Að undanfömu hafa hinir ó-
ábyrgu flokkar kommúnistar og
framsókn haldið uppi gagnrýni
f húsbyggingamálum. Sú gagn-
rýni er ástæðulaus þegar litið
er til þess mikla árangurs sem
náðst hefur. Málflutningur
þeirra byggist og því miður á
ýmiss konar rangfærslum.
LANDSPROF ÍR HAFIÐ
UM 850 ÞREYTA ÞAÐ
í gær settust landsprófsnem-
endur að prófborðunum, en þau
hafa jafnan verið ógnvaldur
unglinganna og af mörgum tal-
in eitt erfiðasta þrepið á leið-
inni upp námsstigann.
Blaðið hafði samband við
Njörð P. Njarðvík, formann
landsprófsnefndar, en sú nefnd
semur prófin og eru í henni 10
menn.
— Hve margir nemendur
þreyta landsprófið að þessu
sinni?
— Þeir eru eitthvaö um 850,
þar af rúmlega 300 í Reykjavík.
Lengi hafa verið uppi radd-
ir um það að breytinga væri
þörf á prófunum, þau hafa jafn
an sætt mikilli gagnrýni og þær
spumingar hafa jafnvel oft
vaknað hvort landspróf í þess-
ari mynd eigi nokkurn rétt á
sér. Nefndinni, sem prófin sem-
ur er allt fyrir það mikill vandi
á höndum. — Það er því ekki
úr vegi að spyrja formann nefnd
arinnar, hverjar breytingar hafi
átt sér stað í ár.
— Það hafa verið gerðar
nokkrar breytingar, helztar eru
þær aö ekkert er lengur prófað
í lesinni stærðfræði, í ensku er
í fyrsta skipti tekin upp ólesin
þýðing og svo mega nemendur
koma með hjálpargögn í ísl. rit-
gerð. Framburðarpróf í málum
fór fram á undan hinum próf-
unum. Prófunum hefur einnig
verið þjappað nokkuð saman,
þau byrja fyrr en venjulega og
þeim lýkur 27. maí, föstudag-
inn fyrir hvítasunnu. Það þótti
ekki fært aö halda nemendum
fram yfir hvítasunnu fyrir eitt
próf.
Nú þyngist róðurinn. — Landspróf miðskóla hófst í gær. Myndin er tekln f Hagaskólanum.