Vísir - 10.06.1966, Blaðsíða 15
VIS IR . Föstudagur 10. júní 1966.
15
KVIKMYN D ASAG A
TÓNABÍÓ
CATHERINE ARLEY;
TÁLBEITAN
Sjúkrahús hans var búið öllum
óhófsþægindum og dvölin þar ó-
hóflega dýr. Hann var iðulega kall
aöur til vellauðugra sjúklinga í öll
um heimsálfum, fyrir svo gífurlega
þóknun, að hann var skuldbundinn
til að komast að raun um að sjúk-
dómurinn væri alvarlegur. Hann
var maður glæsilegur og hafði þau
áhrif á sjúklinga sína, aö þeir báru
óskorið traust til hans og þurfti
hann ekki annarrar auglýsingar við
en vitnisburðar þeirra.
Hann kom meö flugvél til Cannes
og gekk þegar á fund Anton Korff
sem hann mat mikils. Hann sá að
Anton var ekki einn I hópi þeirra,
sem létu blekkjast af framkomu
hans. Hann sá líka að Anton var
maður sem vissi vald peninganna
og var ekki frábitinn því aö not-
færa sér það. Þetta sameiginlega
sjónarmið þeirra leiddi til þess að
þeir gátu rætt saman af fullri hrein
skilni.
„Hvað er það í þetta skiptið?"
spurði hann þegar þeir óku niður
að höfninni.
„Augnþroti. Sennilega voggrís“.
„Nokkuð í fréttum?“
„Við erum að láta úr höfn —
hvað er mér ekkert sérlegt tilhlökk
unarefni,“ svaraði Anton Korff.
„Viljið þér kannski að ég telji
honum trú um aö hann þurfi sjúkra
húsvistar við?“
„Ég held ekki. Ætli ég sé ekki bú
inn að sjá honum fyrir dægrastytt-
ingu.“
Hin alvörugefna svipgríma sér-
fræðingsins féll af andliti iæknis-
ins. Hann glotti við tönn.
„Hjúkrunarkonuna?"
„Já — einmitt." Anton Korff hló
við.
„Er hún falleg?“
„Veit það ekki. Ég er ekki far-
inn að sjá hana. Aöalatriðið er að
hafa hana um borð. Eins og er, þá
er áhöfnin eingöngu skipuð karl-
mönnum."
„Ég skil.“
„Þér megið samt ekki leggja
neinn annan skilning í það en orð
mín gáfu til kynna. Það er einungis
hans vegna, að ég geri þessa ráð-
stöfun. Ég er sjálfur það mikið í
landi, að ég líð enga nauð.“
Þeir hlógu báðir.
„Gætið þess að hún ofþreytist
ekki,“ sagði læknirinn. Og enn
hlógu þeir eins og skólastrákar,
sem hafa prakkarastrik í undirbún-
ingi.
Læknisskoðunin tók fulla klukku-
stund. Læknirinn snæddi morgun
verð um borð, flugvélin átti ekki
að leggja af stað fyrr en upp úr
hádeginu.
Anton Korff fékk stranga skipun
um að ráða hjúkrunarkonu um
borð. Sjúklingurinn um að halda
kyrru fyrir í klefa sínum, þar
sem þjónar hans, blökkumennimir
frá Jamaiku önnuðust um hann,
unz hjúkrunarkona fengist.
Tveir dagar liðu, án þess Antoni
yrði nokkuð ágengt f hjúkmnar-
konuleitinni. Gamli maðurinn var
orðinn óð,ur af reiði og áhöfnin
nötraði og skalf og beið þess að
storminn lægði.
Anton afréð að skreppa til Nissa,
ef vera mætti að betur gengi þar.
En þá gerðist kraftaverkið. Mann-
eskjan, sem allt stóð á, birtist allt
í einu.
