Vísir - 10.06.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 10.06.1966, Blaðsíða 9
V1SIR . Föstudagur 10. júní 1906. 9 Þannig Inða Þjóðverjar fólk og fjórmagn til V-Berlínnr: A uðfengin lán og veruleg Sagt frá þeim leiðum sem Vestur- Þjóðverjar hafa farið til jbess að auka jafnvægið i byggð landsins — Lærdómsrik fordæmi fyrir jðrat Þjóðir J>að er alkunna, að við íslendingar erum manna mestir sérfræðingar í því fyrirbrigði sem nefnist jafnvægi í byggð lands- ins. Ótal ráð og nefndir hafa fjallað um það efni á liðnum árum og marg- ir sjóðir verið stofnaðir til þess að vinna að jafn- vægissköpun milli bæja og dreifbýlis. En það eru fleiri en við, sem láta sig þetta vandamál nokkru skipta. Að þv£ komumst við ís- lenzkir blaðamenn, sem fyrir fá- um dögum gistum Berlínarborg. Þar er jafnvægisvandamálið ekki síður ofarlega á baugi en hér á landi, þótt af öðrum ástæðum sé. Margt hefur þar verið um það rætt, ýmsar nýjar hugmynd- ir reyndar og ótroðnar slóðir farnar, sem góða raun hafa gef- ið. Er því ekki ófróðlegt að kynna sér reynslu Berlínarbúa á því sviði, sem mjög hefur haldið vöku fyrir landsfeðrum okkar og er enn eitt af stærri vandamálum í þjóðarbúskapn- um. Vestur-Berlín er eyja, einangr uð inni i miðju Austur-Þýzka- landi, og er vægast sagt grunnt á þvf góöa milli valdhafa borg- arinnar og þess lands sem hana umlykur. Öllum er ljóst, að ef til átaka kemur liggur borgin í fyrstu víglínu. Þetta er ástæðan til þess að Þjóðverjar hafa flest- ir hverjir talið tryggara að elga heimili sín þar sem öryggis- kenndin væri þroskaðri og þýzk fyrirtæki hafa einnig talið að tryggara væri að stunda fjárfest- ingu annars staðar í landinu en_ á þessari litlu eyju inni £ miöju landi Ulbrichts. Þessi sjónarmið ollu þvf, að uppbygging Berlfn- ar eftir styrjöldina gekk miklum mun seinna en annarra þýzkra T Vestur-Berlin er meSalald 1 ur fbúanna hlutfallslega mlklum mun hærrl en í Vest ur-Þýzkalandi. Til þess að fá ungt fólk til að flytjast til borgarinnar og reisa þar bú hafa borgaryfir- völdingripið til hins mesta snjallræðis. ÖU ung hjón fá á brúðkaupsdaginn 3.000.00 marka vaxtalaust lán úr borg arsjóC.ium, sem greiðist á löngum tfma. Fyrir hvert bam sem fæðist er fjórðung ur lánsins síðan gefinn eftlr. Mun það vera ástæðan til að fjögurra bama fjölskyldum fer nú mjög fjölgandi f borg .íl, eftir því sem gárungam ir segja. borga. Iðnaður og atvinnurekst- ur óx þar miklum mun hægar og fólksfjölgunin var minni, þar sem fjölmargar fjölskyldur flutt ust á brott vegna styrjaldarótt- ans, sérstaklega eftir byltinguna 1953 og aftur er veggurinn á borgarmörkunum var reistur. Er nú svo komið, að Vestur- Berlin er „elzta“ borg Þýzka- lands, þ. e. þar býr mun minna af ungu fólki en í öðrum borg- um landsins. Undanfarin ár hafa bofgaryf- irvöldin unnið markvisst að því að bæta úr þessum ókostum, vinnufyrirtækjanna, sem er und sem lega borgarinnar og ótryggt stjómmálaástand hefur skapað. Hefur viðleitni þeirra beinzt að því að laða bæði fólk og fjár- magn til Véstur-Berlfnar