Vísir


Vísir - 21.05.1966, Qupperneq 6

Vísir - 21.05.1966, Qupperneq 6
6 VÍSIR . Laugardagur 21. maí 1966. Viðtalið við Geir Hallgrímsson borgarstjóra Framhald af bls. 1. HÖFUM GERT OKKAR BEZTA. — Hver telur þú aö dómur Reykvíkinga muni verða { kosningunum á morgun? — Við, sem höfum farið með stjóm borgarinnar síðastliðin 4 ár, höfum reynt að gera okkar bezta. Við teljum okkur því hafa fulla ástæðu til þess að ætla, að dómur Reykvíkinga verði okkur I vil. En satt bezt að segja hef ég til þessa lagt fremur áherzlu á það, að skýra fyrir íbúum borgarinnar hvemig borg- armálunum er varið, en gefið mér minni tíma til spá- dóma um úrslit kosninganna. Ég hefi saknaö málefna- legra umræðna um borgarmálin af hálfu minnihluta flokkanna, þar sem frambjóðendur segja ekki aðeins hvað þeir vilji framkvæma, heldur einnig hvemig það skuli gert og hvaðan féð til framkvæmdanna eigi að koma. Það er enginn vandi að berja sér á brjóst og fárast yfir þvi að eitt og annað hafi ekki verið gert eða að allt skuli ekki vera framkvæmt samstundis. En slikt er heldur gagnsær áróður, þvi borgarbúar gera sér tvímælalaust allir ljóst að úr vösum þeirra er féð til framkvæmdanna tekið. VINSTRI FLOKKARNIR: UM BAKDYRNAR í BORG- ARSTJÓRN. — Hvað segir þú um þá áróðursaðferð minni- hluta flokkanna að biðja menn í öðm orðinu um að kjósa sig, en segja í hinu, að ekkert sé að óttast, því Sjálfstæðisflokkurinn muni áfram halda meirihluta eftir kosningar? — 1 slikum ummælum felst vissulega traust, sem okkur bæri sennilega að þakka. Annars orðaði ég þetta svo i útvarpsumræðunum, að minnihlutaflokk- arnir væru með þessu að reyna að læðast inn í borg- arstjóra um bakdymar. Reynt væri að fullvissa borg- arbúa um að minnihlutaflokkamir næðu ekki meiri- hiuta hvort sem væri, og þess vegna væri óhætt að ljá þeira atkvæði sitt. Þetta er lævís áróður, sem borg- arbúar munu án efa átta sig á og svara á veröugan hátt. — Andstöðuflokkamir sumir tala um, að Sjálfstæð- ismenn hafi verið of lengi við völd í Reykjavík? — Spumingin er ekki sú, hvort flokkurinn hafi verið lengur eða skemur við völd, heldur hvemig stjómað hafi verið. Sjálfstæðismenn hafa sífellt endumýjað sig f borgarstjóm. Andstöðuflokkunum hefur hins vegar aldrei tekizt að sannfæra Reykvfkinga um, að þeir gætu boðið upp á betri stjóm borgarinnar vegna sund- urþykkju sinnar og innbyrðis fjandskapar. Við Reyk- vikingum blasir því upplausn og stjómleysi, ef Sjálf- stæðisflokkurinn fær ekki enn meirihluta. ENGINN MÁ LIGGJA Á LIÐI SÍNU — I kosningum er sigurinn aldrei fyrirfram vís, fremur en f strfði. Hvað segir þú frekar um þann möguleika að Sjáifstæðismenn nái ekki meirihluta að þessu sinni? — Ég vil fyrst vekja athygli á því að andstæðingar okkar bjóða nú fram þrjá lista í stað fimm við sfð- ustu kosningar. Þeir tveir listar, sem nú koma ekki fram fengu þá nokkuð á þriðja þúsund atkvæða, án þess að fá fulltrúa kjörinn. Var skiptingin milli flokk- anna þá þvf Sjálfstæðisflokknum hagkvæm. Nú veit hins vegar enginn hvemig skiptingin mun reynast að þessu sinni. Áframhaldandi styrk meirihlutastjóm má ekki byggjast á tilviljanakenndri skiptingu atkvæða milli andstæðinganna, heldur á beinu fylgi kjósend- anna. Þvf má enginn Reykvfkingur liggja á liði sínu á morgun, hverjar sem stjómmálaskoðanir hans ella kunna að vera. Sameinumst öll um það að tryggja borginni okkar þróttmikla og samstæöa meirihlutastjóm næstu 4 árin. Ljáum D-listanum því atkvæði okkar. Það er hvatn- ing min og áskomn til allra íbúa Reykjavíkur. Samvinna — Framh. af bls. 7 meistaraskólinn nái til fleiri iðn greina. ByggiHgakostnaöur og framfarir — Stundum heyrist talað um, að byggingakostnaður sé hærri hér en í öðrum löndum og iðn- aðarmönnum álasað fyrir það? — Við teljum að það sé ekki réttmæt ásökun, hitt sé líklegra að hér séu meiri kröfur gerðar til vandvirkni og því að aðflutn- ingsgjöld séu hærri hér af ýms- um byggingavörum. Enn fremur er líklegt að þetta stafi af meiri íburði í húsum. En f þessu er við engar öruggar rannsóknir eða skýrslur að styðjast. Því hefur Meistarasam band byggingamanna óskað eftir þvf að raunhæf rannsókn færi fram á þessu, þar sem slíkur samanburður yrði gerður. Hefur iðnaðarmálaráðherra fallizt á þetta og skipað nefnd til að at- huga málið. — En hvað um nýjungar og famfarir f byggingaiðnaði? — Á