Öll áhöfnin starði á Hildu þegar
hún gekk um borð. Glæsileg kona,
sem hafði fyllsta vald yfir fram.
komu sinni. Hún vatt sér að fyrsta
stýrimanni, kvaðst send frá ráðn-
ingarskrifstofu Hjúkrunarkvenna-
sambandsins, spurði eftir manni að
nafni Anton Korff. Sú fyrirspum
hafði svipuð áhrif og stimplað vega
bréf, því að hún var umsvifalaust
leidd á fund sjúklingsins.
Gamli maðurinn rak þjónana út.
Ók hjúkrunarstólnum eins nálægt
henni og hann komst og spurði
hana hvort hún væri brjáluð —
láta hann b:3a fársjúkan í tvo
daga.
Hilda stóð teinrétt, virti hann
hlutlaust fyrir sér á meðan hún
braut saman hanzkana sfna, stakk
þeim í töskuna og mælti rólega:
„Venjuleg er lítið um vinnu yfir
vetrarmánuðina, en yfir sumarið
sjöfaldast fólksfjöldinn á Blas-
ströndinni svo að þá verður sjö-
falt meira að starfa. Ég get því
valið um sjúklinga. Ef þér emð
eins erfiður við aö fást og fram
koma yðar bendir til, þurfum við
þvi ekki að ræða þetta frekara."
Carl Richmond varð svo undr-
andi að hann glopraði handklæðinu,
sem hann hélt að auganu.
„Hvers vegna komuð þér ekki
fyrr?“
„Ég var hjá ungri sængurkonu.
Það var ekki fyrr en í morgun, að
ég sneri mér til þeirra í skrifstofu
samtakanna, þar sem mér var feng
inn listi yfir það fólk, sem væri
þurfandi fyrir aðstoð mína. Og þar
sem svo vildi til að þér vomð efst
ur á þeim lista, kom ég fyrst hing
a&“
„Vitið þér ekki hver ég er?“
„Carl Richmond, auðvitað. Það
stóð á listanum.“
„En vitið þér ekki að ég er tal
inn tugmilljónamæringur?"
„Nema hvað?“
„Hafið þér sem sagt ekki meiri
áhuga á að hjúkra mér en sængur
konu úr millistétt?"
„Alls ekki. Mér er, greitt sam
kvæmt taxta hjúkrunarkvennasam-
bandsins. Það erað þér, sem græð
ið á framlagi sjúkratrygginganna —
ekki ég.“
„Yður ferst ekki að vera með
nein ólíkindalæti. Þér vitið ósköp
vel að þér getið gert yður vonir um
tífalda þóknun.“
„Alls ekki, herra Richmond."
„Þér þykist vera heiðarleg, geri
ég ráð fyrir?“
„Ég reyni að sjá fram 1 tímann,
það er allt og sumt. Ég hef ekki
hugsað mér að láta yður ná þann
ig tangarhaldi á mér, svo að þér
þykist geta boðið mér hvað sem er.
Þér greiðið mér þvl jafnt og aðrir,
og komið fram við mig eins og aðr
ir sjúklingar mínir. Annars er ég
farin. Það er ekki neinn hörgull á
atvinnu." Hilda leit fast á hann og
bætti við: „Ég vona að við skiljum
hvort annað til hlítar, herra Rich-
mond?“
Gamli maðurinn virti hana fyrir
sér, eins og hún væri einhver af-
brigðilegur gripur.
„Undarlegur kvenmaður, vægast
sagt“, tautaði hann og ók stólnum
fjær henni. „Jæja, fyrst þér eruð
komin, getið þér tekið til starfa“,
hálfhreytti hann út úr sér.
„Það hef ég líka hugsað mér.
Hvar eru fyrirskipanir læknisins?“
„Ritarinn minn afhendir yður
þær. Heitið þér sérstöku nafni —
eða á ég að blfstra þegar ég kalla
á yður?“
„Viss manngerð hefur það fyrir
sið að blístra, þegar mér verður
gengið framhjá. Annars heiti ég
Hildigerður Meisner."
„Landi minn, eða hvað?“
„Þýzk. Frá Hamborg."