og auka þannig hraða uppbygging- arinnar, og verðmætasköpun at- irstaða bættra lffskjara borgar- búa. Þær ráðstafanir sem fram kvæmdar hafa verið til þess að auka jafnvægið milli Vestur- Berlinar og Vestur-Þýzkalands hafa gefið svo góða raun að Vest ur-Berlin er nú orðin mesta iðn aðarborg landsins. Ibúar borgar innar eru 22 millj. talsins en af þeim er talið að 1 milljón starfi að framleiðslustörfum. Hér skulu nú talin nokkur þau atriði sem gert hafa Vestur-Berl in að eftirsóttum stað fyrir fjárfestingu og stofnun nýrra at vinnufyrirtækja á síðustu árum: Friðindi á fjárfestingar- sviðinu. ★ Fyrirtæki sem stofnsett eru í borginni mega afskrifa 75% af öllum véla og húsnæðiskosti stn um á fyrstu þremur starfsárun- um. Eru i þessum rúmu afskrift arreglum vitanlega einnig fólgin veruleg skatthlunnindi. Nýjasta og glæsilegasta viðskiptamiðstöð Vestur Berlínar, Europa- Center, rfs til himSns skammt frá megingötunni, Kurfiirstendam. ★ Auk þess mega slfk fyrirtæki enn draga 10% frá stofnkostn aði sfnum f skatti. 'k Fjárfestingarlán eru vand- kvæðalaust veitt bæði til iðnað- ar óg verzlunarfyrirtækja úr sér stökum sjóði. Bera lánin aðeins 4% vexti, lánstfmi er 10 ár og afþorganir hefjast ekki fyrr en tveimur árum eftir lántöku. ir Endurreisnarsjóðurinn (Eur- opean Recovery Program Speci al Fund) veitir lán til bygging- ar verksmiðju og skrifstofuhús- næðis f borginni sem nemur 30 % byggingarkostnaðar. •fr Borgin veitir lánastofnunum tryggingar fyrir allt að 90% af lánsupphæöinni, geti lántakand- inn ekki sett fullnægjandl trygg ingar. Skattfríðindi atvinnu. fyrirtækja og einstakl. inga. ■jir Fyrirtæki í Vestur-Berlin eru undanþegin framleiðsluveltu- skattinum, sem nemur 4%. ★ Einstaklingar í Vestur-Berlin fá 30% afslátt af tekjuskatti sfn um og fyrirtæki 20% afslátt. ★ Einstaklingar og fyrirtæki, sem veita lin til atvinnufvrir- tækj eða húsnæðismála í borg inni mega draga allt að 20% láns upphæðarinnar frá á skattafram tali sfnu. ir Allir launþegar í borginni fá greidda ska. frjálsa kaupuppbót, sem nemur ca. 5% af upphæð- heildarlauna þeirra, þetta á- kvæði gildir þó aðeins um mán aöarlaun upp að 2.800 mörkum (ca. 28.000 ísl. krönur). ir Loks má geta þess að fyrir- tæki í Vestur-Þýzkalandi, sem kaupa vélar og tæki sem fram- leidd eru í Vestur-Berlin eiga kost á lánum sem nema allt að 50% upphæðarinnar. Miðar þetta ákvæði að þvf að auka viðskipti viö Vestur-Berlin og veitir Viðreisnarbankinn vestur þýzki lán þessi. Vandamálin víðar hin sömu. Eins og sjá má af framan- greindu er hér fyrst og fremst um tvenns konar ráðstafanir að ræða sem báðar miða að þvf aö laða fjármagn. og fólk til borg arinnar. í fyrsta lagi ýmiss kon ar mjög hagstæð og auðfengin lán til þess að byggja upp fyrir tæki og verksmiðju og verzlun arhúsnæði. I öðru lagi er um að ræða skattfríðindi bæði einstaklinga og fyrirtækja mun meiri en ann ars staðar í landinu gerist, auk beins framlags til allra launþega. Er þar um að ræða eins konar staðaruppbót sem greidd er vegna sérstöðu