hverju ári eru innleiddar margs konar nýjungar í bygging um. Þar er aldrei nein kyrr- staða enda er það alkunnugt, að stórfelldar framfarir hafa orðið á þvf sviði á síðustu árum. — Nefna mætti f þessu sambandi, að líklega væri heppilegt að gera meira af því en gert hefur verið að bjóða út húsabyggingar, að iðnaðarmenn tækju þær að sér sem verktakar. Þetta hefur farið f vöxt við ýmsar opinberar bygg ingar svo sem skóla o. fl. og gefið ágæta raun. Iðnsýning hvatning fyrir iðnaðinn. — Nú er um það rætt, að efna til mikillar iðnsýningar f ár. Slíkar sýningar hafa mikla þýð ingu fyrir iðnaðinn? — Reykjavíkurborg byggði hina veglegu fþrótta og sýningar höll í Laugardal f samvinnu við sýningarsamtök atvinnuveganna og fþróttabandalag Reykjavíkur. Að sýningarsamtökunum eiga aðild Félag fslenzkra iðnrekenda og Landssamband iðnaðarmanna Þessi samtök munu gangast fyr ir mikilli iðnsýningu f sýningar höllinni í haust og hefur verið mikil eftirspum eftir sýningar- svæðum, svo að búast má við, að hún verði mikil og góð. Hug myndin er, að sýning þessi verði jafnframt sölusýning. Reynlsan hefur sýnt að slíkar sýningar eru mikil hvatning fyrir iðnaðinn og landsmenn öðlast við þær yf irsýn og skilning á þvf, hve yfir gripsmikill íslenzkur iðnaður er, en þeir eru ekki nógu margir, sem gera sér fulla grein fyrir þvf, hve mikilvægur iðnaðurinn er f fslenzku atvinnulífi. Að lokum sagði Bragi Hannes son: — Reykjavík er og verður höf uðstöð íslenzks iðnaðar. Full- kominn og afkastamikill bygg- ingaiðnaður er forsenda fyrir stækkun borgarinnar, þá krefst borgarfélagið sívaxandi viðgerða og þjónustuiðnaðar og loks er framlelðsluiðnaður ýmiskonar framtiðarundirstaða að aukinni atvinnu borgarbúa. Ég legg mikla áherzlu á það, að borgar yfirvöldin vinna að hagsmuna- og framfaramálum iðnaðarins f samvinnu við félagssamtök hans. Þannig verður bezt og farsælast unnið að þessum mál- um. Fulltrúaráð Sjálf■ stæðisfélaganna i Reykjavík SÍÐASTI fundur Fulltrúaráðs fyrir kosningar verður haldten f Sjálfstæöishúsinu í dag kl. 4. Fundarefni: Kosningaundirbúningurinn og starflð á kjördegj. Áríðandi að allir mæti. Stjórn Fulltrúaráðsins. Breytt kjör- hverfaskipting Manntalsskrifstofan vili vekja at- hygli kjósenda á því, að kjörhverfa skipting f Reykjavík er nokkuð breytt frá því sem var í síðustu kosningum. AÖalbreytingin er í því fólgin að tekinn er upp nýr kjörstaður, Álftamýrarskóli og er kjörsvæði hans sem hér segir: Álftamýri, Ármúli, Fellsmúli, Háaleitisbraut, Háaleitisvegur, Hvassaleiti, Kringlumýrarveg- ur, Safamýri, Seljalandsveg- ur, Síðumúli, Starmýri, Suður- landsbraut (vestan Elliöaárbrúar). Ennfremur hefur lítillega verið breytt frá síðustu kosningum mörk um kjörsvæöa að ööru leyti, þann- ig að kjósendur, sem bjuggu 1. des. sl. viö eftirtaldar götur, eiga nú kjörstað sem hér segir. Gata Núverandi kjörstaður Bjarnarstígur Miðbæjarsk. BreiÖholtsvegur Dalbraut Engjavegur Hringbraut Marargata Múlavegur Reykjanesbraut Selvogsgrunn Smiðjustígur Sporöagrunn Sölvhólsgata Traðarkotssund Vegamótastígur Laugamesssk Langholtssk. Laugaraesssk. Melask. Melask. Laugamessk. Austurbæjarsk. Langholtssk. Austurbæjarsk. Langholtssk. Austurbæjarsk. Austurbæjarsk. Austurbæjarsk. Að öðru leyti er kjósendum bent á að kynna sér auglýsingu frá skrifstofu borgarstjóra um kjör- hverfaskiptingu f heild og skipt- ingu kjörhverfa í kjördeildir. (Fréttatilkynning frá Manntals- skrifstofunni). Ný strætisvagnaleið Akstur hefst í dag á nýrri strætisvagnaleið, nr. 26, og ber hún heitið Flugturn — Umferð- armiðstöð. Ekið verður frá Lækjartorgi á 30 mín. fresti frá kl. 7.10—23.40 um Hverfisgötu, Laugaveg, Nóatún, Lönguhlíð, Miklubraut, Flugvallar- veg að Hótel Loftleiðir. Þaðan á heila og hálfa tímanum um Flugvallarveg fram hjá Umferð- armiðstöðinni um Sóleyjargötu á Lækjartorg. Frá og með sama tíma ekur vagn á leið 11, — Fossvogur —, eins og áður, um Hringbraut og Eskihlíð. STRÆTISVAGNAR REYKJAVÍKUR Vegna útfarar Haralds Ó. Leonhardssonar skrifstofustjóra verður skrifstofum vorum lokað iaugardag- inn 21. maí. Pappírsvörur h.f. Vegna útfarar Haralds Ó. Leonhardssonar skrifstofustjóra verður skrifstofum vorum lokað laugardag- inn 21. maí. Bílaskoðun og Ryðvörn, Trésmiðir og verkamenn óskast. Uppl. í síma 41659.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.