„Gott. Þá tölum við saman á
þýzku.“
„Hvem fjandan sjálfan eruð þér
að vilja f Frakklandi?"
„Hvað um yður sjálfan?"
Hann leit á hana, sótrauður í
andliti af reiði. Hún brosti, rétt
eins og hún hefði spurt í gamni —
og hann brosti líka.
„Þurfið þér þegar á aðstoð minni
að halda, eða á ég að nota tímann
til að taka upp farangur minn og
búa um mig f klefanum, sem mér
er ætlaður?" spurði hún.
„Yður liggur ekkert á. Dokaðu
við hjá mér dálitla stund."
Hann sneri sér þannig, að hann
gat stöðugt séð mynd hennar í
spegli á veggnum. „Segið mér eitt
hvað frá Hamborg?" mælti hann.
„Þangað hef ég ekki komið sfðan
1934. En gerið svo vel að tala á
þýzku.“
Hilda varð dálítið undrandi.
Hann verður varla erfiður við-
fangs, hugsaði hún. Hann er við-
kvæmur undir niðri...
Nokkrum klukkustundum síðar
stóð hún út .vjð botSstalddnn og
sagði Antoni Korff hveríng farið
hefði á með henni og gamla mannin
um við fyrstu kynni.
Hafnargarðamir í Cannes voru í
þann veginn að hverfa sjónum í
rökkrinu.
„Yður t ókst vel. Hann minntist
á yður“, sagði Korff.
„Hvað sagði hann?“
„Ekki neitt sérstakt. Þér skuluð
að minnsta kosti ekki ofmetnast.
Hann veitir yður enn nána athygli
og er í vafa. En ykkar fyrstu kynni
hafa hins vegar verið heppileg,
fyrst þér eruð hér enn. Meðal ann-
arra orða — ég vona að þér séuð
ekki sjóveik?"
„Það held ég ekki. Hvers
vegna . . . “
„Það mundi reynast mjög óheppi
legt, ef þér yrðuð að halda kyrra
fyrir í klefa yðar, lengri eða
skemmri tíma. Snekkjan kemur
sjaldan f höfn, og hefur aldrei langa
viödvöl neins staðar. Ég hef sjóveiki
töflur meðferðis. Þér skuluð taka
þær inn ef eitthvað versnar f veðri,
svo að þér séuð örugg".
T
A
R
Z
A
N
Tarzan og Peter Crisp fara á skrifstofu
landsstjórans og segja sögu sína. — Heiðurs-
menn, ég er f mikilli geðshræringu yfir þvi
sem skeð hefur, ég er þakklátur fyrir hönd
fólksins I Luanda og fyrir þann óeigingjama
þátt, sem þið eigiö í þessu máli.
Þið tveir hafið haft mikil áhrif á mig með
kænsku ykkar og staðfestu í þessu máli.. .
ég gæti notað ykkur í starfsliöi mínu.
Þú átt viö skrifstofuvinnu? Nei, herra.. í
skrifstofu? Þetta hélt ég.
IWILPl
Ferðafélag íslands fer _tvær ferð
ir um næstu helgi.' Á laugardag kl.
2 er Þórsmerkurferð. Á sunnudag
kl. 9.30 er gönguferð á Esjú.
Lagt af stað í báöar ferðirnar
frá Austurvelli. Farmiðar í Þórs-
merkurferöina eru seldir á skrif-
stofu félagsins Öldugötu 3 en í
sunnudagsferðina seldir viö bíl-
inn. Allar nánari upplýsingar veitt
ar á skrifstofunni, símar 11798 og
19533.
Sprlnga negluryðar
NOTIÐ
AÐEINS
nail varnish "
REMOVER
aðeins 1. flokks oliur og itúndunarefoi 3
HEILDSÓLU6IRGDIR
fSlENZK ERLENDA VERZLUNARIELAGIO Hf
FRAMLEIDSLURETTINDI AMANTI HF