borgarinnar. Vitanlega verður aldrei sagt með nákvæmni og fullri vissu hve mikinn þátt þessar jafnvæg isráðstafanir hafa átt í þvf að gera Vestur-Berlin aftur að at- hafnasaniri iönaðar- og verzlun arborg. En fullvíst er þó talið af þeim, sem þar þekkja gerzt til, að þessar ráðstafanir hafi verið mjög mikilsverðar og séu ein megin ástæðan til þess að innlend og erlend atvinnufyrir- tæki setja gjarnan upp útibú sfn í Vestur-Berlin. Hér er um ráðstafanir að ræða sem vitanl. eru sniðnar eftir sér ástæðum þeim sem í V.-Berlín ríkja. En engu að síður er fróð legt að kynna sér þær, því vanda mál byggðarinnar er hið sama þar og f mörgum öðrum löndum. Kjami þessa máls er sá að skapa þarf viss forréttindi, sem hafa það í för með sér að fólk og fjármagn leitar aftur til þeirra landssvæða, sem það hefur áður flúið. G. G. S. Sláturfélagið seldi fyrir 360 milljón krónur í fyrra 31. mai og 1. júni sl. voru haldnir í Reykjavík fulltrúa- fundur og aðalfundur Sláturfé- lags Suðurlands. Fundarstjóri á fundinum var Pétur Ottesen fyrrv. alþrn., for maður Sláturfélags Suðurlands og fundarritari Þorsteinn Sig- urðsson, formaður Búnaðarfé- lags íslands. Forstjóri S.S., Jón H. Bergs, flutti skýrsiu um helztu þætti starfsemi féiagsins á árinu 1965. Alls var slátrað hjá félaginu 139.995 fjár, og er það 15.881 fleira en 1964, eða 13% meiri slátrun. Meðal fall- þungi dilka í sláturhúsum S.S var á sl. ári 13.69 kg. en var 13.75 kg. árið á undan. Slátrun in fór fram f 8 sláturhúsum fé- lagsins, eins og undanfarin ár. Sala afurðanna gekk vel á árinu sem leið og var framleiðendum greitt ríflega verðlagsgrundvall- arverð fyrir allar innlagðar af- urðir. Nautagripaslátrun hefur auki7 hjá Sláturfélagi Suður- lands og gæði nautakjöts farið vaxandi. Nautakjöt hefur undan farjn 2 ár verið hækkað meira I verðlagi en aðrar kjötvörur, og hefur áhugi bænda stóraukizt á framleiðslu góðs nauta kjöts. Framleiðsla og sala svfna kjöts fer einnig vaxandi. Heildarvörusala Sláturfélags Suðurlands aam rúmlega 360 milljónum króna á sl. ári og hafði aukizt um 64 milljónir kr, frá fyrra ári. Að staðaldri störf uðu hjá fél. allt árið um 375 manns, en í sláturtíð um 1100 manns. Greidd vinnulaun hjá S. S. á árinu 1965 námu 55,3 millj. króna. Sláturfélag Suðurlands starf- rækti eins og áður niðursuðu- verksmiðju og pylsugerð í R.vík Jafnan er fylgzt vandlega með þeirri þróun, sem verður í kjöt vinnslu með öðrum þjóðum, og hafa verið framleiddar hjá S.S. margs konar nýjungar á þessu sviði. Ullarverksmiðjan Framtiðin starfaði lfkt og undanfarin ,ár og á miðju sl. ári tók til starfa ný sútunarverksmiðja sem Slát urfélag Suðurlands hefur reist að Grensásvegi 14 f Reykjavik. Með stofnun sútunarverksmiðj- unnar hyggst félagið auka verð mæti gæru- og húðarframleiðslu sunnlenzkra bænda og þar með verðmæti útflutningsframleiðsl unnar. S.S. rak á sl. ári 10 matarbúð ir f Reykjavík og eina á Akra- nesi. Seldu þær vörur fyrir rúm lega 90 milljónir króna árið 1965.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.